Tíminn - 29.12.1995, Síða 4

Tíminn - 29.12.1995, Síða 4
4 Vímitm Föstudagur 29. desember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cuömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Skuldbindingar í uppnámi Lífeyrissjóðir og lífeyrisskuldbindingar eru að veröa um- fangsmeiri í umræðunni en oftast áður. Óhóflegur fjöldi almennra sjóða var áður aðalumræðuefnið og þeir metnir eftir því hve háar upphæðir sjóðsfélagar gátu fengið að láni. Nú er farið að hyggja fremur að því hve færir sjóðirn- ir séu til að standa undir lífeyrisskuldbindingum sínum, sem í raun er þeirra takmark og hlutverk. Almennum sjóðum er farið að fækka og þróunin er sú að fleiri og fleiri þeirra sameinast og verða þar með stærri og öflugri. Er svo komið að verulegur hluti þess fjár, sem ávaxtað er í peningastofnunum og á fjármagnsmörkuð- um, er í eigu almennra lífeyrissjóða og fer hlutur þeirra vaxandi. Taliö er að flestir þeirra sjóða, sem fé er safnað í og ávaxtað, séu sæmilega færir um að standa við þær skuld- bindingar um lífeyrisgreiðslur, sem til er stofnað og eig- endur þeirra hafa unnið fyrir. Hins vegar hefur lítið farið fyrir alvöru umræðu um þær skuldbindingar, sem opinberir lífeyrissjóðir hafa tekið á sig gegnum tíðina. En þar hefur lítiö verið lagt fyrir og þeim, sem heimtingu eiga á lífeyrisgreiðslum opinberra starfsmanna, fjölgar óðfluga. Samt er farið að hreyfa þess- um málum og er til að mynda gert ráð fyrir í fjárlögum að leggja fyrir milljarð króna til að mæta skuldbindingum framtíðarinnar. Hvort sú upphæð er aðeins táknræn eða skiptir umtalsverðu máli er látið liggja á milli hluta. I frétt um aö rekstur Ríkisútvarpsins stefni í halla á ár- inu segir fjármálastjóri stofnunarinnar að það stafi að verulegu leyti af því að lífeyrisskuldbindingar hafi verið tvöfalt hærri en búist var við. Höröur Vilhjálmsson fjármálastjóri segir í viðtali við Morgunblaðið: „Þetta er í sambandi við að verið er að flytja þessar lífeyrisskuldbindingar. Lífeyrissjóður opin- berra starfsmanna hefur um áratuga skeið veriö nánast óávaxtaður og síðan hefur verið samið um ýmiss konar líf- eyrisfríðindi sem ekkert hefur verið gert til að mæta. Nú eru þessar skuldbindingar allar færðar yfir á b-hluta stofn- anirnar, og kemur illilega í bakið á okkur." Þetta er í samræmi við breytingar sem gerðar voru fyrir ári þess efnis að stofnanir, sem heyra undir b- hluta fjár- laga, standi sjálfar undir lífeyrisskuldbindingum til starfs- manna sinna. Hallinn á Ríkisútvarpinu vegna lífeyrisgreiðslna til fyrr- verandi starfsmanna endurspeglar þau miklu vandamál sem opinberir lífeyrissjóðir standa frammi fyrir. í áranna rás hefur verið samið um alls kyns lífeyrisréttindi, sem enginn er borgunarmaður fyrir nema skattgreiðendur framtíðarinnar. Og það eru ekki aðeins opinberir starfsmenn, sem ríkið hefur skuldbundið sig til að greiða lífeyri án þess að leggja fyrir fé til að mæta skuldbindingunum. Ríkið hefur tekið á sig að létta undir fullorðinsár sjómanna og bænda með skuldbindingum sem stílaðar eru upp á framtíðartekjur hins opinbera. Það er hætt við að það verði fleiri en Ríkisútvarpið sem ná ekki endum saman vegna illa grundaðra skuldbind- inga, þegar frá líður. Ólgan í Frakklandi síðustu vikur stafar ekki síst af því að opinbera lífeyrissjóðakerfið er að bresta og víða um lönd standa stjórnvöld agndofa frammi fyrir því að ekki er hægt að standa við Ioforð flottræflanna, sem lækkuðu eftir- launaaldurinn óhóflega og hækkubu lífeyrisgreiðslurnar af enn meira óhófi. Gegnumstreymiskerfið reynist ekki vera annab en