Tíminn - 14.05.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.05.1996, Blaðsíða 8
r Þri&judagur 14. maí 1996 PJETUR SIGURÐSSON Evrópukeppnin í knattspyrnu: Þýska libib valib Þjóöverjar hafa valið 22 manna hóp fyrir Evrópu- keppnina í knattspyrnu í Englandi í sumar og eru leikmennirnir eftirfarandi: Markverbir Oliver Kahn, Bayern Miinchen Stefan Klos, Dortmund Andi Koepke, Frankfurt Vamarmenn Markus Babbel, Bayern Miinchen Thomas Helmer, Bayern Miinchen Jiirgen Kohler, Dortmund Stefan Reuter, Dortmund Matthias Samnier, Dortmund René Schneider, Hansa Rostock Miðjumenn Mario Basler, Werder Bremen Marco Bode, Werder Bremen Dieter Eilts, Werder Bremen Steffen Freund, Dortmund Thomas Hassler, Karlsruhe Andreas Moeller, Dortmund Mehmet Scholl, Bayern Miinchen Thomas Strunz, Bayern Munchen Christian Ziege, Bayem Miinchen Sóknarmenn Oliver Bierhoff, Udinese Fredi Bobic, Stuttgart Jiirgen Klinsmann, Bayern Mtinchen Stefan Kuntz, Besiktas Evrópu- boltinn England Leikir um sæti Fyrri leikir liðanna: í úrvalsdeild Charlton-Crystal Palace ... ....1-2 Leicester-Stoke ....0-0 í 1. deild Bradford-Blackpool .... 0-2 Crewe-Notts County .... 2-2 í 2. deild Colchester-Plymouth ........ 1-0 Hereford-Darlington .... 1-2 Ítalía Atalanta-Padova 3-0 Bari-Juventus ;. 2-2 Cagliari-Parma 2-0 Milan-Cremonese 7-1 Napoli-Udinese .....2-1 Piacenza-Fiorentina 0-1 Roma-Inter 1-0 Torino-Lazio .....0-2 Vicenza-Sampdoria 2-2 KR-ingar Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu þriöja áriö í röö: Gummi Ben tryggði titilinn meö þrennu KR-ingar tryggöu sér Reykja- víkurmeistaratitilinn þriöja áriö í röö meö sigri á Fylki, 2- 4, í skemmtilegum leik á ab- alleikvangi Laugardalsvallar á sunnudag viö frábærar ab- stæöur. Völlurinn var í sínu fínasta pússi, auk þess sem veöriö lék viö knattspyrnu- menn og áhangendur. Ólafur Kristjánsson kom KR- ingum á bragðið meö marki eft- ir aö Kjartan Sturluson haföi hálfvarið skot úr aukaspyrnu, og skömmu síðar geröi Guð- mundur Benediktsson annað mark KR og sitt fyrsta af þrem- ur í leiknum. Gunrtar Þór Pét- ursson náði að minnka mun- inn fyrir. Fylki, en það Jiðu ekki . nema nokkrar sekúndur þar til Guðmundur Benediktsson gerði þriðja mark KR. Boltinn var gefinn einn metra fram á viö úr upphafsspyrnu og þar tók Guðmundur við honum og þrumaði honum að marki Fylk- is. Kjartan reyndi að grípa bolt- ann, en missti hann yfir höfuð sér og í netið. Þetta undarlega mark virtist slá Fylkismenn út af laginu og síðar í leiknum gerði Guð- mundur Benediktsson sitt fjórða mark, áður en Kristinn Tómasson skoraði síðasta mark leiksins úr víti. Cubmundur Benediktsson í góbri SVeiflu. Tímamynd CS Frakkland: tvöfaldur meistari Franska 'félagiö Auxerre tryggöi sér um helgina franska meistaratitilinn í knattspyrnu, abeins viku eftir ab þeir unnu franska bikarinn. Þaö má svo sann- arlega segja að árangur liös- ins sé algert.kraftaverk, því í Auxerre búa aðeins 40 þús- und manns. Auxerre-liðið hefur skotiö Evrópumeistur- um Paris St. Germain ref fyrir rass og mun leíka á meöal hinna stóru í Meist- aradeild Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Franskt lib hefur e.kki unniö deild og bikar sama áriö, síöan Mar- seilles geröi þaö áriö 1989. Auxerre hefur reyndar veriö þekkt fyrir annað en knatt- ' spyrnu, en borgin stendur í hjarta þess svæðis þar sem franská Chablis-vínið er fram- leitt. Það fór því þannig á laug- ardag, eftir