Tíminn - 29.12.1995, Síða 11
Föstudagur 29. desember 1995
Mikill áhugi er á œttfrœöi á íslandi, enda þjóöin öll komin af norrœnum konungum, víkingum, Karlamagnúsi og
írskum prinsessum. Niöjatöl eru gefin út og þá þurfa hóparnir náttúrlega aö hittast og ráöa ráöum sínu. Reyni-
fellsœtt eöa Heklublóöiö, sem núna er í vinnslu til útgáfu, kemur víöa viö á landinu og því er útgáfuráöiö deilda-
skipt. Vestmannaeyjadeildin hittist auövitaö í skötuveislu á Þorláksmessu og eru á myndinni frá vinstri: Gunnar
Marel Eggertsson, skipasmiöur og stýrimaöur á víkingaskipinu Gaiu, Gylfi Sigfússon framkvœmdastjóri, Þorsteinn
Sigfússon prófessor, Arni Sigfússon borgarráösmaöur, Árni johnsen alþingismaöur, og Breki Árnason johnsen.
Hátíð er til heilla best og í
„niðamyrkrum nætur svört-
um" halda kristnir menn
ljóssins hátíö í tilefni af fæð-
ingu frelsarans.
Hátíðin fer saman við leng-
ingu dagsins og nýtt ár. Öllum
þessum atburðum fylgja
ákveðnir siðir og lífsmáti, sem
bæði tekur mið af árstíðunum
og svo því sem menningin
hefur áskapað okkur. Hjá
hestamönnum er þetta tími
endurfunda við gæðingana,
þegar þeir koma kafloönir af
haustbeitinni. Brátt teyga svo
vinirnir saman loftsins laug
og hófatökin dynja á vangi.
Jólin eru líka tími gjafa, því
vitringarnir frá Austurlöndum
komu með gjafir til Betlehem.
Þá eru ýmsir þjóðlegir siðir í
heiðri hafðir, eins og skötu-
veislan á Þorláksmessu, og svo
rýna menn í liðið ár og fram-
tíðina.
Minningar og eftirvænting
blandast veisluglaumnum og
rakettunum á gamlárskvöld
og um leið og gamla árið er
þakkað kemur fróm ósk um
farsæld og hamingju á nýju
ári.
Ljóssins hátíö er líka hátíö vináttunnar og gjafa. Þess vegna hafa ýmsar búöir tekiö sérfrceöinga í þjónustu sína,
til þess aö leiöa viöskiptavinina í allan sannleik um gœöi vörunnar. Guölaugur í Reiösport fékk þannig hinn frœga
knapa Erling Sigurösson til þess aö útlista fyrir viöskiptavinunum gceöi hins skagfirska hnakks, Svaöa. Hér á
myndinni hefur skeiömeistarinn greinilega alveg sannfœrt reykvíska yngismey um ágœti hnakksins, sem aö sögn
bcelist bceöi fljótt og vel og hentar jafnt í sýningum sem í almennri reiö.
Margir hestamenn eiga endurfundi viö gœöinga sína um hátíöarnar og
Haraldur Sveinsson í Faxabólinu segist yfirleitt taka hestana af haustbeit
um miöjan desember. Þá sé hœgt aö ríöa út á nýjárnuöu á jóladag. Har-
aldur sagöi margt skemmtilegt ske í hestamennskunni. Einu sinni heföu
þeir félagar riöiö Heljardalsheiöina, sem liggur uppá jökul milli Hóla í
Hjaltadals og Svarfaöardals. Heföu feröafélagarnir veriö nokkuö góöir
meö sig um kvöldiö eftir œvintýriö. Þá var þeim sagt aö þetta vceri nú
ekki mikiö. Svarfdcelskar meyjar heföu í gamla daga stokkiö heiöina á
kvöldin til þess aö komast á ball meö Hólasveinum, og eftir aö hafa dans-
aö alla nóttina fariö sömu leiö til baka og beint í mjaltirnar.
Flestir gera heimili sitt hreint fyrir jólin og sannir hestamenn geta auövit-
aö ekki boöiö gœöingunum uppá neitt minna uppí hesthúsi. Þau systkin-
in Auöur og júlíus Ævarsbörn spúla hér allt hesthúsiö sitt í Víöidalnum áö-
ur en gceöingarnir eru settir inn. Aö þeirra sögn skiptir litur á hesthúsinu
miklu máli, þannig eiga hestamenn aö nota grcent, blátt og rautt sem
mest í samrcemi viö eigin viöhorf í þjóömálum. Málningin endist nefni-
lega miklu betur þannig.
Cleöilegt nýár
Tímahrossiö óskar öllum lesendum blaösins farsœldar og ham
ingju á nýju ári og þakkar fyrir tuttugu og fimm ára náin kynni.
Rauösokki, Gunnar, Olli, Kristinn, Kári og Sveinn munu áfram
tryggja fegurö og hœfileika skaparans meistaramyndar og ekki
munu Diddi, Elli, Hinni, Trausti og Siggi og allir hinir liggja á liöi
sínu í sýningunum og heilla áhorfendur sem áöur fyrr. Sjáumst á
baki.