Tíminn - 29.12.1995, Page 3
Föstudagur 29. desember 1995
3
Þorgeir Magnússon, einn fjölmargra nýrra flugstjóra í innanlandsfluginu:
Ekkert a 5 óttast
fyrir farþega okkar
Flugfarþegar á komandi ári
hafa ekkert aö óttast þegar
þeir feröast um landiö.
Nokkuö hefur boriö á aö
reynt sé aö læöa aö ótta hjá
fólki um framtíöina vegna
breytinga á störfum í flug-
umferöarstjórn. Tíminn
ræddi í gær við Þorgeir
Magnússon, einn fjölmargra
nýrra flugstjóra Flugleiöa á
innanlandsleiöum félagsins.
Þorgeir sagöi aö auövitaö
yröi hér eftir sem hingab til
fyllsta öryggis gætt í flugi fé-
lagsins, engin ástæöa væri til
aö óttast neitt annað. Flug-
málastjórn er sama sinnis.
„Það sem þetta hefur helst í
för meö sér er óhagræðið fyrir
flugrekendur, en auk þess dá-
lítið öðruvísi vinna fyrir okk-
ur, viö þurfum að fylgjast enn
betur meö. Þetta verður
kannski ekki alveg sama um-
hverfi hjá okkur og áður, en
þó ekki á annarri plánetu.
Flugstjórinn er endanlega
ábyrgur fyrir sinni flugvél eins
og ævinlega, bæði gagnvart
aðskilnaöi viö önnur loftför,
samskipti við jörðu og annaö.
Enginn flugumferöarstjóri tek-
ur þá ábyrgö af flugstjóra,"
sagði Þorgeir Magnússon en
hann hefur 18 ára reynslu sem
flugmaður hjá Flugfélagi ís-
lands og síöar Flugleiðum.
Þorgeir sagði að sér sýndist
málið nokkuð blásiö upp og
væri á tilfinningalegum nót-
um. Aðalatriðiö núna væri að
leysa deiluna málefnalega.
Flugmálastjórn segir að þeg-
ar 82 flugumferðarstjórar
hætta störfum um áramótin
verði þær breytingar að veitt
veröi flugupplýsingaþjónusta
yfir landinu í stað flugstjórn-
arþjónustu. Grundvallarregla í
flugi sé að flugstjóri beri
ábyrgð á öryggi loftfars síns.
Flugmenn í innanlandsflugi
muni hér eftir sem hingað til
fá allar sömu upplýsingar um
flugumferð á svæðínu. Haldið
verður uppi eftirliti með flug-
umferð yfir landinu með rat-
sjá. Það sé af og frá að halda
því fram að flugmenn muni
ekki fá jafngóðar upplýsingar
um flugumferö og þeir hafa
núna. Flugmálastjórn bendir á
að flugupplýsingaþjónusta sé
ekki ný af nálinni. Flugmenn
hafa notað slíka þjónustu á
ísafjarðar- og Egilsstaðaflug-
völlum sem og á öðrum áætl-
unarflugvöllum landsins,
nema í Reykjavík, Akureyri og
í Vestmannaeyjum. Þessa
þjónustu þekki íslenskir flug-
menn einnig frá störfum sín-
um utan íslands. -JBP
Rauöi Kross Islands
sendir börnum í Bosníu:
Sjö tonn af
vetrarfatnaöi
Rauði Kross íslands sendir sjö
tonn af vetrarfatnaði fyrir
börn til Bosníu-Hersegóvínu
milli jóla og nýárs en fata-
sendingin er kostuö úr sjóbum
landssöfnunarinnar Konur og
börn í neyð sem RKÍ stóö fyrir
í byrjun september. í sending-
unni eru yfirhafnir, peysur,
úlpur o.fl.
