Tíminn - 28.12.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.12.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. desember 1995 7 Þriöjungur tekjuskattsgreiöenda flykkist þessa dagana til veröbréfasalanna og notfœrir sér allt aö 90 þúsund króna skattafrádrátt: Allstór hópur fólks gerist alvöru hlutabréfaeigendur Hlutabréf í íslenskum fyrir- tækjum renna út þessa dagana og er þeim þá iíkt vib heitar lummur. Fólk meb peninga í höndunum, og jafnvel án þeirra, sér í kaupum á hluta- bréfum aballega tvennt: skatta- legt hagræbi og eignaaukningu í formi sparnabar. Undanfarin misseri hefur átt sér stab stór- felld hækkun á hlutabréfum sem skráb eru hjá Verbbréfa- þingi íslands. Fyrirtækin hafa mörg verib á uppleib, en alls ekki ljóst hvort þeirri upp- sveiflu er lokib. Um þribjungur launþega greibir tekjuskatta, eba um 50 þúsund manns. Þegar nánast þribjungur þeirra síban nýtir sér þennan frádrátt verbur ekki annab sagt en ab viðtökurnar séu góbar. Allstór hópur af fólki viröist vera farinn ab safna hlutabréfum og á hlutabréf á bilinu 500 þúsund til milljón aö nafnverði, sem þab hefur eign- ast með nokkuö þvinguðum sparnaði. Sala hlutabréfa hefur aukist verulega á þessu ári samkvæmt upplýsingum frá Seblabanka ís- lands. Fyrstu 10 mánuði þessa árs voru seld hlutabréf í al- mennum útbobum fyrir 750 milljónir króna samanborib við 89 milljónir á sama tímabili í fyrra. Eru þá mebtalin almenn útboð vegna einkavæöingar rík- isfyrirtækja. Þeir sem keyptu hlutabréf fyr- ir ári síðan hrósa happi. Þeir gátu nánast farið í utanlands- ferð „á kostnað ríkisins" en auk þess hefur hlutabréfaeign þeirra, flestra hverra í þab minnsta, hækkað verulega í verði. Þeir hafa hagnast umtals- vert á kaupunum, enn sem komib er ab minnsta kosti, en bréfin eru ekki söluhæf á al- mennum markaði fyrr en aö tveim árum liðnum ef skattafrá- drátturinn á að halda. Þab er tiltölulega nýtt fyrir- bæri á íslandi að almenningur sé þátttakandi í fyrirtækjarekstri eins og nú er ab koma á daginn, meö kaupum á hlutabréfum. Áriö 1990 fundu fjármálasnill- ingar þá abferð að útvega al- menningi skattalegt hagræði með kaupum á hlutabréfum. En þessi leið til skattalækkunar varð til þess að meira en 16 þús- und manns, samkvæmt upplýs- ingum Auölindar, fréttabréfs Hlutabréfasjóðsins Auðlindar, keyptu sér skattalegt hagræbi fyrir þau áramót. Ærið margir seldu síðan bréfin strax eftir ára- mótin! Alþingi brást vib þessu með því að þrengja reglurnar 1992. Nú þurfa menn að eiga bréfin í þrjú ár, ella verður hið skattalega hagræbi tekið til Kristján Guömundsson í Landsbréfum hf.: baka. Lögum samkvæmt varð þetta skattahagræði til 1984, en fyrst í stað notfærði almenning- ur sér það lítt, aðallega stórkarl- ar í viðskiptalífinu. Hlutabréfaviðskipti eru áhættuspil. Enginn veit hvernig fyrirtækjum kemur til með að vegna frá einum tíma til annars. Hins vegar er boðið upp á nokk- uö örugga fjárfestingu hjá verð- bréfasölum þar sem um er