Tíminn - 28.12.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.12.1995, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 28. desember 1995 Dr. Haraldur Sigurbsson bókavöröur Hinn 20. desember sl. lézt dr. Haraidur Sigurösson bókavörö- ur. Hann haföi þá dvalizt á sjúkrahúsi um nokkurra mán- aöa skeiö. Genginn er maöur, sem átti mikiö og merkilegt starf aö baki og veröur þeim hugstæöur, sem kynntust hon- um vel. Haraldur var fæddur á Krossi í I.undarreykjadal 4. maí 1908 og ólst þar upp. Hann var kominn af borgfirzku bændafólki. For- eldrar hans voru hjónin Hall- dóra Jóelsdóttir og Siguröur Jónsson, sem lengi bjuggu á Krossi. Haraldur stundaöi mennta- skólanám, en lauk ekki stúd- entsprófi. Hefur þar sennilega valdiö heilsuleysi hans, en hann fékk berkla á unglingsár- um, auk þess sem kreppa var skollin á, þegar skólagöngu hans lauk. Áriö 1954 kvæntist Haraldur Sigrúnu Á. Siguröardóttur frá Riftúni í Ölfusi, og lifir hún mann sinn. Sigrún er kjóla- hönnuöur, starfaöi mikiö viö aö sníöa og hélt námskeiö í þeirri grein. Starfsferill Haralds var fjöl- þættur. Fyrri hluta starfsævi sinnar vann hann m.a. viö út- gáfustörf hjá bókaforlagi, blaöa- mennsku og þýöingar. Áriö 1946 var hann ráöinn bóka- vöröur viö Landsbókasafn ís- lands og starfaöi þar, síöast sem deildarstjóri þjóödeildar, unz hann lét af störfum fyrir aldurs sakir áriö 1978. í I.andsbóka- safni vann Haraldur margþætt t MINNING starf. Hann vann mikiö aö gerö bókaskráa, og leiöbeiningarstarf hans við safngesti var afar mik- ilvægt. Hann var maöur fjöl- fróöur og sérlega bókfróöur. Var hann óþreytandi að liösinna fólki, sem leitaöi upplýsinga og ráðlegginga um fræðileg efni, innan safnsins sem utan. Eftir aö Haraldur lét af störfum viö Landsbókasafn, stundaöi hann ritstörf og útgáfustörf af.ýmsu tagi. Ritstörf Haralds ná yfir vítt efnissvið. Hann var í hópi rit- snjöllustu manna, og setur rit- leikni hans jafnan svip á verk hans. Þýðingarstörf hans eru fjölþætt; hann þýddi skáldrit, feröabækur og fræðirit. Fræði- störf hans eru umfangsmikil og merkileg. Kjörsviö hans var kortasaga, sem hann sinnti af stakri elju, bæði hér á landi og í erlendum söfnum. Haraldur sagöi mér, að hann heföi ungur heillazt af Landfræðissögu Þor- valds Thoroddsens, og í raun fléttuöust ýmsir þættir í áhuga- sviöi hans saman í áhuga hans á kortasögu. í mikiö var ráöizt, þegar Haraldur hóf undirstööu- rannsóknir á íslenzkri kortasögu frá upphafi. Viðfangsefnið er viöamikið og flókið og ýmsir þættir þess sérlega seinunnir. Á þessu sviöi vann hann afreks- verk. Niöurstööur rannsókn- anna birtust í glæsilegu verki í tveimur bindum. Heitir fyrra Einföld sjúkrasaga Hér fer á eftir lítil saga um reynslu aldraðs manns af skipt- um viö heilbrigðisþjónustuna. Söguhetja okkar er komin á efri ár. Almennur vinnumarkað- ur hafnar honum fyrir aldurs sakir. Vinnu- ----------------- þrek hans er líka tekiö aö þverra. Hann lifir á þeim eftirlaunum sem þjóöfélagið ætlar honum lögum samkvæmt. Þau heita ýmsum nöfnum: Ellilífeyrir, tekjutrygging, heimilisuppbót. Þetta allt fær hann mánaöarlega frá