Tíminn - 05.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.03.1996, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. mars 1996 Wíx&Imw 5 Þjóbleikhúsib: TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerb Þórunnar Sigurb- ardóttur. Leikstjórn: Þórhallur Sigurbs- son. Lýsing: Elfar Bjarnason. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Leikmynd: Gretar Reynisson. Frumsýnt á Stóra svibinu 1. mars. Tröllakirkja er eitt allmargra leikverka upp úr skáldsögum sem hér hafa veriö sýnd á síö- ustu árum. Stundum hefur manni þótt sem fullmikið sé af því gert að leika skáldsögur og fremur óskað eftir nýjum frum- sömdum leikverkum. í þetta sinn er þó ekki ástæða til að finna að verkefnavali. Leikgerö Tröllakirkju Ólafs Gunnarsson- ar er vel heppnuð, eftir því sem ég fæ best séð, — og umfram allt er hér dramatíseruð saga sem er sannkallað þungavigtarverk meðal íslenskra skáldsagna síð- ustu ára. Það hefur öðrum sög- um verið hampað meira en þessari, vísast þótt nýstárlegri. En Tröllakirkja er verk skrifað af djúpri alvöru, í gamalli og góðri raunsæishefð'. Þetta er íslensk fjölskylduharmsaga þar sem glímt er við trúarlegar tilvistar- spurningar, í anda Dostojevskís sem íslenskum lesendum — og reyndar leikhúsgestum — hefur verið rækilega kynntur í seinni tíð. Maður sér sannast að segja alltof lítið af slíkum verkum frá íslenskum höfundum. Þess vegna eru sögur þeirra oft eins og flugur, stundum nostursam- lega mótaðar, jafnvel meö yfir- borðslitskrúði, en gleymast um leið og þær flögra úr augsýn. Tröllakirkja er verk af öðru tagi og því á hún fullt erindi upp á svið Þjóðleikhússins. Meginþráður þessarar raun- sæissögu kemst trúlega til skila í ieikgerð Þórunnar Sigurðardótt- ur. Sagan gerist í Reykjavík 1953-54. Sigurbjörn Helgason arkitekt, alinn upp á trúuðu heimili, átti bróður sem ætlaði að verða trúboði en dó ungur. Sjálfur glatar Sigurbjörn trúnni og líkt og margir aörir við slíkar aðstæður fyllist hann stór- mennskuórum, önnur gildi veröa að víkja, þar með fjöl- skyldan, allt nema eigin metn- aður. Hann hafði tekið þátt í samkeppni um Hallgrímskirkju, vann við byggingu Þjóðleik- hússins, og nú hyggst hann reisa tröllaukið vöruhús, must- eri Mammons, því þar liggur framtíðin. Til að koma því í framkvæmd hikar hann ekki við að misnota sér traust félaga síns, Guöbrands trésmíöameist- ara, sem tekið hefur ástfóstri við hann. En nú gerist það að Sigurbjörn verður fyrir áfalli: kynferðisaf- brotamaður misnotar ungan son hans. Þetta kippir fótunum gjörsamlega undan Sigurbirni, hnekkir þeirri ímynd sem hann vill halda að umhverfinu. í blindri sjálfsdýrkun sinni á hann sér engan bakhjarl til að standast þetta högg. Hann hrek- ur frá sér fjölskyiduna, ráfar hálfsinnisveikur um bæinn og fremur loks skelfileg'an glæp. „Þetta er saga um mann sem af- neitar trúarþörf sinni," segir Ól- afur Gunnarsson í leikskránni. „Og það má segja að hefði hann sloppiö áfallalaust í gegnum líf- ið þá heföi hann aldrei vitað af því hversu nauðsynleg trúin væri honum." Hann rís í huga sér öndverður gegn fyrirgefn- ingarkröfu Krists, hank Guð verður fremur hinn strangi og hefnandi Jahve Gamla testa- mentisins. En hvar kemur hefndin niður þegar eyöingarafl hennar er leyst úr læðingi? Hinn trúarlega, nánast spá- mannlega þátt í verkinu má síst vanmeta, því þar er í senn kvika þess og undirstaða. En verkið myndi ekki lifa sem einber Ur Tröllakirkjunni. Verk sem