Tíminn - 02.04.1996, Síða 5
Þriðjudagur 2. apríl 1996
5
Látnir og lifandi í Bujumbura, höfubborg Búrúndi.
Hatur í hjarta Afríku
Höfubkúpur Tútsa, sem myrtir voru í fjöidamorbunum 7 994. Þær eru varbveittar í Kigali, höfubborg Rúanda.
Stríö Hútúa og Tútsa
í Búrúndi fœrist í
aukana. I flótta-
mannabúöum í Saír
undirbúa Hútúar
hernaö gegn Tútsum
íRúanda
Lengi hefur verið vani í
heimspressunni að
„skreyta" greinar um
Kambódíu meb myndum af
höfuðkúpum manna sem
Rauðir kmerar drápu. Frá
fjöldamorðum Hútúa á Tút-
sum í Rúanda 1994 hefur
samskonar myndefni gjarnan
fylgt greinum frá því landi og
grannlandi þess, Búrúndi.
í báðum þessum litlu Miö-
Afríkulöndum er meirihluti
íbúa Hútúar, en Tútsar réðu þar
mestu um langan aldur. Bæöi
lönd voru um skeið belgískar
nýlendur, ábur en sjálfstæðið
gekk í garð, og síöan er franska
þar opinbert mál og útbreidd-
ustu trúarbrögð kaþólska.
í fjandsamlegu
„þjóbahafi"?
Hútúar og Tútsar tala sama
bantúmálið, en Tútsar eru
margir hávaxnir, grannir og í
andlitsfalli líkir evrópídum.
Hútúar eru margir lág- og þétt-
vaxnir og líkari því útlits sem al-
gengast er um blökkumenn.
Nú er margra mál að átök
þessara þjóða í Búrúndi séu að
verba eöa þegar orðin „blóðug-
asta borgarastríð Afríku", eins
og hjálparstofnunin Læknar án
landamæra orðar það.
Hér er um að ræba þjóða-
og/eba kynþáttastríð, þar sem
litið er á hvern einstakling af
hinni þjóöinni sem óvin, eða
a.m.k. sem líklegan eða hugsan-
legan óvin. Hútúar heita á
„sanna" bantúmenn og blökku-
menn grannlanda sér til stuðn-
ings gegn „eþíópskum" Tútsum.
Tútsar kunna í framhaldi af því
aö vera farnir að líta á sig sem
aöþrengda „þjóðernisey" í
fjandsamlegu „þjóðahafi" „eig-
inlegra" blökkumanna.
í bábum löndum hafa Tútsar
völdin eins og er. í Rúanda
náðu þeir völdum 1994 og
stöðvuðu þar með útrýmingar-
herferb Hútúa á hendur Tút-
sum, Batwa (pýgmeum) og
Hútúum sem ab mati morðingj-
anna voru ekki nógu fjandsam-
legir Tútsum. í Búrúndi var
„samsteypustjórn" manna af
báðum þjóöum frá 1993 og svo
er að nafninu til ennþá. En
Tútsar slepptu þar aldrei tökum
sínum á hernum, sem þeir til
þessa höfðu einokað, og síðan
1994, er fjöldamorðin í Rúanda
voru framin, hafa þeir í krafti
hersins tekið til sín svo að segja
öll völd í landinu í raun.
Fréttum af ástandinu í Rú-
anda ber ekki aö öllu leyti sam-
an. Ab sumra sögn heldur
Tútsaflokkur sá, er þar stjórnar
og þekktastur er undir skamm-
stöfuninni RPF, uppi sæmilegri
reglu og hindrar að Tútsar hefni
sín á Hútúum. Aörar heimildir,
m.a. frá ýmsum stofnana Sam-
einuöu þjóðanna og Amnesty
International, herma frá fjölda-
morðum Tútsa þar á Hútúum
öðru hverju allt frá 1994, í sum-
um tilvikum með hlutdeild
stjómarhers RPF.
Einn særöur á móti 15-
20 drepnum
í Búrúndi geisar borgarastríð
(og mun raunar hafa staðiö síð-
an 1993) sem að margra mati
færist jafnt og þétt í aukana.
Hútúi er þar enn forseti, en
hann skiptir ekki máli og hib
sama gildir um ríkisstjórn, þing,
dómstóla og aörar stofnanir
upp teknar eftir fyrirmyndum
frá Vesturlöndum. Tútsískur her
landsins stjórnar í raun, hefur
rekiö næstum alla Hútúa úr höf-
uöborginni, sem Bujumbura
heitir, og dauöasveitir á vegum
hans útrýma kerfisbundið þeim
Hútúum, sem einhverja mennt-
un hafa hlotið eða þykja líklegir
til forystu. Rábherrar falla í
þann val ekki síður en aörir.
