Tíminn - 28.12.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.12.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. desember 1995 iMflt 5 Baldur Jónsson: íslenskt, já þökk! Gömlum skólastjóra svaraö Fyrir tveimur mánuöum, nánara tiltekiö 24. október sl., birtist hér í blaöinu les- endabréf undir fyrirsögninni „Takk eöa þökk?" Bréfið er stílað til íslenskrar málstöðvar, og und- ir þaö ritar „Gamall skólastjóri". Þetta bréf barst ekki íslenskri málstöð, né vitneskja um þaö, fyrr en komið var fram í desem- ber, og hafa ekki verið tök á aö svara því fyrr en nú. Er beðist velvirðingar á því. Fyrst skulum við rifja upp er- indi bréfritara. Hann getur þess í upphafi að hann hitti alltaf öðru hverju gamla vini og skólabræð- ur og þeir eigi saman ánægjuleg- ar stundir. Eitt af því sem þeir hafi þá nýlega rætt um sé „málið okkar gamla og góða", sem þeim félögum sé annt um. En þeim mislíkar þrennt sem þeir vilja að málstöðin skipti sér af. Hið fyrsta er orðtakið íslenskt, já takk! og einkum orðið takk. Bréfritari biður málstöðina „að þurrka þessa ógeðslegu, dönsku málslettu úr málinu sem allra fyrst". Annað er að berja eitthvaö aug- um. „Þó að orðtakið finnist ein- hvers staðar í gömlu máli," segir bréfritari, „finnst okkur það svo óviðeigandi og ógeðslegt, að við teljum sjálfsagt að útrýma því úr daglegu tali og vonum, að þið getið það sem fyrst." Þriðja og síðasta atriðið er rit- hátturinn pizza í stað pitsa. „Vin- samlegast látið breyta þessu," segir skólastjórinn fyrir hönd þeirra félaga. Ástæða er til að ætla að þess- um heiðursmönnum sé full al- vara, og verður reynt að svara er- indi þeirra samkvæmt því. Til- mælin bera með sér að þeir gera sér háar hugmyndir um mátt ís- lenskrar málstöðvar, enda fagna þeir tilvist hennar og vilja henni vel. Hún hefir það hlutverk, seg- ir bréfritari, „að vaka yfir tung- unni og gera sitt besta til aö halda henni hreinni og koma í veg fyrir að í henni festist útlend orð eða ambögur" og bætir við: „Og við eigum sem flest að vera virk með henni [þ.e. málstöð- innij og benda á þaö, sem miður fer og kynni að geta fest í tung- unni." Þetta er vinsamlega hugsað og má til sanns vegar færa, og ís- lensk málstöð er þakklát fyrir all- an góðan stuðning. Þó hefði ég talið nær lagi að snúa dæminu við, ætla almenningi það hlut- verk sem bréfritari telur málstöð- ina hafa, en setja málstöðinni fyrir að vera almenningi til styrktar og leiðbeiningar við að varðveita málið og efla það. Sú hlutverkaskipan er í samræmi við anda þeirra laga sem mál- stöðin starfar eftir. Þetta kann að virðast eins og orðaleikur, en svo er ekki. Bréf- ritari lætur sem það sé á valdi ís- lenskrar málstöövar að festa orð í málinu og þurrka þau út. Slíkra viðhorfa verður oft vart, einkum meðal útlendinga. En það er fjarri lagi að nokkur stofnun hafi eða geti haft slíkt vald í lýðfrjálsu landi þar sem tjáningarfrelsi er virt. Hver maður ræður sínum orðum og ber ábyrgð á þeim, hvort sem íslensk málstöð eða einhver annar telur þau góða ís- lensku eöa vonda. Hitt er svo annað mál, að ís- lensk málstöð getur haft og hefir