Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 14. febrúar 1996 Huwiw STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötuger&/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Gagnrýnisverðar ákvarðanir um vexti Eitt frumskilyröi fyrir því að atvinnulífið geti þró- ast eðlilega hér í landinu og skapað störf og bæri- leg lífskjör er að samkeppnishæfni þess sé sem best. Atvinnulíf landsmanna býr ekki eingöngu við innlenda samkeppni, heldur er vaxandi al- þjóðleg samkeppni staðreynd og þess vegna skipta skilyrðin í viðskiptalöndunum máli. íslenskt atvinnulíf býr við lága verðbólgu um þessar mundir miðað við samkeppnislöndin. Þetta hefur þegar sýnt gildi sitt með framleiðsluaukn- ingu og aukningu útflutnings í ýmsum iðngrein- um, sem hefði ekki átt sér stað í mikilli verðbólgu. Miklu máli skiptir að þessi skilyrði haldist, ef fram- hald á að verða á þessari jákvæðu þróun. Þau tíð- indi berast nú að verðbólguspár fyrir yfirstandandi ár gefi tilefni til þess að ætla að svo geti orðið og verðbólgan verði um það bil 2,5%. Annað meginatriði, sem sker úr um samkeppn- ishæfni atvinnuveganna, eru vaxtakjörin, og þar býr íslenskt atvinnulíf ekki við eins góðan kost. Raunvextir eru háir hér á landi og hafa vaxtamál verið mjög til umræðu á undanförnum árum af þeim sökum. Vaxtamunur er mikill miðað við samkeppnislöndin. Bankarnir hafa nýlega tilkynnt vaxtahækkun. Þessi ákvörðun er umdeild í ljósi allra aðstæðna. í útvarpsviðtali við forstöðumann Þjóðhagsstofn- unar síðastliðinn þriðjudag kemur fram að hann telur að bankarnir hafi lagt svartsýnustu spár um verðbólguhorfur til grundvallar þessari ákvörðun. Spár um þenslu í efnahagslífinu, sem uppi voru á síðustu mánuðum ársins 1995, hafi ekki gengið eftir á fyrstu mánuðum ársins 1996. Ákvörðun bankanna um vaxtahækkun er mjög gagnrýnisverö. Ef þensla er ekki fyrir hendi og rekstur bankanna fer batnandi og verðbólguspár eru á þann veg að verðbólga verði hér minni á ár- inu 1996 en í samkeppnislöndunum, er ekki ástæða til þess að hlaupa nú til og hækka útláns- vexti. Til viðbótar er upplýst að vextir erlendis fara lækkandi, svo ástæðuna er ekki hægt að rekja þangað. Þar að auki gefa framkvæmdaáform ríkis- ins ekki ástæðu til að hækka vexti, þar sem fjárlög gera ráð fyrir að dregið verði úr opinberum fram- kvæmdum. Það er því ekki tilefni til vaxtahækkana nú, og verði gengið lengra á þeirri braut við núverandi aðstæður, getur það slævt þann sóknarbrodd sem hefur orðið vart í atvinnulífi landsmanna. Það væri illa farið. Það er ljóst að vel verður fylgst með næstu vaxtaákvörðunum viðskiptabankanna. Það er ljóst að ábyrgð þeirra er mikil að fara með þennan mik- ilvæga þátt efnahagsmálanna. Að ná sér af timburmönnum Þá er komin fram tillaga um að kaupa heimili handa Errósafn- inu, sem borgin er búin að vandræðast með síðan hinn heimsþekkti listamaður ákvað að gefa borgarbúum öll lista- verkin sem hann var í vandræð- um með að finna geymslu fyrir. Korpúlfsstaðafjósið, sem upp- haflega átti að hýsa gjöfina, reyndist sem kunnugt er að hruni komið og ónothæft nema meb svo kostnaðarsömum end- urbótum að borgarsjóður hefði farið á hausinn. Vib