Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 14. febrúar 1996 11 Gunnar Oddsson: Baksviö álsamninga Samningar um stækkun ál- vers í Straumsvík hafa hlot- ið lof úr flestum áttum. Lof- söngur sá er þó allur í upphróp- anastíl og virðist einn éta upp eftir öðrum. Hagvöxtur eykst, hagur Landsvirkjunar snýst úr tapi í hagnað, sjötíu varanleg störf verða til, auk vinnu við framkvæmdirnar. Allt er þetta harla lofsvert, ef fleira fylgdi ekki með. En að því skal nú vikið. Undrandi rábherra Annar aðalþáttur þessara samninga er orkuverðið. Það fæst ekki uppgefið, en vitað er að það er mjög lágt. Iðnaðarráð- herra segist þó undrandi á því hvað auðhringurinn fékkst til að borga fyrir orkuna, þar sem samningsstaða Landsvirkjunar var afar slæm meö umframorku frá einni stórvirkjun ónýtta í kerfinu. Baksvið þessara samn- inga er samþykkt Alþingis um Blönduvirkjun, sem er að verða VETTVANGUR „Því vil ég skora á al- pingismenn að synja um frekari landeyðingu við Blöndu. Miðlun í kerfinu verður viðunandi með lokaáfanga Kvíslaveitu í Þórisvatn. Hitaveita Suð- umesja vill virkja í Svart- sengi 15-20 megavatta gufuvirkjun. Alþingi vaeri sómi að leyfa pá virkjun í stað pess að stœkka Blöndulón." fjórtán ára gömul. Þar var veitt heimild fyrir fjárfestingar- og umhverfisslysi. Umhverfisslysið var það að miðlunarlóni var valinn rangur staður og yfirborð lónsins 20 km2 stærra en þurfti að vera. Fjárfestingarslysið var það að ráðist var í ótimabæra stórfram- kvæmd, sem hefur kostað þjóð- ina ótalda milljarða og að lokum er orkan seld á broti af því sem kostar að framleiða hana. Mis- muninn greiðir íslenska þjóðin. Bók um Blöndu- virkjun Tilhögun Blönduvirkjunar vakti víðtækar deilur á sínum tíma. Náttúruverndarmenn börðust fyrir því að landi væri þyrmt svo sem kostur væri og uppistöðulóni valinn staður með það fyrir augum. Því var hafnað. Öll sú saga er rakin í nýút- kominni bók Helga Baldursson- ar sem fjallar unr Blöndudeiluna og nefnist „Lýðræði í viðjum valds". Af efni þessarar bókar má draga mikinn lærdóm. Stjórnmálamönnum og vald- höfum má efni bókarinnar vera víti til varnaðar um meðferð valdsins og náttúruverndar- rnönnum lærdómur um að bregöast við í tíma þegar hlið- stæð mál koma fram. Áskorun til þing- manna Slysið við Blönduvirkjun var það að ákveðið var að flatarmál miðlunarlóns væri 20 km2 stærra en það þurfti að vera og er þá miðað viö fulla miðlun (420 gl). í dag er lónið ekki komið í fulla stærð. Landsvirkjun hyggst nú í sumar hækka Blöndustíflu og sökkva 17 km2 lands til við- bótar þeim 39 eða 40 km2 sem jökulvatnið hylur nú þegar. Eitthundrab gígavattstundir eiga að fást við þessa auknu miðlun, eða 1/9 hluti þess sem álverið þarf til umsaminnar stækkunar. Ef ég man rétt, þarf Alþingi að fjalla um og heimila þessa framkvæmd áður en í verður ráðist. Því vil ég skora á alþingis- menn að synja um frekari land- eyðingu við Blöndu. Miðlun í kerfinu verður viðunandi með lokaáfanga Kvíslaveitu í Þóris- vatn. Hitaveita Suðurnesja vill virkja í Svartsengi 15-20 mega- vatta gufuvirkjun. Alþingi væri sómi að leyfa þá virkjun í stað þess að stækka Blöndulón. Að lokum: Alþingismenn, þib eigiö kost á að varðveita eða eyða 1700 hekturum af allvel grónu landi. Þab gera 27 hektar- ar á hvern þingmann. Sagan mun geyma vib hvorn kostinn þið kjósib að tengja nafn ykkar. Höfundur er bóndi í Flatatungu í Skagafir&i. Sveitakeppni Bridgehátíöar afar fjölmenn: Spilarar verba á fimmta hundrab Frestur til að skrá sig í sveita- keppni Bridgehátíðar 1996, sem fram fer um næstu helgi, er runninn út. Alls skráðu sig rúmlega 100 sveitir og munu því á