Tíminn - 06.02.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.02.1996, Blaðsíða 11
Þri&judagur 6. febrúar 1996 11 Nýir kostir Greibasta leiðin íil að auka framboð skemmri verkmenntun- ar og almenns byrjunarnáms á háskólastigi væri að heimila bestu framhaldsskólunum að starfrækja slíkar deildir 1-2 ára náms eftir stúdentspróf eða hliö- stætt lokapróf framhaldsskólans. Önnur leið er að sameina og efla aðra skóla, sem nú starfa á há- skólastigi, í uppeldisháskóla, listaháskóla, verslunarháskóla, tækniháskóla, Háskólann á Akur- eyri og Háskóla í Borgarfirði, þar sem nám væri með öðru sniði en í Háskóla íslands. Þriðja leiðin væri að Háskóli íslands tæki upp nýjar námsbrautir fyrir styttri námsleiðir með minni fræðilega undirstöðu og rannsóknir en nú gerist. Þróunarnefndin, sem á ár- inu 1994 lagði drög að stefnu Háskólans á næstu árum, vildi ekki að sú leið yrði farin, heldur léti Háskólinn öðrum skólum á háskólastigi þetta nám eftir. Há- skólinn ætti að einbeita sér að námi með fræðilegri undirstöðu og rannsóknarívafi, sem lyki með alþjóölega viðurkenndu háskóla- prófi eftir þrjú ár hið skemmsta. Hins vegar hvatti þróunarnefnd- in til þess að Háskólinn gripi á vanda byrjunar náms innan sinna veggja og herti þar faglegar kröfur. Kennslumálanefnd háskólaráðs hefur verið að móta hugmyndir um byrjun náms í Háskóla ís- lands, sem yrði gagnlegri fyrir marga nemendur en sú sértæka byrjun sem deildir Háskólans bjóða nú. Umræða um þessar hugmyndir er enn skammt á veg komin innan skólans, en þó er vert að kynna þær. Lagt er til að nemendum á fyrsta ári yrði boð- inn nýr kostur við upphaf náms í Háskóla íslands. Það nám yrði ekki skylda fyrir alla, heldur við- bótarkostur sem veitti þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum og temdi gagnrýna hugsun og skýra framsetningu, auk valnámskeiöa í þá átt sem hugur nemandans stefnir. Þessari námsbyrjun fylgdi þaö hagræði að nemendur þyrftu ekki að velja sér sértæka náms- grein fyrr en þeir hefðu áttað sig í nýju umhverfi Háskólans. Þetta nám gæfi þeim, sem lokið hefðu framhaldsskóla með áherslu á verkmenntun, tækifæri til að bæta upp þaö sem þá vantar miðað við almennan stúdent. Það gæti orðið viðurkennt sem aukagrein í námi til B.A.- eða B.S.-prófs í mörgum deildum og sem undirbúningur að sam- keppnisprófi inn í þær náms- brautir sem hafa takmarkaðan aðgang. Það væri kostur fyrir þá sem nú þreyta samkeppnispróf og þá sem vilja kynnast háskóla- námi án þess að velja strax ákveðna sérgrein, að þetta nám hefði eigið gildi þótt ekki yrði úr lengra háskólanámi. Líklegt er að deildir með opinn aðgang mundu herða faglegar kröfur til þeirra sem óskuðu inngöngu strax eftir stúdentspróf, en jafn- framt taka við nemendum sem lokið hefðu þessari námsbyrjun með tilskildum árangri og meta nám þeirra sem aukagrein með viðkomandi sérgrein. Háskólinn gæti farið þessa leið til hagræð- ingar án þess að aðrar breytingar verði innan háskólastigsins, en æskilegra væri að samtímis yrði unnið að þeim breytingum sem hér var lýst. Kennarar of fáir Háskólinn hefur borið kennsluhætti sína saman við staðla sem notaðir eru í evrópsk- um háskólum. Af þeim er ljóst að í fjölmennustu greinum hér eru kennarar of fáir miðað við nem- endafjölda, kennt er í stærri hóp- um en æskilegt er og nemendur fá of litla þjálfun og leiðbeiningu í lausn verkefna í smærri hópum. Til að ná