Tíminn - 06.02.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.02.1996, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. febrúar 1996 SiDiltdi 5 Sigmar B. Hauksson: „ By ssuglabir brjálæðingar" / Idagblaðinu Tímanum mið- vikudaginn 24. janúar og fimmtudaginn 25. janúar síðastliðinn ritar Sigurjón Guð- mundsson, bóndi á Fossum í Austur-Húnavatnssýslu, grein er nefnist „Á hvaða leið eru dóm- stólar þessa lands?" Tilefni greinarskrifa Sigurjóns bónda er niðurstaða dóms þess er féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fimm hreppa á Blönduvirkjun- arsvæði gegn Landsvirkjun. Manna á meðal hefur þetta mál verið kallað Eyvindarstaða- og Auðkúluheiðarmálið. Það var hafið af hálfu hreppanna vegna þess að Landsvirkjun neitaði að greiöa út bætur vegna virkjun- arréttinda á heiðunum. Sigur- jón er mjög ósáttur við niður- stöðu dómsins. Skotveiðifélag íslands hefur fylgst nokkuð með þessum réttarhöldum, enda landsréttarmál eitt af helstu bar- áttumálum félagsins. Það vakti athygli stjórnar Skotveibifélags íslands þegar Jó- hannes Pétursson, skotveibi- maður úr Húnavatnssýslu, var flæmdur frá gæsaveiðum á Ey- vindarstaðaheiði ásamt fimm félögum sínum í lok ágúst síð- astliðinn. Skálavörður frá Galt- ará tjáði þeim félögum að öll meöferð skotvopna á heiðinni væri bönnuð. Stjórn Skotveibi- félags íslands hafbi grun um að ekki væri hægt að banna fugla- veiðar á heibinni. Dómur Hér- aðsdóms Reykjavíkur 20. nóv- ember síðastlibinn staðfestir svo ab grunur stjórnarinnar hafi VETTVANGUR "fYRRTHL^T —1 «*Jwn , _. fcrxt þonn u <x virtist ob engu r- ^ ^Jtdo afréltodando. verið á rökum reistur. Skotveiðifélag íslands — SKOTVÍS leggur ríka áherslu á að 8. grein laga um vernd, frib- un og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum sé virt, en í upphafi greinarinnar segir: „Öllum íslenskum_ríkisborgur- um, svo og erlendum ríkisborg- urum með lögheimili hér á landi, eru dýraveiðar heimilar í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannab eignarrétt sinn til þeirra." Enda segir í niður- stöðu dómsins: „Þab eru grund- vallarreglur í eignarrétti að sá, sem telur til eignarréttinda yfir landi, verði að færa fram heim- ildir fyrir tilkalli sínu og ab sá, sem afsalar landi, geti ekki veitt viðtakanda sínum víðtækari rétt en hann átti sjálfur." Of langt mál er á þessum vett- vangi að fjalla nánar um skoð- anir og stefnu Skotveiðifélags ís- lands á landsréttarmálum, enda er megintilgangur athugasemd- ar stjórnar SKOTVÍS þau orð er Sigurjón Guðmundsson lætur falla í niðurlagi greinar sinnar, en þar segir: „Og hvað er svo lík- legt að geti gerst uppi á Eyvind- arstaðaheiði um 20. ágúst næsta sumar? Þar eru nú að verða ein- hverjar mestu varpstöðvar heiðagæsarinnar (Þökk sé allri uppgræðslunni). Þangab munu flykkjast byssuglaðir brjálæð- ingar sem a.m.k. sumir hverjir ættu engan veginn að hafa byssuleyfi, skjótandi allt kvikt sem hreyfist." Þessum gífuryrð- um Sigurjóns bónda á Fossum vill stjórn SKOTVÍS mótmæla, enda dæma þau sig sjálf og er greinilegt að bóndi hefur litla þekkingu á þessum málum. Talið