Hins vegar ráða hútúskir skæru-
liðar mestu í ýmsum héruðum
og ráðast þar á hvern þann
Tútsa sem þeir fá færi á. Að sögn
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
þýska blaðsins Der Spiegel er
gert ráð fyrir því í „venjulegum"
hernaði að fjórir særist á móti
hverjum einum sem fellur. En í
Búrúndi, segir sama blað, er
einn skráður særður á móti
hverjum 15-20 drepnum.
Stefna Sameinuöu þjóð-
anna/heimssamfélagsins í átök-
um þessum er í orði kveðnu
a.m.k. sú að Rúanda og Búrúndi
verbi ríki bæði Hútúa og Tútsa,
þar sem þjóðir þessar lifi í friði
og vináttu vib lýðræðislegt
stjórnarfar og réttaröryggi að
vestrænni fyrirmynd. Heldur
viröist nú langt í land með það,
svo ab ekki sé meira sagt.
Tortiyggja S.Þ.
Því veldur ekki einungis hatr-
ið milli Hútúa og Tútsa, heldur
og það að þeir síðarnefndu tor-
tryggja Sameinuðu þjóðirnar og
gruna þær um að draga taum
Hútúa. S.Þ. urðu einkar við-
bragðsseinar gagnvart fjölda-
morbunum á Rúanda-Tútsum
og tilmæli S.Þ. til Búrúndi-Tútsa
um aö þeir skipti völdunum
með Hútúum og fái þeim t.d.
hlutdeild í stjórn hersins líta
Búrúndi-Tútsar á sem fjörráð
við sig. Eftir fjöldamorbin 1994
í Rúanda eru Tútsar beggja
landa sannfærðir um að þeir
geti ekki tryggt sig gegn slíkum
aðförum nema því aðeins aö
hervaldið, og þar með allt vald,
sé í þeirra höndum. Herinn í
Búrúndi hefur gefið í skyn, að ef
S.Þ. sendi friðargæslulið inn í
það land, muni Tútsar þar líta á
það sem óvin. Tútsar hafa og ill-
an bifur á erlendum og alþjóð-
legum hjálparstofnunum, á veg-
um S.Þ. og annarra, og telja að
starf þeirra sé í raun stuöningur
við herskáa Hútúa. 1,7 millj. Rú-
anda-Hútúa eru í flóttamanna-
búðum í grannlöndum, meiri-
hlutinn í Saír. S.Þ. og hjálpar-
stofnanir sjá þessu fólki fyrir
brýnustu lífsnauðsynjum, fyrir-
menn Rúanda-Hútúa ráða
miklu meðal þess og undirbúa í
flóttamannabúðunum og í
grennd við þær skæruhernab og
innrás í Rúanda, með meira eöa
minna ákveönu samþykki Mo-
butus Saírforseta, sem fjand-
samlegur er núverandi Rúanda-
stjórn. Ekki fer á milli mála að
margt af þessu flóttafólki tók
þátt í fjöldamorðunum á Tút-
sum 1994. Með hliðsjón af öllu
þessu þykjast Tútsar hafa
ástæðu nokkra til að líta svo á,
að með því að hjálpa hútúsku
flóttafólki sé heimssamfélagið í
raun að hjálpa Hútúum til ab
endurheimta völd í Rúanda —
sem Tútsar óttast að þeir myndu
nota til að halda áfram útrým-
ingunni sem RPF stöðvaði.
S.Þ., í vandræðum vegna
kostnaðarins við uppihald hút-
úska flóttafólksins frá Rúanda,
hvetja það til að snúa heim, en
fátt af því vill það eða þorir. Rú-
andastjórn Tútsa hefur lofaö ab
taka þessu flóttafólki vel, snúi
það heim. Það gerir sú stjórn lík-
lega einkum fyrir ímynd sína í
augum S.Þ. og Vesturlanda, en
fáir Hútúar reiða sig á þau lof-
orð. Tútsastjórnin segir að aö-
eins þeim, sem tóku þátt í
fjöldamorðunum 1994 verði
refsað. En þátttaka Hútúa í þeim
var almenn og vera kynni að
margir Tútsar líti svo á að erfitt
mundi reynast að greina sak-
lausa frá sekum.