Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.01.1996, Blaðsíða 7
Þribjudagur 30. janúar 1996 flffJHHMtt Abstobarmabur fjármálaráöherra segir vaxtabyröi ríkissjóös vera farna ab takmarka möguleika ríkisvalds til ab láta gott afsér leiöa: Hækka skólagjöld eba hækka framlög til menntamála? Spurningunni „Á menntakerf- ib aö vera undanþegib nibur- skurbi?" var svaraö játandi og neitandi í kappræbum milli Ragnars Árnasonar, prófessors í hagfræbi, og Steingríms Ara Arasonar, abstobarmanns f jár- málarábherra, í Háskólanum í gær. Fjórir málfundir, kynning og ein verblaun er yfirskrift ráö- stefnuviku um rannsóknir og nýsköpun sem Stúdentaráb HI stendur fyrir þessa dagana og var kappræban fyrsti libur ráb- stefnunnar. Ragnar Árnason taldi þab hagsmuni lands og þjóbar ab framlög til menntunar, einkum á æbri skólastigum, yrbu aukin þar sem menntun hafi áhrif á hagvöxt þó erfitt væri ab mæla slík áhrif. Hann vísabi í rann- sóknir þar sem fram kemur ab 28% af hagvexti eftirstríbsára megi rekja til menntunar og álítur ab til ab framleiba megi arbbæra vöru þurfi fyrst og fremst menntab vinnuafl og sagbi m.a. ab hráefni væri nán- ast aukaatribi í þessu sambandi. Hann benti á ab hagvöxtur væri hluti af kebjuverkun sem á sér stab í þjóbfélaginu og ab þar væri menntun ein meginfor- sendan og þab væri einna helst meb auknum framlögum til menntunar sem hægt væri ab • Undir5% af vergri landsfram- leiðslu fer til menntamála hér á landi • Hin Norð- urlöndin setja 6-7% af vergri landsfram- leiðslu til menntamála • Fjárframlög ríkissjóös til menntamála hafa minnkað stöðugt frá ár- inu 1992 sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu brjótast inn í þá kebju svo auka megi hagvöxt í landinu. Ragnar sagbi ab aukin framlög til menntunar væri ekki spurn- ing um réttlæti heldur væri þarna um blákalt hagkvæmnis- sjónarmib ab ræba. Menntunin teldist til almannagæba, sem eru skilgreind þannig ab ekki er hægt ab takmarka notkun á þeim, og ab menntun og mann- aubur væru til þess fallin ab auka líkur á skynsamlegum ákvörbunum á opinberum vett- vangi. Til samanburbar benti hann á ab sem hlutfall af lands- framleibslu væru framlög til menntamála um þribjungi lægri hér en á hinum Norburlöndun- um. Ab lokum sagbi Ragnar þab glapræbi ab draga úr framlögum til menntamála í því skyni ab minnka halla ríkissjóbs þar sem ab forsendur fyrir umsöblun í efnahagslífi þjóbarinnar væri menntunin. Framlög til menntamála yrbu ab hækka um 30- 50% á næstu árum eba í 30 milljarba króna. Hann taldi þó ab samtímis mætti hagræba ýmsu innan menntakerfisins og sagbi framlögin dreifast of víba og ab sum framlög væru í raun framlögb til byggbamála. Steingrímur Ari, abstobar- mabur fjármálarábherra, var á þeirri skobun ab hækkun fram- laga til menntamála þýddi ann- abhvort hærri skatta eba meiri lántökur. Forgangsmál hjá ríkis- stjórn væri ab reyna ab ná upp hagvexti, opna hagkerfib, þar meb auka samkeppnishæfni og lágmarka atvinnuleysi. For- senda þess væri hóflega lágir vextir og jafnvægi í ríkisbúskap, sem fengist ekki meb hækkun útgjalda til menntamála. Hann sagoi enn fremur ab vaxtabyrbi ríkissjóbs væri nú farin ab tak- marka möguleika ríkisvaldsins til ab láta gott af sér leiba. Steingrímur