Tíminn - 10.01.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.01.1996, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 10. janúar 1996 7 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Tilraun tyrknesku stjórnarinnar meö aö halda uppi heimavarnarliöum Kúrda aö fara út um þúfur: Þorpin eru aö tæmast Vaxandi gagnrýni hefur ver- i& undanfariö á svoköllu& heimavarnarliö Kúrda, sem ríkisstjórn Tyrklands hefur haldiö uppi í því skyni aö verja þorpsbúa í suöaustur- hluta Tyrklands gegn árásum og yfirgangi kúrdískra aö- skilnaöarsinna, eöa svo hljóöar a.m.k. rökstuöningur stjórnarinnar í Ankara fyrir þessu kerfi. Aöskilnaðarsinnar í Verka- mannaflokki Kúrdistans (PKK), sem haldiö hefur uppi skæru- herna&i á hendur tyrknesku stjórninni í rúman áratug, hafa að sögn ibulega ráöist inn í þorp Kúrda þar sem þeir krefj- ast húsaskjóls og fæðis, og hafa í hótunum viö þorpsbúa og grípa jafnvel til vopna ef ekki er farið aö óskum þeirra. Alþjóðleg mannréttindasam- tök á borö viö Human Rights Watch („Mannréttindavakt- ina") í New York hafa hvatt til þess að heimavarnarliðin veröi lögð niöur vegna þess aö þetta kerfi hafi verið misnotað af hernum, og sumir tyrkneskir stjórnmálaflokkar hafa tekið í sama streng. Kúrdar halda því fram að ör- yggissveitir ríkisstjórnarinnar noti þetta kerfi til þess að kom- ast að því hverjir af íbúum þorpanna eru hliðhollir ríkis- stjórninni og hverjir ekki, og þeir sem hafa neitað að ganga í heimavarnarliðið hafi verið fluttir á brott úr þorpunum nauðungarflutningum. Einn hinna 55.000 liðs- manna heimavarnarliðanna er Ramazan Duman frá Uzurdere, u.þ.b. 6.000 manna þorpi rétt við landamærin að írak. „Þegar við gengum til liðs við heima- varnarsveitina sögðu þeir að það væri til þess að vernda þorpið okkar, vegna þess aö annars myndu skæruliðarnir taka frá okkur mat og ræna börnunum okkar," segir hann. En annað hafi komið í ljós. „Þeir notuðu okkur sem sér- sveit, tóku okkur með sér hvert sem var, jafnvel yfir landamær- in inn í Norður-írak, þar sem við vorum sendir upp til fjalla." Skiluðu vopnunum og yfirgáfu þorpib Síðastliðið sumar var heima- varnarmönnum frá Uzundere skipað að standa vörð á fjalls- hrygg nokkrum, og þá um nóttina gerðu liðsmenn PKK árás sem kostaði miklar blóðs- úthellingar. Þegar bardögun- um linnti loks voru næstum því helmingur hinna 45 kúr- dísku heimavarnarliða annað- hvort fallnir í valinn eða illa særðir. Þar með höföu íbúarnir í Uz- undere fengið nóg af ástand- inu. Þeir ákváðu að taka saman föggur sínar, skila inn vopnum sínum og flytja á brott, að því er Duman segir. Ahmet Erturk, sem ríkis- stjórn Tyrklands hefur sett sem vararíkisstjóra í 10 héröðum í Suðaustur-Tyrklandi, neitar því að liðsmenn heimavarnarsveit- anna væru misnotaðir af tyrk- neska hernum. Hann sagöi að Kúrdar væru ólmir í að ganga í heimavarnarliðið, enda fái þeir sem svarar um 13.000 íslensk- um krónum á mánuði fyrir vik- ið, sem þykir álitleg upphæð á þessum slóðum. „Hvers vegna ættu hermenn að beita þorps- verðina þrýstingi?" spyr Ert- urk. „Það er ekki eitthvað sem hermenn myndu gera." Hann gaf hins vegar í skyn að ein- hverjir heimavarnarmanna hafi átt samstarf við PKK, og átök hafi síðan brotist út þegar hermenn stjórnarinnar hafi komist að þessu. Á milli tveggja elda Hins vegar neituðu fyrrver- andi liðsmenn heimavarnar- sveitanna, sem nú eru á flótta- mannasvæðum í nágrenni við bæinn Van, því að hafa verið á neinn hátt í samstarfi vib PKK. PKK hafi oft beint vopnum sín- um að þeim í sjálfstæðisbarátt- unni sem staðið hefur yfir í 11 ár. Þeir sögðust einnig hafa átt í erfiðleikum með tyrknesku öryggissveitirnar, sögðu aö þeir hefðu verið neyddir til þess að taka þátt í hernaðarleiðöngr- um yfir landamærin, og auk þess hafi hermennirnir notað þá til ýmissa aukaverka og látib dynja á þeim jafnt skammir sem barsmíðar. „Liðsmenn PKK voru að drepa hermenn- ina, hermennirnir voru ab drepa þá, og við lentum á milli," sagði Cemal Dayan, sem hefur ásamt 185 öðrum flutt inn í yfirgefnar verslanir í Van. Sumir Kúrdar hafa ásakaö heimavarnarlibin um að hafa misnotað aðstöðu sína, og m.a. tekið þátt í að flytja fólk nauð- ungarflutningum. Liðsmenn- irnir sem talað var vib í Van neituðu því að hafa tekið þátt í slíku. Hins vegar hafa embættis- menn stjórnarinnar sagt að það væru skæruliðar PKK sem eigi sökina á því aö hafa flutt fólk nauðungarflutningum frá þorpunum og brennt þau til kaldra kola. Nú er svo komið að um 2.500 þorp á þessu svæði eru yfirgefin og tóm. En nú er svo komið að heimavarnarkerfið er að liöast í sundur, og erfitt reynist að nota það til þess að láta reyna á hollustu Kúrda við stjórnina, eins og sést á því sem geröist í Uzurdere. Þorpsbúarnir gengu Kúrdi ásamt barni sínu. upphaflega af fúsum og frjáls- um vilja til liðs við heimavarn arsveitirnar árið 1989, en reynsla þeirra var sú að eftir því sem barátta PKK hertist minnk- aði sífellt það traust sem stjórn- in í Ankara bar til sveitanna. „Hermennirnir voru enn að segja við okkur — þið gefið þeim fæði, þið eru Kúrdar — jafnvel á meðan sprengjurnar voru að falla á börnin okkar," sagði Said Dayan. Síðastlibið sumar höfðu næstum allir heimavarnar- menn í u.þ.b. 50 þorpum við írösku landamærin skilaö inn vopnum sínum og flúið heima- þorp sín ásamt fjölskyldum sínum, þannig að eftir standa þorpin nánast mannlaus. -CB/Reutei s 3 a </> 2 'S iS -5 2 Ath. kaupum bíla gegn staðgreiöslu Höfum staðgreiðslukaupendur. VISA og EURO raðgreiðslur. SP-bílalán. Allir bflar frá okkur eru með ástandsskoðun frá Bifreiðaskoðun íslands * Frí ástandsskoðun — Lægri sölulaun 1 ódýrari bílum — Vantar ódýrari bíla á staðinn — Vaktað útisvæði. \ GUDFINN! ^ FRÚIN HLÆR í BETRI BÍL Vatnsmýrarvegi 25-29, við Umferðarmiðstöðina. Sími 5621055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.