Tíminn - 18.04.1996, Page 6

Tíminn - 18.04.1996, Page 6
6 tOTMr iftfhfírfr ffwfy/ivfi- Fimmtudagur 18. apríl 1996 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM lMI eIgiEstoðu^^ Lobdýrabændum fjölgar aö nýju Útlit er fyrir að loðdýra- bændum fjölgi á ný á svæði Búnaðarsambands Austur- lands eftir mikinn samdrátt, en afkoma í greininni hefur batnað til muna á siðustu ár- um. Sérstaklega eru það bændur sem voru í þessum búskap og eiga hús og annan búnað, sem hugsa sér til hreyfings og hafa tveir bænd- ur, í Vopnafirði og Hlíðar- hreppi, hafið búskap að nýju á síðastliðnum tveimur árum. Fleiri eru í startholunum. Á Jökuldal hyggjast tveir bænd- ur, jafnvel fleiri, hefja loð- dýrarækt á þessu ári. Allir hafa þeir fengist við þessa grein bú- skapar áður og eru hús til staðar á jörðunum. Að sögn Jóns Atla Gunn- laugssonar, ráðunautar hjá BSA, er hugsanlegt að Byggða- stofnun veiti fyrrverandi loð- dýrabændum styrki til að koma á fót búskap að nýju. Verð á blárefaskinnum hefur verið gott síðastliðin þrjú ár og verð á minkaskinnum fer hækkandi. Loðdýrabúum á sambandssvæði BSA hefur nú fjölgað í ellefu, en aöeins níu bú stóðu af sér þær miklu þrengingar sem gengu yfir loðdýrabúskapinn á sínum tíma. Bætt aöstaöa fyrir feröamenn í Papey Papeyjarferðir eru í hópi þeirra fyrirtækja í ferðaþjón- ustu á Áusturlandi sem fengu styrk til úrbóta á ferðamanna- stöðum. Að sögn Más Karls- sonar framkvæmdastjóra verður í vor ráðist í það verk- efni að merkja gönguleiðir um eyjuna, brúa mýrarfen og setja upp merkingar á hættusvæð- um. Einnig verður lagfærður stígur upp á Hellisbjarg, sem er hæsti hluti eyjarinnar eða 58 metrar, og útbúið tjald- stæði. Papeyjarferðir hf. eru að hefja sitt annað rekstrarár, en á síðasta sumri var boðið upp á daglegar ferðir frá mán- aðamótum maí-júní fram undir miðjan september og flutti Papeyjarferjan „Gísli í Papey" um 700 manns út í eyjuna. Töluverðar fram- kvæmdir voru í Papey í fyrra- vor til að auðvelda móttöku ferðamanna. Gerðar voru lag- Refir í loödýrabúi Karls á Þrándarstöbum, en bú hans er í hópi þeirra níu sem héldu velli. færingar á höfnunum í Áttær- ingsvogi og Selavogi og komið uþp vatnssalernum. I Papey og úteyjum er margt aö sjá. Þar er mikið fuglalíf, m.a. státar eyjan af einni mestu lundabyggð landsins. Einnig er þar lítil timbur- kirkja, nýuppgerð. Kirkjan var byggð upp úr aldamótum, að hluta til úr viðum eldri kirkju. dómi, að viðkomandi fær ekki að gegna starfi stýrimanns um þriggja mánaða skeið, en aftur á móti má hann vera skip- stjóri. Er þetta ámóta og að rútubílstjóri væri sviptur rétt- indum til að aka heimilisbíln- um sínum, en mætti eftir sem áður keyra rútuna. Slmrtlm frtlta og auglyiingablatid a Suiurntijun VESTMANNAEYJUM Sérkennilegur dómur í máli stýrimannsins á Andvara: Missir stýri- mannsréttindin — en heldur skip- stjórnarréttind- unum Nýlega var kveðinn upp dómur í máli sem höfðað var gegn stýrimanni á Andvara VE. í janúar 1994, þegar skip- ið var við Grímsey, sofnaði stýrimaöurinn á vakt með þeim afleiðingum aö skipið strandaði. Andvari komst á flot á ný fyrir eigin vélarafli og skemmdir reyndust ekki miklar. Stýrimaðurinn var dæmdur til greiðslu sektar að