Tíminn - 04.01.1996, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 4. janúar 1996
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
Landsvirkjun tel-
ur Kröflu ekki
vænlegasta
virkjunarkostinn
„Krafla er einn af þeim
kostum sem eru á lista yfir
framkvæmdir eftir því sem
orkumarkaðurinn stækkar,
en ekki það sem við mynd-
um setja inn á framkvæmda-
áætlun vegna hugsanlegs ál-
vers á Grundartanga," segir
Þorsteinn Hilmarsson, upp-
lýsingafulltrúi Landsvirkjun-
ar, í framhaldi af þeim um-
mælum sérfræbings Orku-
stofnunar í sjónvarpsfréttum
að ódýrasti virkjunarkostur,
sem til boða standi, sé að
taka í notkun ónýttan hluta
Kröfluvirkjunar. I viðtali við
dag kveðst Þorsteinn halda
að þab sé ekki rétt að Krafla
sé ódýrasti kosturinn í stöb-
unni, þótt hann geti ekki al-
gerlega fullyrt það. Hann
bendir á að á Nesjavöllum
megi koma á fót 30 mega-
vatta virkjun meb skömm-
um fyrirvara.
„Öll mannvirki eru til
staðar, sem og borholur og
lagnir. Aðeins er eftir að
kaupa túrbínuna og tengja
hana. í Kröflu er túrbínan
til, en þab þarf að bora til að
finna gufuna og leggja síðan
pípur fyrir hana. Ég held að
menn telji Nesjavelli upp-
lagðari hlut," segir upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar.
Glit í Ólafsfirbi:
Hlutafé aukiö
um 7,5 milljónir
Þrátt fyrir mikla rekstrar-
erfiðleika hjá leirmunaverk-
smiðjunni Gliti hf., sem bæj-
arsjóbur Ólafsfjarðar keypti í
fyrra, hefur verið ákveðið ab
auka hlutafé um 7,5 milljón-
ir. Bæjarsjóburinn er einn
eigandi, nema hvað nokkrir
einstaklingar eiga 1,5%
hlutafjárins.
Hálfdán Kristjánsson, bæj-
arstjóri á Ólafsfirði, upplýsir
í viðtali við Dag að sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjöri
hafi tap á rekstrinum fyrstu
tíu mánubi ársins í fyrra
Cestur Matthíasson, nýráöinn verkstjóri hjá Arnesi á Dalvík.
numið um tíu milljónum
króna, eða um milljón á
mánuði. Blaðið segir að
helsta ástæða þessa taps sé
sú að markaðsmál hafi ekki
þróast á þann veg sem ráð
var fyrir gert. Tíu manns
starfa í Gliti hf. á Ólafsfirði.
Dalvík:
Spildu fyrir
hrossagrafreit
úthlutaö
Skipulagsnefndin á Dalvík
hefur samþykkt að Hesta-
mannafélaginu Hring verði
úthlutað afmörkuðu svæði
vestan gróðurreits á Holts-
mótum fyrir dýragrafreit.
Hétu hestamenn því í um-
sókn sinni ab ganga vel frá
svæðinu og hlíta reglum
Dalvíkurbæjar um frágang.
Er því jafnframt heitið að
fjarlægja hugsanleg minnis-
merki, ef taka þarf svæðið til
mikilvægari nota síðar.
Arnes meö útibú
á Dalvík
Útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtækið Árnes hf. í Þor-
lákshöfn ætlar að hefja
vinnslu sjávarafurða á Dal-
vík um miðjan janúar, en
Árnes keypti nýlega fasteign-
ir og tæki þrotabús Fiskverk-
unar Jóhannesar og Helga
hf. þar á staðnum. Hefur
Gestur Matthíasson, áður
skipstjóri á Blika EA-12 frá
Dalvík, verið ráðinn til að
stjórna vinnslunni.
Hráefni til vinnslunnar
verður keypt af bátum
nyrðra, auk þess sem um
miðlun verður að ræða milli
fiskvinnsluhúsanna í Þor-
lákshöfn og á Dalvík. Um
tuttugu manns verba í vinnu
hjá fyrirtækinu.
Blákaldar sálna-
veiöar í popp-
messum
„Vib leggjum samt sem áð-
ur áherslu á að hámessan,
klukkan tvö á sunnudögum,
er þungamiðjan í lífi og
starfi safnaðarins. Poppmess-
an er einskonar andlegt kon-
fekt, en vilji menn fasta
fæðu eiga þeir ab koma í
messu," segir séra Bjarni
Karlsson, sóknarprestur í
Vestmannaeyjum, í tilefni af
því að annan veturinn í röð
er nú boðiö upp á popp-
messu í Landakirkju síðasta
sunnudag hvers mánaðar.
