Tíminn - 04.01.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.01.1996, Blaðsíða 8
8 Wiw tww Fimmtudagur 4. janúar 1996 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Hægfara breytingar undir yfirskini hófsemi Flokkur Le Pens hefur farib meb völd í þrem frönskum borgum í sex mánubi Á nýli&nu ári komst Þjóöernis- fylkingin, hægriflokkur öfga- sinnans Jean-Marie Le Pens, til valda í þremur borgum í Frakk- landi: Toulon, Orange og Ma- rignon, allar í suð-austurhluta landsins. Þrír nýir borgarstjórar flokksins hafa nú verið vib völd í hálft ár, og þeir eru rétt ab byrja ab setja mark sitt á borg- irnar þrjár, en reyna jafnframt eftir bestu getu ab fullvissa and- stæbinga sína um ab þeir séu engir róttækir öfgamenn. „Þab hafa engin stórslys gerst. Sólin heldur áfram að skína," seg- ir Daniel Simonpieri, nýi borgar- stjórinn í Marignane, með ánægjubros á vör. Og Jean-Marie Le Chevallier, borgarstjóri í Toul- on, tekur undir þetta: „Það er ennþá vatn í höfninni, göturnar hafa ekki allar verið skírðar upp á nýtt." Alain Labe, sósíalisti og fyrrver- andi borgarstjóri í Orange — þar sem nú ræður ríkjum flokksbróð- ir þeirra Simonpieris og Le Che- valliers, Jacques Bompard — seg- ist engu að síður hafa áhyggjur af þessum stíl hinna nýju borgar- stjóra, að þeir forðist eftir megni að ögra samborgurum sínum með öfgakenndum aðgerðum eins og búist var við af þeim. „Vingjarn- legt yfirbragð þeirra vinnur þeim nýja fylgismenn á hverjum degi," segir Labe. „Við eigum í höggi viö niöurrifsmenn. Metnaður hans (Bompards) liggur í því aö eyði- leggja allt sem vinstrimenn hafa gert fyrir borgina og koma með andstæðu þess í staðinn." Le Pen óhress meö sína menn Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóöernisfylkingarinnar, hefur þó ekki sömu skoðun á þessum nýju borgarstjórum sínum. Þvert á móti hefur hann áhyggjur af því að þeir hafi veriö allt of hógværir og varkárir þetta fyrsta hálfa ár sitt í embætti. Le Pen stefndi borgarstjórunum þremur til höf- uðstöðva sinna í París í október síðastliðnum til þess að minna þá sérstaklega á að þeir hefðu verið kosnir til þess að fylgja eftir stefnu flokksins. Þjóðernisfylking Le Pens hefur haldið uppi haröri andstöðu gegn útlendingum og eitt helsta slag- orð hennar er „Frakkland fyrir Frakka!" Fylkingin á enda mestu fylgi að fagna í suð-austurhluta Frakklands þar sem fólk af er- lendu bergi brotið er hvað fjöl- mennast, auk þess sem þar ríkir mikiö atvinnuleysi og borgir eru víöa í niðurníðslu. Sem stendur á Fylkingin enga menn á þingi, en í forsetakosn- ingunum á síðasta ári fékk Le Pen um 15% atkvæða, auk þess sem borgarstjóraembættin þrjú eru talin skýrt merki um að staða flokksins sé að styrkjast í Frakk- landi. Þrátt fyrir þetta er ekki að sjá að margt hafi breyst í borgunum þrem, Toulon, Marignane og Or- ange, enda þótt nokkur verkefni séu í undirbúningi sem eiga eftir að veröa sýnilegri. Nýju borgar- stjórarnir auka svo enn á ringul- reiðina með því að segjast á opin- berum vettvangi vera allt annað en hægri-öfgamenn. Bompard, sem þykir einna ákafastur harb- línumaður