Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. febrúar 1996 5 Horft yfir ósasvœbi Hvítár í Borgarfirbi. Vinstra megin sést Einarsnes. Ósasvæbi Haffjarbarár á Löngufjörum. Eidborg í baksýn til hægri á MyndirEH myndinni. Osasvæði, leirusvæöi veiðiánna í seinasta veiðimálaþætti var fjall- að um veiðiár sem vaxa að lengd í átt til sjávar vegna framburðar jarðefna. Þeirri umfjöllun verður haldiö áfram og nú tekin fyrir ósasvæði sérstaklega. ✓ Osasvæbi Neðsti hluti ánna, þar sem gæt- ir sjávarfalla, er skilgreindur í lög- um um lax- og silungsveiöi sem „ósasvæði". Þar segir að ósasvæði sé sá hluti straumvatns, sem nær frá ósi í sjó upp til þess staðar þar sem straumlína hverfur um stór- straumsflóö. Ós í sjó er aftur á móti sá staður þar sem straumur ár hverfur í sjó um stórstraums- fjöru. Misjafnt er frá einu vatnsfalli til annars hversu ósasvæðið er langt og ræðst auðvitað af því hve land að viðkomandi vatnakerfi næst sjó er hátt yfir sjó, auk þess sem flóðhæð sjávar er mjög breytileg hér við land, mest allt að 4,5-5 metrar hér á Suðvesturlandi, eins og kunnugt er. Hvar er ós Hvítár í sjó? Hvítá í Borgarfirði lengdist að jafnaði árlega á tímabilinu 1938 til 1977 um 90 metra, ef marka má matsgeröir um ós árinnar í sjó frá þessum árum. Fyrir um tutt- ugu árum var ós í sjó ákvarðaður fast við efsta boga Borgarfjarðar- brúar. Hvar ós í sjó er núna í reynd er ekki ljóst hverjum sem er. Hafi sama þróun með fram- burð jarðefna haldið áfram, eins og á fyrrgreinda tímabilinu, mætti ætla að ósinn væri 1,7 km neðan við brúna yfir Borgarfjörð. F.n það er alls óvíst, vegna þessa öfluga brúarmannvirkis. Hvaöa áhrif hefur það á feril framburðar- ins ofan þess og neðan? Það er spurningin. Til nánari fróðleiks og gamans mætti hugsa sér að í fjarlægri framtíð sé líklegt að Hvítá og Langá á Mýrum verði með sam- eiginlegt ósasvæði, eins og reynd- in varð með Hvítá og Andakílsá á liðnum áratugum, ef gengið er út frá óbreyttu ástandi. Gagnvart vegalengd eru um 5 km frá Borg- arfjarðarbrú út á móts við ytri mörk ósasvæðis Langár. Að vísu má ætla að framburöur jaröefna dreifist meira þegar kemur út fyr- ir Brákarey, svo það hægir á leng- ingu árinnar. Þá eru 10 km frá brúnni aö ytri mörkum Borgar- fjarðar og lýkur þar með þeirri þrengingu, sem gerir Hvítá auð- veldara en ella að fylla upp og lengjast í átt til Faxaflóa sjáifs. VEIÐIMAL EINAR HANNESSON Lengstu ósasvæöin Sé vikiö aö lengd ósasvæðis, sem er óvenju langt og líklega með því lengsta sem þekkist hér á landi. Þetta eru ósasvæði Laxár í Leirársveit (Leirárvogar) og ósa- svæði Langár á Mýrum, sem eru um 6 km aö lengd hvort um sig. Þá er sennilegt að ósasvæði Hvítár hafi verið svipað að lengd og þessi, ef marka má matið 1938 og efri mörk ósasvæðis Hvítár þá. Á Vesturlandi við Faxaflóa eru, auk fyrrnefndra ósasvæða, nokk- ur öflug ósasvæði, eins og Akraós, ósasvæði Hítarár, Kaldárós og Löngufjörur, en á þeim er ósa- svæði Kaldár og Haffjarðarár. Öll eru svæði þessi á Náttúruminja- skrá. Leirulón Algengt er að menn nefni ósa- svæði leirusvæði af augljósum ástæðum. Þá hafa ósasvæði verið nefnd „sjávarlón" eða „leirulón" (Agnar Ingólfsson, Náttúruvernd- arráö, fjölrit 1990). í þeim tilvik- um, sem nefnd eru í spjalli