Tíminn - 18.04.1996, Page 16

Tíminn - 18.04.1996, Page 16
4- IMlMf Fimmtudagur 18. apríl 1996 Vebríb (Byggt á spá Veöurstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Allhvöss NA átt og léttir heldur til. Hiti 7-10 stig að degin- um. • Faxaflói: N eða NA kaldi eða stinningskaldi, en sums staðar allhvass. Skýjað með köflum og úrkomulaust. Hiti 2-6 stig. • Breiðafjörður: N og NA hvassviðri og stöku él eða slydduél. Hiti 2-5 stig. • Vestfirðir: Allhvöss eba hvöss N eba NA átt. Éljagangur, einkum norð- antil. Hiti 0-4 stig, en frystir seint í dag. • Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra: Allhvöss N átt. Lengst af snjókoma eba slydda. Hiti 0-4 stig, en frystir meb kvöldinu. • Austurland ab Glettingi: N og NA gola eða kaldi og dálítil rigning eba slydda. Kólnandi vebur, hiti 1-3 stig. • Austfirbir: NA kaldi og dálítil rigning. Hiti 3-5 stig. • Suðausturl.: NA kaldi og rigning um tíma allra austast, en annars úr- komulaust ab mestu. Hiti 5-8 stig yfir hádaginn, en kólnar nokkub í kvöld. Hagstœöur vetur var óhagstœöur fyrir hálendisgróöurinn: Landgræðslustjori oskar eftir rigningum í maí „Þaö er grobb í okkur íslend- ingum ab selja útlendingum ósnortna íslenska náttúru, þab er því miöur svo fjarri því ab náttúran okkar sé ósnortin," sagbi Sveinn Run- ólfsson landgræbslustjóri í gær. Hagstæöur vetur viröist hafa orbib óhagstæbur fyrir gróöurþekju hálendisins. Landgræöslustjóri segist vonast eftir rigningarvebri í maí. Rigningin getur hugsan- lega bjargaö viðkvæmri gróð- urþekjunni á hálendi landsins. „Það var lítið um snjóalög. Æskilegast fyrir gróður há- lendisins er að hann sé undir snjó allan veturinn og jafnvel fram á sumar þannig að nægi- legur jarðraki haldist og snjór- inn veiti landinu vörn gegn ágangi vatns og vinda. Ég held að í haust og framan af vetri þegar var að frjósa og þiðna, oft á auða jörð á hálendinu, þá hafi verið mikil frostlyfting sem fer illa með þann gróður sem þar er í sjálfgræðslu," sagði Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri í samtali við Tímann í gær. Sveinn segir að sem betur fer sé gróður almennt talað í framför á hálendinu. „Þó er það svo að það er fjarri því að landsmenn geti sætt sig við núverandi ásýnd gróðurs á hálendinu. Stað- reyndin er að við hefðum vilj- að sjá meiri snjó," sagði Sveinn. „Ég mundi fagna rign- ingarsömum maímánuði, það er oft erfiðasti tíminn," sagði Sveinn. Sveinn segir að það sé undir fjárveitingum Alþingis komið hvernig til tekst meb sóknina gegn gróðureyðingunni. Landgræðslan er með 200 milljónir á þessu ári á fjárlög- um, það hafi stöbugt sigið á ógæfuhliðina meb fjárveiting- ar. Fjárframlög ýmissa fyrir- tækja og einstaklinga ásamt vinnu sjálfbobaliba hjálpi hins vegar mikið til. Þannig koma 10 milljónir á ári frá bensínkaupendum hjá Olís. Verkefnin framundan hjá Fœreyskt skip kom meö fyrsta síldarfarminn úr síld- arsmugunni til brœöslu hjá SR-mjöli hf. á Seyöisfiröi: Síldin full af átu og blönduö „Síldin er full af átu, eins og er á þessum tíma og blöndub mjög þar sem dálítið mikib er af smásíld," sagbi Gunnar Sverrisson verksmibjustjóri SR-mjöls hf. á Seybisfirbi. í gær var verið ab undirbúa verksmibjuna fyrir bræbslu á fyrsta síldarfarminum, eba 900 tonnum sem færeyska skipið Júpiter kom meb til Seyðisfjaröar í fyrradag. En skipið fékk aflann á tveimur dögum í síldarsmugunni, í grennd vib færeysku lögsögu- mörkin. Óvíst er hvort fleiri færeysk skip muni koma með afla til löndunar á austfirskum höfn- um á næstu dögum þar sem þau munu ekki vera mörg sem byrj- uð eru á síldveiðum. Hinsvegar mun einhver fjöldi þeirra vera á kolmunnaveiðum vestur af ír- landi og því nóg að gera í bræðslunni í Fuglafirði í Færeyj- um, auk þess sem dönsk skip hafa landað þar síld til bræðslu. Þrátt fyrir að veiðar séu hafn- ar úr norsk-íslenska síldarstofn- inum í síldarsmugunni virðast íslenskir útgerðarmanna halda ró sinni, en þeir mega ekki hefja veiðar fyrr en 10. maí nk. Gunnar segist ekki hafa trú á öðru en ab íslenski flotinn nái Landgræðslunni eru meðal annars sáning á melfræi í byrj- un maí. Þá verður unnið aust- ur í Skaftárhreppi. Þar á að tak- ast á við hluta af afleiðingum Skaftárhlaups á síðasta hausti. Þá verður unnið talsvert átak í Þorlákshöfn í samvinnu við heimamenn. „Það er tilfinning manna að tíðni vestanstæðra vinda með meiri vindstyrk hafi aukist. Það