VETTVANGUR haft margvísleg áhrif. Til dæmis fær hún nokkru áorkað með því að veita ráð og leiðbeiningar þeim sem til hennar leita, og þeir eru margir, fólk úr öllum áttum, og nær undantekningarlaust áhugasamt um varðveislu tung- unnar og vöxt hennar. Málstöð- in getur því jafnan sáð í góða jörð. En víkjum nú aftur að þeim þremur atriðum sem beint var til málstöðvarinnar og getið var hér á undan. Brýningarorðin íslenskt, já takk! fara mjög fyrir brjóstið á bréfritara. Það get ég vel skilið, en ég átta mig ekki á þeim orð- um hans „að málstööin okkar, ásamt fleiri ágætum mönnum, skuli sameinast um að nota sí- fellt þetta ljóta danska orð [þ.e. takk\ í svo þarfri og nauðsynlegri áskorun til þjóðarinnar", eins og það er orðað í bréfinu. Mér er ráögáta hvers vegna „gamall skólastjóri" telur málstöðina hafa sameinast öðrum um að nota þessi eggjunarorð. Hún átti engan hlut að mótun þeirra og notar þau aldrei. Ef til vill felst ekki annað í orð- um bréfritara en vonbrigði yfir því að málstöðin skuli ekki hafa risið upp til að andmæla og sé þess vegna talin hafa sameinast öðrum „um að nota sífellt þetta ljóta danska orð" o.s.frv. Ef svo ber að skilja, á málstöðin sína sök, og hún á þá sams konar sök á öllum þeim málglöpum og smekkleysum af öllu tagi sem glymja í eyrum og blasa við aug- um sýknt og heilagt frá morgni til kvölds. Vonbrigði af þessu tagi eru vel kunn meðal áhugamanna um ís- lenskt mál, ekki síður en hug- myndir um mátt opinberrar stofnunar til að festa eitthvað í málinu eða þurrka það út. En svo eru þeir líka til sem virðast halda að íslensk málstöð sé í raun ein- hvers konar lögregluvaröstofa og álasa henni fyrir það. Allt eru þetta ranghugmyndir, sem vinir málstöðvarinnar mættu hjálpa henni til að kveöa niður. íslensk málstöð tók til starfa fyrir 11 árum sem eins konar framkvæmdastofnun íslenskrar málnefndar, en málnefndinni var ætlað ráðgjafarhlutverk þeg- ar henni var komið á fót 1964. „íslensk málnefnd er ráðgjafar- stofnun. Henni ber að veita op- inberum stofnunum og almenn- ingi leiðbeiningar um málleg efni á fræðilegum grundvelli," segir í 1. gr. reglnanna sem henni voru settar 1965. Þetta er enn í fullu gildi, þó að lög með öðru orðalagi hafi tekið við af reglunum. „Gamall skólastjóri" og félagar hans eru ekki einir um það að finna að hvatningunni „íslenskt, já takk!". í þeim er óneitanlega kaldhæðnisleg þversögn, þar sem útlent orð er valið í staö ís- lensks í orðhvötinni sjálfri. Þó kann að vera að höfundur þess- ara orða hafi eitthvað sér til málsbóta. Ef við hugsum okkur að ís- lensku orði hafi veriö bægt frá og hið danskættaða takk tekið fram yfir, hvert væri þá hiö útskúfaða íslenska orð? Bréfritari hugsar sér að það sé þakk eða þökk sem hann telur fallegt orð. En orðin eru reyndar tvö (eða jafnvel þrjú) og mikilsverður munur á. Lítum betur á þetta. Ég er ekki viss um aö hvorug- kynsorðið þakk sé eins vel ættað og látið er í veðri vaka. Það heyr- ist sjaldan eða aldrei í töluðu máli og á sér ekki fastari sess í ís- lensku en svo að leitun er að því í orðabókum. Það er hvergi að finna í hinni