Tíminn - 28.12.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.12.1995, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 28. desember 1995 NYJAR BÆKUR Fríöa fram- hleypna og Fróoi „Gulur grísaskítur og græn skrímsli! Vonlausu vesalingar og vitlausu vitfirringar! Ætlist þið til að ég éti þetta hálfsoðna óæti?" Þetta er það fyrsta sem Friða heyrir þegar hún kemur inn í herbergi Ulfs gamla. Samt verba þau perluvinir og leysa í sam- einingu sérstætt sakamál, þar sem eplalykt reynist hafa úr- slitaþýöingu. Þetta er áttunda bókin í bóka- flokknum um Fríbu fram- hleypnu, sem notið hefur óhemju vinsælda. Útgefandi er Skjaldborg. Verð kr. 1.280. Vib eigum valiö, ef viö viljum Skjafdborg hefur gefib út bók- ina Vib eigum valið, ef við viljum — Saga Guðrúnar Óladóttur reiki- meistara. Birgitta H. Halldórs- dóttir skráði. Guðrún Óladóttir er landskunn fyrir störf sín sem heilari og fræð- ari. Hún kennir reiki, vinnur meö sjálfsstyrkingarhópa og rekur andlegan skóla heima hjá sér. Gubrún hefur kennt mikið er- lendis, auk þess sem fjölmargir ís- lendingar hafa notið fræðslu hennar. í bókinni segir Guðrún frá starfi sínu og hvernig hún vinnur, frá erfiðu hjónabandi, sjúkdómum sem hún vann sjálf bug á með já- kvæðu hugarfari og heilun. Hún rekur þróun hæfileika sinna frá barnæsku og segir frá baráttu sinni á hispurslausan hátt. Þetta er hreinskilin saga þar sem ekkert er dregið undan. Bókin kostar 2.980 krónur. Grasalæknir segir frá Erlingur grasalæknir eftir Giss- ur Ó. Erlingsson er komin út hjá Skjaldborg. Bók þessi segir frá lífi og starfi manns, sem hér á landi átti drýgri þátt en flestir aðrir þessarar aldar menn í því að endurvekja notkun lífgrasa og önnur úrræði, sem kynslóðirnar hafa af hyggjuviti sínu þróað frá aldaöðli til græðslu mannlegra meina, oft með næsta undraverðum árangri. í henni er rakin í stórum dráttum ævisaga Erlings, drepið á hina hörðu lífs- baráttu í Skaftafellssýslum á upp- vaxtarárum hans og viðureign fólksins við óblíð náttúruöfl. Síð- an víkur sögunni til Austurlands Þeir sem keyptu hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum Auðlind hf. hafa aukið eign sína um 60% á síðustu 12 mánuðum. Kaupverð 1. des. 1995 260.000 Gengishækkun á einu ári 60.000 Arður 5% gr. í okt. 95 11.111 Skattaafsláttur gr. í ágúst 95 90.000 Samtals eign 1. des. 1995 421.111 Heildaraukning 62% Þú þarft aðeins eitt símtal til þess að tryggja þér hluta- bréf í Hlutabréfasjóðnum Auðlind hf. Kaupverðið má setja á boðgreiðslur VTSA/EURO. Auðlindarbréf fást hjá Kaupþingi hf., Kaupþingi Norðurlands hf., í Búnaðarbankanum og sparisjóðunum. KAUPÞING HF - elsta ng stærsta verðbrófajyrirtæki landsins og loks til Reykjavíkur, sem varð meginstarfsvettvangur Erlings Fil- ippussonar. Verð bókarinnar er 2.980 krón- ur. Föndurbók Skjaldborg hf. hefur gefið út föndurbókina Hvernig á að búa til falleg vinabönd. Höfundur er Moira Butterfield og þýðandi Áslaug Benediktsdóttir. Ef þið eruð byrjendur, þá mun það koma ykkur á óvart hversu fljót þið eruö að komast upp á lag með að búa til ótrú- lega falleg vinabönd, sem munu gleöja vini ykkar. Ef þið eruð vön, reynið þá einhver af nýju vinaböndun- um, sem voru hönnuð sérstak- lega fyrir þessa bók (efni til aö búa til vinabönd fylgir). Verð bókarinnar er 790 krón- ur. Óviöjafnan- legur Bert Afrek Berts eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson er meðal jólabókanna í ár. Þetta er fimmta bókin um Bert. Fyrri bækurnar urðu allar metsölubækur. Þab kemur eng- um á óvart, enda er Bert óvið- jafnanlegur. Nú er hann orðinn 14 ára og Emilía skiptir mestu máli í lífi hans. Nema ... náttúrlega skelli- nöörur. Skólinn er hins vegar andstæða lífsins. Bert hefur engu gleymt. Hann skrifar af sama tilfinningahita og áður um ástina, fótboltann, skelli- nöðrur, hjólagólarana og sum- arvinnuna í Kaffihúsi Bengt- sons. Jón Daníelsson þýddi bókina, sem kostar 1.380 krónur. Útgef- andi er Skjaldborg hf. Svanur og svarti maöur- inn Skjaldborg hefur gefið út bók- ina Svanur og svarti maöurinn eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson. Jón Daníelsson þýddi. Nú er Svanur orðinn níu ára og hlakkar mikið til að fara í sumarbúðir í fyrsta sinn. Bara aö hann þyrfti ekki ab hafa áhyggjur af svarta manninum, sem sagt er að læðist milli tjald- anna á kvöldin og smiti börn með heimþrárbakteríum Þetta er fjórða bókin um prakk- arann Svan, sem er eftir sömu liöfunda og metsölubækurnar um Bert. Þess má geta að þýðandinn, Jón Daníelsson, fékk nú í ár þýöendaverðlaun skólamála- rábs Reykjavíkurborgar fyrir þýbingu sína á síðustu bókinni um Svan, „Ab sjálfsögöu, Svan- ur". Bókin kostar 1.280 krónur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.