Tíminn - 14.05.1996, Qupperneq 4

Tíminn - 14.05.1996, Qupperneq 4
4 Þriöjudagur 14. maí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Batnandi horfur á vinnumarkaöi Atvinnuleysi hefur verið eitt af stærstu þjóðfélags- vandamálunum hér síðustu árin. Kemur þar margt til. Tæknibreytingar eru ein orsökin þar sem tæknin hefur leyst mannshöndina af á mörgum sviðum. Takmarkan- ir á fiskveiðum og framleiðslutakmarkanir í landbúnaði hafa einnig verið þungt lóð á þá vogarskál að auka at- vinnuleysi í landinu. Einnig hafa fyrirtæki verið að hag- ræða í sínum rekstri og ýmsir stjórnendur hafa endur- skoðað sitt starfsmannahald og gert breytingar sem hafa haft í för með sér fækkun starfsfólks. Atvinnuleysi er mikið þjóðfélagsböl og það fyrir- finnst í verulegum mæli í ríkjum sem eru þróuð efna- hagslega og eru talin til velferðarríkja. Langtímaáhrif þess eru geigvænleg þar sem fólk lendir í vítahring, lifir til hliðar við það samfélag sem byggist á reglulegri vinnu. Þetta ástand hefur brotið niður margt efnilegt fólk og það á ætíð að vera eitt af forgangsverkefnunum í almennri efnahagsstjórn að halda uppi atvinnu í sam- félaginu. í apríl árið 1995 mældist atvinnuleysi 5,8% af mann- afla sem jafngildir því að 8700 manns hafi verið án at- vinnu. Þetta er geigvænleg tala. Það kemur enn betur í ljós ef hún er sett í það samhengi að þetta jafngildir því að allir vinnufærir menn í stærstu kaupstöðum lands- ins séu atvinnulausir. Nú berast þau ánægjulegu tíðindi að mælingar í apr- íl 1996 sýni að atvinnulausum hafi fækkað um 3200 frá því fyrir ári, og samkvæmt vinnumarkaðskönnun sem Hagstofan hefur gert hefur ekki mælst jafnlítið atvinnu- leysi frá árinu 1992. Þetta er ótvíræð vísbending um þáttaskil og að komið sé að því að störfum hafi fjölgað á ný. Fyrir þessari jákvæðu þróun eru ýmsar ástæður. Góð loðnuvertíð og aflabrögð í öðrum tegundum sjávar- fangs hafa sitt að segja um þessa þróun, eins og jafnan áður. Svo er um vinnumarkaðinn þar sem afkoman er svo tengd sjávarútvegi sem hér er. Hitt er einnig afar mikilvægt að uppsveifla er í iðnaðinum í landinu, og ýmsar nýjar greinar sem og hefðbundin iðnaðarstarf- semi er í framsókn. Sama má segja um þjónustustarf- semina sem fylgir ferðamálunum. Horfur þar eru góðar og stígandi í fjölgun ferðamanna. Það er hins vegar ljóst að framgangur iðnaðar og þjónustustarfsemi byggir á stöðugleika í efnahagsmál- um. Það er forgangsverkefni að varðveita þann stöðug- leika. Það hefur sýnt sig að hann leiðir til framþróunar í atvinnulífinu, og aukin umsvif hlaða utan á sig að hætti snjóboltans. Ef fyrirtækin í landinu hafa góða afkomu og vaxandi umsvif hefur það gífurleg áhrif. Stjórnendurnir fara þá að hugsa til nýrra verkefna og útvíkkunar á sinni starf- semi sem er árangursríkast til atvinnuaukningar. Aukin atvinna er fyrst og fremst fagnaðarefni vegna hinnar mannlegu hliðar málsins, og þeirrar staðreynd- ar að atvinnuleysi er ómanneskjulegt og niðurdrepandi fyrir einstaklingana sem fyrir því verða. Þá staðreynd eiga þeir sem hafa áhrif á þessi mál að hafa í huga fyrst af öllu. í öðru lagi er atvinnuleysið fjárhagsleg byrði fyr- ir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur í landinu. Það er einnig afar mikilvægt atriði, þött það megi aldrei skyggja á hin mannlegu sjónarmið sem eiga að ráða í viðureigninni við þetta mikla þjóðfélagsböl. Síldin komin! Loksins, loksins, loksins er síldin komin. Eftir að hafa verið fjarver- andi íslenska landhelgi í hartnær mannsaldur er síldin komin á ný. HÚRRA! Garri ræður sér