Tíminn - 28.03.1996, Qupperneq 6
6
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
HAFNARFIRÐI
Útistandandi húsaleigu-
skuldir bæjarins:
2,6 milljónir
óinnheimtan-
legar
Á síöasta fundi bæjarráðs
var lagt fram bréf frá bæjar-
lögmanni ásamt lista yfir
húsaleiguskuldir 16 aðila,
samtals að upphæð rúmlega
2,6 milljónir kr. sem taldar
eru óinnheimtanlegar. Leggur
lögmaður til að þessar skuldir
verði afskrifaðar.
Hafnarfjörður á nú einar
120 íbúðir sem leigðar eru á
almennum markaði. Að sögn
Guðmundar Benediktssonar
bæjarlögmanns hafa óinn-
heimtanlegar húsaleiguskuldir
ekki verið afskrifaðar í mörg
ár hjá bæjarsjóði og er það
helsta ástæðan fyrir því hve
þessi upphæð er orðin há. í
fyrrgreindum tilvikum sé um
eignalaust fólk að ræða og því
þýðingarlaust aö reyna frekari
innheimtu á skuldum þess.
Enginn af þessum 16 aðilum
býr nú í húsnæöi á vegum
bæjarins.
Kumlbúinn
heim í Hérab
Þjóðminjaráð hefur heimil-
að að kumlið, sem fannst við
Þórisá í Skriðdal, verði sett
upp í Minjasafni Austurlands,
sem opnað verður á Egilsstöð-
um í sumar. Að sögn Stein-
unnar Kristjánsdóttur minja-
varðar er það þó háö því skil-
yrði að búið verði að koma
upp í húsinu rakakerfi og
þjófavörn og forverja sýning-
argripi. Kumlið verður sett
upp sem líkast því sem það
var þegar það fannst, og hefur
Skógrækt ríkisins á Hallorms-
stað ákveðið að kosta bás sem
verður umgjörð þess. Segja má
að það sé vel við hæfi, þar
sem aldursgreining og nafnið
á ánni, sem kumlið fannst
við, leiöa rök að því að þar
hafi legið Þórir, sonur Graut-
Atla sem nam land í Atlavík.
Þá verður sett upp skilti
meö upplýsingum um kumlið
á fundarstað við Þórisá. Vega-
gerð ríkisins hyggst útbúa þar
bílastæði og jafnvel áningar-
aðstöðu, og ætlar Steinunn á
þessu fyrsta starfsári safnsins í
sumar að bjóða upp á reglu-
legar ferðir með leiðsögn í
Skriðdal. Einnig eru ráðgerðar
ferðir út í Kjarvalshvamm og
gönguferð um Egilsstaðabæ
þar sem töluvert er um fornar
minjar, þó þær láti lítið yfir
sér.
Sjúkrahús Suðurlands:
Framkvæmda-
stjórinn gefur
eftir 11% af
launum sínum
Bjarni Arthursson, fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suð-
urlands, upplýsti á fundi
rekstrarstjórnar sjúkrahússins
og Heilsugæslustöðvar Selfoss
í síðustu viku að hann gæfi
eftir 11% af launum sínum
vegna aðhaldsaðgeröa í rekstri
stofnunarinnar.
Þetta kemur fram í fundar-
gerö frá fundinum. Fyrir fund-
inum lá greinargerð vegna
hagræðingar og sparnaðar á
Sjúkrahúsi Suðurlands og
Heilsugæslustöð Selfoss.
Tillögurnar eru unnar með
hliðsjón af skýrslu Ríkisendur-
skoðunar og stjórnsýsluúttekt
á sjúkrahúsinu og úttekt
rekstrarráðgjafa og tillögum
um endurskipulagningu
stjórnunar. Tillögurnar miðast
fyrst og fremst að því að reyna
að standa vörð um þá þjón-
ustu, sem samningurinn við
heilbrigðisráðherra kveður á
um.
Framkvæmdastjórinn sagö-
ist hafa trú á þessum hagræð-
ingar- og sparnaðaraðgerðum,
sem í greinargerðinni væru,
án þess þó að skerða þjónust-
una, en taldi þetta kannski
ekki skila sér strax og nauðsyn
væri á samstilltu átaki starfs-
manna.
FnETTnmnnin
SELFOSSI
Útburður pósts hafinn á
Laugarvatni:
Laugarvatn í átt
til nútímans
Mánudaginn 11. mars var í
fyrsta skipti borinn út póstur
á Laugarvatni, en hingað til
Lilja Dóra Eyþórsdóttir aö bera
út fyrstu bréfin á Laugarvatni.
hefur hver og einn þurft að
sækja póst sinn á pósthúsið.
Þorpsbúar fagna mjög þess-
ari bættu þjónustu Pósts og
síma, svo mjög aö hermt er að
einhverjir þeirra hafi getið
þessa í bréfum sínum til út-
landa.
Fyrsti bréfberi Laugvetninga
er Lilja Dóra Eyþórsdóttir.
Segir hún að nýja starfið legg-
ist vel í sig og það sé gott aö fá
borgað fyrir að trimma um
þorpið.
Austurland
NESKAUPSTAÐ
Hérabsmenn í
sameiningarhug
Vinna við athuganir vegna
hugmynda um sameiningu
sveitarfélaga á Héraði er nú að
fara af stað hjá allmörgum
sveitarfélögum. Fyrir skömmu
var haldinn fyrsti fundur í
nefnd á vegum Egilsstaðabæj-
ar, Hjaltastaöa- og Eiðahrepps,
sem ætlað er að fara ofan í
saumana á sameiningarhug-
myndum. Formaður nefndar-
innar er Þuríður Backman.
í samtali við Helga Halldórs-
son, bæjarstjóra á Egilsstöð-
um, kom fram aö umrædd
nefnd á vegum sveitarfélag-
anna þriggja heldur öllu
opnu, ef vilji er hjá fleiri sveit-
arfélögum að taka þátt í þess-
ari undirbúningsvinnu. „Þetta
er gert í fullri alvöru og al-
menn samstaða um að gefa
þeim sveitarfélögum, sem
hafa áhuga, tækifæri til að
vera með," sagöi Helgi.
Þá hafa Vallahreppur, Skrið-
dalshreppur og Fljótsdals-
hreppur einnig sett á Iaggirnar
nefnd til að skoða sameiningu
þessara hreppa og sama hafa
Jökuldælingar, Hlíðar- og
Tungumenn gert.
Egilsstabir sébir frá Fellabœ. Þetta er algengt útsýni úr eldhúsgluggum fólks í Fellabce, enda er abeins um
tveggja kílómetra akstur á milli bœjanna. Fellamenn eru þó ekki í sameiningarhugleibingum, þótt vega-
lengdin œtti ekki ab vera þröskuldur. Ef marka má ummœli Fellamanna ífjölmiblum upp á síbkastib, vilja
þeir ekki sameinast öbrum sveitarfélögum, svo félagsleg þjónusta verbi ekki meiri en þeir kœra sig um.
Fimmtudagur 2Ö mars 1996
Mjólkursamsalan meö 38 milljóna hagnaö af 4.010
milljóna tekjum:
Um 900 bænd-
ur komu í sex-
tugsafmælisboð
Mjólkursamsalan bauð heim
öllum bændum á Suöur- og
Vesturlandi í tilefni af sextíu
ára afmæli sínu í fyrra. „Varð
þátttaka mjög góö, sérstak-
lega úr sveitum sem næst
liggja, og alls þáðu hátt í 900
manns þetta boð," segir
Magnús H. Sigurðsson, stjórn-
arformaður MS, í ársskýrslu
sem dreift var á aðalfundi
fyrir helgina. í skýrslunni
kemur m.a. fram að Mjólkur-
samsalan keypti mjólk af 914
framleiöendum á síðasta ári.
Þeim hafbi þá fækkað um 23
frá árinu áður og um rúmlega
150 á síðustu 10 árum.
Heildartekjur Mjólkursamsöl-
unnar og dótturfélaga hennar
námu 4.010 milljónum á síð-
asta ári (sem samsvarar t.d. um
23 þús. kr. á hvern íbúa Reykja-
víkur og Reykjaness). Tekjurnar
jukust um tæplega 1% frá árinu
áður, en rekstrarkostnaðurinn
um 2,5%. Hagnaður af rekstrin-
um, án fjármagnsleiða og
skatta, varö 38 milljónir. Eignir
Mjólkursamsölunnar og dóttur-
félaga námu rúmlega 3.630
milljónum kr. í árslok, en
skuldir voru 670 milljónir. Eig-
infjárhlutfall var rösklega
81,5% í árslok.