eðlilegum kennsluhátt- um miðab við þessa stabla þyrfti ráðstöfunarfé kennsludeilda Há- skólans að aukast að lágmarki um 300 milljónir króna á ári. Þar er kostnaöur reiknaður sam- kvæmt gildandi kjarasamning- um, en öllum er ljóst ab launa- kjör kennara eru langt undir því marki sem við verður unað til frambúðar. Auk þess er uppbygg- ing rannsókna og framhalds- náms við Háskólann enn skammt á veg komin. Þar skortir grunnfé til kjölfestu, til að ráöa aðstoðarmenn við rannsóknir og meira ráðstöfunarfé í þá sjóði sem styrkja hæfustu rannsakend- urna. Uppbygging rannsóknar- náms hér á landi er nánast for- senda þess að unnt sé að virkja rannsóknaráhuga ungs fólks, beina honum inn á þær brautir sem íslenskar aðstæður þarfnast, og koma á virkum tengslum milli Háskólans og helstu rannsókna- stofnana og fyrirtækja okkar. Þótt vissulega megi leita fanga hjá öðrum en ríkissjóði til að taka þátt í kostnaði við uppbygg- ingu og rekstur Háskólans, verð- ur ekki undan því vikist að auka fjárveitingar úr ríkissjóði til Há- skólans og alls háskólastigsins, ef háskólamenntun hér á landi á ab standast samanburð og sam- keppni vib aðrar þjóðir. Háskól- inn hefur lagt til að gerð verði áætlun til nokkurra ára um aukn- ar fjárveitingar til að gera Háskól- anum kleift að ná eðlilegum kennsluháttum mibað vib er- lenda staðla. Eðlilegast væri að gerður yrði þjónustusamningur sem skilgreindi þau verkefni sem Háskólanum er ætlab að sinna og þá fjárveitingu sem hann fengi til þeirra. Viðræður hafa farið fram milli ráðuneyta mennta- mála og fjármála og Háskólans um forsendur slíks samnings og menntamálaráðherra hefur lýst áhuga sínum á að þessi leið verði könnuð án skuldbindinga af hans hálfu um hærri fjárveiting- ar. Þann ágreining ætti vandaður þjónustusamningur ab geta jafn- að. Að mati Háskólans skortir hins vegar svo mikið á að engu væri hætt þótt stigin yrðu fyrstu skref til að bæta þjónustu við nemendur. Það olli Háskólanum veruleg- um vonbrigöum að ekki skyldi unnt ab stíga markvert skref í þessa átt með fjárlögum þessa árs. Háskólinn er nú enn einu sinni settur í þá óbærilegu stöðu að ráða engu um fjölda þeirra nemenda, sem hann þarf að sinna, og verða að skerða þá þjónustu sem hann veitir hverj- um nemanda vegna spennitreyju fastra fjárveitinga. Þetta hefur orðib tilefni til þess að grand- skoða enn allan rekstur skólans og huga að því, hvernig best megi nýta knappar fjárveitingar til kennslu- og rannsóknastarf- semi. Háskólaráð mun skipa sér- staka nefnd sem gerir tillögur um hagræðingu og úrbætur og tekur mið af þeirri stefnumörkun sem Háskólinn hefur verið að móta með starfi þróunarnefndar og annarra starfsnefnda. Hagsýsla ríkisins hefur að beiðni Háskólans unnið að úttekt á stjórnsýslu Háskólans og er niöurstöðu hennar að vænta á næstunni. Vafalaust mun sú út- tekt benda á margt sem betur mætti fara, en ekki er sennilegt að þær úrbætur, sem stjórnsýsla Háskólans þarfnast, leysi fé til annarra þarfa. Þar má meðal ann- ars minna á aö Háskólinn hefur tekið til sín mörg verkefni, sem ábur voru í höndum ráðuneyta, og að því er stefnt að hann fái sem mesta sjálfstjórn sinna mála. Stefán L Kristjánsson afgreiöslumaöur hefur starfaö viö olíustööina í Örfirisey frá því hún var tekin í notkun fyrir 25 árum, en hjá Skeljungi mun lengur eöa í samtals 39 ár. Aldarfjórðungsafmæli olíu- stöðvar Skeljungs í Örfirisey