að ræða aðild að hlutabréfasjóðum þar sem um er að ræða fyrirtæki sem talin eru trausts verb. Og þar gildir sú gullvæga regla að hafa ekki öll eggin í einni körfu. Verið er að kaupa blöndu af hlutabréfum í eigu sjóðanna. Ljóst er að fyrir þessi áramót munu margir leita eftir skatta- legu hagræði með kaupum á hlutabréfum. Einstaklingur sem kaupir hlutabréf aö andvirði 135 þúsund krónur, hjón fyrir 270 þúsund, munu fá skattaaf- slátt upp á 90 þúsund krónur. Verðbréfaverslanir landsins auglýsa ýmis kjör og símar fyrir- tækjanna síðustu dagana fyrir áramót þagna vart, og í af- greiðslusölum þeirra er múgur og margmenni aö kaupa. Tím- inn ræddi við nokkra helstu að- ilana á veröbréfamarkaði í gær. Bjarni Ármannsson í Kaupþingi hf.: Hagna&urinn heldur áfram a& aukast ári& 1996 Bjarni Ármannsson, forstöbu- mabur fjárvörslu- og markaðs- sviðs í Kaupþingi hf., er bjart- sýnn á framtíðina í fyrirtækja- rekstri. „Áhættan í íslensku atvinnu- lífi felst í því að þær væntingar sem menn hafa til hagnaöar og afkomu á þessu og næsta ári gangi ekki eftir. En með því aö fjárfesta í mörgum fyrirtækjum eru menn ekki að taka þessa svokölluðu fyrirtækjaáhættu, bara markaðsáhættuna, þaö er Bjarni Ármannsson í Kaupþingi: Ekki hrifinn af sífelldum kerfisbreytingum. Fólk vill lægri skatta og gera góöa fjárfestingu Kristján Gubmundsson í Landsbréfum: Margir velja eilítib meira kryddab- an valkost og þá von um meiri ávöxtun. „Við erum með úrvalið," sagði Kristján Guðmundsson í Landsbréfum í gær. Þar var mikiö um að vera í sölu hlutabréfa til þeirra sem vilja eignast hlutabréf en jafnframt fá lægri opinber gjöld. íslenski hlutabréfa- sjóðurinn hf. og íslenski fjár- sjóðurinn hf. „Eg segi ab úr- valib sé gott, því Islenski hlutabréfasjóburinn er þessi trausti kostur, eignadreifing er gób og höfb í fyrirrúmi. Eignasamsetning er þannig að 47% er í hlutabréfum, 40% í skuldabréfunr og 13% í er- lendum verðbréfum. Sveiflur hafa verið litlar og þetta form hentar þorra fólks. Aðrir vilja kryddaðri valkost, það er ís- lenski fjársjóburinn senr ein- göngu fjárfeStir í hlutabréfum. Fjárfestingarstefnan er í stór- um dráttum sú að um helm- ingur er í sjávarútvegsfyrir- tækjum í veiðum, vinnslu og tæknigreinum sjávarútvegs," sagði Kristján Guðmundsson hjá Landsbréfum. „Þarna má reikna með meiri sveiflum en meiri ávöxtun til lengri tíma litið," sagði Krist- ján. „Þetta er hlutabréfasjóður og tilgangurinn að dreifa áhættu manna í hlutafjár- kaupum og ná góðri arðsemi þegar til lengri tíma er litið." Margir keyptu hlutabréf hjá Landsbréfum í fyrra. Útkoman hjá íslenska hlutabréfasjóðn- urn miðað við síðustu 12 mán- uði hefur verið 14,6% ávöxt- un, en 28,3% miðað við síð- ustu 6 mánuði og 55% miðað viö síðustu 3 mánuði. Bjarni segir ljóst að hækkunin síð- ustu mánuði þessa árs hafi ver- ið mikil og þab komi til af því að hlutabréfaverð hefur farið hækkandi á árinu, einnig er- lend bréf. Dæmi væru um yfir 100% hækkun frá áramótum