Tíminn - 20.01.1996, Qupperneq 4

Tíminn - 20.01.1996, Qupperneq 4
4 Laugardagur 20. janúar 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Mánabaráskrift 1550 kr. m/v< Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Gu&mundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Jæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. k. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Frumvarp ab fjárhags- áætlun fyrir Reykjavík Frumvarp aö fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar gerir ráö fyrir 500 milljón króna halla á næsta ári. Þaö er al- veg sama hvaöa mælistikur menn vilja leggja á slíka niöurstööutölu, þaö er veriö aö tala um algjöran viö- snúning í fjármálum þessa stærsta sveitarfélags landsins og hér er um aö ræöa minnsta halla á borgarsjóöi á þess- um áratug. Borgarstjóri hefur skýrt þessa ánægjulegu breytingu með því aö tekist hafi aö stööva sjálfvirka út- gjaldaaukningu milli ára með aðhaldi og sparnaöi á öll- um sviðum. Rekstrarútgjöld borgarinnar (án vaxta) sem hlutfall af skatttekjum hafa lækkaö verulega og gert er ráö fyrir að þaö veröi komið niöur í 79% í ár, miðað viö 93% árið 1994, áriö sem R-listinn tók við. Þá hefur sá ávinningur náöst aö fjármálastjórn borgar- innar hefur verið beisluö, og munar um minna þegar skuldir hlaupa á hundruöum milljóna. Af þeim 1,6 milljaröi króna, sem teknar veröa aö láni, fer 1,1 millj- aröur í að skuldbreyta eldri og óhagstæöari lánum. Mis- munurinn nemur 500 milljónum eða hallanum á borg- arsjóði. Séu þessar tölur settar í samhengi niöurstöðu- talna síöustu ára, eru umskiptin augljós: Áriö 1992 juk- ust heildarskuldir borgarsjóös um 2,3 milljarða króna. Áriö 1993 jukust skuldirnar um 2,2 milljarða. Áriö 1994 (kosningaáriö) um 2,2 milljarða. Áriö 1995, fyrsta heila starfsár R-listans, um 800 milljónir og nú, árið eftir, um 500 milljónir eins og áöur segir. Þessi viösnúningur í fjármálum borgarinnar hefur nú oröiö, þrátt fyrir aö blásið sé til stórsóknar í uppbygg- ingu skóla og leikskóla. Þannig er gert ráö fyrir aö 393 milljónum króna veröi varið á árinu til byggingar leik- skóla og plássum fjölgi um 340-400. í stofnkostnað skóla veröi varið 830 milljónum og þrír skólar til viöbót- ar verði einsetnir. R-listinn hefur því meö ótrúlega afgerandi hætti breytt kúrsinum í stjórnun Reykjavíkurborgar. í staö þess aö sigla beggja skauta byr inn í stórsjói skuldasöfn- unar, óaröbærra monthúsabygginga og sífellt lengri biðlista, hefur stefnan nú veriö tekin á ábyrga fjármála- stjórn, skólamál og styttri biölista á öllum sviðum þjón- ustu. Sjálfstæöismenn halda vissulega uppi andófi og hneykslast á því að borgin skuli ekki greiöa niöur skuld- ir, lækka skatta og setja meira fé í átaksverkefni. Vissu- lega hljómaöi slík gagnrýni vel, ef fjármunir yxu á trján- um í Laugardal. Þaö gera þeir því miöur ekki og mál- flutningur patentlausnanna hefur holan hljóm, þegar haft er í huga aö þaö voru einmitt sjálfstæðismenn sem kveiktu elda ófremdarástandsins sem nú er verið aö tak- ast á viö. Hvar voru patentlausnirnar, þegar þeir sátu viö völd og juku skuldir ár eftir ár? Reykjavíkurlistinn sýnir meö þessu frumvarpi aö fjár- hagsáætlun, aö við stjórn borgarinnar er