Sl. laugardag voru liðin rétt 25 ár frá því olíustöð Skelj- ungs hf. í Orfirisey var tekin í notkun. Það var 3. febrúar 1971, sem olíu var í fyrsta skipti landað á fyrri geyminn af tveimur sem félagið lét reisa í eynni. Landað var gas- olíu úr sovétskipinu Petr Al- ekseev, sem Iestaði í Tuapse við Svartahaf. Móttöku ol- íunnar önnuðust Stefán L. Kristjánsson og aðstobarmað- ur hans, Hannes Tómasson, en Stefán hefur alla tíö haft umsjón með móttöku og af- greiðslu á olíu í stöðinni. Framkvæmdir við olíustöð Skeljungs í Örfirisey hófust vor- ið 1970, en þá voru reistir tveir 7700 rúmmetra birgðageymar vestan við olíustöð Olíufélags- ins hf. Samið var við Sindra hf. um að reisa nýju geymana, en aðrir verktakar voru Loftorka hf. sem sá um jarðvinnu, Stál- smiðjan hf. sem lagði olíulagn- .ir, og Viður sf. sem annaðist byggingarframkvæmdir. Starfs- menn Skeljungs lögðu einnig drjúgan hlut til verksins, svo sem alla yfirstjórn og hönnun aö hluta. Fyrri geymirinn var tilbúinn til notkunar í lok janú- ar 1971, en sá síðari í apríl. Þessir tveir geymar eru einu geymarnir í olíustöb Skeljungs hf. sem standa á hinni raun- verulegu Örfirisey. Öll síbari viðbót stendur á uppfyllingu, sem gerð var á árunum 1975- 85. Örfiriseyjarstöðin var rekin sem útibú frá olíustöð Skelj- ungs í Skerjafirði og var enginn fastur starfsmaður þar fyrst í stað. í dag vinna um 30 manns á vegum félagsins í Örfirisey. í fyrstu var aðeins hægt að af- greiöa olíu frá stöðinni í strand- flutningaskip, en í lok nóvem- ber 1971 hófst áfylling á olíu- bíla. Fyrstu árin voru birgðageym- ar Skeljungs hf. í Örfirisey að- eins tveir, báðir undir gasolíu, samtals 15.400 rúmmetrar, en nú eru birgðageymar félagsins í eynni tólf talsins, samtals um 70.000 rúmmetrar, og á þeim tíu mismunandi tegundir af ol- íu. Tilkoma olíustöðvarinnar í Örfirisey var merkur áfangi í sögu Skeljungs, en á þessum tíma var birgðarýmið í olíustöð félagsins í Skerjafiröi orðið of lítiö og nýju sovétskipin, svo- kallaðir stórrússar — en Petr Al- ekseev var einmitt einn af þeim — komust trauðla inn á Skerja- fjörb. Það var því brýn nauðsyn fyrir fyrirtækiö að koma upp nýrri innflutningsolíustöð á öörum stað. Nábýlib og sam- starfið við olíustöö Olíufélags- ins hf. í Örfirisey hefur ávallt verið með ágætum. ■ Olíustöö Skeljungs í Örfirisey á fyrstu árum starfseminnar. Jarbfræbikort af Hengilssvæbinu Út eru komin ný jarðfræði- kort af Hengilssvæðinu, en jarðfræðikortlagning á svæðinu á sér langa sögu. Á sjöunda ára- tugnum fékkst heildaryfirsýn á jarðfræbi þess, þegar niburstöð- ur rannsókna Kristjáns Sæ- mundssonar, jarðfræðings á Orkustofnun, voru birtar. Þráð- urinn var tekinn upp aftur á ní- unda áratugnum þegar Hita- veita Reykjavíkur hóf lokaund- irbúning undir virkjun Nesja- valla. Meðal margvíslegra rann- sókna sem þá voru gerðar var ný og yfirgripsmeiri jarðfræð- kortlagning. Hún var unnin af Kristjáni og samstarfsmönnum hans á Orkustofnun. Nesja- vallasvæðið var kortlagt sér- staklega og auk þess svæðin umhverfis Kolvibarhól og Öl- kelduháls, en Hitaveitan á land og vinnslurétt jarbhita á þess- um svæðum. Svæðið ofan Hveragerðis var einnig kortlagt og allur jarðhiti þar. í fram- haldi af þessari vinnu ákváðu HR og OS að ljúka kortlagningu alls Hengilssvæðisins, og gefa kortin út í samstarfi við Land- mælingar íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.