Tíminn - 19.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.01.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. janúar 1996 WttmwU VEIÐIMAL EINAR HANNESSON Eitt í hópi bestu Iaxveibi- svæba landsins er í Kjós- inni, á bak vib Esjuna, getum vib Reykvíkingar sagt, skammt frá höfubborginni. Vatnasvæbib samanstendur af straumvatni, Laxá og Bugbu, og tveimur stöbuvötn- um, Mebalfellsvatni og Stíflis- dalsvatni í Þingvallasveit, auk margra smærri áa og lækja, sem falla í vatnakerfib. Upptök Laxár eru í Stíflisdals- vatni, sem er 150 hektarar aö stærð. Sjávarós árinnar er hins- vegar í Laxárvogi, inn af Maríu- höfn í Hvalfiröi. Lengd árinnar er 25 km, en hún er laxgeng að Þórufossi, sem er um 1,5 km neðan við Stíflisdalsvatn. Bugöa er þverá Laxár, 3,7 km að.lengd og fellur úr Meðalfellsvatni, sem er um 220 hektarar að stærð. Ármót Bugðu og Laxár eru um 1 km frá sjávarósi Laxár. Seiðaslepping og fiskvegagero Að fiskrækt hefur verið unnið alla tíð á vegum veiðifélagsins, bæði með sleppingu laxaseiða og fiskvegagerð. Lagfæring var gerð við Pokafoss 1957 og fisk- vegur byggður í Laxfossi 1974, sem er í áruii skammt neðan ár- móta hennar og Bugðu. Sú framkvæmd var gerð til að greiða fyrir fiskför, en laxinn stöðvaðist oft, að vísu tíma- bundið, við Laxfoss á göngu sinni upp ána. En þar sem segja má að nauðsyn bæri til á jafn verðmætu svæði og hér um ræðir, að laxinn dreifðist sem fyrst um allt vatnasvæðið, var lagt í þessa aðgerð. Til fróðleiks má geta þess, að fyrsta laxaklak á íslandi var að Reynivöllum í Kjós, sem á aðild að félagsskap um Laxá. Það var árið 1884 að fyrstu hrognum var komið fyrir í klakkofa og klakið út í lindarvatni. Öflugt laxveiöi- svæbi Eingöngu er veitt á stöng á veiðisvæði Laxár og Bugðu og veiði stunduð mest með 10 stöngum samtímis. Áin hefur yfirleitt verið leigð út í einu lagi. Meðal leigutaka hafa verið SVFR, sem hafði ána á leigu um árabil fyrir löngu. Þá hafði Árni Baldursson eða veiðiklúbburinn Lax-á í Reykjavík, ána á leigu í nokkur ár eða til og með 1993. Einnig var Páll G. Jónsson, FOSTUDAGS PISTILL Pokafoss vib efrí hluta Laxár. Myndir EH Laxá í Kjós og Bugða -.<*a_^' '" ' ' _-- SE*s1!.-:~!-"3ÍS ^^aBSSS??aCPte^^,iMitauaa>^ *--¦_< ' r_-_-__l-fl íP^g^^^íð^^SJ7 ^ -*_*sm _ÉP___K BsE___B___#íí^^i?**^^?™!i - Í2p- ¦'P^^^^^H W'WmMú^ ,-il_r'___Pj_a • '¦• ¦ Wkvfií .>_E!i9l _¦ 4&Æ mMjMfí' * Í4ÉiM E *Tm l&T ! ¦ ¦¦¦:-..¦" ' ,7 ~ ¦p^^^^í' :>'<Æ^ws^°^______n______i '¦"¦^¦*^ ¦¦¦¦„ -.-»T'^--V-<!?SHI?-Í;a____| Þórufoss í Laxá íKjós skammt neban útrennslis árinnar úr Stíflisdalsvatni. Laxfoss. Fiskvegur sést á mibrí mynd. I baksýn sést veibihús og skólahús í Ásgarbi. kenndur við Polaris, með ána á leigu á sínum tíma um árabil. Nú fer félagið sjálft með leigu- málin, en leigir hluta af aðal- veiðitímanum Páli G. Jónssyni, sem fyrr var nefndur. Veiðihús, í eigu veiðifélags- ins, er við neðsta hluta árinnar, hjá skólanum í Ásgarði, sem veiðifélagið leigir í þessu skyni. Þar fá veiðimenn þjónustu í gistingu og fæði. Leiðsögn er veitt þeim sem þess óska, enda koma margir erlendir veiði- menn árlega til veiða í Laxá. Góöar veiðitölur Árlegt-meðaltal veiði á laxi á árunum 1974 til 1994 voru 1.663 laxar; mesta árleg