að Auxerre ha.fði náð jafntefli við Guingamp og þannig tryggt sér meistaratitil- inn, að það var skálað í Chablis en ekki kampavíni. Maöurinn 4 bak við þennan árangur Auxerre er þjálfarinn Guy Roux, sem hefur varið 35 árum áf ævi sinni í að byggja það upp. Luis Fernandez, þjálf- ari Paris St. Germain, hefur oft • á tíðum gagnrýnt þjálfara Aux- erre fyrir stjórnsemi og frunta- lega framkomu, en hann sá ástæðu til að gera hið gagn- stæða á laugardag. „Ég tek ofan fyrir honum. Ég er mjög glaður fyrir hans hönd og hann er bú- inn að bíba lengi eftir þessari stundu," sagði Fernandez. . Guy Roux hefur veriö þekkt- ur í Frakklandi fyrir að ná að gera stóra hluti án þess að mik- ið standi á bak vib. Hann hefur meðal annars náð til liðsins nokkrum frábærum leikmönn- um í gegnum tíðina og nægir þar að nefna að Eric Cantona lék sín fyrstu ár sem atvinnu- maður meb Auxerre. En það hefur ekki alltaf ríkt sátt um Roux hjá franska liðinu og leikmenn ekki alltaf í sjö- unda himni meb hann. „Það má segja að þeir sem vinna vel nógu lengi, fá uppskorið árang- ur erfiðis síns að lokum," segir Roux og þykir sumum þessi ummæli lýsandi fyrir hann, mann sem trúir því að árangri verði ekki náð nema með aga og sársauka. Fyrsta landsmótiö í haglabyssuskotfimi: Bjöm Stef- ánsson sigraöi Björn Stefánsson sigraði á fyrsta landsmóti sem haldið er í haglabyssuskotfimi á vegum Skotsambands íslands, sem fram fór um helgina. Sam- hliða einstaklingskeppninni fór fram liðakeppni og sigraði Skotfélag Reykjavíkur með 202 stig. Alls tók 21 þátttak- andi þátt í mótinu og skutu á 75 leirskífur hver, en að auki kepptu sex efstu menn í úrslit- um, þar sem skotið var á 25 skífur að auki. í öðru sæti varb Ævar L. Sveinsson, Ellert Aðalsteins- son varð í þriðja sæti og Alfreð K. Alfreðsson varð í fjórða sæti. ■ Úrslitakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu í Englandi í sumar. ítalski landsliöshópurinn hefur veriö valinn: Sjö leikmenn koma frá Juventus Þjálfari ítalska landsliðsins í knattspyrnu hefur valiö 22 manna hóp fyrir úrslita- keppni Evrópukeppni lands- liöa, sem fram fer á Eng- landi í sumar. Sjö leikmann- anna koma frá Juventus, fimm frá Parma, fjórir frá AC Milan, þrír frá Lazio, einn frá Sampdoria, einn frá Fiorentina og einn frá Roma. Nöfn leikmannanna eru þessi: Angelo Pemzzi, Juventus Skotland: Gazza aftur valinn bestur Paul Gascoigne var í annaö sinn valinn besti leikmaöur- inn í skosku knattspymunni; nú voru þaö blaöamenn sem sáu um valib, en áöur höföu skosku atvinnumannasam- tökin útnefnt hann besta leikmann skosku deildarinn- ar í vetur. Það þykir einstakt og fátítt í Skotlandi þegar bæöi samtökin velja sama manninn. Gazza verður í eldlínunni þegar Glasgow Rangers mætir Hearts í úrslitaleik skosku bikarkeppn- innar á Hampden Park í Glasgow á sunnudag. Francesco Toldo, Fiorentina Luca Bucci, Parma' Roberto Mussi, Parma Moreno Torricelli, Juventus Alessahdro Costacurta, AC Mil- an . Ciro Ferrera, Juventus Luigi Appolloni, Parma Paolo Maldini, AC Milan Amedeo Carboni, Roma Angelo di Livio, Juventus Diego Fuser, Lazio Demetrio Albertini, AC Milan Roberto di Matteo, Lazio Antonio Conte, Juventus Dino Baggio, Parma Alessandro del Piero, Juventus Roberto Donadoni, AC Milan Gianfranco Zola, Parma Enrico Chiesa, Sampdoria Fabrizio Ravanelli, Juventus Pier Luigi Casiraghi, Lazio ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.