Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 4
4 VÍNtlW) Föstudagur 2. febrúar 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Mánabaráskrift 1550 kr. m/v: Tímamót hf. jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Gubmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. <. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Öfgafullur átrúnaður I könnun, sem gerö var meðal ökumanna um suövestan- vert landið, kom í ljós að þriðjungur þeirra, sem voru að aka bílum á vegum og götum, höfðu enga hugmynd um hver var hámarkshraði þar sem þeir voru að stjórna öku- tækjum sínum. Ályktunin er einföld: þriðjungur bílstjóra hvorki kann né virðir grundvallaratriði umferðarlaga. Mun stærri hópur bílstjóra en sá, sem ekki þekkir lög um hámarkshraða, brýtur það ákvæöi af fúsum viija. eða óafvitandi, því grunur leikur á að ærið stór hópur bílstjóra leggi ek'ki í vana sinn að fylgjast með hraðamæli í akstri. Þegar svo margir ökumenn sem raun ber vitni þekkja ekki einfaldar reglur um hraðatakmarkanir, er hætt við að aðrar greinar ökulaga bögglist fyrir brjósti þeirra. Enda er árangurinn eftir því. Tjónatryggingabætur og svimandi há iðgjöld bílatrygginga tala sínu máli um færni og löghlýðni íslenskra ökumanna. En það er von að bílstjórar séu ekki meðvitaðir um lög og reglu og að hver þeirra um sig eigi ekki að hafa algjöran forgang í umferð og umgengni við náungann. Bíladýrkunin og sú mikla áhersla, sem lögð er á að greiða götu þeirra sem bílum aka, gengur út í slíkar öfgar að bíllinn hefur hvarvetna forgang fram yfir mannskepn- una. Borg og bæir eru skipulögð með þarfir bílsins að tak- marki. Byggingar, fólk og mannlíf mæta afgangi, en umferða- ræðar eru miðaðar við þarfir einkabílsins og má hvergi út af víkja. Gamlir bæjarhlutar og íbúðarhverfi verða hrað- skreiðri og hávaöasamri umferðarómenningu að bráð. Dæmin eru mýmörg og þarf aðeins aö minnast á hryðju- verkiö þegar Lækjargata í Reykjavík var gerð að fjögurra akreina hraðbraut. Það með meiru á sinn þátt í niðurlæg- ingu hins gamla kjarna höfuðborgarinnar. í grein, sem Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðing- ur ritar í Tímann undir fyrirsögninni „Gasað í algleymi", segir m.a: „Því miður er svo komið á Stór-Reykjavíkur- svæðinu að bílamengun er orðin til vansa og óhollustu svo um munar." Hann rekur helstu hættueinkennin og niðurstaðan er: „Margir vinnustaðir á Suðvesturhorninu eru óþolandi vegna slíkrar mengunar og búseta við sumar götur eða útivera þar alls ekki heilsusamleg." Síðar: „Röng skipan umhverfismála, einkum byggingarhátta og al- menningssamgangna, ræöur miklu um óþarfa bílameng- un í landinu. Byggð er dreifð, en almenningssamgöngur bæði strjálar og dýrar. Þá er glitrandi ljóst að almenningur tekur ekki ábyrgð á eigin veru í borgarsamfélagi, nema að hann spari einkabílinn, íhugi mengunarmálin og geri kröfur til sín og samfélagsins um úrbætur." Hávaðamengun og sú hætta sem vegfarendum stafar af hraðakstri og öðrum umferðarlagabrotum er ekki síöur hættuleg heilsu og velferð manna en eitraðar lofttegundir sem bílar valda. En bíladýrkendurnir, sem ráða skipulagi, hugsa ekki út í það og sinnulausir borgarar láta bjóöa sér nánast hvað sem er. Víða um lönd er farið að þrengja að bílaumferð fremur en að liðka fyrir henni. Einkabíllinn er að kæfa borgarsam- félög; eftir því sem meiru er til kostað í umferðarmann- virki, eykst umferðin og er vandinn víða orðinn óviðráð- anlegur. Svo virðist sem stjórnendur lands og bæja séu illa haldnir af bíladýrkun, og sjást þess óvíða merki að þeir séu að láta af þeim átrúnaði. En á meðan einhverjir nenna að þrasa um málin, er von. Og hver veit nema til þess reki að úttaugaðir borgarar fari að mótmæla að búa við dúndrandi umferðarþunga og lífshættulega mengun við híbýli sín. Skilningsleysi rábherra íslenskt þjóðfélag á sér ýmsar furðulegar hliðar, ekki síst þegar landsmenn og leiðtogar þeirra leggja sig fram um að sýna