veiði 3.422 laxar í Laxá 1988, en 461 í Bugðu árið 1984. Er víst að 1988 nutu Kjósverjar slysa- sleppingar gönguseiða 1987 úr netkvíum fyrir landi Saurbæjar, handan Hvalfjarðar. Laxaseiði þessi áttu ættir að rekja til áa í Árnessýslu, en höfðu verið alin í eldisstöð í Laugardal. Seiði þessi áttu að fara til Noregs og var verið að seltuvenja þau. Gat kom á netkví og seiðin sluppu út í miklu magni, svo tugum þúsunda skipti. Þetta gerðist einmitt á þeim tíma, sem gönguseiöi halda til sjávar úr ánum, og nokkru áður en taka átti seiðin úr kvíunum í flutn- ingaskip. Veiðifélag Kjósarhrepps var stofnað 1949, en innan vé- banda þess eru 30 jarðir. Fyrsti formaður þess var Olafur Andr- ésson í Sogni, þá Gísli Ellertsson á Meðalfelli, Kristján Finnsson á Grjóteyri, Guðbrandur Hannes- son í Hækingsdal og núverandi formaður er Jón Gíslason á Hálsi. ¦ Vesaldómur í Þjóðleikhúsinu og á Ríkissjónvarpinu Hér á árum áður átti Ríkisútvarp- ið-Sjónvarp það sammerkt með samskonar stofnunum víðast um heimsbyggðina, að hafa metnað til að útvarpa sérstökum þáttum um listir. Nú er það liðin tíð. Aö vísu er útvarpað þætti um kvikmyndir, að mig minnir tvisvar í mánuði, en sá þáttur er fyrst og fremst auglýsingakvabb. Oðrum listgreinum er troðið inn í nauðaómerkile.gan kjaftaþátt um allt og ekkert og kallast þá þáttur Dagsljós, þótt hann sé svart- asta náttmyrkur í andlegum skilningi. Á Ríkissjónvarpinu starfar sér- stök íþróttadeild, sem auðvitað er sjálfsagt mál. Eigi að síöur er íþróttaefni troðið í svartnættið í Dagsljósi. Þar var t.d. nýlega u.þ.b. tíu mínútna viðtal við afd- ankaðan atvinnumann í hand- bolta. Á sama tíma afgreiðir þessi þáttur heilu leiksýningarnar á tveimur til þremur mínútum og þykir ekki tiltökumál. Vitiborin umræða um bókmenntir hefur aldrei átt sér stað í Dagsljósi, enda er hún í höndum konu, sem ráðin var til starfsins á þeim forsendum að hún væri það sem kallað er umdeild. Hæfileikar skipta greinilega ekki máli þar á bæ. Nú kynni maður að ætla, að listamenn og forstöðumenn listastofnana hefðu manndóm í sér til að krefjast þess, að úr þessu ófremdarástandi yrði bætt með því að hafnar yrðu útsend- ingar á sérstökum þætti um list- ir. En það er öðru nær. Metnaðarleysið hefur hreiðrað um sig víðar en á Sjónvarpinu. Þannig láta nú þjóðleikhús- stjóri og formaður Þjóðleikhús- SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON ráðs sér sæma að gera opinbera aðför að leiklistargagnrýnanda Dagsljóssins svarta, og er hann þó einn fárra vitiborinna manna sem nálægt þeim þætti koma. En það er af og frá að þessir opin- beru menningarfurstar krefji Ríkissjónvarpið um heilsteypta stefnu varðandi listir og sérstak- an þátt um þær. Eins og áður segir, útvarpar Ríkissjónvarpið sérstökum þætti um kvikmyndir og starfrækir auk þess íþróttadeild. Þess utan er það með fasta unglingaþætti og barnaþætti að auki. Allt er þetta góðra gjalda vert. En Ríkissjónvarp, sem lítur á list- ir sem eitthvert afgangsverkefni, stendur ekki undir nafni. Þar af leiöir að það getur ekki með nokkrum rétti krafið fólk um afnotagjöld. ; Ríkissjónvarpið á, lögum sam- kvæmt, að sinna menningu, og listir eru hluti hennar. Sjái for- stöðumenn þessarar stofnunar sér ekki