Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 6
6 Mibvikudagur 14. febrúar 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM KEFLAVÍK Varmamót ehf. í Keflavík: Hagkvæmur bygg- ingarmáti sem nýtur aukinna vinsælda Fyrirtækið Varmamót ehf. í Keflavík hefur í samstarfi við Plastgerð Suðurnesja hafið framleiðslu á Varmamótum, byggingarkerfi framtíðarinnar. Um er að ræða þrjár tegundir af einangrunarplastkubbum, sem er hlaðið upp ekki ósvipað og leikfangakubbum. Varmamótin mynda þannig steypumót þar sem einangrunin er tilbúin bæbi að innan og utan. Það eru þeir Guömundur Útskot eru ekkert mál. Guðbjörnsson og Stefán Hákon- arson sem standa að Varma- mótum. Þeir byrjuðu 1991 að vinna meb þetta byggingarefni, en nýverið var farið að fram- leiða mótin hjá Plastgerð Suður- nesja. Þrjár tegundir af mótum eru steyptar hjá fyrirtækinu, en öll sérmót, t.d. undir þunga burðarbita, eru flutt inn frá F.vr- ópu. Þegar hafa nokkur hús verið byggð úr Varmamótum hér á landi og hafin er bygging á hús- um við Sjafnarvelli í Keflavík þar sem öll hús við götuna verða byggð úr mótunum. Verktakafyrirtækið Húsanes notar t.a.m. Varmamótin mikið og er þessa dagana að stækka verkstæði sitt við Iðavelli um 930 fermetra og þar eru veggir hlaðnir úr Varmamótum. Guðmundur og Stefán sögbu í samtali við blabið að hér sé um að ræða fljótlegasta bygg- ingarmáta sem völ er á. Ef með- alstórt einbýlishús er byggt með Varmamótum, þá er hægt aö steypa sökkul á öðrum degi og húsiö sjálft er hlabið og steypt á 3-4 dögum. Miðað við 20 sm hefðbundinn vegg er þetta um 30% steypusparnaður, sem þýð- Eins og sést á myndinni er hefbbundin járnabinding í mótunum. Einn fermetri af Varmamótavegg kostar 2400 kr. án vsk. ir um 100 þús.kr. sparnað í mebalstóru einbýlishúsi. Þá sparast einangrunarkaup upp á 100-200 þús.kr., þar sem mótin eru jafnframt einangrun bæði inni og úti. Þetta er orkuspar- andi hús með hámarkseinangr- un. Mótunum er haldið saman með Breiðfjörðstengjum og set- um sem allir smiðir þekkja. Fullstífuð mót standast hvaða veður sem er. Öll útskot og bogadregnar línur fyrir glugga og huröir eru ekkert mál. Varmamót ehf. fylgjast meb uppsetningu allra húsa, sem byggð eru með Varmamótum, og veita leiðbeiningu við upp- setningu og ráðleggingar við steypuvinnu. FnÉTTnnLnnm SELFOSSI Hollendingar leigja garbyrkju- stöðina Stalla í Biskupstung- um og ætla ab stækka vib sig ef vel gengur: Rækta pottaplönt- urtil útflutnings Hollendingar hafa tekið garb- yrkjustöðina Stalla í Biskups- tungum á leigu til eins árs og ætla að rækta þar pottaplöntur til útflutnings. P.J. Kooij sagði í samtali við Sunnlenska að rækt- unin nú væri tilraunaverkefni. Ef vel gengi, yrbi lagt í mun stærra verkefni og fleiri gróbur- hús annaðhvort leigð af íslensk- um bændum eða byggð hér á landi. Stallar, sem eru í eigu Björns Jónssonar, er 12Q0 fermetra garðyrkjustöð. Hollendingarnir leigja stöðina frá 1. janúar til næstu áramóta, en koma hing- að til lands um næstu mánaba- mót og hefjast þá handa í rækt- uninni. Þeir hafa síðan forleigu- rétt til áframhaldandi leigu á stöðinni og rétt til að stækka stöðina um allt aö 1200 fer- metra meö bráðabirgðahúsum. Nægur hiti er á Stöllum, en býl- ið er nýbýli úr landi Nebri-Dals, skammt sunnan við Geysi. Kooij sagði að til að byrja með yrðu engir fastir starfs- menn ráðnir í stöðina, en vænt- anlega þyrftu þeir þó á að- keyptu vinnuafli að halda þegar hvað mest veröur að gera. Gangi -tilraun þessi vel, sagðist Kooij reikna meb ab koma upp 4-5000 fermetra stöð, sem myndi veita nokkrum íslend- ingum atvinnu. Gert er ráð fyrir ab framleiðslan fari öll á evr- ópskan markab. Ástæban fyrir því að Hollend- ingarnir vilja rækta pottaplönt- urnar hér á landi er ab sögn Kooij að þessar tegundir þrífast mun betur við íslenskt loftslag og veðurfar en hollenskt. „Bæði eru birtuskilyrði hér önnur og svalara loftslag gerir þessa rækt- un mögulega." Unniö ab endur- bótum á gamla skólahúsi Hóla Á Hólum í Hjaltadal standa nú yfir miklar endurbætur á húsakynnum bændaskólans. Beinast þær einkum að elsta hluta skólahússins í suðurenda þess, sem verður nánast endur- nýjaður. Allt verður rifið innan úr húsinu nema gólfbitar, ein- angrað innan á veggi og þeir klæddir og byggingin öll færð í nútímalegt horf. Suðurendi skólahússins er lið- lega 170 fermetrar að grunn- fleti, á þremur hæðum og kjall- ari undir. Þarna hafa m.a. verib skólastofur, skrifstofur og