Tryggingastofnuninni. Hann hefur lengstum veriö viö góða heilsu, en nú bregöur svo við aö honum finnst hann oröinn slappur og þróttlítill. Því fer hann og hittir heimilislækni sinn. Þar kemur fram aö hann er oröinn blóölítill sem kallað er. Heimilislæknirinn sendir hann á spítala svo aö kannað veröi hvaö valdi blóðleysinu. Rannsókn á spítalanum leiðir í ijós aö á ristlinum er illkynjað æxli og viröist ristillinn leka blóöi. Þetta kallar á uppskurð. Meinið er numiö burt og spotti af ristlinum og sjúklingnum er gefiö blóö. Þegar sárið er tekiö aö gróa er sjúklingurinn sendur á Rauða- krosshóteliö meðan hann grær betur. Þegar maöurinn kemur heim er hann gróinn sára sinna. Þá er LESENDUR liöinn mánuöur frá því hann kom í spítalann. Hann hefur ekki veriö krafinn um greiðslu fyrir neitt af því sem fyrir hann var gert. Þaö var allt ókeypis. Hins vegar greiöir Trygginga- --------------- stofnunin hon- um ellilaunin eins og aðra mánuði. Ellilíf- eyri, tekjutryggingu, heimilis- uppbót. Væri eitthvaö ljótt, rangt eða óeölilegt viö þaö aö spítalinn fengi t.d. heimilisuppbótina þann tíma sem maðurinn fær framfæri sitt á spítalanum? Þaö má nefna þetta ýmsum nöfnum. Talaö hefur veriö um að menn greiddu gjald um leið og sjúkrahúsiö tæki viö þeim eöa þá aö þeir greiddu fyrir mat sinn meðan þeir eru þar. Einnig er nefndur nefskattur. En hvað sem um þetta allt má segja er í þessu tilfelli sem hér var lýst sá háttur hafður á aö Tryggingastofnun borgar manni persónulega meö því sem hann fær í sjúkrahúsinu. Honum sparast fæöiskostnaöur o.fl. sem greiðslan frá trygging- unum átti að standa undir. Þannig græöir hann peninga á því aö vera á spítala. Það er samt ekki alveg víst aö hann sé fyllilega ánægöur með þessi skipti. Kannski hefði hann viljað borga fyrir sig aö ein- hverju leyti. H.Kr. bindiö Kortasaga íslands frá öndveröu til loka 16. aldar (1971) og hiö síðara Kortasaga Islands frá lokum 16. aldar til 1848 (1978). íslenzkir og er- lendir sérfræðingar hafa borið mikið lof á kortasögu Haralds sem vísindarit. Auk gildis henn- ar fyrir sögu íslands er hún mik- ilvægt framlag til almennrar kortasögu. Einnig liggja eftir Harald ýmsar ritgerðir um fræðileg efni, bæði um korta- sögu og á öörum sviðum. Þá bjó hann til prentunar íslenzk rit frá fyrri tíð. Má í því sambandi nefna útgáfu hans á Sjálfsævi- sögu síra Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka (1947). Enn fremur tók Haraldur saman bókina ís- land í skrifum erlendra manna um þjóðlíf og náttúru landsins. Ritaskrá (1991), grundvallarrit fyrir þá, sem fást viö rannsóknir á þessu sviði. Heimspekideild Háskóla íslands veitti Haraldi heiðursdoktorsnafnbót árið 1980 fyrir bækur hans um kortasögu íslands og önnur rit- störf. Þá var hann heiðursfélagi Sagnfræðingafélags íslands. Bókasöfnun tengdist fræöi- mennsku Haralds náiö. Þau Sig- rún komu sér upp miklu og vönduöu bókasafni, og var þar margt fágætra bóka. Nýlega seldu þau Akraneskaupstað meginhluta safnsins, og er gott til þess að vita, að hann veröur framvegis varðveittur í Bæjar- og héraðsbókasafninu á Akra- nesi sem ein heild. Mikiö og