er að á íslandi séu skráð- ar 22-23.000 skotvopnaleyfis- hafar. Á síðastliðnu ári fengu 11.400 skotvopnaleyfishafar svokallað veiðikort, er heimilar þeim að stunda veiðar á villtum dýrum. Stjórn SKOTVÍS fullyrð- ir að þeir 11.400 skotveiöimenn séu ekki „byssuglaðir brjálæð- ingar", heldur hæfir og góðir veiði- og útivistarmenn, sem ganga vel um íslenska náttúru. Þá er rétt að benda á að frá því að talningar hófust á íslenska gæsastofninum, sem mun hafa verið árið 1950, hefur heiða- gæsastofnin aldrei verið stærri en síðastliðið ár, en haustið 1994 mældist stofninn 260.000 fuglar. Ástæban fyrir fjölgun heiðagæsarinnar er aðallega sú að dánartíðni gæsa á vetrar- stöðvum hefur lækkað. Á Bret- landseyjum hafa átt sér stað miklar breytingar á búskapar- háttum. Ræktun vetrarkorns hefur aukist og einnig hefur ný- ræktum fjölgað. Þetta og ýmis- legt annað kemur gæsunum til góða. Engri dýrategund hér á ís- landi stafar hætta af skotveið- um og helstu veiðistofnar, sem eru rjúpa og gæs, eru í upp- sveiflu. Skotveiðifélag íslands vill hafa sem mesta og besta samvinnu vib bændur, enda er VETTVANGUR óhætt að fullyrða að í velflest- um tilvikum séu samskipti skot- veiðimanna og bænda meb miklum ágætum. Á undanförn- um árum hafa orðið miklar breytingar á búsetu íslendinga. Nú er svo komið að 91% þjóðar- innar býr í þéttbýli og er því landlaus. Helstu markaðir bænda fyrir afurðir sínar eru hinsvegar í þéttbýli. Það er því hagur allra ab samskipti þéttbýl- is og dreifbýlis séu sem best. Dylgjur Sigurjóns Guðmunds- sonar í garð íslenskra skotveiði- manna skaða því ekki síður hag bænda en heiður íslenskra skot- veiðimanna. Fyrir hönd stjórnar Skotveiðifélags íslands. Fagott- tónleikar Fagottið finnst manni stundum vera eins konar skemmtilegur sér- vitringur í fjölskyldu tréblásturs- hljóðfæranna, frændi sem segir óviðeigandi brandara í fjölskyldu- boðum, tekur í nefið og drekkur stundum meira en góðu hófi gegn- ir. Það er sérkennilegur tónn hljóðfjerisins, sem þó er mjög fal- legur í höndum góðra hljóðfæra- leikara, sem vekur þessa hugsun. Fagottið má líta á sem e.k. bassa- óbó, enda hefur það svipaða stöðu meðal tréblásturshljóðfæra og knéfiðlan meðal strengjanna. Og í samræmi við þaö er hlutverk fag- ottsins stórt í sinfónískri tónlist — mun stærra en maður verður bein- línis var við á tónleikum. Fyrir hálfri öld var hér enginn fagottisti og ekkert fagott, eða þar til 1951 þegar Hans Ploder kom hingað frá Austurríki til að bæta úr þessu og spila 1. fagott í Sinfóníu- hljómsveitinni. En nú eru breyttir tímar, og á tónleikum Hafsteins Guðmundssonar og Guðríðar St. Sigurðardóttur í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni, 30. janúar voru undir sama þaki á annan tug fag- ottspilara á ýmsum stigum kunn- áttu, þar af a.m.k. 5 atvinnumenn. Og þetta voru bráðskemmtilegir tónleikar, með efnisskrá sem spannaði um 250 ár. Fyrst kom sónata nr. 5 í e-moll eftir Vivaldi, ein af sex knéfiðlusónötum þess frjóa tónsmiðs sem, að því er Haf- steinn sagði, samdi 38 af 500 ein- leikskonsertum sínum fyrir fagott. Sennilega hefði