Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 2. febrúar 1996 Tíminn spyr... Hvab finnst þér um nýbreytni Stö&var 2 a& fjölga sjónvarps- fréttatímum, lengja dagskrár- tíma og stefna a& útsendingu allan sólarhringinn? Reynir Traustason, fréttastjóri DV: Ég mun tæpast nota þessa frétta- tíma sjálfur heldur ljósvakana og ég sé eiginlega ekki hverjum þetta á að þjóna, en þeir hljóta að hafa hugsað dæmið út og séð fyrir mark- aðinn. Lenging útsendingartímans er eðlilegur þáttur í aukinni sam- keppni, fyrst og fremst á Stöð 2 í samkeppni við Ríkissjónvarpið sem er slappur fjölmiðill og ekki neyt- endavænn. Heilt á litið ætti þessi breyting að vera fagnaðarefni fyrir neytendur en smæð samfélagsins mun gera þetta erfitt. Sveinbjörn I. Baldvinsson, dagskrárstjóri sjónvarps: Mér finnst sjónvarpsútsendingár allan sólarhringinn ekki ákaflega merkilegt markmið í sjálfu sér og ég sé ekki að þetta kalli á breyting- ar hjá Ríkissjónvarpinu. Þótt við eigum í samkeppni við Stöð 2 þá hefur ekki verið á dagskrá hjá okk- ur að lengja útsendingartíma og það hefur ekkert breyst. Það verður samt fróðlegt að fá upplýsingar um áhorfið hjá þeim, t.d. á eftirmið- dögum, og ég óska þeim velfamað- ar í þessu. Stefán Hrafn Hagalín, ritstjóri Helgarpóstsins: Mér líst mjög vel á þetta. Sjálfur er ég fréttafíkill og fagna fleiri fréttatímum en þó er sú hætta fyrir hendi að efnið þynnist út. Það er spurning hvort nægilega margt gerist í þessu Iitla landi til að hægt sé ab halda uppi svona tíbum fréttatímum. Hættan er ab sjón- varpsfréttirnar verbi í raun útvarps- fréttir, lesnar upp í sjónvarpi. En þetta er hluti af þeirri fjölmiðla- byltingu sem nær yfir allan heim og ég óska Stöð 2 alls hins besta meb framhaldið. Bryndís Schram framkvœmdastjóri Kvikmyndasjóös um orbróm um forsetaframboö: „Þú veröur aö spyrja fólkiö" „Ég sit bara á skrifstofunni minni. Þú verbur a& spyrja fólk- i&, ekki mig," sag&i Bryndís Schram, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóös í gær. Nafn hennar heyrist æ tí&ar í sam- bandi vi& forsetaframbob. Bryndís vill ekki ræ&a málib. Þab vakti athygli á dögunum þegar Bryndís hafði bein afskipti af lokunarmáli Bjargs á Seltjarnar- nesi, sem þá vofði yfir. Sumum þótti það „forsetaleg" viðbrögö þegar Bryndís fór út á götu til að safna undirskriftum til að mót- mæla lokuninni. „Það var algjör tilviljun aö ég kom nálægt þessu. Ég las frétt í Morgunblaðinu um málið og var mjög snortin, því ég hef unnið Bryndís Schram. með geðfötluðum. Ég hringdi í forstöðukonuna á Bjargi og spurði hana hvað ég gæti gert til að hjálpa. Hún sagði að ég gæti skrifað grein. Svo fór ég að skoða þetta og hitti Jón Ársæl á Stöb 2 úti á götu þar sem ég var að safna undirskriftum og sagði í viðtali við hann að ég mundi taka viö undirskriftalistum. Ég held það séu á sjötta þúsund búnir að skrifa undir og forstöðukonan bú- in að fá listana og sem betur fer er málið nú leyst," sagði Bryndís. í umræöunni er líka ab Bryndís sé á förum frá Kvikmyndasjóði til annara verkefna. Hún segir að all- ar svona sögur komi af himnum ofan og eigi ekki viö neitt að styðjast. -JHP Stúdentablaöiö: Barnafólk flytur úr Kópavogi vegna hárra leikskólagjalda og engra húsaleigubóta: