Tíminn - 02.04.1996, Page 9

Tíminn - 02.04.1996, Page 9
Þri&judagur 2. apríl 1996 9 Leikhópurinn í Páskahreti. LEIKHÚS GUNNAR STEFÁNSSON honum og fleiri Hekluförum! Leikurinn hafi þannig orðið að áhrínsorðum. Þar er til að mynda vikið að átökum lög- reglu og hjálparsveita, endur- upptöku gamalla sakamála og fleiri atvikum. „Hér er því á ferð magnaðri realismi en menn kynnu að halda við fyrstu sýn," segir Árni. Það er vert að undirstrika að skopið í þessum leik er hvergi biturt. Þab hvarflar þó að manni aö Sigmundur, lög- fræðingur og fararstjóri, hafi fengið makleg málagjöld, því bæbi er 'nann fádæma leiðin- legur og illa innrættur, því hann yfirgaf fólk sitt í byln- stjórnarinnar árib 1967. Eftir valdaránið var Þeodorakis leiötogi grísku andspyrnu- hreyfingarinnar, Föðurlands- fylkingarinnar, í sex mánuði, uns hann var handtekinn 1968. í dyflissunni var hann pyndaður, en slapp þó við ör- lög margra vina sinna sem voru myrtir í fangelsi, vegna þess að hann var orðinn það frægur ab fylgst var með hon- um erlendis frá. Þegar honum var sleppt úr haldi 1970, fór hann fyrst til Parísar og seinna víða um Evrópu, m.a. til Svíþjóðar. Eftir fall herfor- ingjastjórnarinnar sneri hann aftur heim til Grikklands; þar leist honum ekki nógu vel á þróunina og hvarf um tíma í sjálfviljuga útlegð í París, enda búinn að snúa baki við öllum sósíalisma og orðinn rammur íhaldsmaður — kannski vegna þess að hann vildi ekki fljóta með straumn- um, kannski vegna síns krít- eyska uppruna, en foringi íhaldsflokksins (Nea demo- kratia) er landi hans Konstan- tín Mitsotakis. Að sögn Sig- urðar A. Magnússonar eru flestir Grikkir sem máli ná af- komendur Mínóa hinna fornu á Krít, líkt og hinir meiri háttar ítalir eru afkom- endur Etrúskanna í Toskana. Og svo er um Þeodorakis. Eftir sjö ára dvöl í Svíþjóð, þar sem hún heillabist af söngvum Þeodorakis, vakti Sif Ragnhildardóttir fyrst veru- um. Benedikt Jóhannsson leikur þennan náunga og gerir hann ógeðfelldan, en mesta raun Benedikts hlýtur að vera sú að sitja hreyfingarlaus á sviðinu mestallan ieiktímann. Annars er ekki viðlit að telja alla leikendur, og þjónar ekki heldur neinum tilgangi. Hér er ekki um neinn stjörnuleik að ræðá, en allir gera vel og sumir leikendurnir eru raunar gamalreyndir á þessu sviði. Eg nefni Rúnar Lund sem leikur Sigurð sýslumannsfulltrúa, sem tekur að sér hlutverk rannsóknarlögreglu og býr til lista yfir grunaða. Á þann lista neyðist hann til ab bæta sjálf- um sér, en auðvitað vantar á hann þann sem verknaðinn framdi! Rúnar hefur góða skopgáfu. Aftur á móti er Björn ísbjörn vaxtarræktar- lega athygli hér á landi vetur- inn 1986- 87 fyrir dagskrá með söngvum Marlene Diet- rich, sem hún flutti ásamt Jó- hanni Kristinssyni píanóleik- ara. Árið eftir tók hún saman dagskrá með lögum og ljóð- um Þeodorakis, sem Kristján Árnason bókmenntafræbing- ur, skáld og Grikklandsvinur hafði þýtt sum hver. Nú hefur sú dagskrá verið aukin að efni og innihaldi, Kristján hefur þýtt fleiri ljóð, og árangurinn er fyrir alla að njóta í Kaffi- leikhúsinu. Sif er auðvitað hin prýðilegasta söngkona; á