þremenninganna, lýs- ir sér t.d. iöulega sem hófsömum stjórnmálamanni. „Ég fylgi ekki stefnu Le Pens," segir hann, „heldur heilbrigðri skynsemi." Hann forðast einnig slagorb flokksins, „þjóöin í fyrirrúmi!" og vill heldur hafa það „Orange í fyr- irrúmi!" Svipað má segja um Le Che- vallier, borgarstjórann í Toulon, en tiltölulega stutt er síðan hann gekk í flokk I.e Pens. Hann reynir að byggja upp ímynd af sér sem mildum stjórnmálamanni sem hefur lýðræðislega stjórnarhætti að leiðarljósi. Hann vildi t.a.m. ekki taka upp það kjörorð sem Le Pen hafði stungið upp á fyrir borgina: „Toulon, frönsk borg." Le Chevallier kaus heldur hlut- lausara orðalag: „Lifðu betra lífi í Toulon." Andstæöingar Le Chevalliers halda því samt sem áður fram að á bak við þessa ímynd sé maður sem hefur einsett sér að koma stefnumiöum Þjóbernisfylkingar- innar í framkvæmd á öllum svið- um, ekki síst hvað snertir málefni innflytjenda. Toulon er sú stærsta af borgunum þremur þar sem Þjóðemisfylkingin komst til valda, en þar búa 167 þúsund manns. Borgin hefur orðið eins konar tákn fyrir árangur fylking- arinnar og binda flokksmenn miklar vonir viö starf borgarstjór- ans. Le Pen kaus aö halda upp á þjóðhátíðardag I-’rakka, 14. júlí, með því að taka þátt í göngu í To- ulon, og þar hélt flokkurinn sum- arráðstefnu sína á nýliðnu ári. Le Chevallier í vond- um málum Hins vegar er Le Chevallier, borgarstjórinn í Toulon, nú í nokkrum vanda staddur vegna þess ab franskur dómstóll hefur komist aö þeirri niðurstöbu að hann hafi gerst brotlegur við regl- ur um fjárhaldsuppgjör vegna kosningabaráttunnar, og krafist þess að hann verði látinn víkja úr embætti. Sjálfur hefur Le Che- vallier kallað dóminn „pólitískt samsæri gegn Þjóðernisfylking- unni" og áfrýjað honum til Ríkis- ráðsins, sem er æðsti stjórnsýslu- dómstóll landsins. Með því ab áfrýja hefur Le Chevallier unnið sér u.þ.b. sex mánaða gálgafrest á meðan Ríkisráðiö hefur málið til meðferðar. Það breytir því þó ekki að þótt Chevallier þurfi e.t.v. að víkja úr embættinu verður það áfram í höndum Þjóðernisfylk- ingarinnar. Annað sem varpað hefur skugga á borgarstjóraferil De Chevalliers er óupplýst morð á varaborgarstjóra hans, Jean- Claude Poulet Dachary, í ágúst sl. Athygli lögreglunnar hefur beinst jafnt að pólitískum samherjum Dacharys sem og hópi samkyn- hneigðra manna sem hann um- gekkst. Og í desember voru fimm öryggisveröir flokksins handtekn- ir í tengslum við rannsókn máls- ins, en Le Chevallier hefur for- dæmt þessar aðgerðir lögreglunn- ar og sagt að þar sé aðeins um pól- itísk loddarabrögð að ræba. Draga úr útgjöldum til mannúöarmála Þrátt fyrir þetta hefur Le Che- vallier hægt og bítandi verið að koma a.m.k. sumum af stefnu- málum flokksins í framkvæmd. Og ekki síst hafa kraftar hans beinst að því að klekkja með ýms- um hætti á erkióvinum sínum, vinstrimönnum. Þannig hafa ver- ið felldir niður styrkir til ýmissa líknarfélaga og samtaka, þar sem vinstri menn hafa þótt ráðandi, m.a. til alnæmissamtaka og til foreldrasamtaka í skólum. „Það eru 500 samtök í Toulon. Við ætl- Nokkrir bandarískir