traustur og samhentur hópur, sem skilar árangri meö vinnu sinni. í framhaldinu þarf aö halda vel á spööunum til þess að áætlunin, sem nú hefur verið kynnt, standist eldraun veruleikans. Oddur Ólafsson: Rábleysib dregur dilk á eftir sér Fyrir allmörgum árum kastabist í kekki milli organ- ista og prests í einni af höfubkirkjum okkar kristna og upplýsta lýbveldis. Væntanlega hefur hegbun organistans ekki þótt nægilega kristileg eba sam- rýmast hans kirkjulega starfi. Fékk hann því upp- sagnarbréf, og þótt mörgum kæmi þab á óvart varb svo ab vera og misklíbin er nú flestum gleymd. Hér var um ab ræba frábærlega góban listamann, sem auk þess ab leika vib kirkjulegar athafnir hélt ágæta og vel sótta konserta á sínum'vinnustab. Þab var sóknarnefndin sem fjallabi um málib, komst ab niburstöbu og leysti þab án fjölmiblafárs, og aldrei kom til ab kirkjustjórnin þyrfti ab axla ábyrgb á gjörbum safnabarnefndar eba verib sett á sakamannabekk fjölmibla og sæta yfirheyrslum um ástand guðskristninnar í landinu. Æ flóknara Ágreiningurinn, sem nú er uppi í Langholtssókn, er rakinn í fjölmiblum frá degi til dags og eru marg- ir til kallabir ab gefa skýrslur og segja álit. Upp- spennt dagskrárgerbarfólk tekur hús á lærbum sem leikum og mótar skobanir ab sín- um smekk. Því meira, sem um málib er fjall- ab, verbur þab flóknara og erfibara vibfangs og kirkjan í heild bíbur skaba af. Vandræbagangurinn í Lang- holtssókn var búinn ab gerjast og orbib vandamál á landsvísu ábur en fréttist af því ab safnabarnefnd kæmi saman. Og þá var hún vin- samlegast bebin ab halda ekki fund, þar sem Umbi biskups væri farinn af stab ab gera skýrslu. Svo hélt nefndin fund og niburstaban varb engin. í gær hélt hún annan fund sinn síban deilan hófst og er varla von ab þar hafi verib höggvib á hnútinn. Málib er því í höndum Umba, sem er ab viba ab sér í skýrslu. I tímans rás Dómar um aukaatríbi Hæstiréttur úrskurbabi nýverib ab blabamabur Morgunblabsins þyrfti ekki ab gefa upp heimildar- menn ab upplýsingum úr þjóbbankanum, sem birt- ar voru í blabinu. Dómurinn hnekkti undirréttar- dómi, sem taldi ab blabamanni væri skylt ab skýra frá heimild sinni. Málaferlin hófust vegna þess ab rannsaka þurfti hvort bankaleynd hafi verib rofin. í nær allri um- fjöllun og umræðum um málið var þagnarskylda um heimildir blabamanns aðalmálið og svo er enn. Hins vegar er ekki búið að skera úr um það hvort banki hafi lekið upplýsingum um vibskiptavin og hver eða hverjir hafi verið þar að verki. Þab var bankaeftirlit Seðlabankans sem gerði sak- sóknara viðvart um að grunur léki á að bankaleynd hafi verib rofin. Saksóknari afhenti rannsóknarlög- reglunni málib og aldrei hefur komið annað í ljós en að hún hafi krafist játningar Agnesar Bragadóttur um hver hafi afhent henni fundargerbir, sem ætlað- ar eru æbstu stjórn bankans og samdar af henni um viöskiptin við Sambaþdið á sínum tíma. Trúnabarbrestur Málaferli og dómsúrskurbir um upplýsingaskyldu Agnesar Bragadóttur og rétt hennar til að þegja um heimildarmann eru kjarni málsins í fjölmiblum. En réttur viðskiptavinar banka til að njóta bankaleynd- ar er utanveltu, og satt best að segja er flest á huldu um hvað saksóknari ríkisins og Rannsóknarlögregla