Tíminn - 05.03.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.03.1996, Blaðsíða 3
Þri&judagur 5. mars 1996 V’Wf’rWW 3 Ari Teitsson, formabur Bœndasamtakanna: Þjóbfélaginu stjómað af skammtímahugsunarhætti í upphafi ávarpsor&a sinna vi& setningu Búnaöarþings í gær minnti Ari Teitsson, for- ma&ur Bændasamtaka ís- lands, á a& nær öld sé li&in frá því fyrsta búna&arþing kom saman. Hann sag&i a& þá hafi ekki veriö au&velt a& koma fréttum af störfum þess á framfæri. Þótt margt hafi breyst og ekki síst í upplýs- ingami&lun þá þurfi ekki a& vera jafn auövelt a& koma fréttum af landbúna&armál- um á framfæri. „Okkar fréttir keppa um athygli hlustenda og áhorfenda vi& margvíslega frétta- og upplýsingflóru, innlenda og erlenda. Hlutur bænda er því oft rýr og ekki sjálfgefiö a& hann sé meö- höndlaöur á jákvæ&an hátt. En er víst a& lítil umfjöllun í fjölmi&lum sé neikvæö. Get- ur hún ekki veriö vísbending um aö bóndinn vinni störf sín í sátt vi& umhverfiö og skili sínum hlut í þjóöarbúi&. Ari Teitsson sag&i meðal ann- ars í ávarpsorðum sínum til búnaðarþingsfulltrúa að síð- ustu áratugi hafi glíman staöiö vi& markaöinn, við stjórnvöld, vibskiptabandalög og beint og óbeint við bændur í öðrum löndum. Hann sagbi ab í þeirri glímu hafi leikar snúist. Á með- an minna framboð hafi verið á mat en eftirspurn hafi staða landbúnaðarins verið sterk en eftir aö framboðið varð meira hafi landbúnaðurinn lent í varnarstöbu er orðið hafi sár reynsla margra er lifað hafi tím- ana tvenna. Ari Teitsson sagði að á sí&asta ári hafi stefnt í þrot hjá sauðfjárræktinni, birgðir kindakjöts verið orðnar óvið- ráðanlegar og tekjur bænda óviðunandi. Vib þær aðstæður hafi veriö sest a& samninga- borði viö ríkisvaldið meb það að leiðarljósi að gera atvinnu- greinina samkeppnisfæri til lengri tíma, bæta tekjur bænda og auðvelda þeim aðgang að örðum störfum einkum í þágu landverndar og landbóta. Um GATT-samninginn sagbi formaður Bændasamtaka ís- lands að í ljósi eins árs reynslu af honum og þótt nokkuð sé þrengt að á ýmsum sviðum þá virðist landbúnaburinn geta í megin atriðum lifað við þann samning verði ekki gerðar breytingar á útfærslu hans. Verði hins vegar gerðar breyt- ingar á útfærslunni, sem enn þrengi að landbúnaði, sé það ekki vegna samningsins sjálfs heldur verði það gert af stjórn- málalegum ástæðum. Vegna næstu lotu GATT-viðræ&nanna sem gert er ráð fyrir ab hefjist um næstu aldamót verði bænd- ur að halda áfram að aðlaga rekstur sinn að breyttu um- hverfi og stjórnvöld þurfi einn- ig að gæta þess að ganga þab langt í breytingum á stuðningi við landbúnað að um ekkert verði að semja í þeirri lotu. Ari Teitsson. Ari Teitsson sagbi að breyt- ingar í verslunarháttum séu eitt þeirra vandamála sem bændur víða um lönd hafi þurft að glíma við við. Matvöruverslun færist flytist sífellt á færri hend- ur á sama tíma og bændum sé gert erfitt að setja vörur sínar sameiginlega á markað. Þessi þróun hafi veikt stöðu bænda en aukið styrk stórra verslunar- fyrirtækja. Dæmi um það væri að tvær stærstu verslanakeðjur Noregs hafi skilað rúmléga fimm milljarða króna hagnaði, í