Tíminn - 05.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.03.1996, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 5. mars 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Menntunin o§ atvinnulífið Eitt af því, sem einkennir nútíma samfélag, er hin mikla tæknivæöing í atvinnulífinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hinar öru framfarir sem eru á þessu sviði og hvað við íslendingar höfum verið fljótir að tileinka okkur þær. Gífurlegum fjármunum hefur verið varið í þessu skyni og er þá sama hvar niður er borið. Það gefur augaleið að það skiptir miklu máli að kunna að umgangast þennan flókna tæknibúnað og halda honum við. Slíkt krefst þekkingar og færni. Sem dæmi um atvinnuveg þar sem miklu hefur verib til kostað í tækni og vélvæðingu má nefna sjáv- arútveginn. Fiskiskip nútímans eru fljótandi verk- smiðjur með alls konar tæknibúnaði og flóknum vélakosti, og frystihúsin í landi eru sömuleiðis útbú- in með margbrotnum tækjakosti, sem kostar stórfé. Það getur haft mikil áhrif um rekstrarafkomu fyrir- tækja hvernig um allan þennan vélbúnað er gengið og í hvers konar ástandi viðhaldsmálin eru og mikil nauðsyn á því að þekking á þessu sviði sé fyrir hendi. Því er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvernig skólakerf- ið snýr að þessum þáttum í atvinnulífunu. Um síðustu helgi var hinn svokallaði „Skrúfudag- ur" Vélskóla íslands, en á þessum degi er starfsemi skólans kynnt. Um 200 nemendur eru í Vélskólan- um hér í Reykjavík. Hann og aðrir skólar sem vinna á sama sviði gegna mjög mikilvægu hlutverki í skóla- kerfinu og mennta fólk til beinnar þátttöku í at- vinnulífinu á sviði sem er að vaxa að umfangi. Vél- stjóramenntun nýtist ekki eingöngu á sjónum, held- ur í miklum fjölda fyrirtækja í landi sem eru með búnað sem þarf viðhald og umhugsun. Sem dæmi um fjármunina, sem eru hér í húfi, má nefna að við- hald á vélbúnaði í fiskiskipaflotanum nemur um 5 milljörðum króna á ári. Þá er ótalinn allur vélbúnað- ur í frystihúsunum kringum allt land, frysti- og kæli- búnaður í matvælaframleiðsiu o.fl. Þarna er um gíf- urlega stórt starfssvið aö ræða og að sögn forráða- manna Vélskólans nær útskrift frá skólanum ekki að mæta þörfinni fyrir menntað fólk á þessu sviði. Það skiptir miklu máli að hugað sé að því að skól- ar, sem starfa á svibi verkmenntunar, séu vel búnir og nái að fylgjast meb þeirri tækniþróun. Þetta út- heimtir mikla fjármuni og þessi kennsla er dýr af þessum sökum. í dæmi Vélskólans hafa ýmis fyrir- tæki hlaupið undir bagga og styrkt hann með tækja- búnaði. Það er góðra gjalda vert, en rétt er fyrir yfir- völd menntamála að huga sérstaklega að þessum þætti í iðn- og verknámi og hvernig sé séð fyrir þess- um þætti menntakerfisins. Eins og áður segir er þessi kennsla dýr í eöli sínu, ef hún á að koma að notum og vera praktísk. Einnig þarf í vaxandi mæli að huga að einfaldri verkkunnáttu í skólum, vegna þess hvað þjóðfélagið er oröið flókið og verkaskipt. Það er ætíð af hinu góða að skólarnir opni sínar dyr fyrir almenningi og kynni starfsemina. Slíkt eyk- ur gagnkvæman skilning og ýtir undir umræðu um menntakerfið og hvernig að því beri að standa til þess að við stöndum okkur í því samkeppnisþjóöfé- lagi sem er orðin stabreynd á íslandi. Enn er skömmuð Albanía Kjartan Gunnarsson, formabur bankarábs Landsbankans, er