Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. apríl 1996 15 Ásgrímur Halldórsson Útför Ásgríms Halldórssonar var gerð frá Hafnarkirkjtr3. apríl s.l. og fylgdi honum þaö mesta fjölmenni sem hér hefur sést við þær athafn- ir. Ásgrímur Halldórsson var fædd- ur í Bakkafirði í Borgarfirði eystra þann 7. febrúar 1925. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Ásgríms- son kaupfélagsstjóri, f. 17. apríl 1896, síðar alþingismaður fyrir Norður- Múlasýslu 1946-1959, en Austurlandskjördæmi 1959-1967, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, kennari og skólastjóri, f. 7. desem- ber 1895. Halldór Ásgrímsson var kaupfé- lagsstjóri hjá Kaupfélagi Borgar- fjarðar 1918-1940 og var félagið einnig í umsjá hans næstu tvö ár, en þá hafði hann flutt til Vopna- fjaröar og tekið við kaupfélaginu þar og gegndi því starfi í 19 ár. Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk kennaraprófi 1916. Var stundakennari við barna- og ung- lingaskólann í Borgarfirði eystra 1916-1918, kennari í Hjaltastaðar- þinghá 1919-1920 og skólastjóri barnaskóla Borgarfjarðar 1920- 1942. Stundakennari við Unglinga- skóla Vopnafjarðar 1942-1959. Það gefur því augaleið að mörgu var að sinna auk hinna hefð- bundnu verka á heimili kaupfélags- stjórans og konu hans, sem tekið hafði að sér uppfræðslu barna og unglinga um það leyti sem íslenska þjóðin öðlaðist sjálfstæði. Þá voru ekki gistihús í fátækum sjávarþorp- um, en engu að síður bar marga að garði í ýmsum erindum. Þá hefði mörgum orðið vandi á höndum, ef eigi hefði haldist í hendur hjarta- rúm og húsrúm. En hús þeirra Önnu Guðnýjar og Halldórs kaup- félagsstjóra stóð öllum opið er á þurftu að halda um lengri eða skemmri tíma, sem í þverbraut stæði. Því er ljóst að oft hefur hús- móðirin gengið seint til hvílu að kvöldi og snemma til verka að morgni til þess að sinna gestum og gangandi viö þær aðstæður sem þá voru fyrir hendi. í því umhverfi og við þá að- hlynningu, sem Anna Guðný og Halldór Ásgrímsson veittu samtíð sinni, fæddust þeim hjónunum fimm synir. Þeir gengu beint inn í þennan lífsins skóla á heimili for- eldra sinna, sem varð þeim síðar á ævinni auðugur og lærdómsríkur er barnsárin voru að baki og nám sótt til hinna ýmsu skóla og grunn- urinn þar efldur til þess að takast á við margþætt stö'rf, sem framtíðin byði upp á. Synir þeirra: Árni Björgvin, f. 17. október 1922. Ásgrímur Helgi, f. 7. febrúar 1925, d. 28. mars 1996. Ingi Björn, f. 7. desember 1929. Guðmundur Þórir, f. 10. ágúst 1932. Halldór Karl, f. 5. janúar 1937. Ásgrímur sótti nám í Laugaskóla í S.-Þingeyjarsýslu 1941-1943 og Samvinnuskólann í tvo vetur, 1944- 1946. Hann hóf störf hjá Kf. Vopnafjarðar vorið 1943 og var fulltrúi föður síns þar 1946-1953. Vorið 1952 lét af starfi hjá Kf. Austur-Skaftfellinga, Bjarni Guð- mundsson kaupfélagsstjóri á Höfn. Stjórn Kf. Austur-Skaftfellinga aug- lýsti stöðuna og nokkrar umsóknir \ bárust. Hér Yar mikið í húfi. í ársbyrjun 1953, þann 23. janú- ar, réði stjórnin einn af umsækj- endunum, Ásgrím Halldórsson fulltrúa frá Vopnafirði, og hóf hann störf hjá kaupfélaginu nokkr- um vikum síðar. Ef íbúar Austur- Skaftafellssýslu áttu um áramótin t MINNING 1952-1953 þá ósk heitasta í hjarta sínu að fá til starfa góðan kaupfé- lagsstjóra (sem eigi þarf um að ef- ast), varð þeim svo sannarlega að ósk sinni. í þeim efnum varð ekki lengra komist. Þann 23. júní