vart fyrir kæti, valhoppar um vinnustað- inn, syngjandi og trallandi og rek- ur upp óvæntar hlátursrokur af og til. Að launum hlýtur hann undir- furðulegar augnagotur nær- staddra. Kynslóðir íslendinga hafa vaxið úr grasi, sem einungis þekkja síld- ina af þjóðsagnakenndum ýkju- sögum um síldarævintýri, risa- köst, langar vaktir, villt næturlíf, blóðug slagsmál og rómantískar nætur. Undanfarin ár hafa síldar- árin verið óspart dásömuð í fjarlægri blámóðu minninganna. Ekki er nóg með að sjónvarp, útvarp, blöð og bækur dýrki og dásami síldarárin, heldur eru endurgerðir síldarævintýrisins að verða með stærstu útihátíðum sögunnar. Aldrei komst Garri á síld, en hann er líka sífellt minntur á það þegar faðir hans fór ungur á tvær síldarvertíðir og keypti sér hús og bíl eftir síidarævintýrið og greiddi út í hönd. Segja má að minningarnar um síldarævintýri föðurins vaxi í hlutfalli við fjölda ógreiddra víxla, Visareikn- inga og gíróseðla, sem jafnt og þétt hlaðast upp. Silfur hafsins Það er því skiljanlegt að Garri hafi fundið til til- hlökkunar þegar í ljós kom að síldin — sjálft silfur hafsins — var á leiðinni inn fyrir Iandhelgina. Hann sá fyrir sér skínandi botninn á skúffunni sem nú er full af ógreiddum reikningum og útlit botnsins löngu gleymt. Hann sá fyrir sér nýtt og glæsilegt ein- býlishús, nýjan bíl í innkeyrslunni, lystisnekkju við smábátahöfnina, nýtt golfsett í bílskúrnum og frí- múrarahring á baugfingrinum. Litla, huggulega íbúð fyrir viðhaldið úti í bæ og sex utanlandsferðir á ári. Og í ofanálag bar í fínni stofunni, fullan af göf- ugum eðaldrykkjum að höfðingjasið. Já, Garra finnst nú ekki amalegt að síldin skuli vera að skríða inn fyrir landhelgina, þá verður nú mörlandinn loksins ríkur á ný. En í gegnum glansmynd rómantíkur og hugar- flugs brýtur blákaldur veruleikinn sér hægt og bít- andi leiö. Síldin er að vísu komin inn fyrir landhelg- ina, en það er hreint ekki allt fengið með því. Við fleiri er að eiga í þeim málum en Islendinga eina. í samstarfi við Færeyinga, nágranna okkar og fornvini, þarf að gera samn- inga við Norðmenn og Rússa og að þeim afloknum er þetta óttalegt lítilræði sem við megum veiða af síldinni. Ekki amaleg frændsemi Rússar eru vissulega að berjast við gífurlega efna- hagserfiðleika heimafyrir og reyna því hvað þeir geta til aö ná sem mestu inn á öllum vígstöövum, þann- ig að vel má skilja harðskeytta samningamenn þeirra. Á hátíðis- og tyllidögum kalla Norðmenn sig reyndar frændur okkar og vini, en þegar kemur fram á blóðvöll veiöikvóta og sjávarfangs setja norskir ráðamenn íslendinga á svipaðan stall og Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni — aldeilis ekki amaleg frændsemi það. Þaö er annars undarlegt hve viðskotaillir Norð- menn eru í öllum samningum sem íslendingar hafa átt við þá að undanförnu, sérstaklega í ljósi þess að norskur efnahagur er ekki beinlínis kominn að fót- um fram, norski ríkiskassinn nýbúinn að gera upp allar erlendar skuldir. Það er augljóst að ekki eru það efnahagserfiðleikar heimafyrir sem eru drifkraftur Norðmanna í þessum viðskiptum og hljóta menn því að velta fyrir sér hvað í raun og veru vaki fyrir Norðmönnum. í það minnsta hefur álit Garra á þess- um nágrönnum okkar farið hríðversnandi á undan- förnum árum og skilningur hans á fornmönnunum, sem fluttu burt frá þessum pótentátum og upp á ís- land á sínum tíma, hefur vaxið umtalsvert. Það er víst borin von að Garri eignist nýja húsið, nýja bílinn og viðhaldið á næstunni. Að minnsta kosti kemur þetta sýnishorn af síldarævintýri