stór- hneykslabur í Mogganum um helgina. Þab sem hneykslar Kjart- an eru ummæli Gunnlaugs Sig- mundssonar, alþingismanns og formanns bankaháeffunar ríkis- stjórnarinnar, þess efnis ab allt of margir stjórnendur séu í Lands- bankanum, sem sé sérstaklega óheppilegt þegar bankinn á í þeim erfibleikum sem raun beri vitni. Þingmaburinn bætti því svo vib ab hann myndi ab sjálfsögbu ekki einu sinni reyna ab selja bankann í núverandi ástandi, því mibab vib rekstrarstöbu síbustu þriggja ára myndi markaburinn eflaust fúlsa vib þessari vöru, þannig ab fyrst yrbi ab laga til í rekstri og síban ab selja. Kjartan Gunnarsson, forraaöur hnnkaráös Landsbankans Ummælin óviðeig- andi og órökstudd >addi«. GanauMan. *4 CuiwUur" r* --- ____ *J4 C> i S HÍSrtoh-fí/ O* tMAinir- ntt P****.*,- „ sviKJíss'S's--; sfr&a-ig-— Óviðeigandi ummæli — Kjartan Gunnarsson er ákaflega sibfágabur mabur og svarar Gunnlaugi kurteislega eins og hans var von og vísa. Kjartan tekur m.a.s. undir þab meb Gunnlaugi ab bæta megi rekstur Lands- bankans eins og allra annarra ríkisfyrirtækja. Hins vegar visar Kjartan ummælum Gunnlaugs á bug vegna þess ab þau séu svo „óvibeigandi" og „ekk- ert rökstudd". Nú kann þab ab vera ab þab þyki ekki sæta tíb- indum þó menn greini á meb þessum hætti, og vissulega eru ummæli Gunnlaugs í hvassara lagi. Enda er þab ekki nema ab hluta til sjálf orbræban milli þeirra Gunnlaugs og Kjartans sem er áhuga- verb í þessari rimmu. Þab sem er áhugavert í henni er baksvib rimmunnar og þab sem á undan er gengib. Kjartan Gunnarsson velur augljóslega orb sín af stakri vandvirkni þegar hann svarar Gunnlaugi. Þab er ab sjálfsögbu ekki tilviljun ab GARRI hann velur tvö atribi til ab nefna sérstaklega. Annars vegar talar hann um lélegan „rökstubning" og hins vegar um þab hvab sé „vibeigandi" ab mabur í stöbu Gunnlaugs lætur frá sér fara. Talað vib Sverri Garri er ekki í nokkrum vafa um ab þeir Kjartan og Gunnlaug- ur eru ekki ab tala hvor vib ann- an. Þeir eru í raun bábir ab tala um Sverri Hermannsson. Gunn- laugur er ab senda nokkur skeyti til baka til Sverr- is og benda á ab bankastjórinn Sverrir Hermanns- son geti nú varla talist gób söluvara og þab eitt ab losna vib hann úr bankanum gæti aukib talsvert ----------- markabsvirbi bankans. En Sverrir hefur sem kunnugt er blásib eins og hvalur um ómöguleika Gunn- laugs og annara framsóknar- manna í allan vetur og endabi síban á dögunum í sinni landsfrægu einræbu um „óbs manns skít" og „þrekk". Kjartani hins vegar hefur eflaust, eins og öbrum vel upp öldum íslendingum, þótt nóg um framgöngu bankastjóra síns, síendurteknar árásir hans á ríkisstjórnina og ruddalegar götu- strákaupphrópanir um vexti og mannaskít. Slíkar upphrópanir eru einfaldlega hvorki vel „rök- studdar" né eru þær „vibeigandi" hjá bankastjóra í Landsbanka íslands. Hér ábur fyrr var þab sérstök kúnst kommúnista ab skamma Albaníu, þegar abrir áttu ab taka skammirnar til sín. Augljóst er ab listin ab skamma Albaníu dó ekki meb kommúnismanum, heldur lifir hún góbu lífi mebal vibskiptajöfra sem hafa stjórnmál ab abaláhugamáli. Garri Kynferbisleg áreitni á þingi Stundum hefur því verib haldib fram ab óskir um utandagskrár- umræbur á Alþingi helgist ekki nema ab öbrum þræbi af áhuga manna á því málefni sem ræba á. Er þá sagt ab þab skipti ekki síbur máli í slíkum óskum ab þingmenn séu ab