Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 1
• Su&urlarri til Av fjaröa: Hæc 'ibri e'..i hr roli oq lé'.tskvi'- XWREVF/tZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar _ mm Wm mS_ saS. 5 88 55 22 STOFNAÐUR1917 80. árgangur Miðvikudagur 15. maí 91. tölublað 1996 Einn ámóti ;; milljon" Sverrir Rolf Sander, 10 ára, slapp ótrúlega vel frá umferð- arslysi þegar hann varb fyrir bíl í fyrrakvöld. Sverrir var ásamt fjölmörgum vinum sín- um ab hjóla í Eskihlíbinni þegar bíll skall á honum og hann þeyttist í loft upp. Vib höggib mölbrotnabi reib- hjólahjálmur Sverris og sá töluvert á bílnum. Áverkar Sverris voru aftur litlir og út- skrifabist hann af barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær. Það sem gerir þetta atvik enn sérkennilegra er að allir vinir Sverris voru hjálmlausir þetta kvöld. Móöir hans, Anna Karen Sverrisdóttir, vildi ekki hleypa honum út ab hjóla með vinun- um nema hann væri með hjálminn en sonurinn kunni því illa að skera sig úr hópnum. „Hann sagði við mig að líkurnar væru einn á móti milljón að eitthvað kæmi fyrir, en ég gaf mig ekki og sagði að hann hefði um hjálminn að velja eða fara labbandi. Hálftíma síðar gerðist þetta. Ég er ekki í vafa um að hjálmurinn bjargaði lífi hans, þannig að þetta er guðs mildi," sagði Anna Karen í samtali við Tímnn í gær. -BÞ Frumvarpib um „réttindi og skyldur" Um 34 klst. umræðu að ljúka Þótt frumvarpib um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna sé hin versta hráka- smíb þá er þab ekki vanhugs- ab því markmibin eru mjög skýr. Engin tilviljun er að fæðing- arorlofib og veikindarétturinn dyttu út í fyistu umferb því hugmyndafræðin sem það byggir á er sú að rértindi starfs- fólks séu samningsbundin en ekki lögbundin. Að vissu leyti sé um rökrétta hugsun að ræba — hugsun um að gefa tiltekn- um stofnunum svigrúm til þess að semja við starfsfólk. En slík hugsun felur í sér mikla hættu þegar við búum við rík- isstjóm sem hefur í hyggju að skerða réttindi og kjör vinn- andi fólks. Þetta sagði Ög- mundur Jónasson, Alþýðu- bandalagi og formaður BSRB, í lokaræðu í annarri umræðu um frumvarpið á Alþingi. Er annarri umræbu lauk hafbi hún stabib samtals í um 34 klukkustundir og jafngildir þessi umræða um þetta eina mál allt að tveggja vikna um- ræðum í þinginu miðað við venjulega málsmebferö. -ÞI Sverrir Rolf Sander var óbum ab hressast þegar Ijósmyndari Tímans heimsótti hann á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur ígœr. Slysiö sem Sverrir lenti í œtti ab verba foreldrum hvatning ab passa ab börnin fari aldrei út ab hjóla án þess ab nota hjálm. Tímamynd: bc Callupkönnun: Meirihluti vill auka völd launþega á kostnaö verkalýösfélaga og trúnabarráöa: Mikill meirihluti óánægður með fyrirkomulag samninga Gallupkönnun leibir í ljós ab um 2 af hverjum 3 landsmönn- um (66%) eru óánægbir meb núverandi fyrirkomulag kjara- samninga. Oánægjan en ennþá meiri mebal kvenna og ann- arra sem lægst hafa launin (kringum 75%) og fer sömu- leibis vaxandi meb hækkandi aldri. Ámóta hlutfall fólks (63%) segist því sammála ab auka völd hins almenna félaga í verkalýbsfélögum á kostnab stjórna verkalýbsfélaganna og trúnabarrába, en tæplega 27% eru því ósammála. Minnstan stubning hlaut þessi hugmynd í röbuni Alþýbuflokks- og Al- þýbubandalagsmanna og í yngsta aldurshópnum (rúm- lega 50%), en mestan mebal Sjálfstæbismanna og nokkub vel launabra (kringum 70%). Könnun þessa gerði Gallup fyr- ir félagsmálaráöuneytib á tíma- bilinu 26. apríl til 4. maí. Úrtakib var 1150 manns á aldrinum 18- 75 ára hvar af 70% svöruðu. Spurningarnar voru orðaðar þannig: Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með núverandi fyrir- komulag kjarasamninga? Ert þú sammála eða ósammála því að auka völd hins almenna félaga í verkalýðsfélögunum á kostnað stjórna verkalýðsfélag- anna og trúnaðarmannaráða, eins og lagt er til í frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur? Svarmöguleikar voru fimm; mjög ánægður/sammála, fremur ánægður/sammála, hvorki né, fremur óánægður/ósammála o§ mjög óánægður/ósammála. I framangreindum tölum hafa svör mjög/fremur verið lögð saman. ¦ Davíb Oddsson um framhald þingstarfa: Gerum allt sem þingiö vill „Ef þab er vilji þingsins ab vera lengi þá verbur þab lengi. Vib gerum allt sem þingib vill," seg- ir Davíb Oddsson forsætisráb- herra. Hann telur ab þingib muni starfa væntanlega eitt- hvab fram í næsta mánub og fyrir vikib sé ljóst ab vorþingib í ár verbur meb þeim lengri. Forsætisrábherra segir að það afli stjórnarandstæðingum ekki viröingar útávið að tala í 2-3 tíma fyrir tómum þingsölum. Hann segir þab hinsvegar ekki trufla störf annarra þingmanna, þótt stjórnarandstæbingar verji löng- um stundum í ræðustól Alþingis gegn frumvörpum stjórnarinnar. En eins og kunnugt er þá hafa stjórnarandstæbingar farið mik- inn í ræðustól Alþingis að undan- förnu gegn stjómartrumvarpi um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Vibbúib er ab annab eins verbi uppá teningnum þegar frumvarp til breytinga á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur kemur til annarrar umræbu í þinginu innan skamms. Sérstak- lega þegar haft er í huga ab 38. þing ASÍ stendur yfir alla næstu viku á sama tíma og aðalumræð- an um vinnulöggjöfina fer fram á þingi. Davíð segist ekki óttast átök á vinnumarkaði þegar kemur að gerð komandi kjarasamninga um áramótin vegna andstöðu verka- lýðshreyfingar við vinnulöggjaf- arfrumvarpið. Hann bendir á að meb rrumvarpinu sé veriö að gera samskiptareglur á vinnumarkaöi í senn lýðræðislegri og skilvirkari og því séu engin efni til átaka af þeim sökum. -grh Vill semja til 2ja ára VSÍ telur æskilegt ab næstu kjarasamningar verbi til tveggja ára en ekki til alda- móta eins og sum verkalýbs- félög hafa lýst yfir. í kom- andi samningum vill VSÍ ab stefht verbi ab því ab auka kaupmátt launa á grundveui aukinnar framleibni þar sem byggt sé á efnahagslegum forsendum í stab óskhyggju. Þetta kemur m.a. fram í starfsáætlun VSÍ sem lögð var fram á aðalfundi sambandsins í gær. Þar er m.a. bent á ab ein- föld jöfnun launastigs milli ís- lands og annana Norburlanda á stuttum tíma muni enda með skelfingu jafnframt sem minnt er á að laun iðnaðar- manna í Danmörku séu allt að 60% hærri en í Svíþjóð. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.