fært að uppfylla lagaleg- ar skyldur sínar, er bæði þeim og þjóðinni hollast að þeir skak- klappist út úr stórhýsinu við Efstaleiti. Þetta á jafnt við um út- varpsstjóra sem Útvarpsráð. Þá, en ekki fyrr, væri ástæða til að uppfylla þá sérvisku útvarps- stjóra að flagga fyrir þessu liði. ¦ ASGEiR HANNES HUSTÖKUMENN BORGARSTJÓRNAR Röskir húsameistarar hafa löngum sett svip sinn á Reykjavík og reynd- ar líka frægir húskarlar. Gamall og gleymdur meirihluti íhaldsins í borgarstjórn Reykjavíkur var ein- hver afkastamesti hópur tilgangs- lausra húsameistara sem sögur fara af í Norbur-Evrópu. Verkin lofa meistara sína víba um borgina og nágrenni: Allt frá Rábhúsbraggan- um Ijóta ofaníTjörninni og upp í rjáfur á fjósi Korpúlfsstaða. En þar lauk gullöld húsameistara íhaldsins með heimaskítsmáti. Líklega sló Lobvík fjórtándi þó húsameistara íhaldsins út, þegar hann var upp á sitt besta og eyddi margra ára fjárlögum Frakka til ab reisa hallir Versala vib París. En hversu mjög sem verkin lofa meirihluta íhaldsins fer ekki hjá því ab tvær grímur renni á menn þessa dagana. Bæbi íhaldib og Lobvík fjórtándi eiga á hættu ab blikna vib hlibina á vaxandi hópi nýrra húsameistara Reykjavíkurlist- ans í höfubborginni. Ab vísu eru þessir nýju R-listamenn engir hús- gangar á borb vib Lobvík og Dav- íb. Miklu heldur nýmóbins hús- tökumenn á la Kristjanía í Kaupin- höfn: Vilja taka hvert gamalt og gott húsib á fætur öbru og leggja undir allt abra starfsemi en í önd- verbu stób til. Stutt er síban hústökumenn vildu breyta sögufrægum Ásmund- arsal vib Freyjugötu úr vinnustofu í barnaheimili. Sem beturfer sá borgarstjórnin vib þeim í tæka tíb og þarf ekki ab bibja nokkurn mann afsökunar á þeirri breytni. Hún er mabur ab meiri, en sjaldan er ein báran stök: Nú eru hústökumenn aftur komnir á kreik og heggur sá er hlífa skyld'i. Þeir vilja breyta sjálfum Mibbæjarskólanum í skrifstofur undir stjórn grunnskóla í borginni. Hugmyndin er skelfileg og borgar- stjórnin verbur ab taka strax í taumana. Mibbæjarskólinn er ald- argamalt skólahús og ennþá er kennt í húsinu, sem betur fer. Skól- ann má ekki taka undir báknib, hversu mjög sem lögmál Parkin- sons kallar á hjálp. Nóg er af lausu skrifstofuhús- næbi í borginni og einu gildir hvar svona kontór er til húsa. Á Korp- úlfsstöbum ef annab bregst. Hins vegar er bara til einn Mibbæjar- skóli í Reykjavík og hann á ab nota undir kennslu á meban kennt er. Hlúa ab húsinu óbreyttu og þab stendur í beinu framhaldi af elstu götumynd borgarinnar frá Stjórn- arrábinu ab íþöku. Gangi hústökumenn áfram meb lausan tauminn, sér ekki fyrir end- ann á þeirri lauságöngu: Taka Stjórnarrábib aftur undir tugthús og tugthúsib undir stjórnarráb. Breyta Ibnó í Kjarvalsstabi og Kjar- valsstöbum í Ibnó. Tjörninni í skautasvell og skautasvellinu í andapoll. Svona má áfram telja. Vilji borgarstjórn hins vegar breyta starfsemi í húsum síhum breytinganna vegna, er rétt ab stíga skrefib til fulls: Flytja borgar- stjórnina aftur í gamla Reykjavíkur- apótek og auglýsa Rábhúsbragg- ann til sölu. Fáist ekki kaupandi, er alltaf hægt ab gefa Tómstundarábi helvítis braggann handa krökkun- um í borginni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.