á einstaka fyrirtækjum. Hjá Landsbréfum var mikið að gera, símar rauðglóandi og rnargir á staðnum að spyrjast fyrir og gera kaup. Bjarni sagði að íslenski fjársjööurinn, sem er nýr af nálinni, fengi feyki- lega góðar undirtektir. „Fólk sem hingað kemur er - bara venjulegt fólk sem vill lækka skattana sína, og hver vill það ekki. Greinilega lítur fólk á íslenska fjársjóðinn sem áhugaverðan fjárfestingarkost og annað og meira en bara skattaafslátt," sagði Kristján. grundvallarmunur á því. Þegar til dæmis Auölind hefur verið að koma betur út en markaður- inn að meðaltali, þá er þetta borðleggjandi," sagði Bjarni Ár- mannsson hjá Kaupþingi hf. Hann segir aö hlutabréfamark- aðurinn hafi hækkað um 23,5% á síöasta ári og 32% það sem af væri þessu ári. „Þab er mjög gott mál ab al- menningur taki þátt í atvinnu- lífinu á þennan hátt, fólk er meira meðvitað um mikilvægi atvinnulífsins," segir Bjarni. „í fyrra keyptu um 12 þúsund einstaklingar sér skattafrádrátt með kaupum á hlutabréfum. Ég spái að núna verði það um 14 þúsund manns sem nýti sér þennan kost og að þeir kaupi fyrir um 1,5 milljarða króna. Ár- ið 1990 keyptu rúmlega 16 þús- und manns bréf, en þá voru reglurnar þær að hægt var að losa sig við bréfin strax eftir ára- mótin," sagði Bjarni. Bjarni Armannsson kveðst ekki hrifinn af sífelldum kerfis- breytingum á þessu sviði sem og mörgum öðrurn. Þær séu of tíð- ar og skapi óöryggi. Auðlind átti um mitt þetta ár hlutabréf í 35 fyrirtækjum, alls 292 milljónir króna, en hluta- fjáreign í Flugleiðum er þar stærst, nærri 50 milljónir, Eim- skip 36, Hampiðjan 22 og Har- aldur Böðvarsson hf. nærri 21 milljón. Auðlind býður upp á greiðslu- skiptingu á kaupum hlutabréfa, 10% út og afganginn á afborg- unum, annab hvort á rab- greiöslum kortafyrirtækjanna eða skuldabréfum til 10 mán- aða. Þeir sem nýttu sér þetta í fyrra komu skemmtilega frá dæminu. Þá var fólk að greiða 10% vexti en hækkunin á Auðlindarsjóðn- um var á sama tíma um 25%. „í rauninni var fólkiö að borga sjálfu sér vexti ef þannig er á málið litið," sagði Bjarni. Bjarni spáir ab hagnaður fyrir- tækjanna verði á þessu ári 14- 18% betri en í fyrra. Á næsta ári muni hagnaður halda áfram að aukast. Það þýði að hlutabréfa- markaburinn haldi áfram að hækka. ■ Sjávarútvegsráöuneytiö: Loðnuveiðar í flotvörpu Sjávarútvegsrábuneytib hefur ákveðib ab leyfa lobnuveibar með flotvörpu í tilraunaskyni fram til 1. febrúar nk. Þessi ákvörbun var tekin í framhaldi af fenginni umsögn Hafrann- sóknarstofnunar og LÍÚ. Eftir þennan tíma verbur málið endurmetið af hálfu ráðuneytis- ins með ítarlegri athugun, áður en frekari ákvörbun verður tekin um hvort leyfa eigi notkun flot- vörpu við loðnuveiðar yfir sumar- og haustmánuöi. Nokkrar útgerðir lobnuskipa hafa þegar sótt um leyfi til ráðu- neytisins um notkun flotvörpu við loðnuveiðarnar, en allar um- sóknir þar að lútandi verður ab senda ráðuneytinu. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.