þessu, væri vissulega villandi að nefna svæðin sjávarlón. Það er vegna þess að sjór er utan óss straum- vatns í sjó, sem fyrr greinir, enda flokkar Agnar Ingólfsson ósa- svæði þessi undir heitið „leiru- lón". Hann segir í formála fyrr- nefnds rits, „Sjávarlón á íslandi", að erfitt sé að skilgreina slík fyrir- bæri, sem hér hafa sum verið gerð að umtalsefni, og önnur svipuð á einhlítan hátt. ■ Rós í hnappagat R-listans Fyrir skömmu birti eitthvert dag- blaöanna fárra línu frétt, sem þó var nægilega stór til þess að mig rak í rogastans. Fréttin sú arna gekk út á það, að risna á vegum Reykjavíkurborgar _ hefði dregist saman um helming síban R-listinn tók viö búsforráð- um í ráðhúsinu árib 1994. Valdaklíkan í landinu og tagl- hnýtingar hennar halda því fram við öll möguleg tækifæri, að risna sé nauðsynlegur þáttur í stjórn- kerfinu, og það svo að í þeim efn- um megi ekki skera við nögl. Vissulega má gagnrýna borgar- stjórnarmeirihluta R-listans fyrir ýmislegt. Bjartsýnismenn höföu vænst úr þeirri áttinni ferskra strauma og frumlegrar hugsunar. Þeim lábist að gæta þess, að í lýð- ræbissamfélagi eru stjórnmála- menn spegilmynd kjósenda. Og menn skyldu ekki gleyma því, að R-listinn hefur haldið dampi hvað varðar félagslega þjónustu, þótt mikið atvinnuleysi geri að- stæður til þess erfiðari en oftast áður, að nú ekki sé talað um við- skilnað Davíös og félaga á borgar- sjóbi. Risnusparnaburinn, sem ég nefndi hér aö ofan, er einnig rós í hnappagat R-listans. En hann er meira en það. Hann er lýsandi dæmi þess sem gera ber, ekki að- eins í stjórn höfuðborgarinnar, heldur í stjórnkerfi ríkisins og sveitarfélaganna vítt og breitt um landið. Það er ömurlegt ab horfa upp á stjórn Ríkisspítalanna tilkynna lokun Bjargs, heimilis fyrir geð- sjúklinga, án þess svo mikið sem ræða við félagsmálayfirvöld um eðlilega yfirtöku þeirra á rekstrar- kostnaði heimilisins. Og ekki verður beinlínis sagt að Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðismálaráð- herra geti horft stolt framan í landslýð, nú þegar hún gerir enn eina aðförina að öryrkjum með því að draga úr svoköllubum bíla- styrk til þeirra. Ég segi „svokölluö- SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON um bílastyrk", því auðvitað er ekki um neinn styrk að ræða, heldur greiðslur úr sameiginleg- um sjóði landsmanna, sem öryr- kjar hafa lagt inná ekki síður en aðrir. En lengi skal hlýða hinum gljákembda ketti, sem malar í Arnarhváli og nuddar sér utan í hverp þann sem betur hefur í for- mannsslag íhaldsins í þab og þaö skiptið. Væri nú ekki ráð að stjórnmála- menn tækju sér R-listann til fyrir- myndar og skæru niður risnu, sem og annað bruðl, sem árum saman hefur ekki aðeins kostab stórfé, heldur einnig grafið svo undan virðingu fólks fyrir þjóðfé- laginu, að orðaval almennings um stjórnmálamenn og embætt- ismenn er ekki lengur prenthæft? í þessu Spjalli hef ég veist nokk- uö ab Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðismálaráðherra og því miður ekki ab ósekju. En ég þykist vita að sök hennar liggi ekki í ill- um vilja. Aftur á móti virðist hún eiga erfitt með að skilja, að sem heilbrigðismálaráðherra er hún í raun vamarmálaráðherra þeirra sem höllustum standa fæti í ver- aldlegum