aðhald og sparnab í rekstri sem byggir á opinberri fjármögnun. í DV í gær er þannig gagnmerk frétt um að Sjúkrahús Reykjavíkur, sem verib hefur í fréttum að undanförnu vegna niður- skurðar, er að endurinnrétta einhvers konar aöstöðu fyrir stjórnendur og yfirlækna á Landakoti. Þessi meðferb opinbers fjár — en endurbæturnar munu kosta um 3 milljónir króna — er ekki síst merkileg í ljósi þess að þetta nemur um 3% þess, sem tilkynnt hef- ur verið að spítalinn treysti sér til að spara í bili. Og stjórnendurn- ir, sem eiga aö fá að- stöbu í þessu nýja lók- ali, eru ekki í vandræb- um með að útskýra þörfina á þessum breytingum: „Það er bara verið að bæta vinnuaðstöðuna dálítið" eða „Þarna láku gólf og í glerhýsinu var ekki hægt að vinna fyrir hita á sumrin og á veturna var ekki hægt ab vera þar nema í þykkum útifatnaði". Hér er' greinilega á feröinni vant fólk í að sýna fram á þörf á hinu og þessu. Ein- hvern veginn virbast þeir, sem til þekkja, þó ekki alveg eins sannfærð- ir um nauðsyn þessara húsnæðis- bóta, enda verib að vísa sjúklingum frá í stórum stíl, að sögn þessara sömu yfirmanna sem vilja bygging- arframkvæmdir. Framkvæmdir til hagræbingar Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru raunar fleiri hug- myndir uppi um nauðsynlegar framkvæmdir í nib- urskurðinum. Upplýst var í fréttum að í tillögum stjórnar spítalans um hvernig bæri að mæta halla- rekstrinum og kröfum fjárlaga væri gert ráð fyrir ab vel yfir 100 milljón krónur færu í framkvæmdir og breytingar til þess ab ná fram nauðsynlegri hagræð- ingu vegna sameiningar sjúkrahúsanna. I hádegisfréttum útvarpsins í gær kom fram ab Ríkisspítalar vilja flytja endurhæfingardeild sína til Kópavogs, í húsnæði sem þeir eru að hluta til þegar komnir meb í notkun. Hins vegar mun losna viðbót- arhúsnæði á Kópavogshæli og gerir spítalinn ráð fyr- ir ab setja fé til framkvæmda við breytingar á þessu viðbótarhúsnæði og útbúa þab þannig að það henti betur til endurhæfingar. Allt eru þetta bráðnaubsynlegar framkvæmdir, segja stjórnendur, sem framkvæmdar eru í hagræö- ingarskyni og/eða til að bæta úr brýnum vankönt- um á vinnuaðstöðu. Þetta er eins og meb anddyriö á Landakoti — fullkomlega eðlilegt, sjálfsagt og óhjá- kvæmilegt. Eða hvað? Skilur ekki grundvallaratriðin Hinn skelfilegi heilbrigðisrábherra virðist ekki einu sinni geta skilið grundvallaratribi heilbrigðis- stjórnsýslunnar, hvab þá flóknari atriði hennar. Ráð- herrann hefur neitað að samþykkja þessi fjárfestinga- og fram- kvæmdaáform spítal- anna og bendir á fyrri yfirlýsingar um ab hætta eigi við allar ný- framkvæmdir í heil- brigðiskerfinu. Ráð- herrann bendir á að á Landspítalanum standi auðar skurð- stofur og önnur sú aðstaða sem Sjúkrahús Reykjavík- ur vill fá að byggja í hagræðingarskyni. Og ráðherr- ann lætur ekki sitja við þennan dónaskap, heldur er meb miklar meiningar um að Landspítalinn eigi að nota ónotaða aðstöðu í fullbúnu endurhæfingar- plássi Sjúkrahúss Reykjavíkur á Grensásdeildinni. Þar sé sundlaug og allt, og menn hafi meira að segja verið ab tala um ab loka Grensásdeild. Bannað að rugla saman spítölum Það, sem heilbrigðisráðherrann virðist ekki skilja í þessu máli, er ab Grensásdeildin er ekki hluti af Rík- isspítölum og ónotuð aðstaöa á Landspítala ekki hlutí af Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þab er hins vegar ab- alatriðið í málinu, enda fráleitt að Borgarspítala- læknar geti látið bendla sig við Lansann og öfugt! En þab er ekki einungis á sviði heilbrigðismála, sem þessi afgerandi aögreining milli stofnana ræður úrslitum. Þannig hefur landið nú verið Sjávarútvegs- brautar- og Matvælagárbslaust í aldir, þrátt fyrir mik- ilvægi sjávarútvegs og matvælaframleiðslu fyrir þjóðina. Nú stndur þetta sem betur fer til bóta, og þá dugar ekki minna en að hafa tvær slíkar stofnanir, aðra við Skúlagötu í Reykjavík og hina á Akureyri. Aðeins þannig er hægt að koma í veg fyrir að starfs- menn HÍ og HA þurfi að vinna saman — sem vita- skuld er aðalatriði. En miðað við skilningsleysi ráb- herra á þessum grundvallaratriðum, er vibbúið ab Björn Bjarnason menntamálaráðherra verði eitthvað tregur til að berjast fyrir fjármagni í tvær svona stofnanir. Garri Skrifslofuhúsnæði Landakotsspítala endurbar.t fyrir l.rjár nulljónir: Trúum ekki aö þetta sé aö gerast mitt í öllumnWSi^m GARRI I kjördæminu Greinarhöfundur hefur verið á faraldsfæti undanfar- ið, í hinu margumtalaða „jólaleyfi" þingmanna. Ég var rétt kominn inn úr dyrunum heima hjá mér úr ferðalagi að austan og hallaði mér aftur í sófann til þess að horfa á fréttirnar, þegar ég sá að þingflokks- formaöurinn minn var kominn á skjáinn til þess að telja upp að hún hafi gert eitthvað á tímabilinu 20. desember til 30. janúar. Síðan fór fréttamaðurinn út á götu og spurði fólk hvort jólaleyfi þing- manna væri ekki óhæfilega I.angt, og lét það fylgja aö þeir „segbust vera í kjördæmum sínum ab tala við kjósendur". Ég er einn af þeim sem „segjast vera í kjördæmi sínu" og satt að segja er ég orðinn nær ónæmur fyrir þessari umræðu um hvort þingmenn séu ab vinna í „jólafríinu". Öll þessi umræða byggist á þeim mis- skilningi að starf Alþingis sé eingöngu það sem fram fer innan veggja þinghússins við Austurvöll eftir klukkan hálf tvö á daginn og fram yfir miðjan dag- inn. En nóg um þab. í kjördæmlnu Ferö mín um „kjördæmið mitt" fyrir austan var að venju fróðleg. Það er mikil nauðsyn fyrir þá, sem sinna stjórnmálum, að hitta fólk að máli, hvortsem heldur er á fundum eba vinnustöðum. Við sjávarsíð- una snýst lífib um fisk sem fyrr, en sá fiskur er um þessar mundir loðna frekar en aðrar tegundir. Loðnuvertíðin er að fara af stab aftur eftir áramótin og það er handagangur í öskjunni þegar hún veibist, enda um gífurlega verðmætasköpun að ræða. Bylt- ing hefur orðið í lobnubræðslu eystra og hafa verk- smiðjurnar verið endurbættar, en þær breytingar leiða bæði til betri nýtingar og umbóta í umhverfis- málum. Reykurinn er horfinn, svo að trauöla má sjá tilsýndar hvort þær eru í gangi eða ekki. Lobnufrysting er gríðarlega mikilvægur atvinnu- vegur og tekur til sín töluvert vinnuafl þann tíma sem hún er í gangi. Afkastagetan er orðin mikil í þessari vinnslu, þannig að mikib kapphlaup hefst á vertíðinni þegar hún fer í gang. Öll þessi vinnsla er hluti af þeirri útflutningsfram- leiöslu sem stendur undir okkar efnahag. Þaö gera líka síldveiðarnar, en það þarf ekki annað en að koma til Hafnar í Hornafirði til þess að líta augum stóribju í síldar- vinnslu. Flökunarvélarnar ganga án afláts. Þarna er um að ræða síld til manneldis, sem þarf mikinn vinnukraft og skapar verbmæti. Það er mál manna að þennan þátt megi enn auka, og þyrfti aö leita til þess leiba. Líflegt þegar vel veiöist Það er líflegt að vera við hafnirnar þegar vel veið- ist og veröa vitni að allri þeirri athafnasemi sem þar er. Höfnin er lífæð hvers byggðarlags, og svo er um þann stað sem ég minntist á, Höfn í Hornafirði. Sú lífæð liggur um þröngan ós Hornafjarðarfljóts þar sem brimið leikur sinn ólma leik. Það er ævintýri lík- ast ab fara út í ósinn og sjá þá varnargarða, sem reist- ir hafa verið á síðustu árum til þess að verja hann. Ölduhæð og veður er skráö á hafnarvoginni til ör- yggis fyrir sjófarendur. Tölvutæknin sér um aö stöð- ugar upplýsingar liggja fyrir um þetta efni. Þaö er hollt fyrir sem flesta að gera sér grein fyrir því hvað sjávarútvegurinn er í raun öflugur atvinnu- vegur í nútíma þjóðfélagi og hvernig hefur tekist ab bregðast við breyttum aðstæðum. Vettvangsferðir eru góðar til þess að rifja þetta upp, og við þing- mennirnir þurfum að fá slíka upprifjun meö reglu- bundnum hætti og ræða ástand og horfur þarna sem og í öbrum atvinnugreinum. Það er hluti af okkar starfi og ekki ómerkari en sjálft löggjafarstarfið, án þess að lítið sé úr því gert á nokkurn hátt. Á víbavangi Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.