Sú veigamikla breyting var
gerð á fjárhagsskipan Mjólkur-
samsölunnar á s.l. ári, að stofn-
aður var séreignarsjóbur mjólk-
urframleiðenda. Sjóðurinn nam
um 40 milljónum í árslok, sem
skiptust á milli 1.326 aðila.
Lakari afkoma á síðasta ári en
næstu ár þar á undan var eink-
um skýrð með samdrætti í
mjólkurneyslu, samfara kostn-
aðarhækkunum í vinnslu og
dreifingu mjólkur, sem úr-
vinnsluiðnaðurinn hafi að
mestu tekið á sig án þess að
hækka heildsöluverð mjólkur-
innar. Grundvallarverð mjólkur
hafi þannig aðeins hækkað um
0,36% frá mars 1992 til ársloka
1995, á sama tíma og vísitala
neysluverðs hækkaði um 9,9%.
í raun megi segja að verðstöðv-
un hafi gilt gagnvart úrvinnslu-
iðnaðinum allt frá ársbyrjun
1990, þótt nokkrar innbyrðis
verðbreytingar hafi orðið milli
vöruflokka.
Fram kom að árleg mjólkur-
neysla á hvern íbúa á sölu- og
dreifingarsvæði MS hefur
minnkað úr 155 lítrum árið
1992 niður í 143 lítra 1995, eöa
um 8% ab meöaltali á mann á
s.l. þrem árum. Á sama tíma og
mjólkursala hefur þannig
minnkað um 1,5 til 2 milljónir
lítra hefur sala á ávaxtasöfum
aukist um 5-6 milljónir lítra.
Afkoma kúabúa rýrnaöi um samtals 14% á árunum
1991 til 1994:
Aöeins eitt nýtt
fjós í byggingu
árið 1995
Kúabændur hafa átt við vax-
andi vanda að stríða á undan-
förnum árum, þótt mun
minna hafi á honum borið í
fjölmiblum en vanda saubfjár-
bænda. Frá árinu 1991 til 1994
rýrnabi þannig afkoman í
greininni um samtals 14%
(um 4,8% árib 1992, 3% árib
1993 og 6,8% árib 1994), sam-
kvæmt skýrslu Jónasar Bjarna-
sonar um störf Hagþjónustu
landbúnabarins. Afleibingar
afkomutaps ár eftir ár sjáist
m.a. í litlum fjárfestingum.
Til dæmis hafi aðeins eitt nýtt
fjós verib í byggingu á landinu
1995. Jónas segir hækkun á af-
urbaverði ólíklega. Frekari verð-
lækkanir vegna vaxandi þrýst-
ings frá innflutningi séu líklegri
og framundan sé óvægin harka
samkeppninnar. „Hvað kúa-
bændur áhrærir, gæti það m.a.
orðið í formi hollenskrar mjólk-
ur."
Skýringu á rýrnandi afkomu
ár frá ári segir Jónas ab hluta til
verðfall á nautakjöti (einkum
1994) auk raunverðslækkunar á
mjólk. Miklar og vaxandi kröfur
um heilbrigði og alla aðstöðu til
mjólkurframleiðslu sem at-
vinnugreinar komi hér Iíka til.
Miðab við ríkjandi forsendur sé
ekki líklegt aö kúabændur geti
vænst þess að bæta fjárhags-
stöðu sína meb hækkun afuröa-
verðs til neytenda.
í annan stað bendi allt til þess,
að ekki verði hægt að verjast
innflutningi landbúnabarvara til
frambúðar. „Þaö vekur spurn-
ingu um hvort ekki brennur á
fleiri aðilum en bændum að
undirbúa sig. Hér er átt við
framleiðsluþróun í úrvinnslu-
greinum landbúnaðar, sem
óneitanlega hefur verið bágbor-
in. Þannig minnkaði t.d. fram-
leiðni vinnuafls í mjólkuriðnaði
um 35% á tímabilinu 1973 til
1991. Til samanburðar hefur
framleiðni almenns iðnabar auk-
ist um hartnær 40% á sama
tíma."
Jónas segir bændum nauðsyn-
legt ab búa við örugga landbún-
aðarstefnu, sem sé það sjálfstæb
að unnt sé að skilja á milli
hennar og almennrar byggða-
stefnu. „Jafnframt þarf að skapa
skilyrði til að landbúnaðarafurð-
ir geti haldiö áfram að lækka til
neytenda án þess að byrðarnar
lendi á bændum; sú hagræðing
þarf fyrst og fremst að koma við
sögu á vinnslu- og heildsölu-
stigi."