Tíminn - 04.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.01.1996, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 4. janúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cuðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sjávarútvegurinn — nýjar aðstæöur Saga sjávarútvegs á íslandi á þessari öld er forvitni- leg fyrir margra hluta sakir. Hún er samofin þeirri sögu hvernig þjóöin komst frá fátækt til bjargálna. Síöari hluta aldarinnar var skrifaöur merkur kafli þessarar sögu, þegar íslendingar fengu full yfirráö yfir 200 mílna fiskveiöilögsögu. Þaö leiddi til mik- illa breytinga á útgerð og fiskvinnslu og fram- leiðsluaukningar í sjávarútvegi. Hins vegar er nú liöinn áratugur síöan aflanum á heimamiöum var skipt meö svokölluðu kvóta- kerfi, og sú skipting hefur verið eitt viðkvæmasta deilumáliö á sviöi þjóðmála. Hér eru svo miklir hagsmunir í veði aö öldurnar rísa hátt í umræðum um skiptingu aflans. Hitt er staðreynd að allan þennan áratug hefur sjávarútvegurinn verið í stöð- ugri framþróun og verið að laga sig að nýjum að- stæðum. Þar er í rauninni fátt sem áður var. Vinnsla annarra tegunda en bolfisks hefur stór- aukist og nægir þar að nefna hina gífurlegu verð- mætasköpun í rækju, en fram hefur komið að verðmæti rækjuútflutnings hefur aukist um 25% á síðasta ári einu og nemur 15,5 milljörðum króna. Hin mikla afkastageta íslenska flotans hefur orð- ið til þess að sótt er á veiðar á fjarlæg mið í mjög vaxandi mæli. Slíkt hefur leitt til árekstra við grannþjóðir eins og Norðmenn, sem eru harðir viðskiptis og deilan við þá er í erfiðri stöðu. Gífur- legir hagsmunir eru í síldveiðum fyrir okkur ís- lendinga og er framkoma Norðmanna í því máli lítt sæmileg. Samstaða með Færeyingum í því máli er mikilvæg fyrir íslenska hagsmuni. Einn þátturinn í umbreytingunni, sem orðið hefur í sjávarútveginum, er útflutningur þekking- ar. Sá þáttur er afar mikilvægur, því hann færir okkur heim reynslu og sambönd úr fjarlægum heimshornum. Viðskipti með fisk og vinnsla hér innanlands hefur tekið miklum breytingum, ekki síst með til- komu fiskmarkaða, sem eru aðeins fárra ára gaml- ir en eru komnir til þess að vera. Tilkoma þeirra hefur orðið til þess að sérhæfing í vinnslu hefur vaxið, og sums staðar hefur það skapað jarðveg fyrir lítil fiskvinnslufyrirtæki sem standa sig vel. Að hinu leytinu hefur orðið samruni stórra fisk- vinnslufyrirtækja og má sem dæmi nefna samein- ingu Fiskiðjunnar Skagfirðings og Hraðfrystihúss Grundarfjarðar, sem átti sér stað nú um áramótin eftir samvinnu þessara aðila um árabil. Samgöng- ur og fjarskiptatækni hafa tekið það miklum breyt- ingum að nú þykir ekkert tiltökumál fyrir eitt og sama fyrirtækið að hafa starfsstöðvar í sitt hvorum landshlutanum og miðla hráefni á milli. Hér er aðeins drepið á nokkrar breytingar sem orðið hafa í sjávarútveginum. Allt þetta sýnir að atvinnugreinin hefur lagað sig að breyttum að- stæðum, þrátt fyrir deilur um skiptingu aflans. Þær munu halda áfram, svo miklir hagsmunir eru í húfi, og sá tími kemur ekki aftur að miðin verði frjáls fyrir alla. Gjaldkeranum gefib Víba um heim er þab talib dyggö ab bankar og bankakerfiö sé íhaldssamt og tregt til breytinga og ab stíga skref sem ekki hafa veriö þrauthugsuö fyr- irfram. Slíkt á aö efla viröingu og traust manna á stofnuninni. Hér á íslandi hafa menn reynt aö til- einka sér ýmis einkenni þessarar íhaldssemi — ab sögn til ab efla traust manna á bönkum. Þess vegna segja menn ab bankar verbi ab vera svona flottir og íburbarmiklir meb málverkum og palis- ander. Þá fær kúnn- inn á tilfinninguna ab hér sé traust stofnun á ferbinni. Minna hefur verib lagt upp úr því hér á landi ab útlánastefn- an sé traust, og virb- ast menn helst hafa stólab á ab enginn læsi um afskrifta- reikninga og töpub útlán, en einblíndu þess í stab á íburbinn og virbuleikann í húsa- kynnum bankanna sjálfra. n ncilt 55—•«——rH"'* Meira ai Bank.r op«» v£5|£ **nU •** ■C? h«emi( * Þy . þýbli loh- ,„rhd»r;' J%t ,»kn. „mkrppr.io« rnf, **?