þessi sónata verið óspilandi á fagott á dögum Vivald- is, því hljóðfærið var tæknilega mjög erfitt viðfangs þar til veruleg- ar endurbætur voru gerðar á því um 1825. Og hvort sem það var þessum tækniframförum að þakka eða snilli Hafsteins, nema hvort tveggja hafi verið, þá var sónatan bráðskemmtileg áheyrnar, þótt sennilega njóti hún sín ennþá bet- ur á selló. Næst voru frumflutt (á íslandi) tvö verk eftir Eugéne Bozza (1905- 1991), franskan hljómsveitarstjóra og tónskáld sem þekktastur er af kammerverkum fyrir blásara. Fyrra verkið, Divertissements í þremur þáttum, samið 1954, er fyrir þrjú fagott og þar komu Brjánn Inga- son og Rúnar Vilbergsson, kollegar Hafsteins í Sinfóniuhljómsveit- inni, inn í dæmið. Þetta er heldur gamansamt verk — þrjú fagott saman eru í sjálfu sér grínaktugt samkvæmi — þótt það hæfist með fúgu í fornum stíl. Seinna verkið, Récit, Sicilienne et Rondo fyrir fag- ott og píanó, samdi Bozza eftir pöntun tónlistarháskólans í París sem keppnisverk í fagottleik árið 1936. Að sögn Hafsteins tíðkast sú hefð þar í bæ að á ári hverju panti tónlistarháskólinn verk fýrir öll hljóðfæri til að nota i keppni nem- enda í hljóðfæraleik. í slíkri F.v. Hafsteinn Cuðmundsson, Cuðríbur St. Sigurðardóttir, Rúnar Vilbergsson og Brjánn Ingason: 3 fagottleikarar og einn píanisti. TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON keppni þarf auðvitað að reyna á al- hliöa getu hljóöfæraleikarans, fingrafimi, tón og tjáningu. Haf- steinn hefði fengið gott gengi í keppninni 1936, hefði hann verið þar. Paul Hindemith (1895-1963) samdi á árunum 1935-55 sónötur fyrir öll hljóðfæri sinfóniuhljóm- sveitarinnar, þar á meðal fagottiö (1938) og er sú ein mest-flutta fagottsónata tónbókmenntanna. Sennilega væri klarinettusónata hans jafnvinsæl á sínu sviði hér á landi, ef ekki væri til ennþá betri sónata í sama stíl, eftir nemanda hans Jón Þórarinsson. En svo mót- aður og mótandi er stíll Hinde- miths, að í þessari gömlu fagott- sónötu hans eimir af klarinettu- sónötu Jóns Þórarinssonar, og öf- ugt. Nú frumfluttu (á íslandi) þau Hafsteinn og Guðríður þrjú frönsk smálög, eftir Bloch, Ibert og Ou- bradous — bráðfalleg og skemmti- leg eins og margt franskt er, því þeir eru snjallir hönnuðir. Og loks kom Andante e Rondo Ungarese, op. 35, eftir Carl Maria von Weber. Verkið var samið 1809 og upphaflega fyrir lágfiðlu og hljómsveit, en síbar umskrifaði tónskáldib sjálft það fyrir fagott- leikarann Brandt í Múnchen, sem fagottkonsert hans var sömuleiðis skrifabur fyrir. Bæði eru þessi verk Webers mjög spiluð af fagottleik- urum. Nú reyndi ekki síst á píanó- leikarann, því hljómsveitarraddir umskrifaðar fyrir píanó vilja vera strembnar. En Guðríður leysti þetta með miklum þokka og glæsi- brag — hún er greinilega mjög góður píanisti. Og Hafsteinn auð- vitað okkar helsti fagottisti. Þetta voru semsagt hinir ánægjulegustu tónleikar. Ómsvör- un salarins var þó í líflegasta lagi, þannig að hröb híaup í fagottinu vildu renna nokkuö saman, en við slíku er ekki gott að gera. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.