Tíminn - 05.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.03.1996, Blaðsíða 7
Þribjudagur 5. mars 1996 7 Ólafur Skúlason kannar grundvöll fyrir málshöfóun: Leitar ráðgjafar tveggja lögmanna Herra Ólafur Skúlason biskup hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu til fjöl- mibla: „Ab undanförnu hef ég verið borinn þungum sökum í fjöl- miblum um háttsemi, sem er refsiverb. Að sakaráburði þess- um hafa staðið nafngreindir og ónafngreindir aðilar. Sakarburð- ur þessi er með öllu ósannur. Meö sakaráburðinum er vegið að friðhelgi einkalífs míns og æru með ólögmætum hætti og jafnframt gerast sakaráberar sekir um rangar sakargiftir. Þá virðist mega ráða af um- mælum í fjölmiðlum að mark- miðið með hinum röngu sakar- giftum sé að þvinga mig til að segja mig frá biskupsembætt- inu. Mál þetta verður ekki leyst í fjölmiðlum. Það verður að fara réttar leiðir og niðurstaðan verður að ákvarðast að lögum. Þess vegna hef ég leitað mér ráðgjafar lögmanna. Hæstarétt- arlögmennirnir Ragnar Aðal- steinsson og Tryggvi Gunnars- son hjá AP Lögmönnum hafa tekið að sér að gæta hagsmuna minna. Lögmennirnir hafa bent mér á að friðhelgi einkalífs míns og æra njóti verndar samkvæmt 71. grein stjórnarskrárinnar, XXV. kafla almennra hegning- arlaga og 8. og 10. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Þeir hafa og vakið athygli mína á að rang- ar sakargiftir séu refsiverðar skv. XV. kafla almennra hegningar- laga. Þá hafa þeir vakið athygli mína á að refsivert sé sam- kvæmt 225. gr,. almennra hegn- ingarlaga að neyða menn til at- hafna með því að hafa uppi rangan sakburö um refsiverða eða vansæmandi háttsemi. Lög- ennirnir segja að sama eigi viö um hlutdeild í slíkum verknaði og tilraun. Ennfremur geti það að bera út ummælin veriö refsi- vert. Að lokum telja lögmenn- irnir að ákvæði 26. gr. skaöa- bótalaga um bætur fyrir mein- gerð gegn friði, æru og persónu annars manns eigi hér við. Það er siðferðileg skylda mín við þessar aðstæður að láta reyna á það að lögum hvort ekki sé svo um hnútana búib í hinu íslenska réttarríki, að í fullu gildi sé meginregla 70. gr. stjórnarskrárinnar um að sér- hver borgari teljist saklaus þar til sekt hans hefur verið sönn- uð. Augljóst er að önnur við- brögð af minni hálfu væru til þess fallin að skapa viðsjárvert fordæmi. Með vísan til ofangreinds hef ég falið lögmönnum mínum ab leita þeirra réttarfarsleiða, sem eru til þess fallnar að skilgreina og ákvarða hver séu réttindi og skyldur þeirra, sem ab þessu máli hafa komið og ekki síst hver sé ábyrgð þeirra. í næstu Kennarafélag Fjölbrautaskólans í Breibholti sendir menntamálaráöherra áskorun um samráö: Lokun starfsnáms- brauta varla starfs- námi til framdráttar „Áætlabar hugmyndir um ab rýra eba leggja nibur starfsnámsbraut- ir verba ab okkar dómi síbur en svo starfsnámi til framdráttar. Þegar á heildina er litib virbist augljóst ab óheppilegt sé ab leggja nibur nám og abstöbu á einum stab til ab byggja þab upp á öbr- um. Það mun hafa í för með sér auk- inn kostnað og mikið óhagræði fyr- ir nemendur". Þetta segir m.a. í ályktun Kennarafélags Fjölbrauta- skólans í Breiðholti, sem ab gefnu tilefni sendir menntamálaráðherra áskorun um ab breyta ekki náms- framboöi skólans nema í fullu sam- ráði vib stjórnendur hans. „Þab er lágmarkskrafa að haldbær rök séu fyrir fyrirhuguðum breyt- ingum í skóla sem þekktur er fyrir fjölbreytt námsframboð í kvöld- skóla og dagskóla", segir í ályktun kennara. FB hafi þróast sem hverfis- skóli í 23 þúsund manna byggð og verið til fyrirmyndar á mörgum sviðum bóknáms og verknáms. Kennarar vænta þess ab mennta- málaráöuneytið skoði vandlega þær athugasemdir og