Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. febrúar 1996 11 Bók er annað og meira en pappír og spjöld. Efni hennar er fólgið í fleiru en samfelldum röðum leturtákna, sem þrykkt eru með svörtum litgjafa á hvítar síður. Bók er sérstæður og magnaður miðill sem veitir þeim er njóta hans andlega næringu og örvun. Þegar best lætur getur þetta hljóðláta fyrirbæri töfrað fram for- vitnilega undraveröld í hugarfylgsnum lesandans. Einstakt dulmagn bóka hefur orðið mörgum íhugunarefni. Fáir samtíðar- manna okkar trúi ég hafi skilgreint eðli þess betur en Páll Skúlason prófessor í út- varpserindi, er hann flutti haustið 1994 og birt er í bók hans Menning og sjálf- stæði. Páll kemst svo að orði: „Kynngikraftur bókar birtist í því að hún skapar sjálfstæðan heim fyrir huga okkar, heim sem er til hliðar við hverful- leika lífsins, heim sem hefur mann hátt yfir stað og stund og endurskipuleggur vitundina um okkur sjálf og veruleikann. Voldugar bækur virkja sálarorkuna með ófyrirsjáanlegum hætti, þær endurmóta vitundina, færa henni ný viðföng, nýjar hugmyndir, hugsanir og drauma, opna henni víðáttur sem hana óraði ekki fyrir. Galdur bókar liggur í því að hún er heim- ur tákna og merkingar, sem frelsar menn úr fjötrum skynheims og líkamlegrar reynslu og gerir þeim kleift að fljúga í huganum um heima og geíma og varð- veita minningar af öllu sem þeir sjá og heyra á hugarflugi sínu." Orð þessa glögga heimspekings skýra vel eðliseinkenni bókarinnar, en það er ekki síst vegna þeirra sem hún hefur staðist sívaxandi samkeppni frá öðrum miðlunarformum samtímans. Bókmenntir og sjáifsvitund íslensk skáld og rithöfundar hafa fært þjóð sinni feikimörg snilldargóð verk og bætist margt í það menningarsafn á hverju ári. Skáldskapur í formi sagna og ljóða endurspeglar lífið í fjölbreytileik sínum og leitast við að opna augu okkar fyrir álitaefnum tilverunnar um leið og hann er lesendum til ánægju og yndisauka. Heimildarit og mannlífsbækur leiða okk- ur inn á áhugaverð svið og handbækur af ýmsu tagi hafa hver um sig sérstakt nota- gildi til fræðslu og leiðsagnar. Sjálfsvit- und þjóðar er ekki síst reist á grunni inn- lendra bókmennta. Þess vegna er þýðing- armikið að áfram verði hér sköpuð skáld- verk, sem rækta og efla vitund okkar Islendinga um það hver viö erum og á hvaða grunni við stöndum. Þess er ekki síst þörf í ókyrrum heimi þar sem áreitin úr öllum áttum verða sífellt fleiri og al- þjóðlegri. íslensk verk þarf þjóðin umfram allt að lesa, en hinu er ekki að neita að góðar bókmenntir hvaðan sem þær eru ættaðar úr veröldinni göfga lesandann og víkka sjónhring hans. Þau gullvægu orð, sem Halldór Laxness leggur séra Jóni Prímusi í munn í skáldsögu sinni Kristnihaldi undir Jökli, eru íhugunarverð í því sam- bandi: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni." Andblær fortfóar Öll vitum við að í skáldverki er hægt að skapa andrúm hvaða tíma sem er, láta það gerast í fortíð, samtíð eða framtíð. Til eru einnig merk heimildarit af ýmsu tagi, sem náð hafa að lýsa ákveðn- um tíma og umhverfi sem stendur óhaggað um aldur og ævi á prentuðum síðum. Þannig geyma bækur oft rauns- annan andblæ fortíðar, sem við nútíma- fólk höfum ekki tök á skynja annars stað- ar, og þessar heimildir bíöa einnig kom- andi kynslóða. Fyrir tilverknað bóka, sem skrifaðar hafa verið á liðnum öldum, náum við beinu sambandi við gengna forvera okk- ar í landinu. Við getum heyrt raddir þeirra óma í huga okkar og njótum orð- ræðna þeirra á síðum bókanna. Sjálfsævisaga Jóns prófasts Steingríms- sonar eldklerks, sem fæddist árið 1728, er dæmi um slíka bók. Hún er áhrifamikil og margbreytileg, en er ekki einungis ævisaga eins manns, heldur snertir hún jafnframt