um vorið hélt Ás- grímur sinn fyrsta deildarfund í Lóni. Þau stuttu kynni, sem þá voru orðin við Ásgrím, efldust mjög er fundum bar saman, urðu gagnkvæm milli hans og fólksins í áranna rás, sem fljótt fann hvern stuðning og skilning það átti hjá stjórnanda kaupfélagsins, sem var stærsta atvinnufyrirtæki sýslunnar. Ásgrímur Halldórsson var víð- sýnn og hygginn stjórnandi. Án þeirra eiginleika hefði Kaupfélag Austur- Skaftfellinga aldrei orðið öflugt fyrirtæki í höndum hans, sem að stórum hluta varð bakhjarl þeirra alhliða framkvæmda í sýsl- unni, sem í hönd fóru á því tíma- bili sem hann hélt þar um stjórn- völinn. Þar sem bankaútibú var ekkert á staðnum fyn en eftir mitt ár 1971, leitaði fólkið í sýslunni ávallt til kaupfélagsins með margskonar fyr- irgreiðslu. Það voru því margir, bæði á Höfn og í sveitunum í kring, sem búnir voru að ganga að borði kaupfélagsstjórans, ræða við hann um ýmiss konar framkvæmd- ir eða kaup á tækjum. Við þær við- ræður óx komumönnum ásmegin, því jafnan reyndust ráð Ásgríms rík til þeirra athafna sem um var rætt og fyrir lá að leysa hverju sinni. Þar breytti engu hver var á ferð eða úr hvaða stétt; útgerðarmaður eða húsbyggjandi á Höfn ellegar bóndi utan úr sveit þar sem nauðsyn bar til að endurnýja húsakost eða festa kaup á tækjum vegna búskaparins. Það sem var eða virtist torleyst hlaut skilning og fyrirgreiðslu, úr því leystist á skammri stundu. Og því má trúa að ófáir voru þeir sem gengu af fundi hjá Ásgrími léttari í spori en er að heiman var haldið. Þar var viðskiptavinunum tekið með vinsemd. Ásgrímur Halldórsson var maður athafna. Það átti ekki við hann að vera áhorfandi. Hann kom til starfa í Austur-Skaftafellssýslu á þeim tíma sem framsýnir forystumenn gátu lyft grettistaki. Að vísu ekki einir. En með þeirri framkomu, sem Ásgrími var meðfædd og hann tamdi sér, laðaði hann fólkið til þátttöku án átaka, svo að öllu skil- aði áfram með öryggi og festu hvar sem hann var í forsvari. Alhliða framkvæmdir á vegum kaupfélagsins til þess að taka á móti og fullvinna sjávarafla þar sem Ásgrímur stóð í eldlínunni, út- gerðir meðal íbúanna á Höfn og ¦ uppbygging og stækkun Hafnar- kauptúns urðu samtvinnaðir þætt- ir, þar mátti enginn af öðrum missa. Þann 31. júlí 1975 lét Ásgrímur af starfi kaupfélagsstjóra. Þá hafði hann um árabil verið í forsvari fyrir hlutafélagið Skinney, sem hann stofnaði með Ingólfl syni sínum og Birgi Sigurðssyni skipstjóra. Hann var framkvæmdastjóri þess til 1995. Þar var vel um allt haldið og fyrirtækið rekið af þrótti og fram- sýni. í nokkur ár var Ásgrímur í sveit- arstjórn Hafnarkauptúns og oddviti um skeið. Það varð farsælt starf í höndum hans sem önnur. Á níunda áratugnum (1984- 1985) var blásið nýju lífi í Skóg- ræktarfélag Austur-Skaftfellinga, þegar félagið keypti hluta úr jörð- inni Haukafelli á Mýrum og hóf þar framkvæmdir. Þar var Ásgrímur Halldórsson í fararbroddi og for- maður félagsins mörg næstu ár. Á þessum vettvangi lagði hanh sem svo víða annars staðar grunn að merkilegu starfi, sem vara mun um langa framtíð. Skógræktarfélaginu lagði hann til ómældan tíma, vinnu og eigin fjármuni. Síðla árs 1970 keypti Ásgrímur hluta úr jörðinni Bæ í Lóni og byggði sér sumarhús á næsta ári. Ekki var þar við látið sitja, heldur hafist handa við skógrækt, sem dafnað hefur með þeim ágætum að elstu trén losa nú 8 m hæð. Er sumarhúsið hafði verið