Hólmfríður Garðarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, hefur
starfað síðastliðna 3 mánuði í
Bijeljina í Bosníu-Hersegóvínu
sem sendifulltrúi RKÍ. Hún segir
fatasendinguna áreiðanlega
koma sér vel þó að ástandið sé
nú rólegt eftir að skrifað var
undir friðarsamningana. „Þaö er
töluvert um flóttamenn á þessu
svæði en aðstæður þeirra eru
mismunandi." Hólmfríður segir
að aðstæður séu erfið;,'tar fyrir
nýja flóttamenn enda hörgull á
viðunandi húsnæði fyrir þá og
oft á tíðum þurfi þeir að koma
sér fyrir í eyðilögðum húsum en
til að byrja með er þeim komið
fyrir í skólum, íþróttahúsum
eða slíku. Aðstaðan þar sé auö-
vitað ekki eins og fólk á að venj-
ast en þar sé þó dýnur, teppi og
mat að fá. Helsta vandamálið,
þar sem svo margir eru saman
komnir, sé hins vegar hvort sal-
ernisaðstaða sé nægilega góð og
vatnið í lagi.
Veturinn í Bosníu er nokkuð
svipaður og hér á landi og hann
kom nokkuö snögglega eftir
langt og milt haust. Því varð
fólk að setja sig niður og í til-
kynningu frá RKÍ segir að fólk
búi þúsundum saman viö óvið-
unandi aðstæöur, hafist viö í
skýlum, sofi undir segldúkum, í
farartækjum og kofum án upp-
hitunar. -LÓA
Samningar um debetkort vib Póst og síma innsiglaöir. Frá vinstri: Cubmundur Björnsson, abstobar póst- og síma-
málastjóri, Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, Einar S. Einarsson, forstjóri VISA, Andri V. Hrólfsson, for-
stöbumabur markabsþjónustu VISA.
Debetkort:
Samningar við Póst
og síma í höfn
VISA ísland hefur samiö viö Póst
og síma um viötöku debetkorta
til greiðslu á öllum pósthúsum og
símstöðvum landsins. Með samn-
ingi við Póst og síma þann 30.
nóvember sl. má segja að rafræn
debetkortaviðskipti nái til allra
stærstu sölu- og þjónustuabila
landsins, en notkun þeirra hefur
farið hraðvaxandi á undanförn-
um tveimur árum og þau leyst
tékka- og pappírsviðskipti af
hólmi í stórum stíl.
Nú er ab mestu lokið ab setja upp
„posa" hjá a.m.k. 10 pósthúsum á
höfuöborgarsvæðinu og nokkrum
helstu þéttbýliskjörnum úti á landi
og debetkortaviðskipti þar komin á
skrib. Fyrstu debetkortin voru gefin
út 7. desember 1993, en eru síöan
orbin um 140.000 talsins, þar af
rúmlega 100.000 Visa Electron. ■
Austurríkismenn
ekki hættir vi5
kaup á Sorpu
íslenskur umboðsmabur austur-
ríska fyrirtækisins Rupert Hofer,
Jónas Hagan Guðmundsson, vill
taka fram, í framhaldi af umræð-
um í borgarstjórn Reykjavíkur 21.
desember sl., ab tilbob fyrirtækis-
ins í Sorpu hafi gert ráð fyrir því
ab reksturinn yrbi leigður Rupert
Hofer að öllu leyti eða hluta til,
eftir því sem eigendum Sorpu
þætti best.
„Þetta tilboö var því þannig úr
garði gert ab ekki þyrfti aö breyta
rekstrarfyrirkomulagi Sorpu og er
þaö því rangt aö rekstrarfyrirkomu-
lag umrædds fyrirtækis hafi staðið í
vegi fyrir viðræöum borgaryfirvalda
við Austurríkismenn," segir í frétta-
tilkynningu frá umboösmannin-
um.
Ennfremur segir í tilkynningunni
ab Rupert Hofer hafi ekki hætt viö
nein áform um kaup á Sorpu, en
hins vegar hafi fyrirtækið ákveðið
að draga sig í hlé á meðan nefnd
um breytingar á rekstri Sorpu sé að
störfum. Fyrir liggi tilbob hins aust-
urríska fyrirtækis um að leggja
þeirri nefnd lið. Svar við því tilboði
hafi ekki borist og hafi þau vinnu-
brögð vakið nokkra undrun ráöa-
manna Ruperts Hofers. ■
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. janúar 1996 er 22. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 22 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 564,20
tl It 10.000 kr. skírteini = kr. 1.128,40
tt II 100.000 kr. skírteini = kr. 11.284,00
Hinn 10. janúar 1996 er 20. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 20 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.044,00
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. júlí 1995 til 10. janúar 1996 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. janúar 1996.
Reykjavík, 29. desember 1995
SEÐLABANKIÍSLANDS