stóru orðabók Sig- fúsar Blöndals og komst ekki á blað í Orðabók Menningarsjóðs fyrr en í 2. útgáfu 1983. Mér er næst að halda að þetta orð sé til- búningur frá 19. eöa 20. öld, og ekki annað en eftirherma eftir danska orðinu takk (eins og við höfum þaö). Hér gæti þó fleira komiö til. Ef vel er leitað, má finna dæmi um þakk sem kvenkynsorö í mið- aldamáli, en þau dæmi eru þá annaðhvort norsk eða undir norskum áhrifum, því að þarna er einungis um aö ræða óhljóð- verpta (austurnorræna) mynd orðsins þökk, sem síðar varð takk. Frá Oröabók Háskólans hefi ég vitneskju um fáein dæmi um. kvenkynsorðið þakk í íslenskum ritum frá 16. öld og fram yfir 1900. Þau dæmi eru flest bundin í orðatiltæki sem bendir til er- lends uppruna (dansk-þýsks). Ef- laust er þetta í öndverðu sama orö og þökk, en þarna virðist það hafa gagnstæða merkingu og merkja fremur 'óþökk' eða 'af- þökkun'. Vera má að hvorug- kynsorðið þakk hafi samt fengið einhvern stuðning þaðan. Orðið þökk er hins vegar jafn- gamalt íslensku máli, ef svo má að orði komast, og oft notað þeg- ar menn þakka fyrir sig: þökk fyr- ir, bestu þakkir, kœrar þakkir o.s.frv. Nú er það svo með þetta góða orð þökk, að við íslendingar höf- um aldrei lagt í vana okkar að nota það eitt sér með smáorðun- um já, jú og nei. Það er a.m.k. mjög fágætt að maöur segi „já, þökk", „jú, þökk" eða „nei, þökk" án þess að bæta viö orðinu fyrir. Ef fleirtölumyndin þakkir er notuð, er venjulega haft eitthvað á undan, t.d. bestu eða kœrar. Sá, sem reynir að smíða ein- hvers konar eggjunarorðtak eða vígorð, er illilega bundinn af venjum eins og þessum. Þótt hann feginn vildi hafa það „ís- lenskt, já þakk!" eða „íslenskt, já þökk!" fengi hann blákalt nei frá markaðsöflunum með þeim rök- um að þetta segöi enginn maður. Og dygði skammt þótt hann benti á aö „íslenskt, já þökk!" væri tilvalin auglýsing fyrir nýtt íslenskt orðalag, þar sem sýnt væri að auglýsandinn væri sjálf- um sér samkvæmur og boðun sinni trúr! Þetta eru harðir kostir. En þetta litla dæmi sýnir í hnotsk- urn hvaða öfl er við að etja þegar út í viðskiptalífiö er komið. Þess vegna er svo mikilvægt að heim- ili og skólar rækti vel sinn málak- ur. Ef „gamall skólastjóri" hefði t.d. getað komið því á í skóla sín- um í 40 ár að allir nemendur og kennarar skólans hefðu tamið sér að segja „já, þökk" en ekki „já, takk", væri sá siður nú orð- inn svo útbreiddur að ekkert gæti stöðvað hann. Um orðtakið að berja e-ð aug- um þarf ekki að hafa mörg orð. Það á sér gamlar rætur, eins og „gamall skólastjóri" og félagar hans virðast hafa grun um. Dæmi um notkun þess er að finna í Þorsteins þætti Síbu- Hallssonar, að vísu í lítið eitt annarri mynd og merkingu en nú tíðkast: berja (þar) augum í. Nú tölum við líka um að reka augun í e-ð. Bréfritari segir: „Þó að orðtakið finnist einhvers stað- ar í gömlu máli, finnst okkur það svo óvibeigandi og ógeðslegt, að við teljum sjálfsagt að útrýma því úr daglegu tali og vonum, að þið getið það sem fyrst." Þarna er um hreint smekksat- riði að ræða, og verður hver að eiga um það við sjálfan sig hvort hann segist berja