ábendingar sem fram hafi komið um verkaskiptingu skóla. ■ Minnihluti sakar meirihluta um ólýörœöisleg vinnu- brögö og hyggst kœra: Væringar í Vesturbyggð Meirihluti sjálfstæbis- og alþýbu- flokksmanna mætir harbri gagn- rýni minnihlutans í Vesturbyggb. Mánubur er síban ganga átti frá nýjum rábningarsamningum vib flesta starfsmenn bæjarfélagsins eftir hópuppsagnir fyrr í vetur. Minnihlutinn gagnrýnir að meirihluti hafi haldib fund fyrir luktum dyrum og skráð fundargerð í einkamálabók bæjarstjórnar. Minnihlutinn vék af fundi vegna þessa og lagöi fram bókun: „Lítur minnihlutinn svo á að nú sé mælir- inn fullur hvab varðar ólýbræðis- lega stjórnun bæjarfélagsins og er að ganga frá ýmsum kærum vegna meintra afbrota minnihlutans und- anfarið á sveitarstjórnarlögum og bæjarmálasamþykkt Vesturbyggð- ar," segja fulltrúar minnihlutans, þau Anna Jensdóttir, Einar Pálsson og Hilmar össurarson. -BÞ viku munu lögmennirnir hefj- ast handa um nauðsynlegar að- gerðir og veröur síðan aö bíða niðurstöðu réttra úrskurðarað- ila. Reykjavík, 2. mars 1996 Ólafur Skúlason biskup" -BÞ Meöalfjölskyldan í ábyrgö fyrir 91.000 kr. samgöngubótaláni í Lúxemborg: Nýtt 2.700 m.kr. samgöngubótalán Ríkissjóbur fekk í síbustu viku 2,7 milljarba króna (33 m.ekna) lán til tíu ára hjá Evrópska fjárfestingar- bankanum í Lúxemborg. Lánsfénu skal verja til framkvæmda á svibi samgöngumála, m.a. vegagerbar á Norb-Austurlandi, hafnarmann- virkja á Akureyri og í Helguvík, endurbóta flugvalla og nýrrar flug- stjórnarmibstöbvar í Reykjavík, samkvæmt tilkynningu frá fjár- málarábuneytinu. Samtals hefur Evrópski fjárfest- ingarbankinn því á nokkrum mán- uðum lánað ríkissjóði 6,1 milljarð kr. til samgöngubóta (jafnvirði 91.000 kr. að meðaltali á hverja fjögurra manna fjölskyldu). Ábur hafbi bankinn lánað ríkissjóbi 3,4 milljarða kr. í júlí í fyrra, til fjár- mögnunar á Vestfjarðagöngum og Höfðabakkabrú og fleiri fram- kvæmdum á vegum Vegagerbar rík- isins. ■ Skilafrestur er til kl. 18.00, 30. apríl 1996 Q*. ► Byggingamefnd sendiráðs íslands í Berlín í samstarfi við Arkitektafélag fslands, efnir tii opinnar arkitektasamkeppni um hönnun byggingar fyrir sendiráð íslands í Berlín. í kjölfar þeirrar ákvörðunar að flytja höfuðborg Þýskalands frá Bonn til Berlínar, ákváðu ríkisstjómir Norðurlandanna að standa sameiginlega að byggingu sendiráða sinna í borginni. Haldin var samkeppni um skipulag sameiginlegs byggingar- svæðis sendiráðanna. Fyrstu verðlaun hlutu Alfred Berger og Tiina Parkkinen frá Austurríki. ► Með samkeppninni er verið að leita að hugmynd að sjálfstæðri og hag- kvæmri byggingu sem dregur fram íslensk einkenni og hæfir þeirri starfsemi sem þar mun fara fram, en fellur jafnframt vel að heildar- skipulagi svæðisins. ► Sérstök athygli er vakin á því, að íslenska sendiráðið verður hannað í nánu samstarfi við fulltrúa verkkaupa, arkitektana Aifred Berger og Tiinu Parkkinen, erlend ráðgjafafyrirtæki og fulltrúa Berlínarborgar. ► Rétt til þátttöku hafa þeir sem áunnið hafa sér réttindi til að leggja aðalteikningar fyrir byggingamefndir hér á landi. ► Samkeppnisgögn verða afhent á skrifstofu Arkitektafélags íslands, frá og með 5. mars 1996, á skrifstofutíma (opið frá kl. 9.00 til 12.00). Samkeppnislýsing þessi fæst afhent án endurgjalds. Önnur gögn verða seld á 2.000 krónur. ► Skila skal tillögum á skrifstofu Arkitektafélags íslands, að höfðu samráði við trúnaðarmann, í síðasta lagi 30. apríl 1996, kl. 18.00 að íslenskum tíma. Dómnefnd áætiar að Ijúka störfum fyrir 31. maí 1996. Pl UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ FRAMKVÆMDASYSLA RÍKISINS ARKITEKTAFÉLAG ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.