sín- um tíma virtist stíll hennar sérstaklega henta Dietrich- söngvunum, en nú virðist hún ekki síðri í grískri tónlist, sem sýnir ab hér er um fjöl- hæfa listakonu að ræða. Og hljóðfæraleikur þeirra Jó- hanns og Þórbar Árna eins ekta grískur og fara vill. Það er óhætt að mæla ein- dregið meb dagskrá Zorba- hópsins, en svo nefna þau sig, í Hlaövarpanum. Á sinn hátt er hún dæmi um „Gesamtk- unst", því þar er eitthvað fyrir augab, eyrað og hugann, og allt áhugavert og skemmti- legt. Grikklandssögunni lauk nefnilega ekki fyrir 2000 ár- um, heldur er hún sífellt að verða til, því lífið heldur áfram hjá þessum andlegu frændum okkar í SA-horni Evrópu, ekki síbur en hjá okk- ur hér á NV-horninu. maður nokkuð mikið ýktur hjá Gunnari Halldóri Gunn- arssyni. í hópnum er rithöf- undarspíra sem Ari Agnar heitir og Benedikt Karl Valdi- marsson leikur. Kvennamál hans ganga nokkuð á misvíxl, sú sem hann vill og fær er Tjása Þöll eróbikkennari, leik- in af Silju Björk Ólafsdóttur. Hún hefur ágæta svibsfram- komu. Aðrir leikarar í stórum hlutverkum eru Þorgeir Tryggvason (Gúndi grænmeti- sæta), Berglind Steinsdóttir (Solla verslunartæknir), Gunn- ar Gunnarsson (Reynir for- stjóri) og Hulda B. Hákonar- dóttir (Bégga forstjórafrú). Þá er að nefna Hermann Her- mannsson, foringja víkinga- sveitar, en hann leikur Árni Friðriksson. Þuríði formann í hjálparsveitinni leikur Sigrún Óskarsdóttir með tilþrifum, og eru þá ýmsir ótaldir. Ég get að vísu ekki séb að Páskahret efli í neinu veru- legu hróður Hugleiks, því sést hafa djarfari verk frá honum. Húmorinn er hér nokkuð groddalegur, sýningin byggist fremur á uppákomum en snjöllum tilsvörum. Engu ab síður stendur þetta alveg fyrir sínu og á leikstjórinn mikinn þátt í ab vel tókst til. Hann sér til þess að aldrei skapist daub augnablik á sviðinu, fram- vindan er liðug. Sviðið er hag- anlega gert og leikhljóðin, eins og veðurhljóðið þegar dyrnar opnast, sköpuðu hið rétta andrúmsloft. Veikasti hlekkur sýningarinnar fannst mér vera lögin og textarnir, þeir eru alls ekki nógu smelln- ir, og söngurinn varla heldur nógu góður. Líklega hefði komið betur út að reyna að yrkja við þekkt sönglög. En það hefði strítt gegn þeirri virðingarverðu stefnu Hug- leiks að bjóða abeins upp á heimabrugg. í þeirri stefnu- skrá felst metnaður leikhúss- ins og menningarframlag sem ber að meta. Það er ekkert skrum, sem Ingibjörg Sólrún borgarstjóri segir í ávarpi sínu í leikskránni, að þau sem leika með Hugleik eru fulltrúar þess besta í íslensku áhugaleikhúsi, „frjó, djörf og skemmtileg". Hugleikur hefur verið við lýöi í tólf ár og auðvitað ómiss- andi hluti í leikhúslífi borgar- innar. Aöstandendur sýningarinnar. eða trumbusláttur geta verib þeim sem raunverulega skilja táknmálið — fyrir okkur hin er þetta bara „dans" og „ryþmi". Sigurður A. segir kafla úr ævi Þeodorakis á sinn hressi- lega hátt, en saga hans var þannig í stuttu máli (og aftur er vitnað til Þjóðviljaviötals- ins): Mikis Þeodorakis lenti ungur í fangabúðum nasista, sem sökuðu hann um komm- únisma. