Tíminn - 20.04.1996, Page 4

Tíminn - 20.04.1996, Page 4
4 Laugardagur 20. apríl 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guómundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Starfsskilyröi atvinnuveganna Á ráöstefnu um framtíð iönaöarins í landinu, sem hald- in var nú í vikunni, kom fram hjá forsvarsmönnum at- vinnugreinarinnar aö uppsveifla er í iönaði í landinu. Áriö 1993 nam útflutningur án stóriðju 5,5 milljöröum króna, en árið 1995 var þessi útflutningur 9 milljarðar króna og er því aukningin 60% á tveimur árum. Forustumenn iönaöarins þakka stöðugleika í efna- hagsmálum þennan árangur, en verðbólga hefur verið lág þetta tímabil og gengi tiltölulega stööugt. Algjör for- senda fyrir áframhaldandi framleiösluaukningu og aukningu útflutnings sé aö þessi hagstæðu skilyrði haldist. Undir þetta skal tekið. Sá vöxtur, sem er í iðnaðinum, gefur vonir um að sigrar vinnist í baráttunni við at- vinnuleysið, en tölur sjást nú um það að atvinnuleysi fari minnkandi, ef miðað er við síðasta ár. Það kom einnig fram að forustumenn í iðnaði hafa miklar áhyggjur af aflaaukningu í sjávarútvegi. Hún leiði til uppsveiflu í greininni og hækkandi gengis, þannig að starfsumhverfi iðnaðar fari úr skorðum. í raun var þetta þungamiðja þess sem frá fundinum kom. Settar voru fram hugmyndir um að selja aflaaukning- una, sem væntanleg er á næsta hausti, og var nefnd tal- an 50 þúsund tonn. Andvirðið skuli nota til þess að lækka vörugjald og virðisaukaskatt og var nefnd talan 4,6 milljarðar sem gjald fyrir þessar heimildir. Þetta mundi leiða til sveiflujöfnunar og hagstæðari skilyrða fyrir iðnaðinn. Um þetta má segja að þessi mynd er máluð í sterkum dráttum og farið er fram með nokkrum glannaskap. Rétt er að afkoma sjávarútvegsins í heild er tiltölulega góð, en hann er um þessar mundir rekinn með 3% hagnaði. Hins vegar byggist þessi afkoma ekki síst á góðri afkomu í rækju og loðnu, en afkoman í bolfiskinum er aftur af- leit. í öðru lagi er ekki búið að ákveða viðbótarafla á næsta hausti og alls óvíst að aukningin verði 50 þúsund tonn, ef stuðst er við þá aflareglu, sem í gildi hefur ver- ið, það er að taka ekki meira en einn fjórða af hrygning- arstofninum. Einnig er líklegt að aflaheimildir í grálúðu og jafnvel karfa verði skornar niður. Það er því alls ekki tímabært að fara að ráðstafa þessari aflaaukningu á neinn hátt fyrr en sú mynd liggur skýrari fyrir. Á hitt skal einnig bent aö aflaheimildir hafa verið skornar nið- ur á undanförnum árum og fiskvinnslan hefur verið í miklum rekstrarerfiðleikum vegna skorts á hráefni og mikils hráefniskostnaðar af þeim sökum. Hitt er annað mál að sjávarútvegurinn er svo stór þátt- ur í efnahagslífi landsmanna að það getur þurft á sveiflujöfnun í greininni að halda, ef svo fer að afli eykst stórlega og afkoma í greininni batnar eftir því. í öllum þessum umræðum má ekki þó gleymast að sjávarútveg- urinn er mjög skuldsettur og batinn verður einnig að nýtast til þess að greiða niður skuldir. Bætt afkoma iðnaðarins er afar ánægjulegt mál og skal af heilum huga tekið undir það að viðhalda þarf hinum góðu starfsskilyrðum. Hins vegar ber að varast að setja veiðileyfagjaldið nú enn í nýjan búning og tengja það veiðiheimildum, sem enn eru ekki nema í hugum manna. Það leiðir ekki til neinnar niðurstöðu. Birgir Guömundsson: Jón berhenti Ein af eftirminnilegri smásögum Jóns Helgasonar ritstjóra fjallar um natnasta og hirðusamasta fjósamann íslands fyrr og síðar. Hann hét Jón og var kallaður berhenti. Viðurnefnið fékk hann vegna þess að hann skildi aldrei við sig þæfðu ullarvettlingana sína. Sagan segir frá því að kóng- urinn kom í heimsókn til lands- ins