Tíminn - 29.12.1995, Side 6

Tíminn - 29.12.1995, Side 6
6 Föstudagur 29. desember 1995 Tœknival og Nýja skobunarstofan í samstarfi: Gæðastjórnun í sjávarútvegi Hér fagna þeir Róbert Hlöbversson hjá Nýju skobunarstofunni og Rúnar Sigurbsson hjá Tceknivali undirritun samnings um samstarf á svibi gœba- stjórnunar í sjávarútvegi. Pressuleikur í handknattleik á morgun: Úrvalslið mætir útlendingahersveit Frá og meb áramótum mega framleibendur í fiskibnabi bú- ast vib heimsóknum starfs- manna Evrópusambandsins, en skobunarstofur meb starfs- leyfi frá Fiskistofu annast eft- irlit meb því ab vinnsluleyfis- hafar uppfylli ákvæbi tilskip- unar ESB um mebferb sjávar- afurba. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Nýju skoöunar- stofunni og Tæknivali, sem hafa gert meö sér samning um sam- starf í því skyni ab hvetja fram- leiöendur sjávarafuröa til aö koma á fullkomnu innra eftirliti meb framleiöslunni í samræmi vib gæöaeftirlitskerfiö HACCP. Tæknival hefur á undanförn- um árum þróaö hugbúnaö sem tekur til gæöahandbókar og skráningar í samræmi viö ströngustu kröfur um áhættu- greiningu HACCP. Gæöaeftir- litskerfiö frá Tæknivali má nota sem sjálfstæöa einingu eöa sem hluta af sjávarútvegskerfinu Hafdísi II frá sama fyrirtæki. í fréttatilkynningunni segir aö komist einhver eftirlitsaöil- anna — Fiskistofa, skoöunar- stofur meö starfsleyfi frá Fiski- stofu eöa eftirlitsmenn frá ESB — aö því aö vinnsluleyfishafi uppfylli ekki kröfur tilskipunar- innar um meöferö sjávarafuröa, eigi sá á hættu aö missa leyfiö og þar meö þau réttindi aö flytja vöru sína á EES-markaö. Blaöiö Dagur á Akureyri skýröi frá því nýlega aö liölega þriöjungur allra fiskvinnsluhúsa í landinu væru meö tímabundiö vinnsluleyfi frá gæöastjórnun- arsviöi Fiskistofu og færi nú fram úttekt í fjölda húsa áöur en vinnsluleyfi til frambúöar yröu veitt. ■ í dag, föstudag, fer fram pressuleikur í handknattleik, þar sem mætast úrvalsliö val- ib af Þorbirni Jenssyni og full- trúum fjölmibla og lib útlend- inga, sem stýrt veröur af Al- freb Gíslasyni, þjálfara og leikmanni meb KA. Leikurinn fer fram í Iþrótta- húsi Fjölnis í Grafavogi og hefst hann klukkan 20. Liðin eru skipuö eftirfarandi leikmönn- um: íslenska úrvalslibib Guömundur Hrafnkelsson, Val Bjarni Frostason, Haukum Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu Valgarð Thoroddsen, Val Ólafur Stefánsson, Val Halldór Ingólfsson, Haukum Róbert Sighvatsson, Aftureld- ingu Sigfús Sigurðsson, Val Gunnar Beinteinsson, FH Björgvin Björgvinsson, KA Dagur Sigurðsson, Val Gunnar Andrésson, Aftureld- ingu Patrekur Jóhannesson, KA Jón Kristjánsson, Val Útlendingahersveitin Alexander Revine, ÍH Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV Svjezdin Jovisic, Fylki Valdimar Grímsson, Selfossi Alexei Trufan, Aftureldingu Júlíus Gunnarsson, Val Oleg Titov, Fram Leó Örn Þorleifsson, KA Davíð Ólafsson, Val Juri Sadovski, Gróttu Davor Kovasevic, Víkingi Evgeni Dudkin, IBV Julian Duranona, KA Petr