fimmta hundrað spilarar lei&a saman hesta sína á Hótel Loftleiðum. Eftirfarandi sveitir eru skrábar til leiks: Morgunblaðiö Ágúst Helgason Álfasteinn Anna Guðlaug Nielsen Anton Haraldsson Bændasamtök íslands Bangsímon Birgir Ólafsson Björgvin Þorsteinsson Björn Friðriksson Björn Ingi Stefánsson BSH Búlki hf. Byggingavörur Steinars Eldsmiðurinn Elín Jóhannsdóttir Elsa Bjartmarz Esso Eyþór Hauksson EyþórJónsson Fálkinn hf. Forritun s.f. Friðrik Jónsson Gísli Þórarinsson Guðfinnur K.E. Guðmundur H. Sigurðsson Guðmundur M. Jónsson Hafdís Hagvangur hf. Halldór B. Jónsson Halldór Einarsson Halldór Már Sverrisson Haraldur Sverrisson Hjálmar S. Pálsson Hjólbarðahöllin Húsasmiðjan BRIDCE BJÖRN ÞORLÁKSSON Hvítir hrafnar Ingvar Jónsson ístravel Jóhannes Ágústsson Jóhannes Sigurðsson Jón H. Guðmundsson Jón Þór Daníelsson Karl Gunnlaugsson Kaupfélag Þingeyinga Kökugerð Kristín Guðbjörnsdóttir Kristinn Þórisson Landsbréf Langisandur Logaland Lyfjaverslun ríkisins Málning hf. Metró Ólafur Lárusson Oraflame Pizza '67 Pizza Hut Plastprent Roche Rúnar Magnússon Samskipti Samvinnuferðir-Landsýn Sendibílastöðin Sérsveitin Sigmundur Stefánsson Sigríður Sóley Kristjánsdóttir Sigurður Ármannsson Skandia Sólning Sparisjóður Mýrasýslu Stefán Guðjohnsen Stefán Jóhannsson Subaru Svala K. Pálsdóttir Kanada Holland Þaö veröur þröng á þingi og eflaust mikiö um áhorfendur í spilasölum Hótei Loftleiöa um helgina. Þátttaka á Bridgehátíö 1996 hefur slegiö öll fyrri met og veröa kapparnir á myndinni margir á meöal þátttakenda. Myndin er tekin fyrir 10 árum, þegar Sigtryggur Sigurösson og Páll Valdemarsson uröu íslandsmeistarar í tvímenningi á Hótel Loftleiöum. Noregur Zia Mahmood Sverrir Grétar Kristinsson Tíminn Torfi Sigurðsson TVB 16 Bandaríkin 1 Bandaríkin 2 Bandaríkin 3 Bandaríkin 4 Bandaríkin 5 Bandaríkin 6 Bandaríkin 7 Bandaríkin 8 Bandaríkin 9 Bandaríkin 10 VÍB Þórarinn Sigurðsson Þórður Pálsson Þorsteinn Berg Þorvaldur Finnsson Þröstur Kristófersson Plús-Film Aðalsveitakeppni BR: VÍB og Búlki á toppnum Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur stendur nú yfir og verða 5. og 6. umferö spilaðar í kvöld. Staða efstu sveita: VÍB 81 stig Búlki hf. 81 Samvinnuferðir-Landsýn 80 Ólafur Lárusson 75 Tíminn 73 Árnína Guðlaugsdóttir 73 Bangsímon 73 Spil 15 sl. miðvikudagskvöld var venju fremur athyglisvert: Suður/NS á hættu A ÁK63 V 7 ♦ 64 * ÁKG87S A G875 V KDT5 ♦ ÁD83 + 4 N V A S * DT92 V 8 * KGT752 * 63 * 4 V ÁG96432 * 9 * DT92 Eins og sjá má stendur hálf- slemma í laufi á hendur NS, en umsjónarmanni er ekki kunn- ugt um að neitt par hafi náð þeirri slemmu. Mun algengara var að AV skrifuðu töluna í sinn dálk, annað hvort í 3 gröndum eöa 4 hjörtum. í leik Tímans gegn ísak Erni Sigurðssyni fóru sagnir þó vel af stað í átt að slemmunni í opna salnum: Subur Vestur Nor&ur Austur 2 hjörtu pass 3 lauf pass 4 lauf pass pass pass Lykillinn að laufslemmunni er að láta sér nægja að opna á 2 hjörtum í stað þriggja eins og flestir gerðu. Vissulega þolir hönd suðurs 3ja hjarta opnun, en á þessum hættum og í fyrstu hendi er spurning hvern sagn- hafi sé að hindra. Hvað um þab, 3 lauf norðurs voru eðlileg og krafa og suður hækkaði í fjögur. Eftir langan trans passaði norð- ur og upp úr því hófust rökræð- ur á milli NS hvar mistökin lægju. Eftir á ab hyggja er þó ljóst ab suður gat sagt 4 tígla, splinter með laufsamþykkt og þar með er slemman fundin eft- ir ásaspurningu. í lokaða salnum spiluðu NS 3 grönd og fengu að vinna þau eftir varnarmistök andstæfting- anna, þannig að sveit ÍMb græddi 8 impa á spilinu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.