sagbi ab jafn- framt því sem framlög til menntamála hækkubu lítib þá ætti sér stab ákvebin forgangs- röbun í útgjöldum til mennta- mála og benti á ab framlög til grunn-, framhalds- og háskóla hefbu hækkab á meban fram- lögum til LÍN, safna og lista- stofnanna hefbu lækkab. Sagbi hann eina af ástæbum þess ab framlög til LÍN hefbu lækkab væri sú ab ekki þætti eftirsókn- arvert ab ungt fólk skuldsetti sig um of ef abrar leibir væru færar en sagbi skömmu síbar í erindi sínu ab ekki væri sjálfgefib ab ríkib borgabi allan kostnab vib menntun landsmanna og ein leibin væri sú ab stúdentar borg- ubu skólagjöld og þá mun hærri en nú væri. Ekki kom þó fram meb hvaba hætti hækkun skóla- gjalda yrbi til ab ungt fólk gæti látib vera ab skuldsetja sig um of. Steingrímur tók sem dæmi ab borgarsjóbur styrkti um þribj- ung af rekstri SVR en fargjöld stæbu undir ca. 2/3 af kostnabi og benti í því samhengi á ab af- stætt væri hvab menn teldu eblilegt hlutfall opinberra fram- laga. Ab lokum sagbi hann víba vera sóun í menntakerfinu og vitnabi í orb formanns Félags háskólakennara fyrir nokkrum Fundarmenn í H.l. fylgjast at athygli meb kapprœöu. „Hyer króna sem lögb er ímenntun skilar sér fimmfalt til baka," sagbi Ragn- ar Árnason. „Ekki sjálfgefib ab ríkib borgi allan kostnab vib menntun," sagbi Steingrímur AriArason. árum sem sagbi ab fjöldi fyrir- lestra stæbi heilbrigbu háskóla- námi fyrir þrifum og tók Stein- grímur undir þann möguleika ab fjöldi fyrirlestra í Háskólan- um gæti verib of mikill. Stein- grímur tók annab dæmi máli sínu til stubnings, úr skýrslu um mótun menntastefnu, um afdrif árgangsins 1969 í framhalds- skólum landsins. í niburstöbum kom fram ab einungis 45,2% ár- gangsins hafbi lokib prófi úr framhaldsskóla sex árum eftir grunnskólapróf. 30,6% höfbu hætt án prófs, 9,9% væru enn í námi og 13,1% hefbu ekki farib í nám. Hann taldi þessi dæmi sýna þab ab ekki væri allt meb felldu í skólakerfinu. Fundir verba í hádeginu alla daga þessa viku um ofangreind málefni. Á fimmtudag verba ný- sköpunarsjóbsverkefni kynnt í hverri byggingu og laugardag- inn 3. febrúar verba nýsköpun- arverblaun Forse*a ísíands af- hent á Háskólahátíb. -LÓA Landsfundi Sjálfstœöis- flokksins enn frestaö? Rætt um ab forsetakjör yfirskyggi landsfundinn Allt er enn á huldu meb tímasetnigu landsfundar Sjálfstæbisflokksins. í næsta mánubi koma saman mibstjórn og framkvæmda- stjórn flokksins og mun þá verba ákvebib hvort lands- fundi flokksins verbur enn á ný frestab eba hann hald- inn í aprílmánubi. Upphaflega átti landsfund- ur ab fara fram í byrjun nóv- ember, en var frestab vegna snjóflóbsins á Flateyri. Rætt var um landsfund í mars eba apríl, en nú er óvíst hvort hann verbur haldinn þá. Margir hallast ab því ab fund- urinn verbi haldinn í septem- ber eba október. Alþingismenn Sjálfstæbis- flokksins sem Tíminn hefur rætt viö koma af fjöllum og vita ekkert um afdrif fundar- ins. Þingmabur sem rætt var vib sagbi ab ljóst væri ab í apríl muni væntanlegt for- setakjör yfirskyggja alla um- ræbu í þjóbfélaginu, þar meb talinn landsfund Sjálfstæbis- flokksins. Þab sé því ekki úr vegi ab fresta störfum lands- fundar enn urh sinn. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.