Tíminn - 01.05.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.05.1996, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 1. maí 1996 Tíminn spyr... Er eblilegt ab forseta- frambjóbendur njóti sömu reglu og stjórn- málaflokkar varbandi skattafrádrátt framlaga í kosningasjóbi? Ólafur Hannibalsson, eigin- mabur Guðrúnar Pétursdóttur forsetaframbjóðanda: Já, ég tel eðlilegt að reglur um þetta séu miðað við framboð en ekki sérstaklega stjórnmála- flokkana. Þannig að allir þeir sem bjóða fram innan okkar lýðræðislega kerfis sitji við sama borð. Með hliðsjón af jafnfræð- isreglunni sem var leidd í lög í stjórnarskránni sl. vor tel ég ein- sýnt að þannig eigi að ganga frá málum. Ég tel það þröngsýni af ráðherra að túlka lögin svo þröngt að nú þegar geti það ekki átt við. Guðmundur Rafn Geirdal for- setaframbj óðandi: Já. Mér finnst eðlilegt að það sama gildi um forsetakosningar og alþingiskosningar. Yfirleitt er vísað í lög um alþingiskosningar þegar skilgreint er hvernig for- setakosningar eigi að fara fram. Þá ætti þessi liður að vera eins. Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks: Já, ég teldi eðlilegt að þeir nytu sömu kjara og stjórnmála- flokkar hvað þetta varðar. Það er samskonar kynningarstarfsemi sem á sér stað hjá stjórnmála- flokkum og forsetaframbjóð- endum, Jivort tveggja er þáttur í okkar lýðræðislega þjóðfélagi. Ef menn telja yfirleitt að rétt sé að hafa þessar reglur um stjórn- málaflokka ætti það sama að gilda um forsetaframbjóðendur. Yfirlitsskýrsla yfir umferöarslys í Reykjavík árin 1989- 7 993: Hættulegra ab fara úr vinnu en í vinnu Rúmlega 73% umferðarslysa í Reykjavík verða á aðalgatnakerf- inu og 77% þeirra sem slasast lenda í slysi þar. Mun fleiri slys verða síðdegis þegar fólk er á leið heim úr vinnu en á morgnana þegar það er á leib til vinnu. Umferðardeild Borgarverkfræð- ings hefur unnið yfirlitsskýrslu um umferðarslys í Reykjavík árin 1989 til 1993. í skýrsiunni er lögð áhersla á að bera saman umferðaröryggi á aðal- gatnakerfinu annars vegar og innan hverfa hins vegar. Abalgatnakerfiö er myndað af stofn- og tengibraut- um sem er ætlað að þjóna sem flutn- ingsleiðir á milli hverfa. Húsa- og safngötum er hins vegar ætlað ab flytja umferð innan hverfa og tengja hverfin við aðalgatnakerfib. Samtök aldraðra hafa sent fé- lagsmálarábherra hugmyndir sínar um nýskipan lánamála varðandi þjónustuíbúbir aldr- aðra. Á aðalfundi samtakanna var samþykkt ályktun þar sem sam- tökin segjast binda vonir við já- kvæðar undirtektir félagsmálaráð- herra við þessum hugmyndum. Hugmyndir samtakanna snúast um endurskoöun nýbyggingalána og endurkaupalána íbúðanna svo og nýja lánaflokka sem eru fram- kvæmdalán við nýbyggingar og lán til viöhalds íbúðanna. I álykt- un aðalfundarins segir að hér sé Skráning umferðarslysa hér á landi hefur verib gagnrýnd. í skýrsl- unni eru leiddar líkur að því að skráningin hafi verið leiðrétt á síð- ustu árum. Til að sýna fram á þetta er bent á að hér á landi var hlutfall alvarlegra slysa og dauðaslysa af heildarfjölda slysa um 16-20% árin 1991-1993. Lengi vel var þetta hlut- fall um 50% sem skýrðist af van- skráningu á minniháttar slysum. Lækkun hlutfallsins niður í 16-20% bendir til þess aö skráningin hafi verið leiðrétt. Á árunum 1989-1993 eru skráð 1368 slys í Reykjavík. Rúmlega 73% þeirra urðu á aðalgatnakerfinu og nærri helmingur á gatnamótum stofn- og