upphæö kr. 80 þúsund, ásamt missi stýrimannsréttinda í þrjá mánuði. Jón Ragnar Þorsteins- son héraðsdómari kvað upp dóminn í Héraðsdómi Suður- lands. Það, sem vekur hvað mesta athygli við þennan dóm, er að viðkomandi missir stýri- mannsréttindi sín tímabund- ið, en ekki skipstjórnarréttind- in. Ástæðan er sú aö í ákær- unni er hann sakaöur um brot á sjómannalögum og á þeirri forsendu missir hann stýri- mannsréttindin. Aftur á móti gerði ákæruvaldið ekki kröfu um að refsað yröi fyrir brot á siglingalögum, sem varöar þá missi skipstjórnarréttinda. Því kemur upp sú kúnstuga staða, samkvæmt þessum Bœrinn Bjarg í Papey. KEFLAVIK Alvarlegt líkamsárásarmál kært til lögreglunnar: Réöust inn á heimili um há- nótt og böröu húsbóndann Ungir piltar af Suðurnesj- um hafa verið kærðir til lög- reglu fyrir mjög alvarlegt lík- amsárásarmál í Njarðvík fyrir skömmu. Piltarnir réðust að tilefnislausu á karlmann og misþyrmdu honum. Síðar um nóttina höfðu piltarnir upp á syni mannsins og réð- ust einnig á hann. Höfuð- paurinn í árásinni, sem gerð var aðfaranótt laugardags fyrir þremur vikum, var handtekinn morguninn eftir og sat inni þar til á sunnu- dagskvöld. Málsatvik voru þau að pilt- arnir áttu óuppgerö mál við son mannsins sem ráðist var á. Hugðust þeir hefna sín á ^syninum og fóru út til að leita að honum. Þegar pilt- arnir fundu ekki fórnarlamb sitt í miöbæ Keflavíkur, fóru þeir að heimili í Njarðvík. Bönkuðu þeir þar uppá og vöktu húsbóndann á heimil- inu. Þar sem sonur húsráð- anda var ekki heima, réðust piltarnir á manninn, fyrst í forstofu íbúðarinnar og drógu hann síðan út á stétt. Þar ógnaði einn pilturinn honum með hnífi og hótaði að skera hann, meðan annar veitti honum áverka með spörkum og barsmíðum. Maðurinn er m.a. með höf- uðáverka eftir atburðinn. Piltarnir höfðu sig hins veg- ar á brott, þegar húsmóðirin á heimilinu vaknaði við læt- in og gerði viðvart um árás- ina. Síðar sömu nótt höfðu árásarpiltarnir upp á syni mannsins. Brutust út slags- mál milli piltanna og sonar- ins. Lögreglu tókst að hafa upp á árásarpiltunum þegar líða tók á morguninn, eins og áður segir. Að sögn lögreglu er þetta mjög alvarlegt árásarmál, sem örugglega mun fara fyrir dómstóla. í r ' na^ .i-t- Aöskilnabur ríkis og kirkju lagbur til á Alþingi: Kirkjan misst tiltrú almennings á und- anförnum misserum Ásta R. Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurbadóttir þing- menn Þjóbvaka hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar þar sem kirkjumála- rábherra er falib ab skipa nefnd sem hafi þab verkefni ab endurskoba núverandi kirkjuskipan landsons. Verkefni nefndarinnar verbi ab endurskoba samband rík- is og kirkju og kanna kosti þess og galla ab auka sjálf- stæbi og ábyrgb kirkjunnar þannig ab hún verbi skilin frá ríkisrekstrinum. í greinargerð þingmann- anna segir að umræða um að- skilnað ríkis og kirkju hafi far- ið vaxandi og vaxið fiskur um hrygg meðal kennimanna kirkjunnar sjálfrar. „Ljóst er að samfélagið hefur breyst mikið frá því að núverandi fyrirkomulag kirkjunnar var formlega staðfest og hlutverk kirkjunnar er allt annað í dag en það var árið 1874. Þá gegndi hún veraldlegu þjón- ustuhlutverki sem aðrar stofn- anir