Tíminn - 09.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.03.1996, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 9. mars 1996 SÍMÍHjlMt STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sfmi: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb f lausasölu 150 kr. m/vsk. Hörð deila um skipulag Átök um fjármagn til heilbrigðismála hafa ekki far- ið fram hjá neinum að undanförnu, en þau eru að- eins önnur hliðin á málinu. Skipulag og stefnu- mótun hafa einnig verið til umræðu og sitt sýnst hverjum Uppsagnir heilsugæslulækna sem nýlega áttu sér stað eru ekki síst angi af þeirri umræðu. Heilsugæslulæknar vilja fá það á hreint hver staða heilsugæslunnar er í heilbrigiðskerfinu. Þeir halda því fram að hún eigi að sjá um grunnþjón- ustuna. Þessi átök eiga sér nokkurn bakgrunn. Uppbygg- ing heilsugæslustöðva úti um landsbyggðina hefur verið mjög mikil á undanförnum árum og þetta kerfi hefur þróast þar og má nú segja að þeirri upp- byggingu sé aö ljúka og myndarlegar heilsugæslu- stöðvar eru hvarvetna þar sem fólk leitar til síns heilsugæslulæknis og fer að hans ráðum eða tilvís- unum ef ekki er hægt að leysa úr málinu heima fyr- ir. Hins vegar hefur verið annað uppi á teningnum í Reykjavík. Sérfræðingar hafa stundað sína at- vinnu þar og á þeim er vaxandi framboð. Þeir hafa víða opnað einkastofur, og síðustu tíðindi eru að þessi starfsemi sé farin að teygja sig inn á svið heilsugæslunnar. Meðal annars þess vegna knýja nú heilsugæslulæknar á um að styrkja stöðu þessa þáttar í heilbrigðisþjónustunni, að öðrum kosti vilji þeir fá möguleika á því að opna stofur á heilsu- gæslusviðinu og stunda þar samkeppni. Það má fullyrða að þar sem heilsugæslan hefur fengið að þróast með góðu starfsfólki hefur þessi grunnþjónusta sannað ágæti sitt. Hún er ódýr, þjóöhagslega hagkvæm og „notendavæn" ef svo má segja. Góðir heilsugæslulæknar hafa haft mikil- vægu hlutverki að gegna í heilsuvernd og forvörn- um vegna þess að persónuleg þekking jafnvel á högum sjúklinganna er mikil. Það eru mýmörg dæmi þess að heilsugæslulæknar hafa verið góðir og áhrifamiklir ráðgjafar þeirra sem til þeirra hafa leitað um hvernig góð heilsa er best varðveitt. Slík ráðgjöf er ómetanleg og hún er hinn þjóðfélagslegi þáttur þessara mála. Því er hins vegar ekki að leyna aö uppbygging þessarar þjónustu í Reykjavík hefur tafist vegna þess að sitt hefur sýnst hverjum um hlutverk sérfræðinga og heilsugæslunnar hér í borginni. Stórdeilur urðu um hið svokallaða tilvís- unarkerfi hér á sínum tíma, en þetta kerfi hefur í raun verið lengi í gildi á landsbyggðinni. Heilbrigðisráðherra vinnur nú að lausn þessa máls, en það er nauðsyn að hún verði á þann veg að staða heilsugæslunnar verði tryggð sem grunn- einingar í heilbrigðisþjónustunni. Reynslan af þessu kerfi sýnir svo ekki verður um villst að það er farsælasta leiðin. Málið er hins vegar vandasamt og leita verður leiða til friðsamlegrar sambúðar heil- brigðisstéttanna í höfuöborginni. Birgir Guömundsson: Of margir blaðamenn að berja of marga heilbrigðisrábherra í byrjun vikunnar voru sagðar af því talsveröar fréttir aö Radíus- bræöur væru hættir aö koma fram í Dagsljósi Sjónvarps. Ástæöan var sú aö þeir grínistar Davíö Þór og Steinn Armann sættu sig ekki viö að Sigurður Valgeirsson, ritstjóri þáttarins, úrskurðaöi eitt skemmtiatriöi þeirra óbirtingarhæft í sjónvarp- inu. Ritstjórinn sagði aö þetta at- riöi væri of gróft og smekklaust fyrir þáttinn. Auk þess væri það ekki fyndið — það væri einfald- lega ekkert fyndið viö þaö aö annar þeirra íéki blaðamann og lemdi hinn, sem léki heilbrigðis- ráðherra. Hann bætti því við að sér heföi fundist allt í lagi með þetta í handriti, en þegar til stykkisins kom hafi þaö einfald- lega fariö yfir mörkin. Radíus- bræörum sjálfum fannst þetta hins vegar mjög fyndiö og „súrrealískt" og sögðust ætla að finna sér annan fjölmiöil. Enn hefur þetta atriði Radíus- bræöra ekki sést opinberlega og gera má ráð fyrir að ritstjóri Dags- ljóss hafi endanlega svipt höröustu Radíusaðdá- endur þessari „súrrealísku" ráöherrabarsmíö! En ritstjórinn hefur líka foröaö Dagsljósi frá reiði og hneykslan annarra. Mælt og vegið hefur þetta til- tekna mál fengið farsælan endi. Siguröur Valgeirs- son stendur eftir sem röggsamur ritstjóri, sem er vandanum vax- inn. Radíusbræöur ganga ósárir frá og halda fullri reisn sem frumlegir grínistar, sem