prýöilegt safn sitt af ritum um kortasögu og kortum gáfu þau Sigrún hinni nýju stofnun, Landsbökasafni íslands — Há- skólabókasafni, þegar hún tók til starfa í Þjóöarbókhlöðu 1. desember 1994. Sýndu þau þar meö hug sinn til stofnunarinn- ar og rannsókna í landinu. Safn þetta er varðveitt meö sérsöfn- um í Landsbókasafni, og er þaö ómetanlegt þeim, sem fást við rannsóknir á kortasögu og land- fræöisögu yfirleitt. íslenzk náttúra var Haraldi af- ar kær. Öræfaferðir voru eitt helzta áhugamál hans, og stundaöi hann þær frá unga aldri og meðan heilsan leyföi. Hálendisferöir, lengri eöa skemmri, sem hann tók þátt í, voru æriö margar í tímans rás. Haraldur var ókvalráður ferða- maður, og er vaskleg framganga hans í öræfaferðum í minnum höfö. í ófá skipti óð hann straumþungar jökulár, þegar kanna þurfti vöö. Hann var hrifnæmur maður og naut sín einkar vel í hópi félaga á fjöll- um. Þar haföi hann miklu aö miðla, jafnfróöur og hann var um staðfræði, náttúru landsins og sögu, enda var hann marg- sinnis fararstjóri í feröum Feröa- félags íslands. Félagsmálastörf Haralds voru umfangsmikil. Hann sat lengi í stjórn Ferðafélags íslands og í ritstjórn árbókar þess og samdi eina árbók, um Borgarfjarðar- sýslu norðan Skarðsheiöar (1954). Haraldur starfaöi einnig aö félagsmálum bókavaröa, sat í fyrstu stjórn Bókavarðafélags ís- Iands og var formaöur þess um skeið. Hann var heiöursfélagi beggja þessara félaga, og í tilefni áttræöisafmælis hans gaf Feröa- félagið út afmælisrit honum til heiðurs. Haraldur og faöir minn voru sveitungar og á svipuöum aldri. Meö þeim var vinátta. Eg man fyrst eftir Haraldi, þegar þau Sig- rún komu í heimsókn á æsku- heimili mitt á sumrin. Eftir aö ég komst á fulloröinsár, uröu kynnin meiri, og allar götur frá því að ég kom heim frá námi og rannsóknum í Edinborg fyrir rúmum tveimur áratugum voru samskipti okkar mikil. Ég var tíöur gestur á hinu fallega heim- ili þeirra Sigrúnar aö Drápuhlíö 48 og naut þar sem margir aörir einstakrar gestrisni þeirra. Við Haraldur áttum ýmis sameigin- leg áhugamál, og bar margt á góma í samtölum okkar. Hann kunni frá mörgu áhugaverðu að segja. Má þar nefna uppvaxtarár hans í Lundarreykjadal, lífið í Reykjavík á kreppuárunum og stríðsárunum, öræfaferðir og kynni af eftirminnilegu fólki. Tíðum ræddum við um fræöileg efni, sem Haraldur var alla tíð áhugasamur um. Margoft leit- aði ég hjá honum upplýsinga og ráöa, og miðlaði hann mér af hinni miklu og fjölþættu þekk- ingu sinni. Þá eru mér ofarlega í huga minningar frá löngum feröum meö Ferðafélagi íslands, sem við tókum báöir þátt í, síð- ast ferö um miöhálendið sumar- ið 1990. Hann gat þá ekki verið meö í löngum gönguferöum frá áfangastöðum, en naut ferðar- innar bersýnilega mjög. Einnig er mér ógleymanleg fyrsta ferö mín til Veiðivatna, sumariö 1976, þar sem Haraldur var far- arstjóri, en Veiðivatnasvæðið var honum sérstaklega kært. Haraldur var rólyndur maöur og hógvær, en jafnframt félags- lyndur og glaðlyndur og gerði gjarnan að gamni sínu viö fólk. Ætíö var gaman hans græsku- laust og til þess fallið að lífga upp á tilveruna. Hann