eitthvað aug- um eða ekki. Ég gæti hugsað mér að það orðalag dygði stöku sinn- um, en mikla notkun þolir það varla án þess að verða ieiðigjarnt. Síðasta atriðið, sem ætlast er til ab málstööin skipti sér af, er orð- iö þizza sem ætti að vera fram borið eins og pissa miðað við ís- lenskan framburð á z. Þessu vill bréfritari breyta í pitsa og bætir við: „En það hefur engum dottið í hug, að okkar dómi, að útrýma smekkleysunni á svo aubveldan hátt, hvorki ykkur né öðrum. Vinsamlegast látib breyta þessu." Hér fullyrðir bréfritari meira en hann má. Það blasir við hverj- um manni að pizza getur ekki verið íslenskur ritháttur. Mál- nefndin fékk fyrirspurn um þennan rithátt síðsumars 1983 (áður en íslensk málstöð var stofnuð). í svarbréfi nefndarinn- ar, dags. 10. nóvember 1983, seg- ir m.a.: „Niöurstaðan varð helst sú, að skrifa pitsa, ef við viljurn hafa þetta orð." En íslensk mál- nefnd kaus fremur að stinga upp á íslensku orði í staðinn. í Frétta- bréfi íslenskrar málnefndar (2. árg., 2. tbl., nóvember 1983) seg- ir svo (bls. 5): „Orðið pizza, sem nú tíðkast víða um lönd og þannig ritað að ítölskum hætti, er heiti á sérstök- um matrétti. Þetta er e.k. baka (e. pie), oftast úr útflöttu brauð- deigi,, sem ýmsu er síðan bætt eða stráð í til bragðbætis (tómöt- um, osti, brytjuðu kjöti). Síðan er þab bakað, enda stundum kallaö „pizza pie'" á ensku (Webster). íslensk málnefnd mælir með því, ab þessi réttur verbi nefndur fiatbaka á íslensku." Sem fyrr segir ræddi málnefnd- in líka um aðlögun hins ítalska orbs, þótt þess sé ekki getið í Fréttabréfi. Ef menn vilja gera það að tökuorði í íslensku og bera það fram pitsa, verður að rita það svo, eins og málnefndin benti á í bréfi sínu. Sumir segja pítsa og ættu þá að skrifa samkvæmt því. Nú er von að spurt sé hvers vegna haldið er áfram að rita pizza úr því að þab blasir við hverjum manni að sá ritháttur getur ekki verið íslenskur. Því verður sá ab svara sem svo skrif- ar. En mér kæmi ekki á óvart þó að markaðsöflin væru enn að verki og styddu ítalska rithátt- inn. Með réttu eöa röngu yrði því haldið fram að vara seldist betur ef hún héti pizza eins og í útlöndum, en ekki pitsa sam- kvæmt íslenskum málreglum sem enginn þekkir nema við. Hér er stutt í óttann við ab vera „skoplítill" eins og Jónas sagði, eða öðruvísi en fólkið „úti í hinum stóra heimi" eins og stundum er sagt. Spéhræðsla smáþjóbar birtist óvíða jafn- glöggt og í verslun og viðskipt- um. Þeir sem eiga afkomu sína undir því að selja vöru, gefa því aubvitað gaum hvernig best er ab egna fyrir vibskiptavini. Ef kaupendur eru hégómlegir og spéhræddir, eða taldir vera það, laga seljendur sig eftir því og hafa þannig aftur áhrif á kaup- endur. Þennan vítahring þarf átak til að rjúfa — og umfram allt góðan vilja. íslenskri málstöð 21. desember 1995, Baldur Jónsson Höfundur er forstöbumabur íslenskrar málstöbvar. ' - ' milAtöð * °S . m *r> l=m!utot* HvtnúS » (Jan ' mónnum. .... Ytrui o% -LES3S n, if o* 66*““ r- oktoit’'“***“• Unnstotuu_ ^jOnoUuWKP'' * ótrrn>» l tvosm axndinsM .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.