þjóölífið allt. Bókin er því sannferðug saga íslenskrar þjóðar á átj- ándu öld. Það kveikir sérstæða tilfinningu með les- andanum er hann rennir augum yfir per- sónulega og einlæga frásögn séra Jóns, texta sem hann skrifaði fyrir rúmum tveim öldum í lágreistum torfbæ á prestssetrinu á Kirkju- bæjarklaustri. Lesand- anum finnst nánast sem hann sitji við hlið séra Jóni þegar hann lýsir lífsreynslu sinni og tilfinningum af ótrúlegri einlægni. En auk heimildarrita urn liðna tíð eru þjóð- sagnasöfn og sagna- þættir liðinnar tíðar einnig heillandi lestrarefni. Heimur þjóðsagna og þjóðtrúar hefur löngum heillað landsmenn, þótt skiptar skoðanir séu um hve mikið er sannleik- anum samkvæmt í þeim fræðum. Þetta efni veitir okkur ómetanlega innsýn í hugarheim og hulduveröld forfeðra okk- ar og mæðra. Um lestur þjóðsagna og áhrifaafl þeirra held ég að fáir hafi komist betur aö orði en Einar skáld Benediktsson. Fyrir réttri öld, árið 1896, sagði hann í blaði sínu Dagskrá að þegar honum leiddist allt annað, tæki hann þjóðsögurnar sínar og læsi þær ... þangað til hversdagslífið kæmi og kallaði hann burt úr þeim heimi, sem enginn tryði að væri til. Seiður góbrar bókar íslendingar hafa löngum skipað orðs- ins list í öndvegi, þótt aðrar göfgandi list- ir og góðir listamenn hafi haslab sér völl í þjóðlífinu á liðnum árum. Við erum hér einmitt saman komin í dag til þess ab heiðra þá grein orðlistar- innar sem birtist í rituöu máli og bók- menntum. Annars vegar hlýtur hér viðurkenn- ingu höfundur þess verks sem talið mun athygli verðast í skáldskaparmennt þjóð- arinnar á nýliðinni bókatíð, hins vegar einhver þeirra sem fært hafa okkur bæk- ur reistar á grunni heimilda og stab- reynda — verk sem fjalla um ákveðna þætti í þjóðlífi okkar og umhverfi á líðandi stund eða liðinni tíð. Valinkunnir dómar- ar hafa vegið og metið þau verk, sem tilnefnd voru til verðlauna er rjóminn var fleyttur af bókaútgáfu nýliðins árs, og verða niður- stöbur þeirra kunn- gerðar hér á eftir. En hvaða gæða- kvarða er helst hægt að beita á bækur? Þeirri spurningu svara menn með mis- jöfnu móti. Flestir munu eflaust segja að tíminn skeri úr um það hvaða bækur lifa og hverjar ekki. Gæði skáldrita -ákvarðist helst af því hvort fólk langar til ab lesa þau aftur eft- ir fyrsta lestur — og jafnvel enn og aftur í áranna rás. Ástæða þess ab bækurnar eru á ný teknar nibur úr hillu og síburnar bornar undir lesljósið er sú að síðast þegar bókin var lesin skildi hún eftir einhver þau hughrif í vitund lesandans að verkið skil- ur ekki við hann. Snorri Hjartarson skáld líkti þessum einkennilega seið, sem heldur áfram ab óma og skína í vitundinni eftir .lestur góbrar bókar, við fegurð staðar þar sem mikið er um dýrðir, þar sem við setjum tjald okkar að kvöldi og förum burt að morgni og hlökkum til ab koma þangað einhvern tíma seinna og skoða allt sam- an betur. Hann kvaðst eiga sér marga slíka staði — en fleiri slíkar bækur, sögur og kvæbi, vísur og brot. Sumt hefði það fylgt hon- um frá barnæsku og hann haldið áfram ab rifja það upp. Þótt hann leitaði í þessu bókefni annars á miðjum aldri en hann gerði á yngri árum, fyndi hann þar alltaf eitthvað. Svo margslungnir væru töfrar þessara verka. Þessar vangaveltur skáldsins fyrir hálfri öld í inngangi að safnritinu Heiman eg fór eiga umfram allt vib um skáldskap- inn, en margar bækur af öðru tagi hafa einnig sterkt aðdráttarafl þótt við tökum þær í hönd aftur og aftur af öðrum tilefn- um og öðrum hvötum og skáldritin. Sumar þeirra hafa ákvebiö notagildi, en í öðrum er sérstætt segulmagn sem nær til hugar og hjarta, þótt ekki sé um skáld- skap eða fagurbókmenntir að ræða sam- kvæmt venjubundinni skilgreiningu. Sköpunarstarf