hafði ákveðnar skoöanir á ýmsum efnum, en lét þaö lítt hagga ró sinni, þótt viömælendur hans væru á ööru máli. Haraldur var hjartahlýr og skilningsríkur maöur, sem margir leituöu til, þegar vanda bar að höndum. Hjálpsemi hans var einstök, og gilti þá einu, hvort í hlut áttu vinir og kunningjar eöa þeir, sem hann þekkti minna. Hann bjó yfir miklum sálarstyrk, senr kom glöggt fram í síðustu sjúkrahúsvist hans. Aö leiðarlokum minnist ég meö þakklæti vinarhugar Har- alds Sigurössonar og margra ánægjulegra samverustunda meö þeim hjónum. Minningin lifir um góöan dreng og afreks- mann á fræöasviði. Ég votta Sigrúnu og öörum vandamönnum hluttekningu. Ingi Sigurðsson Runólfur Bjömsson Runólfi Björnssyni varð ég mál- kunnugur á fundum í Sósíal- istafélagi Reykjavíkur 1945, að mig minnir, en hafði áður haft af honum spurnir. Síöar, snemma á sjötta áratugnum, tókst með okkur góöur kunn- ingsskapur á Þjóðviljanum, en hann var þá starfsmaður í prentsmiðju blaösins. Rétt fyrfr og um miöjan áratuginn fannst honum sem allnokkrum öörum þörf á ítrekun meginmála Sósí- alistaflokksins og frekari félags- legri uppfræöslu innan hans. Um þaö varð, án sammæla, vís- ir aö hópi innan Sósíalistafélags Reykjavíkur. Þótt víðs fjarri færi aö þá, fyrir stofnun Alþýðu- bandalagsins, hafi slíkt fyrir þeim hópi vakaö, varö hann til þess 1968 og 1969, þegar Al- þýöubandalagiö klofnaöi og Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkurinn var lagöur niöur, að Sósíalistafélag Reykja- víkur starfaði áfram og bauö fram í kosningum. Hóf þaö t MINNING 1969 útgáfu Nýrrar Dagsbrúnar, sem í upphafi kom út vikulega, þá mánaöarlega og loks endrum og eins fram til 1978, en síöustu árin var Runólfur Björnsson rit- stjóri þess. Róttækar sósíaliskar skoöanir, eins og fram voru bornar af Kommúnistaflokki íslands, haföi Runólfur tileinkað sér snemma á kreppuárunum. Þær voru honum fyrirheit um betra mannlíf og réttlátt þjóöfélag, sem hann taldi grundvöll aö lagðan í Ráðstjórnarríkjunum. Við þessar skoðanir stóö hann fast, og varö það til þess vetur- inn 1936-37, aö hann, þá hálf- þrítugur, hrökklaðist úr Héraös- skólanum á Laugarvatni ásamt nokkrum öðrum nemendum. Samt sem áöur var Runólfur, borinn og upp vaxinn í sveit, mótaður af bændamenningu landsins á fyrri hluta aldarinn- ar, eins og svo margir fram- ámenn í alþýðuhreyfingunni fram yfir miðja öldina. Ásamt sósíalisku starfi voru þjóöleg fræði og saga helsta hugöarefni hans. í Vestur-Skaftafellssýslu var Runólfur Björnsson í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn 1942, 1946, 1949 og 1953. Þrátt fyrir grúsk sitt birti Run- ólfur einungis fáar greinar í blöðum og tímaritum, en þær eru dæmigerðar fyrir „alþýölega róttækni", ef svo má að oröi kveða, og af þeim sökum verða þær ekki ósennilega saman tíndar og út gefnar þegar frá líð- ur. Runólfur Björnsson var meö- almaður á hæð og vöxt, meö ljóst brúnt hár, bláeygur, hæg- látur, nær hlédrægur, en þó ræöinn og gamansamur þegar svo bar undir. Vinir hans og fé- Iagar kveöja nú góöan dreng. Haraldur Jóhannsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.