og Jón berhenti réðst í það stórvirki að tóna kvæði fyrir kónginn. Þegar Jón kom í her- búðir konungs, vildi ekki betur til en svo að brennivíni var hellt í Jón, svo hann missti af tæki- færinu til að tóna í það sinnið. En daginn eftir hittist svo vel á að kóngur og fylgdarlið fóru þar hjá sem Jón var úti í móa og lét fjósamaðurinn sig hafa það að stíga upp á fuglaþúfu og upphefja kóngstónib af mik- illi raust. Raunar svo kröftugri að ekki einvörðungu hlýddu konungurinn og fylgdarlið á alla þuluna, heldur gáfu þeir Jóni gull og silfurpeninga fyrir. Eins og gefur að skilja markaði þetta kóngstón sérstök spor í líf fjósamannsins, sem varð frægur af um land allt, þó hann sinnti áfram köllun sinni sem kúahirö- ir það sem eftir lifði ævinnar. Flugeldasýning I þeirri viku, sem nú er að líöa, hefur annar Jón meb nokkuð öbmm hætti farið með sitt kóngstón á annarri fuglaþúfu fyrir þjóðina. Jón Baldvin Hanni- balsson hefur staðib fyrir talsverðri flugeldasýningu vegna áforma um að leggja á fjármagnstekjuskatt. Hann fór mikinn í sjónvarpsumræðum á miðviku- dag, eins og hans var von og vísa. Oþarfi ætti að vera að rekja ítarlega abdraganda þessarar uppákomu, sem í x stuttu máli var sú að Jón Baldvin | ásamt formönnum Alþýðubandalags , og Þjóðvaka hefur lagt fram sérstakt tl 1113115 frumvarp með nýjum áherslum varð- r andi þetta mál, en fyrir lá fmmvarp 1*35 byggt á nefndaráliti þverpólitískrar nefndar stjórnmálaflokkanna allra og _______________ helstu hagsmunaabila. Stjórnarfmm- varpið gerir ráð fyrir 10% flötum skatti á allar vaxta- tekjur, en auk þess ákveðnum atribum til ab sam- ræma þetta skattlagningu annarra fjármagnstekna, þar á meðal arði. garnalreyndir sósíalistar í Al- þýbubandalaginu sem flutt hafa mál sitt á þessum gmnni. Flokksforystan — þar á meðal Svavar og ekki síst Ólafur Ragn- ar Grímsson forsetaframbjóð- andi — hefur breytt mjög um áherslu og viðurkennt að hagn- aður er ekki endilega vondur í sjálfu sér. Hann er jafnvel já- kvætt mál, sem gefur tilefni til sóknarfæra endurnýjunar og innri styrkingar atvinnurekstr- arins. Stýring í stjórnarfrumvarpi Því kemur það óneitanlega nokkub á óvart að Jón Baldvin skuli í konungstóni sínu fara afmr til fortíðar og byggja á nánast dólgamarxískum takti í formæl- ingu sinni á samræmingu fjármagnstekna vegna þess ab þá aukist gróbi eigenda af atvinnurekstrinum. Vissulega munu einhverjir, samkvæmt stjórnarfrum- varpinu, bera léttari skattbyrði af fjármagnstekjum af atvinnurekstri, en á móti munu aðrar fjármagnstekj- ur verða skattlagðar. Það felst þess vegna ákveðin stýring í samræmingu skattlagningarinnar, sem bein- ir fjármagni inn í atvinnustarfsemi og frá þeim kost- um (ríkisbréfum og bankainnistæðum), sem til þessa hafa verið skattfrjálsar. Engum dettur í hug ab halda því fram ab stjórnar- frumvarpið sé algott, enda er stuðningurinn við það — hjá stjórnarflokkunum, Kvennalista, ASÍ og hugs- anlega VSÍ — byggður á því að það sé málamiðlun um fyrsta skrefið í að koma hér á fjármagnstekju- skatti. Sannleikurinn er nefnilega sá að í þjóöfélaginu er víðtæk sátt um ab koma hér á slíkum skatti. Samþykktir eru gerbar um þetta mál vítt og breitt og heilu kjara- samningarnir meira ab segja byggbir á fyrirheitum um hann. Jón Baldvin og tónfélagar hans á fuglaþúfunni hafa hins vegar verið að flytja þann athyglisverða bobskap að öfl í Sjálfstæbis- flokknum séu alfarið á móti fjármagnstekjuskatti og hafi dregið lappirnar í því máli vegna þess að menn standi í hagsmunagæslu fyrir fjármagnseigendur. Smyglgóss og réttlæti Jón Baldvin og kollegar hans í Alþýðubandalagi og Þjóðvaka gera hins vegar ráð fyrir frítekjumarki og segjast í