Tíminn - 06.02.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.02.1996, Blaðsíða 10
10 Þri&judagur 6. febrúar 1996 Sveinbjörn Björnsson: Menntun á ab nýtast samfélaginu til framfara og aukinna lífsgæba Hér fer á eftir meginhluti ræ&u sem háskólarektor flutti vió brautskráningu kandídata s.l. laugardag. Þá útskrifubust alls 126 kandídatar, en auk þess luku 20 nemendur eins árs vió- bótarnámi frá félagsvísinda- deild. Millifyrirsagnir eru bla&sins, en ræ&an er hér birt nokku& stytt. Áöur fór þaö orð af HáSkólan- um að þeir sem þar lykju námi færu flestir í opinber störf. Me& aukinni aösókn og fjölbreyttara námsframboði hefur þetta breyst. Nú býður Háskólinn nám til fyrsta lokaprófs í 51 grein og viö- bótarnám eöa meistaranám í 32 greinum. Kandídatar Háskólans finna sér störf á flestum sviöum þjóðlífsins. Þess eru dæmi aö þeir skapi með þekkingu sinni ný störf og jafnvel heila atvinnu- vegi, svo sem í hugbúnaðariðn- aði, og heita má að öllum stærstu fyrirtækjum landsins sé stjórnað af fólki með háskólamenntun. Stúdentar gera sér vel Ijóst aö það getur oltið mest á hug- kvæmni þeirra sjálfra og framtaki hversu vel menntun þeirra nýt- ist. Áhugi þeirra og góður árang- ur í nýsköpun og þróun, sem viö urðum vitni aö hér áðan, fyllir okkur bjartsýni um að menntun unga fólksins muni nýtast samfé- lagi okkar til framfara og aukinna lífsgæða. Fróðlegt er að skoða í þessu ljósi hvernig kandídatar skiptast á greinar undanfarin þrjú ár. Af tæplega 800 kandídötum á ári eru að jafnaöi 10 guöfræðingar, 40 læknar og 50 lögfræðingar. Þetta voru hinir dæmigerðu kandídatar til opinberra starfa og embætta fyrr á árum. Þeir eru nú aðeins 13% kandídatanna. Um 37% ljúka öðru starfsnámi og ráða sig ekki síður í störf í einka- geira en opinber störf. Þar eru fjölmennastir um 115 viðskipta- og hagfræöingar, 50 verkfræðing- ar og í heilbrigðisgeiranum um 80 hjúkrunarfræðingar, 20 sjúkraþjálfar, 15 lyfjafræðingar og 7 tannlæknar á ári. Helming- ur kandídatanna hefur hins veg- ar ekki lokið eiginlegu starfs- námi, heldur almennu námi með fjölbreytilegu vali til B.A.- eða B.S.-prófs. Þar eru kandídatar heimspekideildar fjölmennastir, um 160, félagsvísindadeildar um 125 og raunvísindadeildar um 100 á ári. Þekking þessara kand- ídata nýtist jafnt í einkageira sem opinberum rekstri. í samanburði við aðrar þjóðir er fjöldi kandíd- ata sem hlutfall af þjóðinni ekki áhyggjuefni, heldur einhæfni at- vinnulífs og smæð íslenskra fyrir- tækja, sem gerir þeim erfitt að nýta sér þekkingu kandídatanna. Að því var vikið í ræðu við braut- skráningu fyrsta vetrardag á liðnu ári. Valda ekki kröfunum Að þessu sinni vil ég gera að sérstöku umtalsefni erfiðleika margra námsmanna við byrjun háskólanáms. Háskóli íslands notar alþjóölega viðmiöun í kröf- um sínum til prófa. Margir námsmenn valda ekki þessum kröfum og hverfa frá námi. Á hverju ári innritast um 2400 nemendur til byrjunar náms í Háskóla íslands. Um tveir þriöju vegar sú truflun, sem veröur á námi þeirra nemenda sem ekki komast áfram. Verst er þetta í heilbrigðis- greinum þar sem fjöldi þeirra, sem fá að halda áfram námi, tak- markast af aðstöðu til þjálfunar á heilbrigðisstofnunum. Þeir eru um 30 í læknisfræði af um 170, 6 í tannlæknisfræði af um 25, 60 í hjúkrunarfræði af um 130 og 18 í sjúkraþjálfun af um 70. Þannig stöðvast um 280 nemendur í námi eftir fyrsta misseri, þrátt fyrir að margir þeirra hafi staöist öll próf með góðri einkunn. Margir þeirra reyna ár eftir ár við sama prófið, án þess að komast áfram á þeirri braut sem þeir kjósa. í lögfræði er fjöldi þeirra, sem áfram komast, ekki bundinn við ákveðna tölu, en að jafnaði ná aðeins um 70 af 180 tilskildum árangri á prófum til að setjast á annað ár. Svipaðar tölur mætti nefna úr öðrum námsgreinum og í heild er verið að ræöa um vanda allt að 1400 nemenda, eins og áður var sagt. Þetta er vandi háskólastigsins, sem Háskóli íslands axlar án þess a& vera undir það búinn. Lausn hans getur hins vegar ekki verið mál Háskólans eins, heldur allrar þjóðarinnar. Það væri lítill vandi að þalda Háskóla íslands uppi, ef hann einsetti sér að taka aðeins inn bestu nemendurna. Hann gæti fengið lagaheimild til að auka svo faglegar kröfur við inn- ritun að þaö yrði nánast undan- tekning að nemanda hlekktist á í námi. Skráðum nemendum mundi við þetta hugsanlega fækka um fjórðung, en sá nem- endahópur sem ekki fengi innrit- un ætti nær engra kosta völ til háskólanáms hér á.landi. Hann væri í blindgötu. Ef við trúum á gildi