vist- arverur nemenda. Fyrri her- bergjaskipan verður að mestu látin halda sér við endurbæt- urnar, en komið verður fyrir lyftu í þessum hluta hússins og hreinlætisaðstöðu breytt með tilliti til aðgengis fatlaðra. Hvað ytra útlit varðar, mun það veröa óbreytt að því undanskildu ab skipt verður um glugga og verða þeir með sama útlit og upphaflega var í byggingunni 1910. Ab sögn Jóns Bjarnasonar hafa endurbæturnar á húsinu gengið samkvæmt áætlun. Verkið hófst í ágúst sl. og áformað er að taka hluta húss- ins í notkun í maí, en verkinu á að vera endanlega lokið í ágúst. Jón segir ab þrátt fyrir að húsið sé fært í nútímalegt horf, verði kappkostað ab upprunalegt útlit og stíll haldi sér, enda hafi þessi bygging mikib menningarlegt gildi og hafi verið stórfram- kvæmd þegar í hana var rábist á sínum tíma. Áætlaður heildar- kostnaður við endurbæturnar er um 60-70 milljónir króna. Endurgerb eldri hluta skólahússins á Hólum verbur lokib meb vorinu. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., og jón Loftsson skógrœktarstjóri undirrita nýjan samning um Skógrœkt meb Skeljungi. Skeljungur hf. styrkir skógrækt um 10 milljónir Jón Loftsson skógræktarstjóri og Kristinn Björnsson, for- stjóri Skeljungs hf., hafa und- irritaö samkomulag um áframhaldandi samstarf Skógræktar ríkisins og Skelj- ungs hf. undir kjörorbinu „Skógrækt meb Skeljungi". Samkvæmt samningnum mun Skeljungur hf. leggja 10 milljónir króna til verkefna á svibi skógræktar á þessu ári. Frá því samstarf þessara aðila hófst á miðju ári 1993 hefur Skeljungur hf. styrkt skógrækt í landinu um samtals 27 milljón- ir króna. Félagasamtök og ein- staklingar hafa fengið skóg- ræktarstyrki, framleiddar hafa veriö skógarplöntur og skóg- lendi opnub almenningi með bættu aðgengi og áningarab- stöðu. Meginmarkmið samstarfs Skeljungs og Skógræktarinnar hefur verið að efla almennan áhuga á skógrækt og skógrækt- arstarfiö í landinu í þeim til- gangi að stækka skóglendi ís- lands. Vísasta leiðin til að glæða skógræktaráhuga íslend- inga er að fá þá til ab heim- sækja þá fjölmörgu skógarreiti sem til eru í landinu. Slík heim- sókn lætur engan ósnortinn. Því hefur í þessu samstarfi verið gert sérstakt átak í ab opna skógana. Skóglendi Skógræktar ríkisins hafa verið gerb aðgengilegri til almennrar notkunar með grisj- un, göngustígagerð, merking- um og bættri áningaraöstöðu. í því sambandi má nefna Hall- ormsstaðarskóg, Vaglaskóg, Grundarreitinn í Eyjafirbi, Reykjarhólsskóg í Varmahlíð í Skagafirði, Jafnaskarðsskóg vib Hreðavatn, Stálpastaðaskóg í Skorradal, skóglendið í Esju- hlíðum við Mógilsá, Haukadals- skóg í Biskupstungum og Tumastaði í Fljótshlíð. Saman- lögð lengd skógarstíga, sem unnt hefur verið ab leggja vegna framlagsins frá Skeljungi, nemur tugum kílómetra og á enn eftir að aukast. Sérstakir skógardagar, sem efnt hefur verið til í tengslum við opnun skóganna, hafa verið mjög fjöl- sóttir. Reynslan hefur sýnt ab landsmenn kunna vel ab meta þetta framtak, enda hefur öll umferð um skóglendin aukist til muna í kjölfarið. Með samningnum, sem nú hefur verib undirritaður, er tryggt áframhald á því ánægju- lega samstarfi sem veriö hefur mifli Skógræktar ríkisins og Skeljungs hf. undanfarin ár. Framtíbarverkefnin eru mörg. Fjöldi skóglenda bíba grisjunar og bætts aðgengis, en ákveðið hefur verið ab leggja áherslu á göngustígagerð í Þórsmörk, á Þingvöllum og í Eiðaskógi á Héraði. Fljótlega verða auglýstir Skeljungsstyrkir þar sem félaga- samtök og einstaklingar geta sótt um fjárstuðning til gróður- setningarverkefna. Lögð veröur áhersla á að veita færri en myndarlegri styrki en áður. Með haustinu er síðan stefnt að fræsöfnunarátaki með þátttöku almennings. ■ Hestamenn þinga Sjötta ársþing Hestaíþrótta- sambands íslands verbur haldib í Laugaskóla í Dölum í bobi íþróttadeildar Glabs, 16. og 17. febrúar n.k. Rétt til þingsetu hafa 88 fulltrúar frá 23 héraðssam- böndum og íþróttabandalög- um. Þinghaldið mun taka tvo daga og hefst með setningu föstudaginn 16. febrúar kl. 17.30. Fyrir þinginu liggja 24 til- lögur varðandi keppnisreglur og lög HÍS. Einnig liggur fyrir þinginu að velja stað fyrir ís- landsmót 1997. Um íslands- mótið hafa sótt fjögur félög. Reikna má með fjörugum kosningum varðandi staðar- val. Samkvæmt kjörreglum eru fjögur sæti laus í aðalstjórn sambandsins. Formaður síð- astliðin tvö ár hefur verib Jón Albert Sigurbjörnsson. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.