sínu frumvarpi hlífa verðbótaþættinum, að hluta í það minnsta. Jón Baldvin hafði í sjónvarp- sumræðunum uppi stór orð um að verið væri að gefa hinum ríku fé með stjórnarfrumvarpinu og talaði um að lætt væri inn í frumvarpið „smyglgóssi" sem hygl- aði fjármagnseigendum. Sérstaklega fer fyrir brjóstið á Jóni Baldvini að skattur á arð, sölu og gengishagn- að er lækkaður mjög verulega og að rýmkaðar verði skattfrádráttarreglur vegna arðs í atvinnurekstri. í orði kveðnu í það minnsta hefur Jón Baldvin áhyggjur af eiginfjárstöðu atvinnufyrirtækjanna, því hann telur einsýnt að eigendurnir muni í græðgi sinni taka upp á því að mergsjúga fyrirtæki sín, mjólkurkýrnar — bara til þess að gjörnýta þær skatta- afsláttarheimildir, sem skapast með nýju lögunum! Nútíma jafnabarmennska? Greinilegt er að Jón Baldvin, sem gjarnan vill kenna sig við nútíma jafnaðarmennsku, gefur ekki mikiö fyrir hyggjuvit fyrirtækjaeigenda. Áhersla hans á stjórnlausa gróðafíkn kapítalistanna og gífuryrðin um ab menn séu að fá lækkaðan skatt af arögreibsl- um minna raunar á allt annað en nútíma jafnaðar- mennsku. Þau minna miklu frekar á gamaldags jafn- aðarmennsku frá þeim tíma þegar arður og hagnaður fyrirtækja var talinn nakin birtingarmynd illsku og óréttlætis auövaldsskipulagsins. Jón Baldvin var vissulega í eina tíð í liði með „Oll- anum" og „Billanum" og Svavari og Hjörleifi og öðr- um þeim sem kenndu sig við sósíalisma og börðust hatrammlega gegn því sem skilgreint var sem arðrán borgarastéttarinnar á öreigum allra landa. Gróði var þá skammaryrði sem vísaði til arðráns á stritandi al- þýðu. Um nokkuð langt skeib hafa þessi sjónarmið verið á undanhaldi, enda breytast tímarnir og mennirnir með. Hin síðari ár eru það nánast eingöngu nokkrir Bakraddir sjálfstæbismanna Þetta er greinilega aö einhverju leyti rétt, því nú hafa nokkrir sjálfstæðismenn farið í þæfða lopavett- linga og eru byrjaöir að tóna bakraddir fyrir Jón. Þeir tala um að þar sem sáttin um fjármagnstekjuskattinn hafi verið rofin með formannafrumvarpi stjórnar- andstööunnar, séu um leib brostnar forsendur fyrir því ab afgreiba frumvarpið í gegnum þingib — um sinn að minnsta kosti. Þetta sjónarmið er þó hin mesta fjarstæða. Engin ástæba er til að gefa málið eftir, nema því fleiri sjálf- stæðismenn hlaupist undan merkjum. Ríkisstjórnin á að sjálfsögðu að halda sínu striki, því það er fráleitt að láta nokkra sjálfstæðisþingmenn og hluta stjórn- arandstöðunnar hindra upptöku fjármagnstekju- skatts í landinu. Meirihlutinn á ab ráða í lýðræöis- þjóðfélagi og auðvelt ætti að vera að koma málinu í gegnum þingið, í ljósi mikils meirihluta stjórnar- flokkanna, sem nú hafa að auki óskipta breiðfylkingu þingkvenna Kvennalistans með sér. Einhvern veginn viröist sú hætta þó liggja í loftinu að fjármagnstekjufrumvarp stjórnarinnar dagi uppi á þinginu. Og þá er aldrei að vita hvort og hvenær slík lagasetning kemst næst á dagskrá, nógu erfiðlega hef- ur gengið að koma málinu alla leið inn á þing. Fari svo að málið frestist, má fyrst og fremst kenna um samstillu átaki gamaldags dólgamarxískrar jafnaðar- mennsku í þremur stjórnarandstöbuflokkum undir forustu Jóns Baldvins og sérhagsmunagæslu nokk- urra íhaldsþingmanna. Laun fyrir tónib Þegar Jón berhenti hafði lokið konungstóni sínu á fuglaþúfunni í sögu Jóns Helgasonar, fékk hann gull og silfur að launum auk frægðar og frækilegs orð- spors. Veröi það niðurstaðan af konungstóni Jóns Baldvins fyrir þjóðina að fjármagnstekjuskattur kemst ekki á næstu árin, er hætt við að tónlaun hans frá þjóbinni verði fátæklegri og annars eðlis en hjá nafna hans berhenta. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.