ríkisins eru að bardúsa í því máli. Fram til þessa hefur enginn spurt hvort bankaráb Landsbankans sætti sig við að gögn, sem eingöngu eru ætluð æðstu mönnum bankans og varða hags- muni viðskiptavinar, leki út úr stofnuninni til fjöl- miðils, greinilega í þeim tilgangi að þau verði birt. Bankaráðib hefur ekki sagt bofs í þessu máli, og sé til einhvers konar innra eftirlit í bankanum, virðist þab álíka abgerðalítið og bankarábib. Eftir stendur ab allir þeir stjórnendur Landsbanka íslands, sem hafa aðgang að trúnaðarskjölum, liggja undir grun um að hafa með grófum hætti brotið trúnað vib einn af stærstu viðskiptavinum bankans, þegar hann lá vel vib höggi. Gubdómurinn á flótta Hér er minnt á hvernig safnaðarnefnd leysti erfitt vandamál með snöfurmannlegum hætti og hreint ekki óumdeilanlegum á sínum tíma. I Langholtssókn kom safnaðarnefnd ekki einu sinni saman á meðan kynt var undir illdeilum org- anista og prests um helgihald og tónlistarflutning. Höfubklerkar og Umbi koma að málinu hver meb sínum hætti og lausnin er enn úti í hafsauga, ef hún er þá til. Guödómurinn kvað vera víbs fjarri, ef marka má fyrrum sóknar- prest á Langholti, sem telur aö drottinn veigri sér vib að sækja messur hjá núverandi sóknarpresti. Sá, sem svo mælir, hefur gott sam- band við annan heim og segir tíð- indi víða að. Engum sögum fer af því, að í Landsbankanum sé unnið að því að komast að hver braut trúnað og rauf bankaleynd. Eins og safnaðarnefnd Langholtssóknar er ófær um að gegna hlutverki sínu og magnar ágreining í stað þess að leysa hann, kemur bankarábi Landsbankans ekkert við þótt mikill trúnaðarbrestur hafi orðið þar innan veggja. Virðist ráðið halda að nóg sé að láta embætti sak- sóknara og rannsóknarlögregluna berja í brestina og leiða athyglina frá hinu eiginlega broti, sem banka- eftirlitið gerði athugasemd við. Þab var og er innan- húsmál Landsbankans og kemur Morgunblaðinu sem slíku ekkert við. Það var sjálfsagt af blaðinu ab taka viö upplýsingunum og koma þeim á framfæri, eins og það er líka sjálfsagt ab blaðamaður gefi ekki upp heimildarmenn sína, þegar svo býbur við að horfa. Deilur og sakamál Ef til vill er langsótt að líkja vandræðamálum Langholtssóknar og Landsbankans saman. En málin ber upp á sama tíma og svipar hvoru til annars að því leyti að verið er að reyna að leysa þau á allt öðr- um vettvangi en eölilegt má telja. Safnaðarnefnd er ekki kosin til að ala á úlfúð og sundurþykkju í sóknum. Þegar upp koma deilur eins og þekktar eru innan kirkju, á að leysa þær áður en kirkjustjórnin og hið kirkjulega samfélag er komiö í uppnám og skaðar guöskristnina í landinu. Þegar bankastjórn og bankaráð horfa upp á brot- inn trúnað og svívirta bankaleynd og hafast ekki annað að en að spóla upp aukaatriöi og gera þau að sakamáli, sem fer í gegnum fleiri dómsstig, er manni spurn: Er svona rábum og stjórnum trúandi fyrir heilum þjóöbanka? Hér eru á ferðinni eitthvert ráb- og dáðleysi, sem er fyrst og síöast fjölmiðlafóður og hégóminn ein- ber, og koma málin hvorki kristindómi né heiöar- legri bankastarfsemi við. Þau átti að leysa eftir öðrum leiðum en þeim far- vegi sem þau lentu í. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.