byggt í Karlsfelli var fjölskyldan þar löng- um um sumartímann og átti þá margþætt samskipti við fólkið í næsta nágrenni. Þá voru þau hjón- in Ásgrímur og Guðrún boðin og búin að hjálpa til, ef við lá. Laugardaginn 7. september 1946 kvæntist Ásgrímur eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Ingólfsdóttur, f. 15. júní 1920. Foreldrar hennar voru: Ingólfur Eyjólfsson, f. 8. oktöber 1877, og Elín Sigfúsdóttir, f. 10. nóvember 1889, og bjuggu þau á Skjaldþingsstöðum í Vopna- firði. Systkini Guðrúnar voru átta. Ásgrímur og Guðrún eignuðust 5 börn. Þau eru: 1. Ingólfur, skipstjóri á Höfn, f. 7. janúar 1945. 2. Halldór, utanríkisráðherra, f. 8. september 1947. 3. Anna Guðný, skrifstofukona, f. 2. júlí 1951. 4. Elín, leikskólastjóri, f. 5. janú- ar 1955. 5. Katrín, skógfræðingur, f. 10. maí 1962. Ásgrímur Halldórsson var gæfu- maður. Hann eignaðist eiginkonu, Guðrúnu Ingólfsdóttur, er var hans styrka stoð og vakti yfir velferð hans og barna þeirra, enda varð dagsverk Ásgríms mikið, vandað og verðugt til eftirbreytni fyrir þá sem erfa landið. Qll árin, sem Ásgrímur var kaupfélagsstjóri, voru stjórnar- fundir ávallt haldnir í stofunni á heimili þeirra Guðrúnar og öllum þar tekið með frábærri gestrisni. Við kveðjum góðan vin með söknuði og biðjum Guðrúnu og fjölskyldu hennar Guðs blessunar. Þorsteinn Geirsson Vorið er komið. Nýir árssprotar grenitrjánna norðan við íbúðarhúsið að Karls- felli í Lóni teygja sig upp í birtuna og ylinn meðan þrestirnir, ný- komnir af hafi, syngja dýrðaróð til ljóss og lífs. Bráðum fer músarrind- illinn, sem dvelur hér árið um kring, að huga að hreiðurgerð og þess er ekki langt að bíða að maríu- erlan tylli sér á veröndina og kinki kolli til vina sinna.. Já, það er komið vor. Samt er það með öðrum blæ en venjulega, þetta snemmkomna vor. Húsbóndinn hér í Karlsfelli gengur ekki lengur um tún og móa og hugar að vaknandi lífi. Hann er horfinn inn á sumarlönd eilífðar- _innar, þangað sem ferð okkar allra er heitið fyrr eða síðar. Það var fyrir u.þ.b. hálfum þriðja áratug að þau hjónin Ásgrímur Halldórsson og Guðrún Ingólfs- dóttir reistu sumarhús og hófu skógrækt á gamla eyðibýlinu Karls- felli í Lóni, þar sem síðast var búið 1878. Þá hafði Ásgrímur um langt skeið verið brautryðjandi og áhrifa- valdur í atvinnu- og framfaramál- um héraðsins alls og markað þar ¦ spor, er lengi verða sýnileg. Þótt hann væri þá enn á fullri ferð í umsvifum og uppbyggingu at- vinnurekstrar, fann náttúrubarnið og ræktunarmaðurinn nýja lífsfyll- ingu í því að ganga til liðs við líf- mögn jarðar í fögru umhverfi. Það var gróðursett í skjóli kletta og steina, hlúð að gömlum gróðri og nýjum gefið líf. Þekking og reynsla var nýtt og gengið til verka af þeirri atorku og hugsjón er jafn- an einkenndi Ásgrím og verk hans öll. Árangurinn lét ekki á sér standa. Þar sem sviptivindar þeyttu heyj- um bóndans út í veður og vind áð- ur fyrr, bærist nú varla blað meðan stormurinn þýtur í krónum trjánna. Gamla eyðibýlið er orðið að skjólsælum unaðsreit þar sem fjölskyldan öll hefur notið ljúfra samverustunda. Síðastliðin 16 sumur höfum við hjónin átt þau Guðrúnu og Ásgrím að nágrönnum. Með þeim góðu hjónum hefur ætíð verið jafnræði í mannkostum og höfðingsskap og þess höfum við notið í ríkum mæli. Á frumbýlingsárum okkar í sum- arlandinu hafði Ásgrímur sett göngubrú yfir gamla bæjarlækinn sem rennur milli