nota tækifær- ib til ab baba sig sjálfir í svibs- ljósinu, enda fái slíkar umræbur alla jafna meiri fjölmiblaathygli en flestar abrar umræbur. Marg- ir eru enn fremur þeirrar skob- unar — kannski ekki síst vegna þess eblis ab þjóna undir hé- gómagirnd þingmanna — ab þessar utandagskrárumræbur séu einhverjar þær fánýtustu sem fram fara í þingsölum. Fyrir vikib minna þær gjarnan á málfundastarf í fram- haldsskólum eba mælskukeppnir þar sem um- ræbuefni eru dregin upp úr hatti. Utandagskráráreiti En þó flestir séu hættir ab verba hissa á því sem fram kem- ur í þessum efnum, verbur ab viburkennast ab nú hefur Gubnýju Gubbjörnsdóttur, þingkonu Kvennalistans, tekist ab slá fyrri met. Hún hefur óskab eftir utandagskrárumræbu á hinu háa Al- þingi um kynferbislega áreitni vegna tilfella, sem komu upp í Háskóla íslands í haust, og þeirra ásakana sem biskupinn yfir íslandi býr vib þessa dagana. Samkvæmt sjónvarpsviötali vib Gubnýju telur hún fulla ástæbu til aö ræba augljóst getu- leysi stofnana til ab vinna úr málum þar sem kyn- feröisleg áreitni kemur upp, eins og dæmib úr kirkjunni sýni og sanni. Hvab þab hins vegar er, sem kvennalistakonur telja ab muni vinnast vib þab ab þingmenn fari ab velta sér upp úr málefn- um biskups og allri þeirri furbustöbu sem þab mál er komib í, er manni nánast fyrirmunaö ab skilja. Kannski þær telji þetta heppilegan tíma og réttan vettvang til ab koma á framfæri einhverjum fem- ínískum túlkunum á fyrirbærinu kynferöisleg áreitni? Tæplega búast þingkonurnar viö aö utan- dagskrárumræban muni geta meb einhverjum uppbyggilegum hætti fjallab um þau ákveönu mál sem þó eru tilefni umræðunnar. Hinn augljósi sannleikur er nefnilega sá að hér er ekki um neitt venjulegt kvennapólitískt mál að ræða, jafnvel þó Kvennalistinn kunni að telja það pólitíska spurningu hvernig brugðist er viö kyn- ferðislegri áreitni almennt. Sakamál og pólitík Hér er um einstaklingsbundin mál að ræða og aödróttanir um refsiveröa hegöun, sem geta sem hægast flokkast sem meibyrbi og ærumorö ef svo ber undir. Enda hefur komib á daginn aö mál biskupsins er komiö í ákvebinn lögfræðilegan og réttarfarslegan farveg, sem tæp- lega gefur tilefni til mikilla pólitískra skoðana- skipta eöa karps í þingsölum. Þeir Össur og Hall- dór Blöndal víla ekki fyrir sér að kalla hvor annan nöfnum eins og „skeggjúði" og „sauður í sauðar- gæru", en einhvern veginn er ótrúlegt aö jafnvel þeir haldi miklar flugeldasýningar í umræöum um biskupsmáliö. Slík uppnefni geta raunar haft dálítiö tvíræöari merkingu í svona máli en í um- ræbu um Póst og síma. Utandagskrárumræöan á Alþingi getur því ekki orbib um þau mál sem sögð eru tilefni hennar. Hins vegar getur hún orðib ab einhverju almennu snakki um kynferðislega áreitni á vinnustöðum og vegna samhengisins verbur mál biskups í bak- grunni. Alþingi íslendinga hefur þá bæst í hóp þeirra hundruba sauma- og spjallkúbba, sem hist hafa í heitum pottum og á götuhornum og velt sér upp úr málinu án þess aö hafa nokkrar for- sendur til að mynda sér upplýsta skoðun á mál- inu. Það eina, sem menn geta með nokkurri vissu reiknað með aö muni koma jákvætt út úr þessari þinglegu meðferö á kynferbislegri áreitni, er sá mikli fjöldi vísna, sem vibbúið er aö verbi til hjá þjóðkjörnum hagyrðingum hins háa Alþingis. -BG Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.