&££££ i **"■ inn. »rm “P^ndS.nk.nom Ytirmrfiui i i t»un- sjjM l **r * h*'“I bcvi 'nnl »ul>N rne*t y sam keppniogtö'«'t“*m': ir ir ír.möl. o«i«> o* neiru- .Viö vimm ^ b,nUinti U»t> “ búnii * Vift hfttum y««leW^ », «»» °» h«-ui bjnk.iokVfi rl ,nn>0 ir^' •*> „ .. K*ft “"‘j^rift hfttom «««* .n„l »*o »ft iúm»n ****** *V“ „jfti ►ftift'" vtnn> <**•' inrUftftom^o' Ttmwm I GARRI saka þessa lokun hjá bönkunum — ab „allir geti fengib abgang ab þeirri tækni sem þeir vilja og þaö ókeypis". Garri er löngu hættur ab undrast röksemda- færslur bankamanna, og því kemur þab ekki á óvart aö heyra ab tæknivædd bankaþjónusta kosti ekkert. Hitt hefur þó veriö sýnt fram á í sjónvarpi — hvab svo sem for- stööumabur Reikni- stofu bankanna seg- - ab gjaldkerarn- þurfa ab fá ab boröa. Líka gjald- kerarnir í heima- bankanum, sem fólk veröur aö muna eftir ab gefa reglu- ..- , lega. Þannig gæti •rSsíP Það reynst Þóröi erf' itt ab halda til itreitu þessu meö ókeypis tækni- bankaþjónustuna og augljóst aö hann hefur gleymt ab gefa gjaldkeran- vana »ft *Vii vt.«> °P* toVjftú *n™*kbe0Lort». h'rf- tyfti ftoH.oi' r tunU b.nV.1 tyri' Þ* Vtlhelm Klht‘?“^nru u|ft< * i,len»ir. oJpoUiu'- ....... hvort W>hm # | eki*. .f-n ’n*tw' V _im hesu" ,to»n«u » Pl” >em me»*. SPí'SsSai- ‘cn\ '2!£Uun hrtnjdl RetUrtrtoJot-nUn^^^ 5yo ivftr * b*nk*F „sjftuxinn iom nywXM ekU vrr*. mwo* um. Lokab af gömlum vana En þessi íhaldssemi bankastarfseminnar, sem miöast jú viö aö laöa aö bönkunum sem flesta viöskiptavini, tekur á sig hinar einkennilegustu myndir á íslandi. Ein er sú ab bankarnir eru hafb- ir lokabir fyrir vibskiptavinunum fyrsta vinnudag ársins. Þessi lokun er alfarib af gömlum vana og byggist á því ab fyrir tölvuvæbinguna þurftu menn mikinn tíma til vaxtaútreikninga. Nú þarf þess ekki, en bankarnir eru samt lokaöir af ein- skærri íhaldssemi, sem er nú hætt aö laöa aö viö- skiptavini en lokar þá þess í stab úti. Frá þessum merkilega gamla vana bankakerfis- ins er greint í Tímanum í gær og þar er m.a. rætt viö Þórö B. Sigurösson, forstööumann Reiknistofu bankanna, sem staöfestir ab engin raunveruleg ástæba sé fyrir bankana aö hafa lokaö. Þóröur bendir hins vegar á aö debetkort og hraöbankar hafi veriö í sambandi og þeir sem séu tölvutengd- ir hafi getaö sinnt erindum sínum og fengiö upp- lýsingar. Þóröur segir — og virbist nú vera aö af- Musterum fækkab En þessi lokun af gömlum vana og röksemda- færsla Reiknistofustjórans ab menn geti nú svo auöveldlega sinnt bankaviöskiptum sínum í tæknibankanum leiöir hugann ab því hvort ekki sé hægt ab fækka hinum íburöarmiklu musterum fjármagnsins til mik- illa muna og draga þannig úr kostnaöinum viö bankaviöskiptin. Ur því bankarnir sjálfir telja þaö ekki mikilvægt mál ab hafa opiö hjá sér heilan vinnudag viö mánaöamót og áramót, þegar viö- búib er aö margir þurfi ab fara í banka, þá getur þab varla talist stórmál þó lokaö sé abra daga og jafnvel heilu útibúunum og bönkum lokab og bankastjórnum og jafnvel bankastarfsfólki fengin gagnlegri verk aö sýsla vib. Vissulega komast menn aldrei alveg hjá því ab gefa gjaldkerunum, þó svo aö tæknibankaöldin gangi í garb, en þessar síöustu upplýsingar benda eindregib til aö þaö sé víöar hægt aö spara í fóbur- kostnaöi meö því aö „loka deildum" en á sjúkra- húsum landsins. Garri Gæöastjórnun sem bragö er aö Þaö var fjör í sælgætisgeröinni um áramótin. Stór- fyrirtæki