skiptir máli prédikun, heldur því aðeins að persónusköpun og umhverfis- mótun sé heilsteypt og lifandi. í þessu efni er sá bakfiskur í sög- unni sem dugir leikgerðarhöf- undi til aö leggja grunn aö býsna sterkri sýningu, — sagan þolir nokkuð svo harkalega meðferö sem hún er beitt og bitnar á þjóðfélagsmynd og bak- sviði persónanna. Þórunn Sig- urðardóttir hefur sem sé tak- markað leikgerðina mjög við Sigurbjörn arkitekt sjálfan-, per- sónu hans og örlög. Eins og verkið er lagt upp veltur sýning- in á að hafa sterkan leikara í hlutverki Sigurbjarnar. Og Arn- ar Jónsson er augljóslega sá maður, enda skilar hann hlut- verkinu með glæsibrag. Það hef- ur verið sagt um Arnar nýlega að hann leiki of mikið „á rútín- unni" í seinni tíð. Ekki er það tilhæfulaust, og satt að segja hafa hlutverk Arnars verið full- einhæf um skeið. Tækni Arnars LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON er afburðagóð, bæði raddtækni og líkamstækni, og nýtur hann hvors tveggja vel í hlutverkinu. En innri vinnan er einnig vöpd- uð. Sigurbjörn verður í meðför- um hans kannski öllu mýkri en maður ímyndar sér persónuna úr bókinni. En túlkunin er heil- steypt og örugg í hverri grein og Arnar nær aö sýna þráhyggju, sjálfhverfu Sigurbjarnar og hið tragíska niðurbrot hans einstak- lega vel. Stjarna sýningarinnar er svo hinn ungi Eyjólfur Kári Frið- þjófsson sem leikur Þórarin, yngri son Sigurbjarnar, sem fyr- ir misgerðinni verður. Hann var skínandi góður, enda virktavel fagnaö á frumsýningu. Eyjólfur var svo sannur og eðlilegur á sviðinu, framsögn jafnt og allur limaburður, ,aö unun var á að horfa. Aðrir leikendur, stólpar Þjóð- leikhússins, stóðu sig líka með prýði. Anna Kristín Arngríms- dóttir hafði sterka nærveru sem Sunneva, kona Sigurbjarnar. Annað meginkvenhlutverkið er Ingiríður kona Guðbrands tré- smíðameistara sem Guðrún S. Gísladóttir leikur. Það er að vísu veikt atriði, og ekki skýrara í sögunni sjálfri, hversu þau Helgi, eldri sonur Sigurbjarnar og Sunnevu, laðast hvort að öðru. Helgi er knattspyrnu- kappi, en ógæfa Sigurbjarnar hittir hann líka. Hann er leik- inn af Hilmari Jónssyni. Systur hans Vilborgu leikur Margrét Vilhjálmsdóttir, og verða per- sónugerðir beggja takmarkaðar, frekar eins og útlínur, en það stafar af þeirri stefnu sem hér er tekin, að leggja allan þungann á Sigurbjörn. Það bitnar á Vil- borgu sem nokkuð segir af í sög- unni. Annars er meðferð þeirra Hilmars og Margrétar fullnægj- andi innan þessa þrönga ramma leikgeröarinnar, og sama er að segja um Ragnar, elsta son Sunnevu sem Sigurbjörn knúði til að láta frá sér; hann er leik- inn af Sveini Þ. Geirssyni. Jóhann Sigurðarson leikur hrekklausa góðmennið Guð- brand, smekkvíslega en átakalít- ið. Eins og í klassískum harm- leikjum er þab sá besti sem ógæfan hittir. Róbert Arnfinns- son og Bryndís Pétursdóttir fara létt með að skila foreldrum Sunnevu, Geir, hinn harða patr- íark, og Rósu konu hans sem ex- ar bara við D eins og bóndinn; Róbert bætti þarna vel dregnum karli í myndasafn sitt. — Helga Bachmann kemur fram sem Sig- urlaug móðir Sigurbjarnar, í at- riðum úr fortíðinni, sem verða að koma inn til að skýra per- sónugerð hans. Helga gerði þetta eins og vænta mátti. Ann- að atriði, sem leysa verður meb því að rjúfa raunsæissviðsmynd, er að Sunneva stígur fram og segir draum sinn, en draumar gegna nokkru hlutverki hér, líkt og við þekkjum úr íslendinga- sögum. Að lokum er að nefna Ingvar