Getur hæglega munað 320 Leikskóla- og húsaleigukostn- aöur foreldra í námi me& eitt barn er 324 þúsund krónum hærri á ári í Kópavogi en í Reikjarvík, samkvæmt frétt í Stúdentabla&inu. Hefur blaðið eftir Inga Þór Ágústssyni, dagvi- starfulltrúa Stúdentará&s, a& a.m.k. 20 fjölskyldur hafi boriö fram kvártanir yfir háum gjöld- um í Kópavogi og margar barnafjölskyldur hafi afráðiö a& flytja yfir Fossvogsdalinn tii Reykjavíkur vegna þessa. Munurinn felist einkum í tvennu. í fyrsta lagi sé leikskóla- gjald mun hærra en í Reykjavík. I Kópavogi sé gjaldið 21.500 kr. á mánuöi fyrir eitt barn. í Reykjavík sé gjaldið 14.400 kr. ef annað foreldri barns sé í námi og lækki í 9.500 séu bæöi náms- menn. Mismunurinn er í því til- felli 12.000 kr. á mánuði, eða 132.000 kr. á ári. í öðru lagi fái barnafólk húsa- leigubætur í Reykjavík en ekki í Kópavogi. Miðaö við 35.000 kr. mánaöarleigu fengiö umrætt par 16.000 kr. húsaleigubætur á mánubi, eba samtals 192.000 kr. á ári. Við þessar aöstæöur er bú- þús. kr. á ári skapur í Kópavogi 324 þúsund krónum dýrari á ári en í Reykja- vík, eða 27 þúsund krónum á mánuöi. Ingi Þór segist, líkt og fyrir- rennarar hans, hafa barist fyrir því að bæjaryfirvöld í Kópavogi tækju upp sama gjaldskrárkerfi í leikskólum og hjá dagmæðrum og Reykjavíkurborg. En það hafi enn engan árangur borið. Sömuleiðis kemur fram aö húsa- leigubætur eru greiddar í sveit- arfélögum allt í kringum Kópa- vog: Reykjavík, Garbabæ og Hafnarfirði. ■ '3066/---------------------------------— S/VSW/G Sr£s/£)U% Skólalíf smiDt EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Dodda var í fersku minni hvernig Fiddi, sviðsstjóri fjármála- og bókhaldssviðsins, bar sig eftir þeirri upp- hefð að verða sviösstjóri. Doddi hafði reyndar þekkt hann lengi og hafði jafnvel litið út fyrir að hlutverkin milli þeirra yrðu þveröfugt viö þaö sem varð, en það virtist ekki hafa haft áhrif á sviðsstjórann. Hann kom blaðskellandi inn á skrifstofu skóla- stjórans, teygöi fram álkuna og ranghvolfdi í sér aug- unum. -Eru ekki allir bölvaðir apar hér við skólann, hafði hann spurt. Er ég ekki bara ágætur í þann hóp? Vant- ar þig ekki sviðsstjóra í fjármálin og bókfærsluna? Doddi tók þegar þátt í gríninu og spurði fullur kerskni hvaða ástæðu mætti nefna aöra en apaútlitið sem réttlætt gæti slíka stööuhækkun. -Það get ég sagt þér, var svarið. Ég heyrði einhvern tíma speki sem hljómaði svona: Ný- ir vendir sópa best. Ég er nýr í faginu og hlýt því að uppfylla nauösynleg skilyrði. Til að leggja áherslu á orð sín sveiflaði hann fætin- um eins og til að sópa með honum gólfib. Þótt ljótt sé ab segja frá, var Doddi skólastjóri ekki barnanna bestur þegar uppnefni á samkennara hans voru annars vegar og því var sviðsstjórinn aldrei eftir þetta annaö en Sópurinn í hans huga. Þegar Doddi valdi sér sviðsstjóra fór hann eftir ýmsu sem gæti komið honum sjálfum að gagni, ekki síður en skólanum. Þannig var þaö a.m.k. meö suma aðra af sviðsstjór- unum, þótt hann heföi ekki fengið að ráða vali þeirra allra. ■ Sagt var... Vib hjónin „Annars eiga íslendingar að tala sitt mál og ekki hafa minnimáttarkennd út af því. Tungan sameinar þjóðina. Þaö er mitt brennandi áhugamál aö kenna