„Við höfum farið þá leiö
ab prédikunin fjallar um
grundvallarþætti í kristinni
trú þar sem kjarni fagnaðar-
erindisins er boðaður á lif-
andi og einfaldan hátt til
þess að kalla fólk til aftur-
hvarfs. í sannleika sagt eru
þetta blákaldar sálnaveiðar,
ef svo mætti ab orði kom-
ast," segir prestur í viðtali
við Fréttir.
1 1 ' flÍ 1 ■
\ í r ri W % w 'ji f f.
Hljómsveitin Prelátarnir sér um söng og tónlist ípoppmessunni.
Fjölmenni var á samkomu sem haldin var til styrktar ungum lungna- og hjarta-
þega úr Borgarfiröi. ímamyndir: TÞ, Borgarnesi
Styrktarsamkoma fyrir ungan lungna- og hjartaþega:
í Svíþjóö yfir
hátíöarnar
Haldin var styrktarsamkoma í
Logalandi í Reykholtsdal fyrir
ungan lungna- og hjartaþega úr
Borgarfiröi, Halldór Bjarna Ósk-
arsson frá Krossi í Lundarreykja-
dal. Halldór Bjarni hefur dvalist
undanfarna mánu&i í Svíþjóö
ásamt mó&ur sinni, þar sem
hann bí&ur eftir nýju hjarta og
lungum.
Um hátíðarnar sameinaðist fjöl-
skyldan í Svíþjóð, en fa&ir Halldórs
Bjarna og yngri systkini heimsóttu
þá mæðginin og dvöldust hjá
þeim. Ríflega þrjú hundruð manns
komu saman í Logalandi, en kenn-
arar við Kleppjárnsreykjaskóla áttu
frumkvæðið að samkomunni.
Fjöldi heimamanna lagöi sitt af
mörkum til skemmtunar. Kvenfé-
lög Hálsasveitar og Reykholtsdals
sáu um kaffiveitingar.
Alls söfnuðust 280 þúsund krón-
ur. Heiðrún Óladóttir, kennari við
Kleppjárnsreykjaskóla, sagðist í
samtali viö Tímann vera mjög
ánægð með þessar undirtektir,
miðað við hvað sveitin væri fá-
menn.
TÞ, Borgamesi
Fjöldi fólks lagöi hönd á plóginn til aö styrkja Halldór Bjarna og fjölskyldu hans.
Hér leika þeir Davíö Hauksson og Guöjón Guömundsson saman á gítar.
Sex lög og 4
embætti
Forseti íslands sta&festi sex lög á
ríkisrá&sfundi á Bessastö&um á
gamlársdag. Fyrst er þar a& nefna
fjárlög fyrir 1996, fjáraukalög
fyrir 1995 og lánsfjárlög fyrir
1996.
Þá staðfesti forseti lög um breyt-
ingu á lögum um Lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins, um Þróunar-
sjóð sjávarútvegsins og um stjórn
fiskveiða. Ýmsar ákvarðanir sam-
eiginlegu EES-nefndarinnar hlutu
sömuleiðis staðfestingu, sem og
skipanir í fjögur embætti: í emb-
ætti sendifulltrúa og embætti
deildarstjóra í ráðuneytum við-
skipta, landbúnaðar og sjávarút-
vegs. ■
Fimmta úthlutun úr Minningarsjóöi Karls j. Sighvatssonar:
Kári Þormar
hlýtur styrk
í gær var úthlutab í fimmta sinn
úr Minningarsjó&i Karls J. Sig-
hvatssonar tónlistarmanns. A&
þessu sinni kom styrkurinn, a&
upphæ& 200 þúsund krónur, í
hlut Kára Þormars, sem stundar
nám í orgelleik vi& Robert Schu-
mann-tónlistarháskólann í
Diisseldorf í Þýskalandi.
Það var bróðir Karls, Sigurjón
Sighvatsson, sem afhenti styrkinn í
gær, en eins og kunnugt er þá er
Minningarsjóðnum ætlað aö styðja
við bakið á ungum og efnilegum
orgel- og hljómborðsleikurum til
náms erlendis. Auk þess hefur sjóð-
urinn veitt styrk til orgelkaupa í
kirkju. { stjórn Minningarsjóðsins,
sem stofnaður var árið 1991, eru
þau Ellen Kristjánsdóttir, Sigurður
Rúnar Jónsson, Sigrún Karlsdóttir
og Haukur Guðlaugsson, sem jafn-
framt er formaður stjórnar.
-grh