Tíminn - 04.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.01.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. janúar 1996 5 Letigaröur atvinnuleysisins Refsivist við brotum er ekki til á íslandi fyrr en 1625. En alltaf þótti sjálfsagt að láta refsivistarfanga sýsla nokk- uð, bæði til hagsbóta og í refs- ingarskyni. Reyndar er sá siður miklu eldri, því Jón biskup Ger- reksson (seinna drekkt í Brúará) lét Þorvarð Leifsson og Teit Gunnlaugsson berja harðfisk, þegar þeir voru í haldi hjá hon- um í Skálholti. Þeir kunnu hon- um litlar þakkir fyrir og drekktu honum, að því er talið er. Síðan gleymdist þetta, en eftir 1700 var farið að rifja það upp. Ekki þótti gott að sakamenn væru iðjulausir og voru menn því látnir þræla í járnunum og er fræg sagan um Magnús Bene- diktsson, sem kom örkumla- maður úr því „átaksverkefni". 8. október 1758 skrifaði Magnús Gíslason amtmaður Rantzau stiftamtmanni: „Flakk- arar og beiningamenn varða nú taumlaust uppi í landinu. Náð- ugi herra stiftamtmaður. Á von landsmanna um betrunarhús ab verba að engu?" Hinn langþráði boðskapur um betrunarhús kom svo meb vorskipinu 1759 og varð Arnar- hóll fyrir valinu í staðinn fyrir Þingeyrar, eins og til stóð um hríð. Forstjórar voru oft danskir, en dr. Björn Þórðarson segir að sá hæfasti hafi veriö íslenskur bóndi, Guðmundur nokkur Þórðarson. Áhersla var lögð á að fangarn- ir væru aldrei iðjulausir. Hug- myndin var sú sama og hjá ýms- um mönnum um þessar mund- ir, sem vilja að atvinnuleysingj- arnir fái ekki bæturnar nema að þeir vinni aftur fyrir þeim pen- ingum sem þeir eiga. T.d. skrifar Friðbert Traustason í Morgun- blaðið 19. nóvember sl. Hann hugsar hlýtt til þeirra, sem eru atvinnulausir og hefur verið sagt upp störfum, enda formað- ur Sambands íslenskra banka- manna. 19. janúar 1928 var til um- ræðu í efri deild Alþingis tillaga um heimild til ab reisa betrun- arhús og slæpingjahæli eða leti- garð. Og var tilgangurinn sá að „fangar og slæpingjar, sem ekki vilja vinna fyrir sér og sínum, geti stundaö holla og gagnlega vinnu". Sá úr hópi þáverandi alþingis- manna, sem var viðskotaverstur í garb slæpingjanna, var Magn- ús Guðmundsson. Hann sagði í þingræðu að ekki þyrfti sérstaka deild handa þeim, „því þeir eru í raun og veru ekki annað en glæpamenn". Siguröur Eggerz vildi ekki taka svo djúpt í árinni. Hann sagði VETTVANGUR „Og nú er enginn Sigurð- ur Eggerz eða Ásgeir for- seti. Atvinnuleysingjar hafa ekki gefið Jóni Er- lendssyni og köppum hans umboð til að berj- ast fyrir því að atvinnu- leysisbætumar verði lagðar niður, enda hafa þeir ekki spurt þá, sem ekki er kannski von." við umræöurnar: „Um leið vil ég geta þess að í breytingu þeirri á hegningarlöggjöfinni, sem liggur fyrir þessu þingi, fannst mér gæta of mikillar hörku gagnvart hinum svokölluðu let- ingjum. Þetta eru í mörgum til- fellum annað hvort sjúkir menn eða úrættaðir." Og Ásgeir Ásgeirsson vildi að í stabinn fyrir „letigarður" kæmi „vinnuhæli", taldi það nafn virðulegra og tilgangurinn væri vinnan. Hann sagði að „leti- garður" minnti á illa fortíð, en ekki góðan tilgang. „Letigarður" væri „stúdentaslang" frá Höfn og ætti ekki að komast inn í ís- lenska löggjöf. En almenningur réði svo hvaða orð hann vildi nota. Ásgeir þekkti þjóð sína, sem seinna kaus hann fyrir for- seta. En að þessu sinni var hún ekki sammála honum. Hún gaf þessu fyrirtæki nafnið letigarður og svo stóð til 1940. Þá kom herinn og með honum næg at- vinna, svo enginn letingi var til í landinu. Var nú stofnunin kölluð „búgarðurinn", enda tvö höfuðból lögð undir. En meb breyttum búskaparháttum lagð- ist það nafn af og var nú sagt að menn væru í fríu fæði í sveit- inni. Nú eru menn bara „fyrir austan". Allt frá tímum Jóns Gerreks- sonar (seinna