þýðir að þarna eru svæbi sem ekki hefur verið til fjár- magn til að sinna sem skyldi. Þetta hefur leitt til meira sand- foks inn í byggðina. Þetta er alvarlegt mál fyrir íbúana og líka þann fiskiðnaö sem þar er stundaður," sagði Sveinn Run- ólfsson. -JBP Sextán sækja um Sextán umsóknir bárust um stöbu jafnréttisfulltrúa Reykjavíkurborgar. Umsækjendur eru: Aldís Sig- urðardóttir, Anna J. Gubmunds- dóttir, Guðrún Á. Guðmunds- dóttir, Guðrún Hálfdánardóttir, Guðrún Jónsdóttir, Hildurjóns- dóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Hreinn Hreinsson, Jakobína I. Ólafsdóttir, Jón G. Jónsson, Magnea Marínósdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Sigrún E. Egils- dóttir, Sigrún Valgarðsdóttir, Steingerður Steinarsdóttir og Valgerður K. Jónsdóttir. ■ að veiöa allan kvótann, eða 244 þúsund tonn auk þess sem síld- in verður þá orðin feitari og verðmeiri en það sem veiðist um þessar mundir. Þá virðast menn vera nokkuð bjartsýnir á að hægt verbi að veiða töluvert af kvótanum inn- an íslenskrar landhelgi. Það helgast m.a. af því ab kalda tungan úti fyrir Austfjörðum er horfin og hitastig sjávar þar nokkuð hærra en verið hefur. Það er talin vísbending um að síldin kunni að leita á fornar slóðir innan íslensku lögsög- unnar í stað þess að hverfa inn í norsku lögsöguna vib Jan May- en eins og í fyrrasumar. Síldveiðarnar voru ágætis bú- bót fyrir verksmiðjur á Austur- landi í maí og júní fyrra og m.a. komu samtals 37 þúsund tonn til bræðslu hjá SR-mjöli á Seyð- isfirði, þrátt fyrir sjómannaverk- fall í nokkurn tíma. Þá er reikn- að með því að væntanlegur síld- arafli íslenska flotans fari að mestu til bræðslu en ekki til manneldis. Það stafar m.a. af því ab það verður ekki fyrr en í júní þegar síldin er orðinn hvað feitust sem hægt er að vinna hana til manneldis, en þá er við- búið að kvótinn verði kannski allur uppurinn. -grh Vorboöinn Ijúfi.. • Útskriftarárgangar framhaidsskólanna nota síöasta tœkifœrib til ab sletta úr klaufunum ábur en þeir grafa sig ofan í námsbœkurnar fyrir stúdentsprófin og minna okkur hin þar meb á ab sumarib er á nœsta leyti. Unga fólkib sem sást í mibbœ Reykjavíkur í gær var greinilega ákvebib í ab nota tœkifœrib til hins ýtrasta og ef til vill var hugur einhvers þeirra farinn ab renna til hvítu kollanna sem bíba handan prófanna. Tímamynd: þök Cubrún Pétursdóttir kynnir sig á Norburlandi. Bcendur, nemend- ur og kaupfélagsfólk heimsótt: Dísir vorsins í Skagafirði Fyrsta kynningarferb for- setaframbjóbanda hófst í fyrrakvöld meb heimsókn Gubrúnar Pétursdóttur til bænda í Blönduhlíb. Þar sitja tónelskir menn og gestir leystir út með gjöf, spólu með englasöng Karla- kórsins Heimis sem lands- frægur er orðinn. í bíl forseta- frambjóbandans var því sungib með Heimismönnum um „dísir vorsins" allt til Ak- ureyrar. Kynningarfundir hófust í gærmorgun á Akur- eyri og ræddi Gubrún þá vib starfsmenn hjá kjötibnabar- stöð KEA og nemendur og kennara Verkmenntaskólans og Menntaskólans á Akur- eyri. -JBP Olafur Ragnar á miklu flugi í forsetaframboöi sínu: „Dýrmætt veganesti" Kjósendur alla flokka virbast telja Ólaf Ragnar Grímsson alþingis- mann vænlegt forsetaefni. Hann hlaut 61% fylgi í skobanakönnun DV sem blabib birti í gær. Bar Ól- afur reyndar höfub og herbar yfir abra frambjóbendur. Könnunin var gerb skömmu eftir ab Pétur Kr. Hafstein tilkynnti frambob sitt. „Mér þykir mjög vænt um þann stuðning sem kemur fram í þessari könnun og er í reynd hrærður yfir þessum vibbrögðum. Við hjónin höfum fundið mjög hlýjan hug frá fólki frá öllum landshlutum að undanförnu og það viðhorf endur- speglast greinilega í þessari niður- stöðu. Og þótt langur vegur sé nú eftir fram að kosningum þá er þetta mjög dýrmætt veganesti fyrir okk- ur," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, alþingismaður og forsetaframbjóð- andi í samtali við Tímann í gær. Ólafur Ragnar sagði að skipulagn- ing kosningabaráttunnar gengi vel. í fyrradag var hann á ferðalagi um Suðurland og missti þar af leiðandi af fundi með nemum í stjórnmála- fræðum við Háskólann, þar sem Ól- afur var kennari í eina tíð. í könnun DV fékk Guðrún Pét- ursdóttir 14%, Pétur Kr. Hafstein 11,5%, Guðrún Agnarsdóttir 6,1% og Guðmundur Rafn Geirdal 0,7%. Úrtak blaðsins var 600 manns og tóku 74% þeirra afstöðu í könnun- inni. -JBP

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.