dýra- læknar eru nú að þróa per- sónuleikapróf fyrir kettlinga sem á ab vera kattavinum til abstobar vib ab velja gæludýr sem hentar þeim. „Sumt fólk vill dýr sem situr rólegt og horfir á það vinna. Aðrir vilja kött sem veiðir mýs," sagði Soraya Juarbe-Diaz frá Cornell University í New York. Prófin eiga m.a. að meta hvernig kettlingarnir bregðast um að fara ofan í saumana á fjár- málum þeirra. Ef 70% af útgjöld- um þeirra eru notuð til persónu- legra þarfa, þá þýðir þab aö um sé að ræða sóun á almannafé," sagði Le Chevallier. Svipaða sögu er að segja frá Or- ange. Þar hefur árviss danshátíð sem átt hefur miklum vinsældum að fagna verið felld niður, en vinstrisinnaðir stjórnmálamenn höfðu haft veg og vanda af skipu- lagningar hennar. Og í Marignon hafa svipaðar aðgerðir veriö á dagskrá. M.a. var komiö í veg fyrir að hægt væri að hefja starfsemi matarþjónustu handa fátækum og húsnæðislaus- um, sem átti ab vera starfrækt af sjálfboðaliðum. Mötuneyti í skól- um og obinberum byggingum hættu einnig að bjóða upp á sér- staka rétti fyrir múslima þar sem tekið er tillit til fæðuvenja þeirra. „Fólk er að reyna að láta líta svo út sem ég sé einhver óþokki, en það eina sem ég er að gera er að framkvæma landslög," sagði Sim- onpieri þegar hann var spurður út í þetta. „Eg aðhyllist veraldlega stefnu. Foreldrar hafa rétt til þess að innprenta ákveðnar hug- myndir í börn sín, en ekki í skól- anum." ■ við gælum og strokum. Einnig eru þeim sýndar skuggamyndir af hundum og köttum og síöan er fylgst meö viöbrögðum þeirra við hundsgelti og katta- mjálmi. „E.t.v. er hægt að segja fólki hvernig kettir þeir verða þegar þeir eru orönir fullvaxin dýr," sagði Juarbe-Diaz. Síðan væri hægt að flokka dýrin í villta og fjöruga ketti annars vegar og ró- leg gæludýr hins vegar. ■ AUKIN OKUREITINDI MEIRAPRÓF Nú er hægt að velja á milli kvöld- og helgamámskeiða. Næsta kvöldnámskeið hefst mánudaginn 8. janúar og næsta helgarnámskeið hefst laugardaginn 13. janúar. ATH. Breyttar reglur varðandi próf til aukinna ökuréttinda taka gildi í júlí 1996. Mörg verkalýðsfélög taka að hluta þátt í námskeiðsgjaldi. Ökuskóli SG hefur á undanfömum árum verið í fararbroddi hvað varðar nám til aukinna ökuréttinda og er umferðaröryggi kjörorð okkar. Betri ökumaður - betri umferð - betra líf. Skólinn hefur á að skipa úrvalsliði kennara í öllum námsgreinum og er vitnisburður nemenda okkar stolt. Efþú þekkir nemanda sem hefur verið í Ökuskóla SG spurðu viðkotnandi og svarið er okkar auglýsing. • LEIGUBIFREIÐ -VORUBIFREIÐ • HÓPBIFREIÐ • ENDURMENNTUN UKMSKMII AUKIN OKURETTINDI HF. Suðurlandsbraut 16, Reykjavík - Sími 581-1919 Símvirki nokkur í Nýju-Delhi á Indlandi leitar aö bilun í símalínu meöan aöstoöarmaöur hans fylgist meö. Indverska stjórnin á í nokkrum vandræöum meö endur- uppbyggingu símakerfisins, sem fariö er aö gefa sig. Stjórnarandstaöan hefur m.a. veriö meö ásakanir um spillingu í sambandi viö einkavæöingu á símaþjónustunni þar sem einokun hefur veriö viö lýöi áratugum saman. Persónuleikapróf fyrir ketti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.