tengibrauta. A tímabilinu slösuðust 1789 manns þar af 1380 eba 77% á aðalgatnakerfinu. Þab um þýðingarmikið atriöi ab ræða, sem hafi mikil áhrif á afkomu aldraðra. Nýskipan lánamála muni í auknum mæli gera öldruð- um kleift að skipta um húsnæði til þess vegar sem best henti miðaö vib aðstæbur hverju sinni. Einnig sé um að ræða leið til að gera öldr- uðum mögulegt ab losa um fjár- magn til daglegra þarfa og jafn- framt til sjálfsbjargar og áhyggju- minna lífs. Samtök aldraðra vænta þess að félagsmálaráðherra taki hraust- lega á þessu máli og afgreiði það fljótt og vel. ■ sýnir að fleiri slasast að jafnaði í hverju slysi á abalgatnakerfinu. Gatnamót aðalgatnakerfisins eru hættulegri en gatnamót hverfanna þrátt fyrir að skoðuð séu slys á millj- ón ekna kílómetra. Götuhlutar hverfanna koma hins vegar verr út en götuhlutar abalgatnakerfisins ef tekib er mið af umferð. í heild er slysatíðnin svipub á aðalgatnakerf- inu og í hverfunum, miöað við um- ferð (0,5 slys á milljón ekna kíló- metra í hverfum en 0,51 á aðal- gatnakerfinu). Á hinn bóginn má geta þess ab slys innan hverfa og á aðalgatnakerfinu geta verið mis al- varleg. Þótt liðlega fjórbungur af öll- um slysum verbi í hverfunum verð- ur um þriðjungur alvarlegra slysa þar. Þegar dreifing slysa er skoðuð eftir mánuðum kemur í ljós að ágúst og september em hættulegustu mánub- urnir. Slys eru færri yfir vetrarmán- uðina, þ.e. frá desember og fram í apríl en aðra mánuði. Áberandi hátt hlutfall slysa verður ab nóttu til, frá miðnætti til klukkan sex, miðað við hve lítil umferð er á þessum tíma. Umferðin eykst mikið um klukkan sjö og nær morguntoppurinn há- marki um klukkan átta. Hlutfall slysa nær engan veginn að fylgja eft- ir þessari aukningu. Mun fleiri slys verða síðdegis þegar fólk er á leið heim frá vinnu. í skýrslunni eru nefndar nokkrar mögulegar ástæður þess. M.a. að fólk sé ef til vill óhæf- ara til aksturs þreytt heldur en syfjað og það valdi e.t.v. meira andlegu stressi og þar með meiri slysahættu að flýta sér heim heldur en að koma sér í vinnuna. -GBK Geta skipt um húsnæði Ályktun aöalfundar Samtaka aldraöra: Þjónustan veröi Samtök aldraðra fagna jákvæðum viðbrögðum heilbrigbisráðherra og borgaryfirvalda við hugmynd- um samtakanna um aukna um- önnunar- og hjúkrunarþjónustu í þjónustuíbúbum aldraðra. Á aöalfundi Samtaka aldraðra sem haldinn var í síðasta mánubi kom fram, í máli heilbrigðisráð- herra, að í undirbúningi væri könn- un á högum og vilja fólks í þjón- ustuíbúðum um aukna og bætta fé- lags- og hjúkmnarþjónustu. Könn- unin byggist á hugmyndum um hjálp til sjálfshjálpar. Stefnt er að því að henni verði lokið fyrir næsta haust. Ummæli ráðherra vöktu mikla ánægju fundarmanna á aðalfundin- um. í ályktun sem samþykkt var aukin einróma, og vitnað er í hér að ofan, kemur fram að samtökin telja aukna þjónustu stórt skref í þá átt að gera öldruðum kleift ab búa sem lengst í eigin íbúðum. Samtökin vonast til þess að könnunin sem nú er ab fara í gang leiði til jákvæbrar niðurstöðu, þannig að málið fái framgang strax á þessu ári. Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismabur segist ekki vita hvab hann hafi gert Sverri Hermannssyni: Tiltrú fólks á bankanum hefur þegar beðiö hnekki /7f£FC/f? /J/?lFV/T£/WAf £///// S/£>/PA/ FC/ //ÆTT/F #///////&/, SV£/?/?//? ? jS/G/ VS/ TES &/?£> svo ojö/?