menntunar, hljótum við að telja æskilegt að þessir nemendur eigi kost á námi við sitt hæfi. Það væri afturför í menntamáluri: > Tímamynd Tj senda þá til annarra landa, auk þess sem það yrði tæplega hag- kvæmara en búa þeirn aðstöðu til náms hér heima. Fræðilegi grunnurinn stúdentum ofviöa Það er af þessum ástæðum sem Háskóli íslands hefur ekki sóst eftir heimild tii takmörkunar, heldur hvatt til þess að betur verði hugað að uppbyggingu annarra skóla á háskólastigi sem byðu annars konar nám en hiö fræðilega háskólanám á vegum Háskóla íslands. Allt nám Há- skólans er þannig vaxið að fyrst er lagður traustur fræðilegur grunnur, áður en námið sveigist að þjálfun til sérhæfðs starfs eða rannsókna og lokaprófi með al- þjóðlegri viðmiðun eftir 3 til 4 ár hið skemmsta. Þab er hinn fræðilegi grunnur sem reynist mörgum stúdentum ofviða eöa á ekki við þá. Þeim gæti hins vegar vegnað ágætlega í öðru háskóla- námi, sem legði minni áherslu á fræðilegan grunn og rannsóknir, en beindist þegar í upphafi að verkmenntun og þjálfun til starfa. Vísa að slíku námi er ab finna í öðrum skólum á háskóla- stigi, en þeir bjóða hins vegar mun færri námsgreinar og geta abeins tekið á móti fáum nem- endum. Meginfjöldinn á ekki annan kost hér á landi en Há- skóla íslands. Sá fjöldi úr hverj- um árgangi, sem hér lýkur fræði- legu háskólanámi, er svipaður og gerist með skyldum þjóbum, en vib eigum ekki sambærilega skóla og aðrar þjóðir, sem bjóða aðgengilegra háskólanám með áherslu á styttri námsleiöir og verkmenntun. Ætti Háskóli ís- lands að fara inn á þessa braut eða ætti hann að styðja abra skóla til þessa verkefnis? Án beins stuðnings Háskóla ísiands virðist vera erfitt að vinna bessu n.ámi tiltru nemenda. Frá brautskráningu viö Háskóla Islands. þeirra eru að hefja nám við Há- skóla íslands í fyrsta skipti, en einn þriðji er að hefja nám aftur, þar sem hann náði ekki tilskild- um árangri. Jafnframt hverfa'um 600 frá skólanum árlega án þess aö ljúka námi. Flestir þeirra helt- ast úr lestinni þegar á fyrsta námsári. Könnun meðal þeirra bendir til þess, ab þeir sætti sig allvel við orðinn hlut. Þetta brotthvarf er ekki meira en gerist við mafga erlenda háskóla, sem ekki velja til innritunar eftir hæfni. Þó hlýtur sú hugsun aö veröa áleitin, hvort vib rækjum skyldur okkar nægilega vel viö þennan hluta námsmanna, sem veröur frá að hverfa. Kemur nám- iö þeim stúdentum aö gagni sem ekki ljúka því? Hiö sama á að einhverju leyti vib þau 800 sem endurinnritast. Hefði þeim vegn- ab betur í öðru námi en Háskóli íslands býbur? Hefði Háskólinn getað búið betur ab þeim? Fjöldatakmarkanir Vandi Háskólans á sér ab hluta rætur í framhaldsskóla og þeirri menntastefnu sem ríkt hefur. Þar standa verknám og iðnnám í skugga af bóknámi og njóta ekki virbingar. Nemendur og foreldrar þeirra óttast að verkmenntun í framhaldsskóla leiði í blindgötu og telja því öruggara að velja bóknámib til stúdentsprófs. Af viðræöum Háskólans við for- svarsmenn iðnmenntaskóla má ráöa að ein áhrifamesta leið til aö auka veg verkmenntunar í fram- haldsskóla væri að opna nem- endum, sem því námi ljúka, greiðari leið til náms á háskóla- stigi en nú tíðkast. Viðeigandi námsbrautir á háskólastigi meti þætti verkmenntunar og reynslu sem jafngildan undirbúning á við ýmsa þætti sem nú felast í al- mennu stúdentsprófi og bjóði þeim, sem ekki eru með viðeig- andi undirbúning undir tiltekið Sveinbjörn Björnsson. háskólanám, námskeið til að bæta úr því sem á skortir. Þessi ábending iðnmenntaskólanna er íhugunarverð fyrir alla skóla á háskólastigi. Verði ekkert að gert, mun háskólastigið lenda í sama fari og framhaldsskólarnir. En þar lendir vandinn einkum á Há- skóla íslands, sem er öllum stúd- entum opinn. Fyrstu merki þessarar þróunar eru reyndar farin að sjást. Nem- endum fjölgar mest í þeim grein- um sem eru beinast framhald af bóknámi framhaldsskólans. Deildir Háskólans kvarta yfir ónógum áhuga og undirbúningi stúdenta, óvibunandi aðstæöum sínum til að sinna nemendum sem skyldi, og brottfall er mikið í byrjun náms. Þar sem stúdents- próf hafa ekki verið samræmd, hafa deildir Háskólans ekki treyst sér til að gera upp á milli nem- enda við innritun, heldur tekið þann kost að leyfa öllum að spreyta sig fyrsta misserið, en velja svo úr hópnum meö ströngr um prófum. Þessi leið hefur þann meginkost að öllum er gefib tækifæri til að sanna sig og bæta úr ónógum undirbúningi úr framhaldsskóia. Gallinn er hins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.