drekkt í Brúará), sem lét Teit og Þorvarð berja fiskinn, og í gegnum Spunahús- ib og Brimarhólm, Þrælakistuna á Bessastöðum þar sem sannaðir og grunaðir þjófar voru jafn vel- komnir, Betrunarhúsið við Arn- arhól (seinna Stjórnarráð), leti- garbinn á Litla-Hrauni og til „átaksverkefna" og „nám- skeiða" er hugsjónin sú sama. Jón Gerreksson var á sínum tíma lærðastur manna á íslandi, hafbi verið í háskólanum í Prag og líka í París og erkibiskup í Uppsölum. Hann bannaði Vadstenaklaustri að styrkja hin- ar lauslátu og tötrum kiæddu betlikerlingar, sem lifðu á ölm- usu frá klaustrinu, sem „séu ungar og hraustar og vinnufær- ar". Væri nær að láta þær vinna. Það er gaman að hugsjónir þessa manns, sem sjálfur dýfði aldrei hendi sinni í kalt vatn fyrr en honum var drekkt í Brú- ará, skuli ennþá lifa góðu lífi meðal íslenskra menntamanna. Jón Erlendsson og kappar hans ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Og nú er enginn Sig- urður Eggerz eða Ásgeir forseti. Atvinnuleysingjar hafa ekki gef- ið Jóni Erlendssyni og köppum hans umboð til að berjast fyrir því að atvinnuleysisbæturnar verði lagðar niður, enda hafa þeir ekki spurt þá, sem ekki er kannski von. „Og sjálfir þeir íslensku," spurði etasráðið, „hvað segja þeir?" Og Arnas Arnæus svaraði: „Hver spyr ærulaust fólk?" Aðalheimildir: íslenskar æviskrár. Refsivist á íslandi eftir dr. Björn Þórðarson. Jón Gerreksson eftir sr. Skarphéð- in Pétursson, Skírnir 1959. Alþingistíðindi 1928. Höfundur er atvinnulaus. Kvennalistann ber af leib Konur eru allrar virbingar verð- ar. Og þær gegna lykilhlutverki í samfélaginu, bæði hér og um víða veröld. Störf þeirra eru hins vegar ekki metin sem skyldi. Því fer víðs fjarri. Eitt Ijótasta dæm- ib um þab er sú staðreynd, að verk heimavinnandi kvenna eru ekki reiknuð meb í þjóðarfram- ieiðslu. Heimilisstörfin, sem unnin eru að langmestu leyti af konum, eru talin samsvara a.m.k. 1/5 (20%) þjóðarfram- leiðslunnar, hugsanlega tvöfalt meiru. Ætla hefði mátt, að kvennahreyfing hefði sett sér að markmiði að fá þetta leiðrétt. Lögskráður hluti heimavinn- andi kvenna í þjóbarframleiðslu myndi styrkja sjálfsmat þeirra og einnig stöðu þeirra í augum karlmanna. Það gat verið fyrsta skrefið í þá átt, að hið opinbera greiddi heimavinnandi konum laun — í stað þess að eyða stórfé í dagheimili barna. Heimilið er í raun réttri horn- steinn þjóðfélagsins. Þar fer fram barnauppeldi og matar- gerð, svo og aðhlynning sjúkra og aldraðra. Veruíega kunnáttu þarf til að stunda þessi störf á fullnægjandi hátt, margra ára nám, jafnvel í háskóla. Á þeim vettvangi ættu konur ab beita sér. Börn þarfnast mjög móður- ástarinnar og abhalds af hálfu föðurins. Það er reyndar nátt- úrulögmál í dýraríkinu öllu, að móöirin ali upp afkvæmin, en LESENDUR karldýrið, sem er líkamlega sterkara, annist aðdrætti. For- ustukonur vilja í dag snúa þessu við. Þær leggja kapp á að beina kynsystrum sínum ab heiman og út á vinnumarkaðinn í harða samkeppni við karlmenn. Það er vissulega réttmætt og sjálfsagt, að konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu og karl- menn, enda víðast tryggt með lögum. Hitt er vafasamt, ab konur geti heimtað þau störf til jafns við karlmenn, sem hinir síðarnefndu eru hæfari til að vinna. Nefna má t.d. botn- vörpuveiöar. Reglan er sú við ráðningar, að sá/sú fái stöðuna, sem mesta menntun hefir og reynslu, án tillits til kynferðis eða aldurs, svo sem boðað er í lagaákvæðum. Þegar talab er um hagvöxt, stafar hann títt af auknum fjölda kvenna á vinnumarkaði, en þá gleymist að draga frá heimilisstörfin, sem konur hafa hætt að sinna. Sú er ein villan, sem stafar af því að reikna heimilisstörfin ekki í þjóðar- framleiðslunni. Það mætti vera baráttumál kvenna númer eitt. Margt bendir