//9, £/y V//FTMC/N HÚS- FÓN///A/ //////) FÆ/////Í& ' Sagt var... Spurt af athygli „Fundurinn gekk afar vel en þab mættu afskaplega fáir. Abeins þrír komu en þeir hiustubu af athygli og spurbu af athygli." Hinn óendanlega bjartsýni Gubmundur Rafn Geirdal forsetaframbjóbandi eftir baráttufund sem abeins 3 mættu á. Al- þýbublabib. 500.000 dollara firra „Þab eru margir búnir ab lýsa yfir góbum stubningi vib okkur, bæbi ein- staklingar og aðrir, en þab ab Wathne systur hafi gefib okkur 500 þúsund dollara er algjör firra. Mig langar hins vegar ab benda á ab þær eru frænd- systur Péturs og miklir vinir og hafa ab sjálfsögbu lyst yfir stubningi vib hann." Gísli Böndal, starfsmabur á kosningar- skrifstofu Péturs Hafstein forsetafram- bjóbanda. Alþýbublabib. Bjb aö heilsa íslendingum „Ég hef sagt fyrir löngu ab þab er ör- uggt ab Sophia tapar þessu máli. Hún getur ekki unnib. Þab eru ekki til lög í Tyrklandi sem segja ab þessar tvær stelpur komi til íslands, þau eru bara ekki til ... Ég bib ab heilsa íslennding- um, ég er reibur Sophiu en engum öbrum íslendingum, því þeir eru gott fólk." Halim Al slær um sig í DV í gær. Barnfjandsamlegt þjóbfélag „Vandinn sem vib stöndum frammi fyrir vegna unglingadrykkjunnar staf- ár af því ab börnin hafa verib höfb út undan. Þjóbfélagib er barnfjandsam- legt og foreldrarnir hafa ekki tíma til ab sinna þeim. Því er minna mál fyrir foreldrana ab gefa þeim lausan taum- inn þegar eitthvab stendur til." Abstoöarskólastjóri Æfingaskóla Kenn- araháskólans í DV um unglingadrykkju, uppeldi og próflok. Ekki bjartsýn kona Svava „Mér finnst liggja í loftinu ab vor- koman hér ab þessu sinni, svona fljót vorkoma, bobi ekki gott. Hún er allt of fljót. Allir vita ab loftslagib er ab breytast. Ég hélt bara ekki ab þab cjeröist svona snögglega. Þab er kuldi i loftinu þótt sólin sé sterk og hlý í skióli. Málib er ab hér er á ferbinni nattúrufyrirbæri sem ekki hefur átt sér stab ábur en þab gerir ab verkum ab menn taka þessari skyndikomu „vors- ins" fagnandi. Þab er skammsæ glebi." Forsetamálin eru til umræðu hvar sem menn fara og á frumsýningu á Sem yöur þóknast síbasta vetrar- dag voru þau m.a. rædd í hléi. í pottinum fréttist af tveimur nafn- togubum áhrifamönnum í Sjálf- stæðisflokknum að ræða hugsan- legt frambob Friðriks Sophusson- ar. Sérstaklega eftirminnilegt þótti vibstöddum korhment annars þeirra sem sagði aðspurður um hvernig honum litist á Fribrik sem mótvægi við Ólaf Ragnar: „Ég geri nú ekki greinarmun á Ijós- hærðum og dökkhærbum sósíalist- um". Bókmenntaskýrendur í pott- inum telja af þessu einsýnt ab Gubjóni Pedersen leikstjóra hafi ekki meb öllu tekist ab kæfa áhrifin sem Shakespeare hefur á leikhús- gesti, enda hefði þessi athuga- semd allt eins getab verib úr einu leikrita hans... Sagt er í pottunum ab pottur sé brotinn í útbobsmálum bæbi Reykjavíkurborgar og ríkisins. Mönnum hætti til ab gleyma svo- kölluðum EES-samningi jaegar út- bob fara fram. Þab þykir mörgum þjóbleg ibja, en ekki öllum. Ekki þeim sem telja ab sum útbob eba „verbkannanir" sem er nýyrbi á þessu svibi, séu sjónarspilib eitt, allt sé ákvebib fyrirfram. í fyrradag ákvab hib vellríka Sjúkrahús Reykjavíkur ab taka langhæsta til- bobi í afgreibslulínu fyrir mötu- neyti starfsfólks. Munurinn á hæsta og lægsta tilbobi er sagt vera hátt í tvær milljónir — en hverju munar þab í heilbrigbiskerfi sem veltir tugum milljarba?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.