bústaðanna, svo greiðfær var leiðin þar austur yfir 'til að sækja góð ráð, leiðbeiningar og aðstoð, sem raunar þurfti aldrei að biðja um, því að hún var jafnan boðin fram á þann hátt að ljúft var aðþiggja. Asgrímur var fljótur að koma okkur til skilnings á því að gróður- setning ætti ekki að bíða þangað til húsbyggingu væri lokið. „Því fyrr sem byrjað er, því fyrr sést árangur- inn," sagði hann, kom með gróð- ursetningaráhöldin sín og lagði með eigin höndum gru'nn að fyrstu útplöntun á „nýbýlinu". Við minn- umst þess að einhverju sinni var farið „yfir" til að fá lánaðar hjól- börur og komu þær til baka fullar af vænum öspum. Það voru þó sannarlega ekki einu plönturnar sem rötuðu vestur yfir læk og festu þar rætur. Sumir menn eru þeirrar gerðar að allt blessast sem þeir taka sér fyrir hendur eða koma nálægt. Þannig var Ásgrímur. Það segir sig sjálft að slíkum mönnum er mikið gefið. Þessvegna er erfitt að kveðja og mikils að sakna. Við kveðjum Ásgrím Halldórsson með virðingu og þökk og vottum eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum djúpa samúð. Aðalheiður og Sigurður Skipulagsstjórí ríkisins: Fellst á breytingar á Sprengisandsleið Skipulagsstjóri ríkisins hefur fallist á fyrirhugaba lagningu Sprengisandsleiðar um Þóris- tungur neðan Hrauneyjafoss- virkjunar, meb tveimur skil- yrbum. Um er að ræða breytingu á Sprengisandsleið, F 28, þannig að umferð fari ekki um hlað stöðvarhúss Hrauneyjarfoss- virkjunar. Landsvirkjun telur umferðina vera til óþæginda fyrir starfsmenn virkjunarinnar og að talsverð slysahætta hljót- ist af núverandi ástandi. Mark- mið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og tryggja greiðari samgöngur um Sprengisandsleið. Lagður verður 4 km langur nýr vegur sem hefst rétt austan við brú á Tungnaá, liggur að brú sem byggð verður á hæðar- jöfriun frárennslisskurðar virkj- unarinnar og að núverandi Sprengisandsleið austan Foss- öldu. Skipulagsstjóri felst á að færa verði veginn til að uppfylla kröfur um öryggi vegfarenda og starfsmanna Hrauneyjarfoss- virkjunar. Hann setur þá kröfu að tryggt verði að lagning veg- arins valdi sem minnstu tjóni á gróðurlendi. Fyllingarefni verði ekið'í veginn þar sem land er gróið og einungis ýtt upp í veg- inn á gróðursnauðum melum. Gengið verði frá námum og vinnusvæði og sáð í sár sem myndast í kjölfar framkvæmda með fræblöndu sem hentar fyr- ir svarið. Niðurstaða skipulagsstjóra er að hann fellst á framkvæmdina með eftirtöldum skilyrðum: Við efnistöku úr námu 2 á eyrum Köldukvíslar verði ekki tekið efni úr ánni og haft verði sam- ráð við eftirlitsmarin Náttúru- verndarráðs á Suðurlandi vegna efnistöku og frágangs námu- svæða og vegkanta. Kæra má úrskurð Skipulags- stjóra til umhverfisráðherra innan f jögurra vikna. GBK Vélstjórafélagib: Forkastanleg vinnubrögð Stjórn Vélstjórafélags íslands lýsir yfir algjörri andstöbu viö frumvarp sjávarútvegsráð- herra til breytinga á lögum um stjórn fiskveiba vegna krókabáta. í ályktun fundarins kemur m.a. fram að frumvarpið er unnið án samráðs við hags- munaaðila í sjávarútvegi sem er „forkastanlegt og nýmæli" í vinnubrögðum ráðuneytisins. En síðast en ekki síst er það með öllu óásættanlegt að frum- varpið skuli tryggja krókabát- um margfaldan hlut í þorsk- kvótanum miðað við veiði- reynslu viðmiðunaráranna sem skerðir hlut aflamarksskipa. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.