slíku mátti borgin að sjálfsögðu ekki, því nógir eru timburmennirnir samt eftir næstum 60 ára fjár- festingarfyllerí sjálfstæbis- manna í borgarstjórn, sem var raunar ekki komið fullkomlega úr böndunum fyrr en síðustu nokkur ár þeirra vib stjórnvölinn. En nú ráða pilsin ríkjum í Ráðhúsinu og eru á góðri leið með að hjúkra timburmennina úr borg- arbúum, eða svo er að skilja á nýsamþykktri fjár- hagsáætlun í þab minnsta. Ýmsum hafa þótt meðölin bragðvond, sem á borð eru borin í þess- um eftirmála ölvunarinnar: sparnaður og hagræð- ing hrærb út í hráu eggi. En þau virðast ætla að virka. Peningum eytt í fallega hluti Og það er eins og við manninn mælt að um leið og menn eru hættir ab sökkva í skuldafenið og farnir aö troða marvabann, þá taka að heyrast raddir um að rétt sé ab fara að eyða peningum í fallega hluti en ónauðsynlega. í gær fjallaöi borg- arráð um þá hugmynd að gera Hafnarhúsið að listasafni, sem m.a. myndi hýsa Errósafnið heim- ilislausa. Fyrsta skrefið í slíku verkefni er ab kaupa Hafnarhúsið, sem út af fyrir sig er ekki stórmál, því reykvískir skattgreiðendur væru einfaldlega að kaupa húseign af reykvískum skattgreiðendum. Hafnarsjóður á húsið og borgarsjóöur myndi kaupa það. Hins vegar er það, sem á eftir á að koma, þess eðlis að búast má við að skattgreið- endur yrðu ab fara að reiöa fram fé í stórum stíl, enda mun hug- myndin að efna til samkeppni um hönnun á innviðum hins nýja listasafns og endurnýjun húsakostsins. Samræbur vib heimslistina Og samkvæmt Morgunblað- inu í gær útskýrir Gunnar Kvar- an, forstöðumaöur Listasafns Reykjavíkur, ávinninginn af þessari fjárfestingu í nýjum húsakynnum svona: „Hugsan- lega gætum við útvíkkað hugs- unina að baki því og sett safnið í alþjóölegt samhengi, sem ég held að sé næsta skref. Okkur skortir nú áþreifan- lega þær samræöur vib heimslistina sem þarna skapast grundvöllur fyrir." Garri getur — almennt séð — tekið undir að þaö geti verib gagnlegt fyrir borgarbúa að stofnanir sveitarfélagsins eigi samræður við heimslistina. Hins vegar er spurning hvort ekki sé brýnna að ljúka samræðum borgarinnar við kröfuhörðustu lánardrottna sína áður en tekið er upp menning- arlegra hjal. Pilsaþyturinn í Ráðhúsinu og sú líkn- andi meðferð, sem honum hefur fylgt, er vissu- lega til marks um að fjárhagur borgarinnar fari batnandi úr þessu. Meðfetðinni er hins vegar hvergi nærri lokið og talsvert í það að heilsufarið gefi tilefni til nýrra landvinninga á sviði fjárút- láta. Garri vill því gera það að tillögu sinni að Errósafnið verði áfram látið liggja í dvala í geymsl- um, þar sem það hefur verið undanfarin misseri engum til ama eba tjóns. Vilji menn sýna þessi verk, er hægt að ganga að þeim á vísum stað, en viðhafnarupphenging í sérstöku safni er einfald- lega ekki það forgangsverkefni að í það eigi ab ráð- ast að svo stöddu. Garri Lendingarpallur kjördæmapots Halldór Blöndal er mikill Norð- lendingur í sér, og fyrir síöustu kosningar var fullyrt að hann og stuðningsmenn hans hafi byggt málflutning sinn að hluta til á því ab taka saman hvað Halldór hefði nú áorkab miklu í vegamálum fyrir kjör- dæmið. í því voru tíundaðar hina'r og