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar varö hann leiðtogi grísku æsku- lýðsfylkingarinnar, Lambrak- is, sem barðist gegn ofríki hægri aflanna í Grikklandi fyrir valdarán herforingja- Heimabrugg Hugleiks Hugleikur: PÁSKAHRET, spennuleikrit í tveimur þáttum eftir Arna Hjartarson, sem einnig samdi lög og söngtexta. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Dans- höfundur: Lára Stefánsdóttir. Tónlist- arstjórn: Þorgeir Tryggvason. Hönnun leikmyndar: Unnur Sveinsdóttir. Frum- sýnt í Tjarnarbíói 29. mars. Enn er Hugleikur kominn á stjá og sýnir alþýðlegan grín- leik í Tjarnarbíói. Að þessu sinni er þab „spennuleikur" eftir Árna Hjartarson. Hér seg- ir frá hópi ferðafólks sem leit- ar skjóls í skála Ferðafélagsins í Hrafntinnuskeri í páskahreti. Þar gerist svo sá atburbur að fararstjórinn er höggvinn í hausinn. Hópurinn kemst hvergi frá skálanum og sýslu- mannsfulltrúi, sem þar er með í för, tekur að rannsaka málib. Haft er samband við lögreglu og víkingasveit þaðan fer af stað. Sú lendir í hrakningum og hjálparsveitin Þuríður for- mabur, skipuð hraustum kon- um, fer henni til bjargar. Í Hrafntinnuskeri bíður hópur- inn með hinn myrta í plasti. Út á þetta gengur leikurinn, og spennan sem á að vera út af því hver drepið hafi farar- stjórann verður minni en ætla mátti, þótt auðvitað upplýsist þab að lokum. Þetta er sem sé ekki spennu- leikrit nema að nafni. Morðið og ailt í kringum það er að vísu eins konar efnisgrind fyr- ir þær uppákomur sem leikur- inn er drifinn áfram á. Allt veltur hér á hinni frumlægu leikgleði, sem er af sömu ætt og maður sá og hreifst af á áhugasýningum á lands- byggðinni í gamla daga. Hún fær að njóta sín. Hávar leik- stjóri hefur tekið þetta verk- efni alveg réttum tökum, ýkt skopið, þó yfirleitt ekki um of, stýrt liðinu mildilega en af góðu auga fyrir efniviðnum og því sem gefur sýningu af þessu tagi gildi. I leik eins og þessum, sem lýtur lögmálum skopteikning- arinnar, eru tekin einhver þekkt fyrirbæri úr samtíman- um og þau skrumskæld. Hug- leikur hefur reyndar, eins og rakið er í leikskrá, fengist við þrenns konar viðfangsefni og skopstælt þau á fjölunum síð- ustu ár. í fyrsta lagi eru það baðstofuleikirnir, afsprengi rómantíkur og bændamenn- ingar. í öðru lagi hefur menn- ingararfur fornsagnanna verið tekinn fyrir — og raunar minnist ég í framhaldi af því sýningar um Fjölnismenn, sem ekki var allskostar skemmtileg. „Hinn þriðji meginstraumur," segir í leik- skránni, „eru nútímaverkin þar sem margháttaður vandi þjóðarinnar í nútíðinni er kru- finn til mergjar. Þessi straum- ur er bæði stríbur og þungur og heyrst hefur að nú sé verið að semja ástríðuþrungið verk um þjóðkirkjuna." Hvað sem líður væntanlegu verki um mál þjóðkirkjunnar — sem mér finnst reyndar helst af ætt harmleikja — þá er hægt að hafa gaman af meinlausu gríni Árna Hjartar- sonar. í leikskrárviðtalinu tal- ar hann um þab ab í þessu til- felli hafi veruleikinn lagab sig eftir leikritinu, en ekki öfugt, því eftir að hann skrifaði verk- ib varð að kalla út björgunar- sveit til að bjarga björgunar- leiðangri sem var að bjarga

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.