Baumruk, Haukum -PS íslenska landsliöib 1/77 ára á móti í Israel: Tapí fyrsta leik íslenska landsliöiö í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum U17 ára, tapaði sínum fyrsta leik á sex landa móti sem fram fer í ísrael þessa dagana, en mót- herjar þeirra voru Kýpurmenn, sem sigruðu 1-0. í dag mæta ís- lendingar Belgum, á gamlársdag leika þeir við Grikki, tveimur dögum síöar viö Ungverja og að síöustu viö ísraela, sem er lokal- eikurinn og fer hann fram á nýj- um og glæsilegum velli í Jerúsal- em. -PS Nýlendugata er á milli Vesturgötu og Mýrargötu og liggur eins. Vesturendi götunnar nær aö Seljavegi, en austur- endinn að Ægisgötu. Nafnið dregur gat- an af bæ, sem hét Nýlenda og talið er aö hafi veriö þar sem núna er nr. 31 við götuna. Bærinn Nýlenda er varöveittur í Arbæjarsafni. Bjarni Jónsson snikkari fékk úthlutaö lóö viö Nýlendugötu í októbermánuði áriö 1895. Ári síðar byggði hann þar timburhús, sem lengst af var kallaö Sval- barö. Áriö 1898, í maí, selur Bjarni Jóns- son Halldóri M. Ólafssyni trésmið Sval- barö. í brunavirðingu frá áfrinu 1902 er húsinu lýst þannig: Húsiö er byggt af bindingi, klætt utan meö plægöum boröum, pappa og járni þar yfir og meö járnþaki á súö með pappa í milli. Niöri eru tvö íbúöarherbergi og gangur, allt þiljaö innan og málaö. Loftin eru tvö- föld, uppi eru tvö íbúðarherbergi þiljuð og máluö, gangur og skápur. Þar eru tvær eldavélar. Kjallari er undir öllu húsinu, þrjár álnir á hæö. í honum er eitt íbúðarherbergi, eldhús og geymsla. Halldór fær leyfi 1902 til aö byggja smíöaverkstæöi á lóöinni, 8x10 álnir. í leyfinu er tekiö fram aö Halldór þurfi aö koma sér saman viö nágranna um eld- varnarvegg á tvo vegu. Þessu húsnæöi var síðan breytt í íbúöarhúsnæöi og er nú Nýlendugata 19 C. Áriö 1905, í desember, fær Halldór M. Jónsson leyfi til aö byggja á lóö sinni viö Nýlendugötu, hús að stærö 12 x 14 álnir. Hann byggir tvílyft timburhús með risi og kjallara. Húsiö er byggt upp aö húsinu sem byggt var 1896. Þetta hús er númer 19 B og er mjög reisulegt timb- urhús og veröur fjallað um þaö í þessari grein. I fyrstu brunavirðingu á húsi þessu, þá nýbyggöu, frá árinu 1906 er því lýst á eftirfarandi hátt: Húsib er byggt af bindingi, klætt að utan meö plægðum 1" borðum, pappa, listum, járni þar yfir á 3 vegu. Brandgafl er að vestanveröu, og meö járnþaki á plægbri 1" borða súö meö pappa í milli. í út- veggi er fyllt meö sagi, og milligólf í öll- um bitalögum. Frá byggingu hússins og fram til 1915 Nýlendugata 19 b bjuggu Halldór M. Ólafsson og fjöl- skylda hans í því. Kona hans var Sig- ríður Jónsdóttir og börn þeirra Sigríöur Jenný, Petrína, Ólafur, Ragnhildur, Fan- ný, Gróa og Einar. í mars 1912 fær Halldór M. Ólafsson leyfi til að byggja skúr fyrir hey og hest- hús 5,40 x 5,00 ferm í lóðarhorni með eldvarnarvegg á tvo vegu. Skúr þessi er á tveimur hæðum, byggður úr stein- steypu á 3 vegu, en af bindingi á 1 veg. Hann er meö járnþaki á langböndum. Neöri hæöin hesthús meö