lesandans Sem sagnamiðill nýtur bókin algjörrar sérstöðu. Hún virkjar ímyndunaraflið, svo sem fyrr var vikið að, oft með svo af- drifaríkum hætti ab lesandinn og efnið verba eitt, hann skynjar nýjar víddir, nýtur nýrrar reynslu. Þegar höfundur hefur lokið sínu verki og útgefandi og bóksali komið bókinni í hendur lesandans, má til sanns vegar færa að bókin sé aðeins komin hálfa leið á vegferð sinni. Grunnurinn hafi verið lagður. Þá tekur við þab sköpunarstarf, sem bókin krefst af lesandanum. í hugskoti hans verða töfrahrif textans til að glæða lífi persónur, stabi og stundir og sagan lifnar fyrir sálarsjónum hans. Lesandinn dregur upp myndir af sögupersónum, teiknar ósjálfrátt á þær hendur, fætur og andlit, skipar þeim í umhverfi sitt og sendir þær með fornum eða nýjum farar- skjótum landshorna eða heimshorna á milli. Með þeim lifir lesandinn gleði og sorgir, ástríður og ævintýri. Þessari umsköpun efnisins þarf bóka- unnandinn hvorki ab sinna þegar hann fer í leikhús eða kvikmyndahús né þegar hann sér í sjónvarpi mynd sem byggb er á skáldsögu. Þá hefur verkib verið unnið fyrir hann, ímyndunaraflinu að mestu verið gefib frí. Þar hafa aðrir gefib per- sónum sögunnar líf og lit — en oft verða þær harla ólíkar þeim söguhetjum, sem lesandinn hafbi skapað í huga sér þegar hann las bókina sem byggt var á. Þær lif- andi myndir, sem birtast í hugum les- enda, eru eins mismunandi og þeir eru margir. Reynsluheimur þeirra hvers um sig hefur í þeim efnum mjög mótandi áhrif, eins og gefur að skilja, og kvik- myndaleikstjórinn getur aðeins boðið upp á eina útgáfu af sögunni. Hún bygg- ist á því hvernig hann sá söguna fyrir sér. Ef til vill er þetta að hluta til skýring á því ab gestir á kvikmyndasýningum segja oft og iðulega er þeir ganga úr sal: Mér fannst bókin betri en myndin. Góð bók er ávallt ný í hávaða nútíma fjölmiðlunar mega menn ekki gleyma gildi hins ritaða orðs. Flestir rækta lestur sinn með því að glugga í dagblöð eða tímarit, en lestur góbra bóka er öllum hollur og ætti ab vera snar þáttur í lífi hvers manns. Bóklestur skiptir ekki síst máli fyrir þær kynslóbir sem nú eru ab vaxa úr grasi, börn okkar og barnabörn. Þar fara les- endur komandi tíma og á áhuga þeirra grundvallast framtíb bóka. Hinir fullorönu bera því við, þegar rætt er um þörfina á að auka bóklestur, að erf- itt sé að finna tíma til þess að njóta bóka. Dýrmætasti lestrartími dagsins reynist mörgum í rúminu fyrir svefninn. Sumir sofna kannski út frá bók eftir nokkurra mínútna lestur, einkum ef dagurinn hef- ur verið erilssamur. Aðrir ná að lesa í hálfan eða heilan tíma og svo eru þeir sem ætla sér ab lesa stundarkorn, en eru með í höndum svo áhugaverða bók að þeir geta ekki hætt fyrr en hún hefur ver- ið lesin til enda í einni striklotu og farið er að birta af degi þegar bókinni er lokað. Gott væri að sem flestir temdu sér þá ljúfu reglu að ljúka hverjum degi með því að líta í bók. Kyrrar stundir fyrir svefninn eru kjörnar til þess að skyggn- ast inn í þann heillandi heim sem bækur opna okkur. Engu skiptir hvort bækurnar á nátt- borðum landsmanna eru misserisgamlar eða mun eldri. Bækur geta geymst marga mannsaldra, sumar rykfalla, aðrar lifa framhaldslífi og eru lesnar aftur og aftur. En gób bók er ávallt ný. Og minnumst þess að meö vönduöum bókmenntum er bobið til veislu í hugar- heimi lesandans. Handhafar íslensku bókmenntaverbtaunanna fyrír áríb 7 995, þau Steinunn Sigurbardóttir og Þór Whitehead. s s Avarp formanns Félags íslenskra bókaútgefenda, Olafs s Ragnarssonar, viö afhendingu Islensku bókmenntaverö- launanna í Listasafni íslands 29. janúar 7 996: Veisla í hugarheimi Ólafur Ragnarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.