þessar framkvæmd- irnar, brú hér og malbik þar. Skilaboðin var erfitt að mis- skilja: Allt þetta hef ég gefið ykkur fyrir að kjósa mig, og þið munuð fá miklu meira ef þið kjósið mig aftur. Þjóðinni er eflaust í fersku minni hvernig Halldór opnaði síbasta malbikaða spottann á leiöinni norður í Bólstaðarhlíð- arbrekkunni tvisvar sinnum, fyrst óformlega og síöan form- lega. Eini gallinn við allt málið var að spottinn var ekki í réttu kjördæmi, þó að kjósendur Halldórs hefðu aug- ljósan hag af framkvæmdinni, þar sem um þjóð- leiöina inn í kjördæmið er að ræða. Hófib og óhófib Og Halldór fékk líka ágæta kosningu og situr enn á stóli samgönguráðherra fyrir hönd kjós- enda í Norðurlandi eystra. Nú leiðir þab af sjálfu sér að kjördæmapot og hagsmunagæsla fyrir kjördæmi hlýtur að vera viðvarandi þáttur í stjórnmálum, þar sem þingmenn eru kosnir sem fulltrúar tiltekinna kjördæma. í sjálfu sér er ekk- ert vib slíkt að athuga, ef slíkri hagsmunagæslu er stillt í hóf og þingmenn muna þá kvöö sem starfi þeirra fylgir, ab þegar þeir setjast á þing eru þeir fyrst og síðast fulltrúar þjóðarinnar allrar og ber að hafa heildarhagsmuni ab leiðarljósi. Slík kvöð er þó sérstaklega rík þegar menn eru valdir til þess að gegna ráðherrastöbum fyrir flokka sína. Óhóflegt kjördæmapot í krafti ráðherra- dóms er ekki bara óviðeigandi, heldur beinlínis siðlaust. Halldór Blöndal virbist á ýmsan hátt skilja hlutverk sitt á ráðherrastóli öðrum skilningi en flestir aðrir menn. Aftur og aft- ur koma upp mál þar sem menn telja sig sjá áberandi kjördæmahagsmuni lita ákvarðanir hans. Nú síöast kemur fram í fréttum að hann hefur sérstakan áhuga á ab breikka flugvöllinn á Akureyri og er búinn að gefa út yfirlýs- ingar um slíkar framkvæmdir í hópi pólitískra stuðnings- manna sinna á kjördæmisþingi sjálfstæbismanna í Norbur- landi eystra. Og ekki er sam- gönguráðherrann heldur ab láta hringla í smápeningabudd- unni á flokksfundunum fyrir norðan, því verkið, sem hann er búinn að gefa fyrirheit um, á að kosta hátt á annaö hundrað milljónir króna. Aldrei fyrr hefur heyrst aö Akureyrarflugvöllur sé í ein- hverjum bráðavanda með flug- brautir sínar og þurfi á gríðarlegu fjármagni að halda, en nú mun þab sjálfsagt koma á daginn til þess að auðvelda ráðherranum eftirleikinn. Víba raunveruleg þörf Á sama tíma hefur legiö fyrir um nokkurt skeið að Reykjavíkurflugvöllur er á mörkum þess ab teljast fullkomlega öruggur vegna skorts á við- haldi og fjársvelti. Sama má segja um fjölmarga abra flugvelli, sem ekki veitti af framlagi til þess að bæta samgöngur. Þess utan er verið að tala um fjármagn úr einum og sama ríkissjóðnum þar sem sífellt er verið að spara, og eflaust væri víða hægt að láta tugi milljóna vinna þarft -verk á þessum tímum niðurskurðar og aðhalds. Óvænt útspil samgönguráðherrans um við- bætur við aðalflugvöllinn í kjördæmi sínu kem- ur því eins og ósvífin, ísköld vatnsgusa framan í landsmenn alla, sem á umliðnum misserum hafa hert sultarólina og sætt sig við miklu minni framkvæmdir en nauðsynlegar hefðu verið. Halldór Blöndal er kominn langt yfir strikið. -BG Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.