skiptu um eigendur oftar en forstjórarn- ir um nærbuxur og Sölumiðstöö hraðfrystihús- anna er komin á kaf í konfektbransann. Engu skal spáö um hvort þaö er undanfari þess aö fariö veröi aö framleiða fiskstauta meö súkkulaðibragði eöa páskaegg með fiskbragöi. Enda er beitt allt öörum brögðum í sælgætisviðskiptunum en þeim sem bragðlaukarnir nema. Nú, á tímum hagræöingar og hagkvæmni og gæðastjórnunar, gaf SH eigendum Opals, sem er blómlegt fyrirtæki í góöum rekstri, tilboð sem þeir gátu ekki hafnað. Borgaö var út í hönd og svo var Nóa-Síríusi selt fyrirtækiö meö því fororði aö flytja noröur í land. Svo heppilega vill til aö SH á húsnæöi á Akur- eyri sem er sérhannað fyrir gott- eríisfabrikku. Þar var Linda áöur en hún var seld til Hafnarfjarðar cg dafnar vel hjá Helga í Mónu. Faðmlag kolkrabbans Sölumiðstööin getur því vel leigt Nóa-Síríusi hentugt hús til aö framleiða sælgæti á Akureyri, sem er þrotabú Lindu, sem komst í eigu SH, eins og Opal fyrir áramótin. En þar sem konfektfram- leibsla kvað ekki vera á prógrammi hraðfrystihús- anna, fékk Nói-Síríus ómótstæðilegan áhuga á að fara aö framleiöa gotterí í aðalstöövum Sölumið- stöðvarinnar á Akureyri og keypti Opal á stund- inni af SH. Öll þessi gæðastjórnun er til þess gerð aö stjórn SH uppfylli loforð um aö skapa atvinnu á Akur- eyri fyrir þaö að fá að selja fiskinn sem ÚA veiðir og verkar. Er ekki annað sýnna en aö útgeröin og fiskverk- unin séu aö fara aö greiöa niður súkkulaöi og kara- mellur og jafnvel Opaltöflurnar, en Nói-Síríus keypti framleiðluréttinn af Sölumiðstöð hraö- frystihúsanna á þeirri vörutregund. Ef einhverjum finnst sú gæðastjórnun að skáka sælgætisfyrirtækjum og framleiðslu á milli frysti- húsa og landshluta undarleg, eru málin ofurein- föld og koma í raun frystingu sjávarfangs eöa gotteríisgerö ekkert viö. Þaö er byggðastefna og faömlag kolkrabbans sem standa sameiginlega aö hagræöingu atvinnu- veganna meö svona kostulegum hætti. Óskabarn Akureyrar Fjölskylduböndin milli Nóa-Síríusar og Skelj- ungs eru öllum kunn. Tengsl Shell viö Eimskip eru auðsæ, óskabarn kolkrabbans og þjóðarinnar hef- ur allra hagsmuna aö gæta varðandi flutninga fyr- ir SH og er umhugaö um aö frystihúsin innan samtakanna séu sem flest og stærst. Og hvaö er þá nokkur hundruð milljóna sæl- gætisverksmiöja á milli vina? Akureyringar eru ofsakátir aö fá tuttugu starfs- manna sælgætisfíamleiðslu í bæ- inn, sem sett verður undir hæö- ina sem starfsmenn SH fyrir noröan vinna á. Átökin um aö fá fisksöluleyfið hjá ÚA í fyrra- sumar enduðu meö því að SH yfirbauö Islenskar sjávarafurðir og lofaöi „atvinnutækifærum", sem engar hreppsnefndir fá staöist. En eins og þegar krökkum er rétt gott fyrir aö gera viðvik, er viö hæfi aö bæjarstjórnin í höfuðstað Noröurlands fái heila sælgætisverksmiðju fyrir greiöasemina, og þykir engum mikiö. Einhvern tíma heföi þaö þótt saga til næsta bæj- ar aö einkafyrirtæki fjölskyldu Hallgríms Ben. tæki aö sér aö leggja niöur fyrirtæki í Reykjavík og opna stórt útibú fyrir norðan til að styrkja byggð- ina þar meö niöurgreiddri konfektframleiðslu. En tímarnir breytast og flokkarnir með. íhaldiö búið aö tapa borgarstjórninni, Nói-Síríus fluttur inn í Smálönd og er þá kannski bitamunur en ekki fjár hvort fyrirtækið flytji allt til Akureyrar til að hressa upp á aðstööu Sölumiðstöövarinnar, Eim- skips og Skeljungs þar. En vegir viðskiptalífsins eru órannsakanlegir og mikil er sú gæðastjórnun aö frystihúsin kaupi Op- al til aö selja Nóa-Síríusi til aö Ieigja gömlu fab- rikkuna á Akureyri af SH, sem lofaði bæjarstjórn- inni að glæöa atvinnulífið meö öllum þeim brögöum sem samtökin ráöa yfir. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.