efnum. Til þess að sinna því hlutverki sínu verður hún ab standa uppi í hárinu á auöhyggjukettinum í Arnarhváli, í stað þess ab kemba feld hans í hvert sinn sem hann malar eða sýnir á sér klærnar. Og hún mætti gjarnan leita í smiðju nöfnu sinn- ar í rábhúsinu, næst þegar hún leitar sparnabarleiða í heilbrigðis- kerfinu. ■ FÖSTUDAGS- PISTILL í MERKI VATNS- BERANS Þjóðfélag með fágaða stjórnsýslu og ærlega stjórnmálaflokka hefbi skipt um tvo ráðherra í stjórn landsins um áramótin. Ástæðan er einföld: í desembermánubi féll dómur Hæstaréttar í máli Vatns- berans svokallaða og um leið þungur dómur yfir íslenskum ríkis- fjármálum. Einn sá þyngsti frá öndverbu. Vatnsberinn varfundinn sekur um ab framvísa eitthundrað og tíu virðisaukaskýrslum meb innskatti til greiðslu úr ríkissjóði. Skýrslurnar áttu ekki vib rök að styðjast og því var um hrein fjársvik ab ræba. Samtals hafði Vatnsberinn tæpar fjörutíu milljónir upp úr krafsinu á þrem árum. Pistilhöfundur framvísabi einu sinni virðisaukaskýrslu með inn- skatti upp á nokkur þúsund krónur og var strax kvaddur á fund gæslu- manna ríkissjóðs meb bókhaldib undir hendinni. Þar skoðubu menn fylgiskjöl ofan í kjölinn og sann- reyndu að innskattur átti við rök að styðjast. Pistilhöfundur var ánægður með vinnubrögð gæslu- manna og gott viðmót. Honum komu því vibskipti Vatnsberans og ríkissjóbs í opna skjöldu og var raunar þrumu lost- inn: Kölluðu gæslumenn aldrei Vatnsberann á sinn fund meb bók- haldsgögnin eins og pistilhöfund á sínum tíma? Skoðubu þeir ekki öll gögn við fyrstu virðisaukaskýrsluna sem barst eða þá tólftu í röðinni? Kannski við þrítugustu skýrsluna eða jafnvel skýrslu númer eitt- hundrað og níu? Eða bara ein- hvern tíma á þrem árum sem Vatnsberinn var áskrifandi ab pen- ingum ríkisins? Tvö fyrirtæki koma við sögu Vatnsberans: Fyrirtækið sem fékk greiddan allan innskattinn og fyrir- tækið sem átti ab greiða ríkissjóði jafn háan útskatt á móti, en aldrei var greiddur. Hvorugt þeirra starf- aði að öðru leyti. Samkvæmt skýrslum sínum fékk Vatnsberinn eitthundrað og áttatfu þúsund krónur í verktakalaun á hverjum einasta degi í þrjú ár frá eigin fyrir- tæki. Fór enginn gæslumanna rík- issjóðs ofan í saumana á vibskipt- um Vatnsberans við sjálfan sig á nærri átta hundruð vinnudaga ferli? Þegar mál af þessum toga koma upp úr kafinu, spyrja menn hver annan á götuhornum: Hvenær hættir afbrotið ab vera svik Vatns- berans við ríkissjóð og verbur svik gæslumanna ríkissjóðs við þjóðfé- lagið? Hvar eru mörkin? Hverjir bera ábyrgb? Albert heitinn Gubmundsson og Gubmundur Árni Stefánsson voru hraktir úr rábherrastólum á sínum tíma fyrir naubaómerkilegar yfir- sjónir, ef einhverjar voru. Fjármála- rábherra er forðagæslumabur ríkis- sjóðs og situr í umboði forsætis- rábherra. Saman er þeim falið ab gæta fjársjóða landsins fyrir Vatns- berum heimsins. Reyndar tæmdi forsætisráðherrann líka borgarsjób Reykjavíkur í framhjáhlaupi og þeir félagar eru langt komnir með yfir- drátt þjóðarinnar í útlöndum. Hafi verið ástæða til ab vikja Al- bert Guðmundssyni á sínum tíma, er nú ærin ástæða til ab rábherr- arnir tveir axli skinnin. Vatnsberinn er ekki einn í merki vatnsberans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.