til þess, að kon- ur almennt kjósi framar öðru að annast sín börn og heimilið. Það knýr þær helst út á vinnu- markaðinn, ab karlmenn fá ekki Góbæri og kvótaleiga íslendingar hafa átt því láni ab fagna að tveir síðustu sjávarút- vegsrábherrar hafa verið í hópi ábyrgustu stjórnmálamanna og hafa látið skynsemi ráða í starfi sínu, þótt mikill þrýstingur hafi oft verib á þá um undanlát vegna aflastýringar þeirrar sem köllub hefur verið kvótakerfi. Núverandi ráðherra sýndi að mínu mati fulla ábyrgð og jafn- framt pólitíska djörfung þegar hann ákvað enn frekari niður- skurð þorskveiðiheimilda, sem nú eru komnar niður undir 150 þúsund tonn á ári. Nú hefur sannast að aflastýr- ingin hefur haft þau jákvæðu áhrif sem að var stefnt, því að þorskurinn er að „rétta við". Alveg eins og gildir um önnur mannanna verk, er nauðsynlegt að endurskoða núgildandi afla- stýringarkerfi og ef það er stað- reynd ab brátt sé tækifæri til að auka þorskaflann eftir margra ára samdrátt, er ég þeirrar skoð- unar að um leið eigi að móta nýja stefnu í þessum málum, nema menn telji ekkert kerfi geta orðið betra. Margir hafa gagnrýnt eignar- hald einstakra útgerba á kvótan- um og talið óeðlilegt að slík sameign allrar þjóðarinnar skuli ganga kaupum og sölum. Þetta fyrirkomulag er engu að síður staðreynd og breytingu þar á verður ab gera með mikilli gát. Ég held því ab verði breytinga talin þörf, eigi þær ab verða á þessa lund: 1. Stjórnvöld kynni reglur um stigminnkandi „eignarkvóta", þannig að hann verði ab engu á 10 eða 15 árum. Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE( Þetta væri beint framhald minnkandi kvóta síðustu ára, sem menn hafa þurft að sætta sig við og allir í raun taliö sjálf- sagðan. Þab er hins vegar alveg nauð- synlegt ab reglurnar verði með þeim hætti að menn hafi góðan tíma til að aðlagast hinum nýju háttum. 2. Þær aflaheimildir sem þannig falla niður, en líka aukn- ar heimildir, verði leigðar hæst- bjóðendum skammtímaleigu að undangengnum útboðum — þar sem allir íslenskir bjóðendur standi jafnir. Hluta aflaheimildanna mætti binda þeim skilyrðum að aflan- um væri landað á tilgreindum stöðum, því ég held að mesta óréttlæti núgildandi kerfis sé að heimildirnar skyldu ekki ab ein- hverju leyti vera tengdar byggð- arlögum. Tekjurnar af kvótaleigunni mættu gjarna renna að ein- hverju leyti til sveitarfélaga, sem mörg eiga erfitt m.a. vegna þess að kvóti hefur verið seldur burt. Með nýskipan í þá veru, sem ég hef lýst hér að framan, er ég sannfærður um að friður yrði lengur laun, sem gera þeim fært að sjá fyrir fjölskyldu. Að ráða bót á því vandræðaástandi ætti að vera takmark kynjanna beggja. Því hefir verið veitt eftirtekt á seinni árum, að afbrotum meðal unglinga fer fjölgandi og áfeng- is- og fíkniefnaneysla þeirra vaxandi. Virðist ýmislegt benda til þess, að ástæður megi, ab minnsta kosti að nokkru, rekja til þess, að heimilin sinna í æ minna mæli uppeldishlutverki sínu. Spurningin mikla er þessi: Hvernig verður næsta kynslóð með sama áframhaldi — og sú þarnæsta? Hagfrœðingur um fiskveiðistefnuna, fiskveiði- stjórn yrði einfaldari í meðför- um, andvirði veiðiheimildanna yrði í samræmi við raunveru- lega afkomu útgerðarinnar og sveiflur í efnahagslífi eða ríkis- fjármálum yrðu fljótt ljósar og um leið viðráðanlegri. Það er ekki fyrr en líða tekur á sumar, sem ákvörbun um nýjan kvóta þarf að liggja fyrir. Vonandi verður tíminn nýtt- ur til að fjalla um þetta mál og þótt endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en ári seinna um breytingar eins og að ofan greinir, er alveg nauðsynlegt að kynning verði ítarleg og þess freistað að sem mest sátt ríki í þjóðfélaginu um þann kost sem valinn verður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.