E. Sigurðsson sem leikur lítið hlut- verk, hinn beygba ógæfumann Ketil, örlagavaldinn sjálfan í harmsögu Sigurbjarnar og fjöl- skyldu hans. Ingvar var ágætur í því atriði þegar Sigurbjörn sækir hann heim meb Biblíuna, einu spennuþrungnasta atriði verks- ins, og þar náði samleikur þess- ara snjöllu leikara, Arnars og Ing- vars, að rísa hátt yfir meöal- mennskuna. — Sviðsmyndin er stílfærð, raunar um of fyrir raun- sæisverk af þessu tagi, baksviðið vítt, en borðið (altarið?) þjónar miklu hlutverki. Ljósabeitingin og músík Hjálmars Ragnarssonar eru gób stob í að skapa hina réttu stemningu. Samspil ljóss og skugga er mjög þýðingarmikiö áhrifabragð í verki af þessu tagi. Tröllakirkja er þannig dæmi um vel heppnaða leikgerð sögu: heillegt og markvisst verk sem stendur fyrir sínu á sviðinu, þótt það gefi ekki fullnægjandi mynd af heimi sögunnar, enda ekki við að búast. En hér er vissulega á ferð verk sem skiptir máli og óhætt er að mæla með. TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON Síðasta lagið var svo The Braes of Ballandine eftir Edward Mill- er (1730-1807), lag í skoskum stíl þótt skáldið væri enskur org- elleikari. Camilla Söderberg er okkar langfremsti blokkflautuleikari og ótrúlega flínk að spila á þess- ar hljóðpípur sem spanna raun- ar heila fjölskyldu, frá bassa- blokkflautu til sópraníno. Þegar maður heyrir Camillu spila af slíkri fimi á takkalaus hljóðfæri verður skiljanlegt að fornmenn gátu yfirleitt spilað hin snún- ustu verk á frumklarinettu, fa- gott eða flautu — líkt og Egill Skallagrímsson gat ort drótt- kvætt þótt nútímaskáld láti sér nægja „frjálst flug andans óheft af viðjum formsins". Snorri Örn spilaði líka á mörg hljóðfæri: lútu, bassalútu og smágítar. Snorri Örn er sömu- leiðis okkar helsti lútumaður, en þó þótti mér honum takast best upp í Fernando Sor, þ.e. á gítarinn, því sú tónlist var hljómfegurst. Pípur og lútur Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason skemmtu gest- um háskólatónleika 28. febrúar með blokkflautu-, lútu- og gítar- leik. Efnisskráin spannaði þrjú skeið tónlistar — endurreisn, barokk og klassík, sem hér á landi falla í stórum dráttum saman við embættisskeib bisk- upanna Guðbrands Þorláksson- ar á Hólum (um 1600), Jóns Ví- dalíns í Skálholti (um 1700) og loks Hannesar Finnssonar og Geirs Vídalíns (kringum 1800). Fulltrúi endurreisnartón- skálda var að vonum John Dow- land (1562-1626), eitt af höfub- tónskáldum Breta og kunnur hér á landi fyrir það að hafa ver- ib um skeið við hirð Kristjáns IV., herkonungsins danska. Bar- okkmenn voru þrír, bresku tón- skáldin Godfrey Finger, Jerem- iah Clarke, John Eccles, og öll verkin úr bókinni Division Flute sem kom út í Englandi í tveimur bindum á árunum 1706-1708. Þriðja skeiðið, klassíkina, kynntu listamennirnir með blokkflautusóló eftir Ernst Kráhmer og gítarsóló eftir Fern- ando Sor. Camilla lét þess getið, að Stef og tilbrigbi op. 24 eftir Krahmer væri samið fyrir frænku blokkflautunnar, csakan að nafni, en tónskáldið var ein- mitt talinn besti csakanleikari veraldar á sinni tíð. Hljóðfærið er ungverskt, og á fyrri hluta 19. aldar þótti rómantíkerum kurt- eisi að hafa það sem hluta af göngustaf sínum og taka lag og lag úti í náttúrunni, við fugla- klið og fossanið eins og þar stendur. Snorri spilaði tvær æf- ingar Fernandos Sor á smávax- inn rómantískan gítar, og söng sá fagurlega. Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.