steinsteyptu gólfi, efri hæðin heygeymsla. Bygging þessi stendur enn og hefur nokkra sögu. Eftir aö hætt var aö fóöra þar hesta var þar um tíma gullsmíðaverkstæöi og þar næst á eftir rafvélaverkstæði. Núna er þar íbúö og telst skúrinn vera Nýlendu- gata 19 B. Áriö 1915 selur Halldór Runólfi Jónssyni eignina alla (öll húsin á lóðinni). Ári síöar selur Runólfur tvö af húsunum og þá kaupir Nýlendugötu 19 B Messíana Guðmundsdóttir. Eiginmaöur Messíönu var Einar Sveinbjörnsson, útgeröarmaö- ur og skipstjóri frá Sandgeröi. Eftir aö þau hjónin komu í húsiö var það oftast kallað Sandgeröi. Einar gerir nokkrar endurbætur á eigninni og áriö 1918 byggir hann upp í gang viö vesturenda hússins. Árib 1927 sækir Einar Svein- björnsson um leyfi til aö byggja ofan á steinsteypta skúrinn í baklóðinni. Leyf- iö var veitt 8. júlí sama ár. í brunavirö- ingu frá árinu 1948 segir aö húsiö sé óbreytt frá síöasta mati 1. sept. 1942. Þá er átt viö framhúsið. HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR Nokkur eigendaskipti veröa á eign- inni næstu árin á eftir og oftast tveir til þrír eigendur aö 19 B. í virðingu 12. október 1950 segir aö húsiö hafi veriö endurbætt og tekiö allnokkrum breyt- ingum frá síðasta mati frá árinu 1948. Þá hafi verið skipt um járn á stórum hluta hússins og gert viö fúaskemmdir bæði aö utan sem innan. Á þeim tíma var rishæö hússins endurnýjuð og sett þar ný gólf; það geröi Aðalbjörn Péturs- son gullsmiður, en hann haföi þá nýver- iö keypt rishæðina. Sú íbúð var fremur illa farin, sérstaklega gólfin. Það haföi um tíma verið mikill umgangur vegna þess aö þar var til húsa matsala til nokk- urra ára. Á árunum 1951 til 1952 kaupir Aöal- björn fyrstu hæö hússins og stein- steypta skúrinn á baklóðinni. Á skúrn- um lét hann gera miklar endurbætur og rak þar gullsmíðaverkstæöi til ársins 1955 eöa þar til hann lést um fimmtugt. Hann endurbætti einnig fyrstu hæö hússins og lét setja nýja eldhúsinnrétt- ingu, baðherbergi meö keri og vask. All- ar íbúöir hússins, þrjár aö tölu, voru á þessum tíma málaöar og veggfóöraöar og gólf lögö nýjum línoleumdúk að mestu. Á efri hæö var íbúöarherbergi breytt í eldhús og ný innrétting sett í hitt eldhúsiö. Á þakhæð voru gerð nýtt eldhús og baöherbergi, nýtt eldhús í óinnréttuðu plássi. í kjallara nýtt þvottahús og ný miöstöö fyrir allt hús- ib. Einnig var raflögn endurnýjuð aö mestu. Aöalbjörn Pétursson var frá Hafnar- dal í N.-ísafjaröarsýslu, sonur Péturs Pét- urssonar hákarlaformanns, sem var ætt- aöur frá Melum í Árneshreppi, Stranda- sýslu, og Ingibjargar Jónsdóttur af Órmsætt. Aðalbjörn nam gullsmíði og var þekktur fyrir vandaöa vinnu og smekklega skartgripi. Hann þótti sér- staklega skemmtilegur maöur, glaölynd- ur og hnyttinn í tilsvörum. Eftir andlát hans var hans hluti eignarinnar seldur. í dag eru þrír eigendur aö framhúsinu aö Nýlendugötu 19 B, og einn eigandi að bakhúsinu sem eitt sinn var gullsmíða- verkstæöi. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.