fara ótroðnar slóöir. í farvatninu heföi hins vegar getaö veriö léttur skandall meö ófyrirsjáanlegum afleiöingum þar sem Radíusbræöur sjálfir, Dagsljós, Sjónvarpiö og Ríkisút- _______ varpiö í heild sinni heföu komiö viö sögu meö tilheyrandi leiðindum. Sem sagt, kennslubókardæmi um vel heppnaöa niðurstöðu í máli sem kraföist dómgreindar og skjótrar ákvöröunar í áhrifamiklum fjölmiöli. Ekki ailir jafn heppnir I tímans rás koma fram í fjölmiölum meö yfirlýsingar án þess aö hafa áöur ígrundað þær vandlega og velt þeim fyrir sér. Þetta gera menn trúlega af því aö menn eru ekki í tilfinningalegu jafnvægi. Þeir eru reiöir. Þeir eru særöir og „þeim finnst þeir vera aö drukkna", svo vitnaö sé í frægan dægurlagatexta. Fólk, sem ekki er í fullkomnu tilfinningajafnvægi vegna mótlætis og dramatískra atburða, ætti síst allra aö gefa miklar og óundirbúnar yfirlýs- ingar í fjölmiðlum. Hins vegar er þaö líklegast allra til aö taka þátt í yfirlýsingaleikjum — eðli máls- ins samkvæmt. ______ Upp á síökastiö hafa báðar/all- ar fylkingar og aöilar, háir sem lágir, í biskups- og Langholtskirkjumálum gert sig seka um alveg sérstaklega illa ígrundaöa og nánast heimskulega fjölmiðlaleiki, sem raunar hafa þró- ast meira yfir í aö vera harmrænir frekar en hneykslanlegir. Þaö hafa margir blaðamenn bariö marga heilbrigöisráöherra. Því miöur hafa ekki allir, sem fram koma í sjón- varpi, haft jafn styrka ritstjórn og þeir Radíus- bræöur. Jafnvel þó þeir hafi miklu frekar þurft á henni að halda en þessir tveir grínistar úr órólegu deildinni í brandarabransanum. Þetta á ekki hvaö síst viö um alla þá máttarstólpa þjóöfélagsins, sem koma fram í sjónvarpi eöa öörum fjölmiölum lítt eöa ekkert undirbúnir og oftar en ekki í beinni út- sendingu, og fara meö rullu sína án yfirlesturs nokkurs ritstjóra. Jafnvel án þess að hafa sjálfir sett sig í ritstjórastellingar yfir því sem þeir ætla aö segja. Á hversdagslegum friöartímum gengur slíkt vissulega ágætlega upp og allir eru ánægöir, enda gengur lífið sinn vanagang. Hins vegar horfa mál- in öðruvísi viö þegar óróleiki magnast, ófriðlegri tímar ganga í garö og blaöamenn taka til við að berja heilbrigðisráöherra. Þá þurfa menn ritstjóra sem heldur höfði og yfirvegun og treystir sér til að dæma um hvort slík slagsmál séu fyndin, ekki bara í handriti heldur líka í fullri útfærslu, eöa hvort slíkt atriöi fari einfaldlega yfir strikið. Dóm- greindarbrestur varðandi þaö hvar þessi lína ligg- ur er ótrúlega algeng í íslenskri umræöu, sérstak- lega þessa dagana. Yfirlýsingaglebi Kirkjan er í sárum. Prestar, prófastar, biskupar og leikmenn úr forustuliöi sóknarbarnanna og nokkur óbreytt sóknarbörn eru þátttakendur í einhverjum hildarleik, sem virðist hafa öölast sjálfstætt líf með tilheyrandi flokkadráttum, trún- aöarbresti og mannlegum harmleikjum. Áberandi einkenni þessa hildarleiks er vilji manna til aö Fjölmiðlarnir Meö þessu er ekki veriö aö mæla meö því aö menn þegi eöa tali ekki viö fjölmiöla. Meö þessu er heldur ekki veriö að segja aö þaö sé viö fjöl- miðlana aö sakast þó málsaöilar misstígi sig í gauragangi sínum. Þvert á móti má segja að fjöl- miðlar hafi í heild tekiö mjög faglega á málum og ritstýrt því, sem að þeim lýtur, meö ágætum hætti. Þaö er annars staöar sem ritstjórana hefur vantaö. Fjölmiölarnir bjuggu ekki til þau mál sem nú krauma í kirkjunni og víöar, og þaö er heldur ekki rétt aö fjölmiölarnir hafi afflutt málavöxtu meö neinum afgerandi hætti, eins og reynt hefur veriö að halda fram nú síöustu daga og virðist út- breidd skoðun meðal almennings. Áherslur hafa vissulega veriö mismunandi og menn hafa veriö misjafnlega smekklegir í pistlaskrifum, en stað- reyndum hefur verið haldiö til haga í fréttum. Keppnisskap Eftir aö keppnisskapiö er hlaupiö í menn eru þeir hins vegar ólíklegir til aö sjá þessa heildar- mynd og hafa sterka tilhneigingu til aö leggja sí- fellt fleiri lóö á vogarskálarnar til að hjálpa sínu libi. Mikiö keppnisskap eykur hættuna á fljót- færni ög þörfina á einhvers konar ritstjóra. Því er þaö aö máttarstólpar kirkjunnar, sem og raunar aðrir máttarstólpar þjóöfélagsins, þyrftu aö koma sér upp ritstjóra á óróleikatímum sem þess- um, til þess aö koma í veg fyrir aö þeir séu sífellt aö láta einhverja blaöamenn berja heilbrigðisráð- herra án þess að nokkrum finnist það fyndið. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.