Tíminn - 20.01.1996, Qupperneq 19
Laugardagur 20. janúar 1996
19
Daniel í föburhlu[verkinu.
Hörkutólið kjassar ungann
Frjóar umræður hafa verið uppi
um viðhorf stórleikarans Daniels
Day- Lewis til sonarins sem fædd-
ist í apríl síðastliðnum.
Sonurinn Gabriel er fæddur af
fyrrum ástkonu hans, leikkon-
unni Isabelle Adjani. Hjúin eru
sögð hafa slitið sambandinu þegar
Isabelle var komin á steypirinn,
sökum þess að Daniel hafi átt erf-
itt með að horfast í augu við þá
ábyrgð sem fylgir því að ala upp
barn.
Sagan segir að Isabelle hafi ver-
ið djúpt særð þegar Daniel sleit
sambandinu, en það ku hann
hafa gert í faxi þar sem fram kom
að hann vildi ekkert meira með
hana hafa. Þegar Daniel hitti son
sinn í fyrsta sinn, þá þriggja vikna
gamlan, beið Isabelle ein úti á
gangstétt meðan á stefnumóti
feðganna stóð. Hins vegar sýna
myndirnar að Daniel hefur ekkert
á móti því að eyða tíma með syni
sínum — hvernig svo sem sam-
bandi þeirra Adjani er háttað. Leð-
urklæddi leikarinn sást þramma
um götur St. Germain-hverfisins í
l’arís, skammt frá íbúð Isabelle,
þar sem hann kjassaði og brosti til
drengsins eins og hver annar
stoltur faðir.
í SPEGLI
TÍIVIANS
Franska leikkonan Isabelle Adj-
ani er fyrrum ástkona og barns-
móbir Daniels Day-Lewis. Þau
slitu samvistir þegar Isabelle var Þrátt fyrir hörkuna sem stafar af leburklcebnabinum, sýndi Daniel syni
komin á steypirinn. sínum blíbu og umhyggju á gönguferb þeirra í París.
Fréttir í vikulok
Forsetaframboð:
í þaö minnsta 11 bíða átekta
Ekki færri en 11 manns, 8 karlar og 3 konur, íhuga nú í alvöru
forsetaframboð 29. júní næstkomandi. Enginn fæst þó til að til-
kynna formlega framboð sitt, en enginn þeirra vill heldur þver-
taka fyrir að ganga fram fyrir þjóðina í forsetakjöri.
Snjóplógar borgarinnar liggja nú óhreyfbir og spara borgarbúum
þannig Stórfé. Tímamynd: bg
20-25 milljón króna sparnaður vegna
veðurblíðunnar
Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri segir veðurblíðuna
sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu í vetur valda umtalsverð-
um sparnaði þar sem saltkostnaður hafi verið mjög lítill og nán-
ast engin leigutæki keypt. „Það sem hefur sparast fram að þessu
gæti verið um 20-25 milljónir," sagði Sigurður. Fastakostnaður-
inn sé hins vegur nokkub hár þar sem naubsynlegt sé að hafa
menn í viðbragðsstöðu allan veturinn.
Kosningabarátta forsetaefna:
Gæti vel kostað 10-20 milljónir
Miklar breytingar hafa átt sér stað á fjölmiðlun og kynningum
síðan síðasta alvöru forsetakjör átti sér stað fyrir nærri 16 árum.
Auglýsingar í fjölmiðlum og fjölmiðlaumræða kemur til dæmis í
stað stórra framboðsfunda. Búast má því við að þeir sem stefna á
framboð þurfi að greiða 10-20 milljónir fyrir kynningu á sér og
sínum stefnumálum.
Nýr valkostur í húsbréfakerfinu:
Lán til 40 ára, greiðslubyrðin 17% léttari
Reglugerð um sveigjanlegan lánstíma húsbréfa er komin frá fé-
lagsmálaráöuneytinu. Héðan í frá á fólk kost á því að greiða lán
sín á 15, 25 eða 40 árum ab eigin vali. Farið verður að afgreiða
húsbréfalán samkvæmt nýju reglugerðinni á næstu dögum. Páll
Pétursson félagsmálaráðherra sagbi ab 40 ára greiðslutímabil
væri vissulega dýrari kostur en greiðsla á 15 eða 25 árum. Auðvit-
að væri ódýrast að staðgreiða húsnæðiskaup, en það væri fjarlæg-
ur kostur fyrir allan þorra fólks.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gluggar í frumvarp ab fjárhagsáœtlun
Reykjavíkur ásamt Eggert jónssyni borgarhagfrœbingi og Helgu jóns-
dóttur borgarritara. Tímamynd: bc
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
lögb fram
Verulegur árangur hefur náðst í fjármálum borgarinnar ab mati
borgarstjóra, en fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 1996 var
lögð fram á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. Arangurinn kem-
ur einkum fram í því að tekist hefur að stöbva sjálfvirka útgjalda-
aukningu á ýmsum sviðum og að hallinn á borgarsjóði verður í
ár um 500 milljónir, og hefur hann ekki verið minni síðan 1990.
Tekist hefur að minnka skuldasöfnun borgarsjóðs, einkum með
því ab beita abhaldi og sparnaði á öllum svibum.