ekki til meb aö bjarga miklu í þeim efnum, þökk sé frænd- um okkar í Noregi. Garri GARRI Allt ab vinna, engu ab tapa Menn hafa kallað það martröð Davíðs Oddssonar að hafa þá hugsun hangandi yfir sér, að þurfa að hrópa ferfalt húrra fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni, hugsan- legum forseta íslands, þegar þing- ið kemur saman í haust. Jafnan fylgir sú skýring í spekingslegum tón að öll víti séu sjálfskaparvíti og Davíð geti sjálfum sér um kennt, aö hafa dregið menn svo lengi á því hvaö hann hygöist fyrir í forsetaframboðsmálum að allir hugsanlegir mótframbjóð- endur Ólafs Ragnars féllu á tíma. En nú — eins og 1991 þegar Davíð var nýorðinn formaður og vantaði einhvern til ab redda sér inn í ríkisstjórn — er það Jón Baldvin Hannibalsson sem kem- ur til bjargar. Vorið 1991 sórust þeir félagar í fóstbræöralag í Viðey og þó ástin hafi eitthvað verið farin að kólna fyrir síðustu kosningar, er greinilegt að ekki er eldurinn alveg slokknaður. Jón Baldvin ætlar nefnilega að fara í forsetaframboð gegn Ólafi Ragnari og freista þess þannig ab binda endi á „martröð Davíðs", því þrátt fyrir allt og allt er sagt að Davíð hugnist betur að hrópa ferfalt húrra fyrir Jóni en Ólafi. Getur ekki tapað Þetta er augljóslega einn af stóru þáttunum í þeirri ákvörbun Jóns að fara fram, en um forsetaframboð Jóns Baldvins er það aö segja að hann getur eiginlega ekki tapað, vegna þess ab hvernig sem fer hefur hann út úr málinu talsverban ávinning. Auk þess að eignast hönk upp í bakið á Davíð fyrir aö hafa ráðist gegn martröö forsætisráðherrans eru fleiri atribi sem spila inn í þetta mál. Nánast er víst að Jón Baldvin mun hljóta kjörfylgi umfram þab fylgi sem Alþýðu- flokkurinn nýtur. Jón er snjall baráttumaður og mun að öllum líkindum ná sér vel á strik í kosningabarátt- unni. Þess utan er viöbúiö að Morgunblaðið, sem sumir áhrifamenn hafa freistast til að kalla málgagn Jóns Baldvins, muni vera honum innan handar í þessum slag. Ekki hafa vangaveltur framboðsspekúlantanna minnkab varbandi þann stuðning, eftir að Jón Baldvin og Bryndís fengu birta af sér viðhafnarmynd í DV á dög- unum ásamt ekkju Finnboga Rúts Valdimarssonar, en Finnbogi Rútur er einmitt sagður hafa verið sam- eiginlegur lærifabir formanns Al- þýbuflokksins og ritstjóra Morgun- blaðsins. Þverpólitískur jón Baldvin En jafnvel þótt óvíst sé að Jón Baldvin muni ná því fylgi sem dugi honum til að verða kosinn sem for- seti, þá mun þab duga honum vel til aö styrkja enn frekar stöðu sína í framhaldinu sem stjórnmálamað- ur og formaður Alþýðuflokksins. Þannig myndi Jón Baldvin, sem búinn væri að mynda um sig þverpól- itískt andrúmsloft vegna forsetaframboösins, hugs- anlega geta framlengt þá „þverpólitík" yfir á þver- flokkslegt samstarf allra jafnaðarmannaflokkanna, þannig að hann gæti mætt til leiks í hinni langlúnu umræbu um sameiningu jafnaðarmanna sem foringi sem rofið hefur flokksböndin. Ólíklegt er að Jón muni bíða skaða af því innan síns eigin flokks þó hann færi í forsetaframboð, þannig að fátt virðist í raun mæla gegn því a* -iað- urinn fari fram. Það eina, sem hugsanlega gæ._ ^pillt fyrir ákvörbun Jóns og þeirri pólitísku refskák sem hér er verið að skýra af fátæklegum burðum, væri þá það helst að hann óttaðist að veröa kosinn forseti og dæmdi þannig sjálfan sig út af taflborði stjórnmál- anna. En menn verða þó að gera ráð fyrir að hann myndi una því — hann hafi fariö fram svona 50% í pólitísku gríni og 50% í alvöru. -BG Á víbavangi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.