íslenskum krónum talið, á ár- inu 1994 og svipi þeirri upp- hæð til árslauna um fjögur þús- und norskra bænda. Ari Teitsson sagði horfast yrði í augu við að þjóðfélagi okkar væri stjórnað af skamm- tímahugsunarhætti og með skammtíma hagsmuni að leið- arljósi. Á meðan sá hugsunar- háttur ríki verði landbúnabur- inn í varnarstöðu. -Þl Lífeyrissjóbur bœnda: Væntir hærri ávöxtunar „Til lengri tíma má gera ráð fyrir að samningurinn leiði til hærri ávöxtunar jafnframt því sem hlutfall rekstrar- kostnaðar sjóðsins fari lækk- andi", segja stjómarmenn Lífeyrissjóðs bænda, sem ný- lega hafa samið við Verð- bréfamarkað íslandsbanka hf. og Kaupþing hf. Heildar- eignir sjóðsins vom rúmlega 7 milljarðar króna um síöustu áramót. Hvoru fyrirtæki var falið að ávaxta og varðveita helming sjóðsins, sem skipt var jafnt milli þeirra bæði eft- ir tegundum verðbréfa og fjárhæöum. Starfsfólk sjóðsins mun eftir sem áður annast alla þjónustu við sjóðfélaga, svo sem mót- töku iðgjalda, skráningu rétt- inda, greiðslu lífeyris og upp- lýsingar til sjóðfélaga. Lífeyrissjóður bænda er einn af tíu stærstu lífeyrissjóðum landsins. Enginn sjóður af þeirri stærð hefur áður falið verðbréfafyrirtækjum ávöxtun og vörslu allra fjármuna sinna, segir í tilkynningu frá sjóðn- um. ■ Gubrún Pétursdóttir nýtur yfirburbastubnings skv. skobanakönnun DV: Nýtur nú tvöfalt meira fylgis en séra Pálmi Samkvæmt nýrri skoðana- könnun DV vegna komandi forsetakosninga hefur fylgi Guðrúnar Pétursdóttur vaxið vemlega síðan í síöustu könn- un og nýtur hún nú stu&nings 35,8% fylgis þeirra er taka af- stöðu. Séra Pálmi Matthíasson fær um 19% fylgi í könnun- inni en næst koma Ólafur Ragnar Grímsson, Davíð Oddsson og Guðrún Agnars- dóttir. Miðaö við könnun DV í janú- ar hefur fylgi Guðrúnar aukist úr 6,6% í 35,8% en fylgi séra Pálma, sem naut mesta fylgis í síöustu könnun, dalar úr 20% niður í 18,8%. Úrtak konnunar- innar var 600 manns. Þess ber að geta að Guörún er sú eina sem hefur lýst yfir að hún hyggist fara fram til forseta ef undan er skilið nafn Rafns Geirdal nuddara sem ekki kemst á blað. Pálmi hefur ekki tekið ákvörðun uin hvort hann bjóði sig fram og það kann að skýra að nokkm leyti þessa uppsveiflu Guðrúnar. Þorsteinn Pálsson ráðherra bættist í hóp stuðn- ingsmanna Guðrúnar um helg- ina er hann lýsti því yfir í út- varpsþætti að hún uppfyllti öll þau skilyrði sem hann teldi prýða góðan forseta. -BÞ Tveir bílar gjörónýtir — C runur leikur á oð einhver hafi unnib þao opokkabragb ab kveikja ítveimur bílum sem stóbu fyrír utan Unufell íBreibholti á sunnudagsmorgun. Bílarnir tveir eru gjörónýtir en þrír bílar sem stóbu nœrrí skemmdust einnig. Fulltrúaráb Sambands ísl. sveitarfélaga fundar í Borgarnesi 8.