Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 8
8 WtmttíZi ^Srywy y'yyvary Mi&vikudagur 14. febrúar 1996 Flestir efast um aö þaö veröi heitt, en hika viö aö fullyröa nokkuö um þaö vegna þess hve fátt er vitaö meö vissu um ástand og gang mála í Noröur-Kóreu Af rábstöfunum þeim, sem Bandaríkin og Sov- étríkin gerírn fyrir um hálfri öld til aö skipta heim- inum á milli sín, hefur skipt- ing Kóreu reynst endingar- best. Þar er kalda stríöib enn háö af fullum kulda. Sá leikur kann að virðast ójafn, Suöur-Kóreu í hag. Hún hefur rúmlega 45 milljónir íbúa, líklega rúmlega helmingi fleiri en Noröur-Kórea. Gróska í efna- hagslífi hefur undanfarin ár ver- ið meiri í Austur- og Suðaustur- Asíu en nokkrum heimshluta öðrum, en líklega er krafturinn í þeirri þenslu um þessar mundir hvergi meiri en í Suöur- Kóreu. Heildarþjóðarframleiðsla þar s.l. ár nam 9,4% og spáð er aö á þessu ári veröi hún tæplega 8%. Hver ræður í noröri? í Norður-Kóreu er efnahags- ástandið öllu bágara, þótt full- langt kunni að vera gengið hjá einum fréttaskýrenda, sem kall- ar ráðamenn þar lélegustu skipuleggjendur heims í efna- hagsmálum. í því efni geta margir komið til greina í fremstu röð. En almennt álit er að kóreanska norðurríkiö eigi í miklum efnahagsörðugleikum. Hve miklum er um deilt og virð- ist fátt vera vitað um það meö fullri vissu utanlands. Stundum berast fréttir af hungursneyð í Noröur-Kóreu, en sumir bera þær fréttir tilbaka og væna Norður-Kóreustjórn jafnvel um að lauma þeim út í þeim tilgangi að útvega sér efnahagslega að- stoð og fyrirgreiðslu. Eftir þessu er umræðan um Norður- Kóreu í heimsfjölmiðl- um. Af öllum þeim valdhöfum, sem reynt hafa að hindra frétta- flutning frá ríki sínu, hefur þeim norðurkóreönsku tekist það hvaö best. Fréttaskýrendur, fréttamenn, stjórnmálamenn og fræðimenn ýmsir, að ógleymd- um leyniþjónustum, virðast vera í botnlausum vandræðum með að átta sig á atburðum og ástandi í ríki þessu, hverjar séu fyrirætlanir valdhafa, hversu al- varlegt ástandið sé í efnahags- og kjaramálum, hversu hættu- legum vopnum ríki þetta hafi yfir að ráða. Ekki er einu sinni vitað hver/hverjir ræður/ráða þar í raun, en um það þurfti a.m.k. enginn að vera í vafa þangað til í hitteðfyrra, er Kim II Sung, einræðisherra ríkisins frá stofnun þess fyrir tæplega hálfri öld, lést. Ekki oröinn flokks- leibtogi Efamál er aö Kim Jong II, son- ur gamla Kims og eftirmaður, sé alráður eins og faðir hans var. Kim yngri er smár vexti, óásjá- legur og að sumra mati óút- reiknanlegur. Hann er yfirhers- höfðingi, en enn hefur ekki ver- ið tilkynnt að hann hafi tekið viö embættum forseta ríkisins og framkvæmdastjóra komm- únistaflokksins. Þeim embætt- um gegndi faðir hans aö sjálf- sögðu. Þetta, bæði Kim yngri sem persóna og óvissan um það Bandarískir hermenn viö iandamœri Kóreuríkja: liöfœrri, en betur búnir. Enn kalt stríð í Kóreu sagt að hann sé sá fyrsti af for- setum Suður- Kóreu, sem kalla megi að hafi lýðræði fullkom- lega í heiðri og sé óháður hern- um. Þótt því fari fjarri að Suður- Kórea hafi lokað sig af hliðstætt Norður-Kóreu, þá er þjóðernis- hyggja mikil í báðum ríkjum og í efnahagsmálum hefur Suður- Kórea ástundað verndarstefnu með mesta móti. Nú hefur hún sótt um aöild að OECD, sem sé