útlendingum aö tala íslensku. En heyrðu annars, Dagfari góður, ætlarðu að styðja mig í þessu fram- boði? Af hverju spyrðu um allt þetta? ja, það er vegna þess að ég er aö hugsa um framboö sjálfur. Við höf- um verið að tala um það hjónin. Ef ekki ég, þá hún." Hugrenningar Dagfara í DV Leikrit um flugu „Ég hef aldrei unnið meö janfskipu- lögöum leikara og Císla Rúnari. Hann gerir miklar kröfur en það er gaman að uppfylla þær. Ég er hrædd við að breyta miklu en Gísli Rúnar fer abra leið, - það má ekki fljúga fluga inn á sviðið án þess að hann sé bú- inn ab semja lítiö leikrit í kringum það. Það er aldrei neinn mekanismi í gangi og það er mjög spennandi - það eina óþægilega er að ég er í raun oft að pissa á mig af hlátri á sýningum." Steinunn Ólína í vi&tali vi& Helgarpóstinn Davíb og/eba Golíat „Þegar ég var kominn yfir mesta „sjokkið" fór ég að íhuga máliö og komst að þeirri niðurstöðu að Flokk- urinn minn, þessi Davíö sem áður barðist vib Colíat, var farinn að klekkja á mér og mínum líkum. Þeir í sameiningu ætluðu að reyna að reyta af mér sem allra mest af mín- um sparipeningum sem áttu að vera fyrir mögru árin. Láta mig greiða sem allra mest fyrir meðölin sem ég þarf að taka reglulega (ég er krans- æðasjúklingur), hækka hlut minn í sjúkrahúskostnabi og um leib draga úr líkum á því ab ég komist yfirleitt inn á spítala til abgerðar (sparnabur fyrir mig eba hvaö?), ná til baka meira af því sem öryrkjar fá og svo framvegis. Sem sagt ná sér sem mest niður á þeim sem minna mega sín í þessu þjóöfélagi." Jóhannes Proppé í lesendabréfl í DV Lífsnaubsyn ab forsætisrábherra hætti ekki vib hálfunnib verk „Ég snarneita að trúa því að slíkt sé hugsanlegt. Hann gegnir lykilhlut- verki í íslenskum stjórnmálum. Hann er óumdeildur forystumaður Sjálf- stæbisflokksins og Sjálfstæðisflokkur- inn hefur forystu í ríkisstjórninni. Það hefur tekist mjög vel til á undanförn- um árum ab halda kyrrð í þessu þjóðfélagi og lífsnauðsynlegt að halda því starfi áfram. Ég get ekki trúaö því ab hann hverfi frá því mikla starfi sem hans bíður. Hann er lykil- persóna og verður ab gegna störfum áfram." Einar Oddur Kristjánsson sjálfstæbis- þingmaóur af Vestfjör&um um hugsan- legt forsetaframbob Davíbs Oddssonar í vibtali vib Alþýbublabib í heita pottinum eru ríkisfjármálin kruf- in til mergjar enda iðulega menn þaul- kunnugir innviðum fjármálaráöuneytis- ins á svæbinu. í gær var upplýst aö .. og hans menn í rábuneytinu heföu al- veg sérstakt dálæti á kennurum vegna þess að kennaraverkfallið í fyrra haföi sparað ríkissjóði svo mikla peninga í launagreiðslum. Friðrik mun hafa lýst því yfir í lokubum hópi að þeir væru nú fínn búpeningur þessir kennarar því ekki væri nóg með sparnaðinn sem hlaust af verkfallinu í fyrra heldur stefndi nú í ab hægt væri að ná tví- sköttun út úr þeim líka með því aö skattleggja verkfallsgreiöslur stéttafé- lagsins... • Emerald Air lifir enn, er sagt. Fyrirtækið hefur opna skrifstofu í Belfast og annast ab sögn leiguflug fyrir Lufthansa í Rúss- landi. Lífeyrissjóður bænda hefur hins vegar ekki orbið var viö lífsmark frá fyr- irtækinu, sem skuldar í dag 96 milljónir hjá Lífeyrissjóðnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.