-9. mars nk. Yfirfærsla grunn- skólans aðalmálið Fulltrúaráð Sambands ísl. sveit- arfélaga kemur saman til fundar í Borgarnesi dagana 8. og 9. mars nk. Helstu mál fundarins verða yfirfærsla grunnskólans til sveit- arfélaga og tekjustofnar þeirra vegna þessa en samningavið- ræður standa yfir við ríkið um það mál. Þórður Skúlason fram- kvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga segir að á fundi full- trúaráðsins verði einnig fjallað um breyttar samþykktir fyrir launanefnd Sambands ísl. sveit- arfélaga með hlibsjón af því aukna verkefni sem yfirfærsla grunnskólans hefur fyrir sveitar- félögin. Starfsmenn sveitarfélaga eru um þessar mundir eitthvað um 9-10 þúsund og viðsemjendur launanefndar eru um 15-20 starfsmannafélög. Reykjavíkur- borg semur hinsvegar sér við sína viðsemjendur. Aftur er á móti er reiknað með því að launanefnd Sambands ísl. sveit- arfélaga muni semja viö kennara fyrir öll sveitarfélög landsins og þar með Reykjavíkurborg. Búist er við að allt að 3500 kennarar muni bætast við heildarstarfs- mannafjölda sveitarfélaga þegar yfirfærsla grunnskólans hefur tekið gildi, auk þess sem fastlega er búist við að kennarar muni koma fram sem einn samnings- aðili gagnvart launanefnd sveit- arfélaga. ■ Frummat á umhverfisáhrifum gjallnáms úr Seyöishólum í Grímsnesi: Langtímaáhrif á útlit svæöisins talin jákvæð Helstu áhrif á umhverfið vegna fyrirhugaðrar efnis- töku í austanverðum Seyðis- hólum í Grímsnesi eru af völdum umferðaraukningar meðan á vinnslunni stend- ur. Langtímaáhrif eru eink- um breytingar á útliti svæð- isins og eru þau jákvæð. Þetta er niðurstaða frum- mats á ummhverfisáhrifum gjallnáms úr Seyöishólum í landi Grímsneshrepps og Sel- fosskaupstaðar. Frummats- skýrslan var unnin á Teikni- stofu Leifs Blumenstein fyrir Léttstein hf. Fyrirhugað er að vinna 8-10 milljónir rúmmetra af gjalli úr Seyðishólum austanverðum. Áætlað er að ljúka verkinu á 12 árum. Efnismagn og fram- kvæmdatími munu þó fyrst og síðast ráðast af því hvenær landslagið telst formað sam- kvæmt fyrirfram ákveðnu út- liti Seyðishóla sem sjá má í matsskýrslu. í frummatsskýrslunni kemur fram að efni hafi verið tekið úr Seyðishólum í tugi ára. Fram til þessa hafi ekki verið hugað að skipulagi efnistöku eða frá- gangi og umgengni um nám- umar verið fremur frjálsleg. Hugur núverandi landeigenda standi til þess að koma land- inu í viðunandi horf og nýta það jafnframt til tekjuöflunar. Höfundur skýrslunnar telur að þesi ólíku markmið geti farið saman og niðurstaðan hljóti að vera að eftir standi betra land. Áhrifum á umhverfið vegna efnistöku er skipt í tyennt. Annars vegar eru skammtíma- áhrif sem vara á meðan á fram- kvæmdum stendur. Hins vegar langtímaáhrif sem vara eftir að framkvæmdum er lokið. Helstu skammtímaáhrifin eru vegna vinnslu og umferð- ar. Hávaði af þessum völdum er áætlaður nálægt þeim mörkum sem gilda um sumar- húsabyggð. Talið er að draga megi verulega úr hávaðanum með mótvægisaðgerðum, þ.e. meb því að haugsetja frá- gangsefni í hljóðmanir. Langtímaáhrif vegna efnis- töku verða einkum á útliti svæbisins. Mat skýrsluhöfund- ar er að svæðið sé hannaö þannig ab langtímaáhrif verði jákvæð. Við útlitshönnun svæbisins var tekið mið af eftirfarandi: Að ná fyrirhuguðu magni án þess ab hreyfa við kollum hól- anna eða skerða einkenni þeirra. Að fella núverandi námur inn í svæðið þannig að þær hverfi með öllu. Að skapa grundvöll fyrir nýtingu svæð- isins sem útivistarsvæðis. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.