svikin ein. Uppsöfnunarkerfi almennu lífeyrissjóðanna er allt ann- ar handleggur, en getur samt haft alvarlegar afleiðingar þegar frá líður, svo sem óeðlilega mikla uppsöfnun og gíf- urleg völd í fjármálaheiminum. Lausnir hljóta ab liggja í því að ályktunarbærir menn leggi saman krafta sína og finni sameiginlegar úrlausnir. Disney gegn Dostojevski Flestir virbast sammála um ab maður ársins í íslensku sjón- varpi eigi að vera Jón Viðar Jónsson, leiklistargagnrýnandi Dagsljóss. Jón hefur samvisku- samlega rakkað niður hvert leikverkið á fætur öðru og verið svo sannfærndi að Garri er steinhættur að fara í leikhús. Don Juan Þjóðleikhússins fékk til tevatnsins í fyrrakvöld og ótrúlegt er að nokkur' maöur fari að sjá þau leiðindi öllsömul eftir greinargóða lýsingu Jóns Viðars. Eitt er þó það leikverk sem jón Viðar hefur ekki fjallað um í gagnrýni sinni, en það er Dagsbrúnarpólitíkin. í verka- mannafélaginu Dagsbrún hef- ur nær stöðugt um árabil verið í gangi leikþáttur þar sem ein- hverjir strákar í félaginu gera atlögu að Gvendi Jaka sem verður til þess að Jakinn mjakar sér að- eins til í lygnunni þannig að öldugangur myndast í félaginu. í þessum öldugangi hefur gagnrýnin síðan kafnað og hlutirnir hverfa aft- ur í sitt gamla horf. En nú er Jakinn að hætta og mótframboð komið fram gegn krónprinsum Guðmundar. Einn riddari upp- reisnarmannanna segir í Morg- unblaðsgrein í gær að hann treysti hvorki formannsefni á leið á eftirlaun né afganginum af sauðtryggum meöreiðarsvein- um til stórafreka. „Nei, frekar treysti ég Mikka mús til að leysa vandann," segir þessi sem ber titilinn kosningarstjóri lista til nýrrar stjórnar. Mikill munur Greinilegt er aö mikill bókmenntalegur áherslumunur er á andstæðum straumum hjá Dagsbrún. Annars vegar er mótframboðið sem tileinkað hefur sér brellur og fjörleika Disneys og teiknimyndanna þar sem Mikki mús er í for- grunni hugmyndaheimsins. Hins vegar eru það þunglamalegri stjórnarmenn úr herbúðum Jak- ans sem sverja sig meira í ætt við rússnesku meistarana s.s. Sjólokov, Tol- stoj og Dostojevskí þar sem ekkert gerist nema það gerist hægt og í minnst tveimur þverhandarþykkum bindum. í stað hraða og hringiðu Mikka músar streymir Don lygn í þeirra starfi og þó allt virðist meinlaust á yfirborðinu er eins víst að straumþunginn sé mik- ill. Þó kosningastjóri Disneys í Dagsbrún sjái ýmislegt athuga- vert við það að meðvitundar- litlir jábræður sitji í trúnaðar- mannaráði til þess eins að „drekka kaffi og maula jóla- kökur" einu sinni í mánuði er ekki víst að allt sé sem sýnist. Hin innri rök dostójevskrar verkalýðsbaráttu eru nefnilega í gildi hjá núverandi forustu og þessi rök eru ekki ljós hverjum Rússneska hefðin Þannig þarf að beita hinni rússnesku bók- menntafræði til að sjá að úr því að Jakinn ætlar að hætta eftir að hafa verið rúm 40 ár í stjórn félagsins þarf einhver að taka við sem líka hefur verið næsturn fjör- tíu ár í stjórninni. Og sá sem á að taka við þarf að sjálfsögðu líka að hafa verið varaformaður í Dagsbrún í einhverja áratugi eins og Jakinn var á sínum tíma. Þess vegna segir Guðmundur að eðlilegt sé að Hall- dór taki við af sér sem formaður. Þannig hefur félagsstarfiö streymt áfram hjá Dagsbrún til þessa með sínum reglubundnu gárum og jafn- vel boðum í Bíóborginni í kringum samninga. Barátta Disneys og Dostojevskís í Dagsbrún, er vissulega efniviður í mikið drama sem Garri hefur trú á að gæti loksins glatt langþreytt leik- húsauga Jóns Viöars. Því hlýtur Garri sem vilj- ugur greiðandi afnotagjalda að gera þá kröfu til Dagsljóss RÚV