Tíminn - 10.01.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.01.1996, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 80. árgangur Miðvikudagur 10. janúar 6. tölublað 1996 2,5 milljónum króna var- /ö / hreinsun á jólatrjám: Borgarbú- ar losi sig vib trén Sigurftur Skarphé&insson gatna- málstjóri segir ah þrátt fyrir a& byrjab hafi veri& a& hreinsa upp jólatré á suundagskvöld eins og lög gera rá& fyrir séu margir ró- legir í tí&inni og enn vanti miki& upp á aö hreinsun sé loki&. Víöa mátti í gær sjá feyskin jólatré liggjandi viö götur bæjarins, enda er áætla& a& borgarbúar hafi keypt um 15.000 jólatré fyrir sí&- ustu jól. „Þab þarf ab fara margar ferbir því þótt götur séu dauðhreinsa&ar líða kannski ekki nema tveir tímar og þá er kominn nýr skammtur. Okkar starfsmenn munu sinna þessu eitt- hvaö frameftir en vib vildum helst ljúka þessu sem fyrst og hvetjum fólk til ab losa sig vib trén sem allra fyrst," sagöi gatnamálastjóri í sam- tali við Tímann í gær. Nokkur óþrifnabur fylgir því að jólatré velkist um á götum úti og er ástandið verst í hvassviðrum. Kostnaður er 170 kr. fyrir hvert tré sem tekið er og því má áætla ab borgin veiti alls um 2,5 milljónum til hreinsunarstarfsins. -BÞ Þessi ungi piltur var aö taka til handargagns jólatré sem fokiö haföi út á götu í Fossvoginum í gœr. Tímamynd: BC Nefnd um réttindi kennara hefur skilaö tillögum: Fá ekki greidd biblaun en halda biölaunarétti Rábuneytisstjóri fjár- mála í tímabundnum verkefnum á Akureyri: Magnús orð- inn skattstjóri Magnús Pétursson, rá&uneytis- stjóri í fjármálará&uneytinu, hef- ur verið settur tímabundiö sem skattstjóri á Nor&urlandi eystra me& a&setur á Akureyri, en nýráb- inn skattstjóri, Gunnar Karlsson, hótelstjóri Hótels KEA, kemur ekki til starfa fyrr en í febrúar. Sta&gengill rá&uneytisstjóra, Þór- hallur Arason, gegnir störfum Magnúsar á me&an hann er nor&- an hei&a. „Nú er ég ab læra til skattstjóra, því ég hef ekki starfab ábur sem skattstjóri, en ég mun gegna þessu starfi a.m.k. út þennan mánuð. það er mjög gaman, að kynnast því hvernig störf á skattstofu fara fram og hvaba verkefni eru þar efst á baugi," segir Magnús, sem tók vib starfinu á föstudag síðastliðinn. -PS Nefnd sem fjallaði um réttindi og ráðningakjör kennara og skólastjórnenda í tengslum viö yfirfærslu grunnskólanna til sveitarfélaga hefur skilað tillögum sínum til verkefnis- stjórnar á vegum mennta- málaráðherra. Nefndin gerir ráð fyrir að réttindi og starfs- kjör, þar á meðal rétturinn til biölauna, haldist efnislega óbreytt við yfirfærsluna. Birgir Björn Sigurjónsson, fulltrúi kennara í nefndinni, bendir á að í grunnskólalögum sem voru samþykkt á síðasta ári er kveðið á um að réttindi kenn- ara og skólastjórnenda skuli vera þau sömu hjá sveitarfélög- um og þau eru hjá ríkinu í dag. Hlutverk nefndarinnar hafi því verið að leggja til hvernig hægt sé að tryggja að réttindin haldist efnislega óbreytt en ekki hvort. "Nefndin gerir ráð fyrir aö sett verði lög um réttindi og skyldur kennara og skólastjórn- enda sem tryggi þeim efnislega hlibstæð réttindi og þeir hafa í dag. Síðan verði þeim tryggð áframhaldandi aðild að Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins og efnislega óbreytt réttindi við þann sjóð eins og þau eru í dag. Einnig að gerð verði viss aðlög- un á lögum um lögverndun." Birgir Björn segir aö ennfrem- ur sé gengið út frá þvi að biðla- unaréttur og ráðningaform verði óbreytt frá því sem þau eru í dag. „Þab er ekki gert ráð fyrir því ab kennarar, sem hætta starfi hjá ríkinu á næsta ári og hefja sama starf hjá sveitarfélög- um að hausti, fái biðlaun. Held- ur er gert ráð fyrir því að biðla- unarétturinn flytjist meb þeim." Birgir Björn segir dóm Héraðs- dóms varðandi mál fyrrverandi starfsmanns Síldarverksmiðju ríkisins ekki hafa áhrif á kröfur kennara í þessu efni. Þar hafi verið um það að ræða að við- komandi starfsmaður hélt starfi hjá nýjum vinnuveitenda en ekki samningsbundnum rétt- indum eins og biðlaunarétti. Það sé því ekki sambærilegt við mál kennara. -GBK Félagsmálaráöuneytiö vegna frétta um aö fólk sem svaraöi atvinnuauglýsingu félagsmála- ráöuneytis hafi veriö hlunnfariö: Vill fá nöfn fyrirtækjanna í fréttum undanfarna daga hafa verið frásagnir af því hvernig fólk sem svaraði atvinnuauglýs- ingu félagsmálaráðuneytisins er hlunnfariö af atvinnurekend- um og hafi fengiö allt niður í 9 krónur greiddar fyrir fjögurra daga vinnu. Þetta er haft eftir formanni Verklýbsfélags Húsa- víkur, Abalsteini Baldurssyni, og segist hann geta bent á fleiri mál, en hefur á hinn bóginn neitað ab tjá sig um hvaða fyrir- tæki þetta eru. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, hefur nú sent Aðalsteini bréf þar sem segir að ef rétt sé sagt frá í fréttum sé greinilega brotið á verkafólki, þar sem kjör og aðbún- aöur séu ekki í samræmi við gild- andi lög og kjarasamninga. Rábu- neytið óskar þess jafnframt að Ab- alsteinn gefi upp hvaða fyrirtæki er þarna um að ræða. í bréfi ráð- herra segir einnig ab Abalsteinn hafi í viðtali vib DV sagst geta bent á fleiri mál, máli sínu til sönnunar og segist félagsmála- ráöuneytið gjarnan vilja fá þessar ábendingar frá Aöalsteini. í bréfinu brýnir ráðuneytið það fyrir forsvarsmönnum verkalýðsfé- laga ab þeir beiti sér til varnar ein- staklingum sem verða fyrir óvið- unandi framkomu atvinnurekenda og ab þab eigi einnig við um út- lendinga sem hér starfa um lengri eöa skemmri tíma. Reynist samtök- um aðila vinnumarkaðarins ekki kleift að leysa slík mál með ásætt- anlegum hætti sé ráöuneytið ab sjálfsögbu reiðubúib ab beita sér eins og lög og reglur heimili. -PS Sjá einnig frétt á bls. 3 Breyttar reglur Fjármálará&herra lag&i fram á ríkisstjórnarfundi breyt- ingar á reglum frá 1992 um grei&slu ferðakostna&ar. í reglum frá 1992 segir eftir- farandi: „Áður en ferð til út- landa hefst ber að afla skrif- legrar heimildar viðkomandi ráðuneytis". Með breyting- unni verður ráðuneytum hins vegar heimilt að fela stofnun- um að annast útgáfu slíkra heimilda og forsvarsmenn þeirra þurfa því ekki að leita til ráðuneytis í hvert skipti. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.