formlega upptöku í röð þróuð- ustu ríkja heims. Jafnframt vill Kim Young Sam draga úr vernd- arstefnunni og láta efnahagslíf landsins renna saman við efna- hagslíf heimsins. Gegn því er snúist af hörku af hálfu stjórn- sýslukerfisins og eldri stjórn- málamanna. Þeir segja sem svo að fyrst gengið hafi svo vel í efnahagsmálunum með vernd- arstefnunni, þá sé glapræði að hætta við hana. Kim Young Sam hafði enn- fremur sett sér það mark og mið að öðlast ódauðleika í Kóreu- sögu með því að verða í henni leiötoginn sem sameinaði Kór- euríkin tvö. Horfur voru á að friðarviðræður milli ríkjanna (sem enn eru í stríði formlega síðan í Kóreustríðinu 1950- 53) væru að hefjast þegar gamli Kim í norðri lést, en nafni hans í suðri, sem þá hélt aö norðurrík- ið myndi senn hrynja af sjálfu sér, sendi Kim Jong II engar samúðarkveðjur. Við það reidd- ist yngri Kim í norðri mjög, og er ætlan margra að þar sé að leita aðalástæðunnar til þess að síðan hefur aukirin kuldi hlaup- ið í samskipti ríkjanna. Andstæðingar Kim Young Sam heima fyrir nota þetta óspart gegn honum, segja að hann sé að reyna að sleikja sig upp við kommúnistana í norðri, en fái ekkert nema móðganir frá þeim í staðinn. Spillingarmál eru honum einnig til vandræða um þessar mundir. Sáttahorfur milli ríkjanna tveggja eru ekki miklar eins og er, en þótt sumir óttist að illútreiknanlegir ráða- menn Norður- Kóreu kunni af einhverjum illútreiknanlegum ástæðum að hleypa af stað nýju Kóreustríði, þá eru þeir fleiri sem þykir frekar ólíklegt að til slíks muni koma. Fyrirsjáanlegt sé aö í slíku stríði yrði hlutskipti Norður-Kóreu ósigrir og alger eyðilegging. ■ Kim Suöur-Kóreuforseti: sendi ekki samúöarkveöjur. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON hver í raun ræður Norður-Kór- eu, eykur óvissuna um það hvers megi vænta þaöan. Suöur- Kóreumenn segjast ekki vita meira um það en aðrir, og ættu þeir þó að geta öðrum betur átt- að sig á löndum sínum norðan- lands. „Það er ekki ljóst hvort Kim Jong II stjórnar forystu hersins eða forysta hersins stjórnar hon- um," hefur fréttamaður frá The New York Times eftir Cha Yo- ung Koo, skipuleggjanda við varnarmálaráðuneyti Suður- Kóreu. Herinn er sterkasta tromp Norður- Kóreu í þessu tafli kalda stríðsins sem enn stendur. Norður-Kórea er sögð hafa um 1.250.000 manns undir vopn- um. Suður-Kórea hefur um 700.000 þúsund rnanna her og auk þess er þarlendis um 37.000 manna bandarískur her. Liðs- munur er því mikill, en talið er að mikið af vopnabúnaði Norð- ur-Kóreumanna sé gamalt og úr- elt. Herirnir í suðri eru hins veg- ar búnir bandarískum vopnum af nýjustu gerðuin. Grunað er aö Norður-Kórea eigi þegar kjarnavopn, varla þó mikið af þeim, og allmikið af efnavopnum. Um eldflaugar Norður-Kóreu er lítið vitaö með vissu, en líklegt þó talið að hún eigi flaugar sem geti borið ger- eyðingarvopn til a.m.k. Japans og að sjálfsögðu til Suður-Kóreu. Fyrsti lýðræöislegi forsetinn Spennan í samskiptunum við norðurríkið er núverandi forseta Suður-Kóreu, Kim Young Sam, til verulegra vandræða. (Hann er ekki skyldur Kim Jong II, svo vitað sé; Kim er eitt algengasta nafnið þarlendis.) Um hann er Kim jong II: stjórnar hann hershöföingjunum eöa þeir honum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.