aö Jón Viðar komi með upp- byggjandi leikhúsgagnrýni á Dagsbrúnarpólit- íkina með hækkandi sól á nýju ári. Garri lakinn. sem er. GARRI Hátíðarnar Þegar pistilhöfundur settist við skjáinn til þess að skrifa eftirfarandi Víðavang, rann upp fyrir honum að þetta er síðasti pistill ársins af þessu tagi. Niður tímans er þungur og hvert árið af öðru líður hjá. Blöðin fyllast af efni sem tilheyr- ir áramótunum, myndum af alls konar fólki sem hefur verið talið gera eitthvað merkilegt á árinu, og fólki sem setur sig í stellingar til þess að segja eitthvað gáfulegt um ástandið í veröld- inni á árinu sem er að líða. Þetta er tími ára- mótagreina stjórnmálamannanna, og þetta er tími spádóma um framtíðina. markaðssetja jólasveininn og komiö jólasveina- tívolí í Hveragerði. Sömuleiðis troða gömlu jólasveinarnir upp í Þjóðminjasafninu, og ég heyrði ekki betur en að Hurðaskellir væri að syngja fyrir börnin „I skóginum stóð kofi einn" í sjónvarpsútsendingu á dögunum. Spurningin er hvar þessi hrekkjótti jólasveinn hefur lært þennan söng. Ætli Grýla gamla hafi sett hann á dagheimili? Svona blandast saman gamlir og þjóðlegir jólasveinar og nýir söngvar. Álfar og tröll Jól að heiman Jólin og áramótin eru það tækifæri sem flestir nota til þess að treysta fjölskylduböndin. Fjöl- skyldan hefur samvistir á jólum, ef tækifæri gefst til þess. Þessi siöur er þess valdandi að þeir, sem dvelja í fjarlægum heimshornum, hugsa heim á þessum tíma fremur en ----------------- ella. Um þessi jól hafa að líkindum fleiri íslend- ingar dvalist erlendis en nokkru sinni fyrr. Töl- ur sýna að óvenjumargir hafa flutt af landi brott á árinu, og þar að auki fer í vöxt að fólk dvelji langdvölum erlendis atvinnu sinnar vegna. Islensku fjölskyldujólin eru eitt af einkennum hins smáa og fámenna samfélags hér á landi. Ab líkindum finnst flestum hin mikla hátíð, sem jól og áramót eru hérlendis, og nálægðin milli fjölskyldu og vina vera kostur þess fremur en galli. Á víbavangi Áramótin voru löngum sá tími þegar álfar og tröll fóru á kreik samkvæmt þjóbtrúnni. Margt bendir til þess að tímarnir séu ab breytast í þess- um efnum og allt þetta lið sé fólki ekki eins of- arlega í huga og áður. Sennilega er rafmagnið frá Landsvirkjun ab drepa nið- ur spenninginn fyrir hinu dul- arfulla og ímyndunaraflið fer --------------- ekki á kreik í sama mæli og fyrr. Mikill aragrúi er til af sögum sem tengjast þjóbtrúnni, og þab er miður ef þær falla í gleymsku. í litlu byggbarlagi fyrir austan, Borg- arfirði eystra, hefur fólk leitað á móti straumn- um og gert sitthvað til þess að viöhalda hinum mikla sagnaforða um álfa og huldufólk í byggð- arlaginu. Það er mjög virðingarvert, því þetta er menningararfur sem ekki má týnast með hin- um miklu breytingum sem verða. Skjótiö allsgáð Söngvinn Huröaskellir Ég hef það á tilfinningunni að fólk sé alla- jafna íhaldssamt í sínum lífsháttum um hátíð- arnar og reyni eftir föngum að halda í eitthvað af sínum bernskujólum. Auðvitað er margt breytt, en margt er þó með líkum svip gegnum árin. Jólatréð, rjúpurnar, svínahryggurinn, hangikjötið og bókin halda velli þó að tímar líði. Jólasveinarnir sömuleiðis. Nú er farið ab Svo vil ég enda þennan pistil á hvatningu til fólks að kaupa flugeldana sína hjá björgunar- sveitunum um áramótin og láta þá sem eru ófullir í fjölskyldunni kveikja á þeim, svo fari ekki fyrir þeim eins og manninum fyrir austan sem hafði flugeldasýningu í þvottahúsinu hjá sér á gamlárskvöld við takmarkaða hrifningu fjölskyldunnar. J.K.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.