hafa tekið viö, svo sem heilsugæslustofnanir, menntastofnanir, Hagstofa ís- lands ofl. Félagsráðgjafar, sál- fræðingar, læknar og lögfræð- ingar vinna því störf sem áður voru að miklu leyti unnin af kirkjunnar mönnum," segja þingmenn Þjóðvaka. Ennfremur: „Gera má ráð fyrir að sjálfstæð og fjárhags- Ásta R. jóhannesdóttir. lega óháð kirkja leiði til auk- innar virðingar og sterkari stöðu meðal almennings. Undanfarin misseri hefir bor- ið á því að kirkjan hafi verið að missa tiltrú almennings. Hún hefur sætt gagnrýni sem beinist að athöfnum einstakra presta og einstökum málefn- um eins og hvar ákvarðanir skuli teknar, óljósu stjórn- skipulagi osfrv. Gagnrýnin, sem er ein birtingarmynd þessa trúnaðarbrests milli fólksins og kirkjunnar, kallar á nauðsyn þess að endurskoð- uð verði tengsl ríkis og kirkju." -BÞ Forsetaframbjóbendur leita eftir mebmœlendum. Þurfa minnst 1.500 uppáskriftir, aballega úr Sunnlendinga- fjórbungi þaban sem 3/4 mebmœlendanna koma: Flestir meðmælenda gætu veriö Reykvíkingar Stjórnarskráin frá 1944 kvebur á um fjölda meb- mælenda sem væntanlegir forsetaframbjóbendur þurfa ab fá til ab undirrita meb- mælendalista sína sem þeir síban leggja fram í dóms- málarábuneyti 5 vikum fyr- ir forsetakjör. Mögulega gætu 1.141 mebmæland- anna verib Reykvíkingar, svo öflugur er Suburlands- fjórbungur samkvæmt stjórnarskránni. Forsetaefnið skal hafa meb- mæli minnst 1.500 kosninga- bærra manna en mest 3.000, segir í auglýsingu forsætis- rábuneytis í Stjórnartíðindum í síðasta mánuði. Söfnun meðmælenda fer fram í landsfjórðungunum og kemur í ljós að Sunnlendinga- fjórðungur vegur þar þyngst, þar þarf 1.141 meðmælanda minnst en 2.282 mest. Fjórö- ungurinn er skilgreindur frá V-Skaftafellssýslu í austri og til Borgarfjarbarsýslu í vestri, eða frá Skeiðará að Hvítá í Borgarfirði. í hinum fjórðungunum er krafa um eftirfarandi: 88 með- mælendur minnst og 176 mest í Vestfirðingafjórðungi, sem nær frá Mýrasýslu til Strandasýslu að báðum sýsl- um meðtöldum. í Norðlend- ingafjórðungi þarf minnst 194 meömælendur en hið mesta 387, en fjórðungurinn nær yfir svæðið sem markast af Húnavatnssýslu í vestri og Suður-Þingeyjarsýslu í austri. I Austfirðingafjórðungi, Norð- ur-Þingeyjarsýslu til Austur- Skaftafellssýslu er krafist 77 meðmælenda minnst en 155 mest. „Það er ljóst að hundraðs- hlutfalliö er mun lægra nú en það var 1944, þegar við vor- um um 120 þúsund manns," sagði Jón Thors skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu í gær. Jón sagði þó aö enda þótt þessi ákvæði hefðu ekki verið endurskoðuö í 52 ár væru þau þó ekkert endilega orðin úrelt. Forsetaframbjóðendur og stuðningsmenn þeirra eru á þönum eftir undirskriftum þar til bærra manna. Mest er greinilega unnið í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitab um árangur enn sem komið er. Guðmundur Rafn Geirdal sagði í fyrradag að hann hefði byrjað í vik- unni að safna. Hann ætti eftir að ná meðmælendum, þrír væru komnir á blað. Hann segist hafa útbúið 152 með- mælendalista með 20 línum hver. Guðmundur Rafn segist geta unnið mjög hratt að söfnun meðmælenda á næstu dögum og vikum. . TRP I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.