Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 15. maí 1996 9 Millinöfn hafa verið heimiluð Millinöfn hafa nú veriö heimil- ub hér á landi. í lögum um mannanöfn, sem samþykkt voru á Alþingi á dögunum, eru veittar heimildir til þess aö gefa bömum millinöfn auk eigin- nafna. Þá er tryggöur réttur manna af erlendum uppmna aö halda nafni sínu gerist þeir íslenskir ríkisborgarar en þeim er einnig aö sjálfsögöu heimilt aö taka upp eignnöfn, kenni- nöfn eöa millinöfn í samræmi viö íslensk lög. Þetta em á meö- al helstu nýmæla í hinum nýju lögum. Með hugmyndinni um milli- nöfn er ætlunin aö stuðla aö því að ættarnöfn veröi fremur notuö sem millinöfn en kenninöfn og aö hin séríslenska hefð um að kenna sig við föður eða móður verði áfram megin einkenni ís- lenskra mannanafna. Þaö frumvarp sem nú hefur orðið að lögum leysir af hólmi umdeild mannanafnalög sem sett vom á árinu 1991. Gagnrýni á þá lagasetningu fólst einkum í því að fólk taldi ramma laganna vera of þröngan. í þeim lögum var skýrt kveðiö á um aö eiginnafn skyldi vera ís- lenskt eða hafa unniö sér hefö í íslensku máli og brjóta eigi í bága við íslenskt málkerfi. Þá var einn- ig óheimilt, samkvæmt lögunum frá 1991, að gefa barni ættarnafn sem eiginnafn nema að viðkom- andi nafn hafi hafi unnið sér ákveðna hefð í málinu. Með lögunum frá 1991 var, að margra dómi, verið aö girða fyrir frekari þróun mannanafna hér á landi þar sem ákveðinnar hefðar var krafist fyrir nöfnum auk þess sem í lögunum væm fólki af er- lendum uppruna settir afarkostir. Þá hafði einnig komið fram gagn- rýni á starfshætti mannanafna- nefndar sem úrskurðaraðila þar sem ýmsir töldu að ósveigjanleg- um vinnubrögöum væri beitt af hálfu nefndarinnar þótt starfs- hættir hennar hafi fyrst og fremst mótast af gildandi lögum. Markmi&ib ab auka frelsi í nafngiftum í greinargerð er lögð var fram með fmmvarpi til nýrra manna- nafnalaga á Alþingi kemur fram að nauðsynlegt sé að vinna aö varðveislu íslenska mannanafna- forðans og íslenskra nafnasiöa og að því beri fyrst og fremst aö vinna með fræðslu og áróðri en ekki með valdboði. Nafn manns sé einhver mikilvægasti þáttur sjálfsímyndar hans og varði fyrst og fremst einkahagi en síður al- mannahag. Bent er á ríkan rétt foreldra til þess að ákvarða börnum sínum nöfn og að réttur hins opinbera af slíkum málum hljóti einnig að vera að sama skapi takmarkaður. Markmiðið með hinni nýju laga- setningu sé því fyrst og fremst að auka frelsi í nafngiftum frá því sem nú er, einkum með því að heimila aðlöguð erlend nöfn, jafnvel þótt þau styðjist ekki við heföir í íslensku máli og með því að heimila millinöfn. Þá er einnig bent á þörfina á að jafna rétt manna eftir því sem kostur er, meðal annars með því að auka rétt erlendra manna eftir að þeir hafa gerst íslenskir ríkisborgarar auk þess að stuðla að því að ættar- nöfn verið fremur notuð sem millinöfn en kenninöfn. Millinöfn þurfa ab hafa unnib sér hefb í hinum nýju lögum er dregin rammi um notkun millinafna. Þar segir að heimilt sé að gefa barni eitt millinafn auk eigin- nafns eða eiginnafna. Millinafnið skuli dregið af íslenskum orö- stofnum eða að hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Millinöfn þurfa ab hafa unnib sér hefb bæbi sem karlmanns- og kvenmanns- nöfn og ekki verbur heimilt ab taka upp sem millinafn - nafn sem abeins er hægt ab nota vegna annars kynsins. Þá er heimilt ab breyta ættarnöfnum í millinöfn og einnig er opnab fyrir þann möguleika ab fólk geti tekib ætt- arnafn maka sem millinafn. Hin- um nýju lögum er ekki ætlab ab opna fyrir notkun ættarnafna þótt framvegis verbi heimilt að nota þau ættarnöfn sem þegar hefur verið stofnað til. Mannanafnanefnd hefur áfram úrskuröarvald Verkefni mannanafnanefndar er þannig skilgreint í hinum nýju lögum að hún skuli semja skrá um millinöfn sem heimil teljast. Henni er ætlað ab gefa skrána út og gera hana abgengilega al- menningi. Gert er ráb fyrir ab skráin verbi í stöbugri endurskob- un og gefin út sem heild ab minnsta kosti á þriggja ára fresti. Þá á nefndin ab vera forsvars- mönnum barna, prestum þjóð- kirkjunnar og forstöbumönnum skráðra trúfélaga auk Hagstofu og dómsmálarábuneyti til rábuneyt- is um nafngiftir og skera úr ágreiningsefnum um nöfn sam- kvæmt lögum. Endurskoöunarákvæöi í meðförum Alþingis kom fram tillaga frá Svavari Gestssyni, þing- manni Alþýbubandalagsins, er var samþykkt. Tillaga Svavars er þess efnis að dómsmálarábherra skuli skipa þriggja manna nefnd til að fylgjast meb framkvæmd laganna og skuli nefnd sú skila greinargerb fyrir 15. september 1997. Nefndinni er einnig ætlab ab gera tillögur um breytingar eft- ir því sem hún telur efni og ástæður til í ljósi þeirrar reynslu sem þá hafi fengist af lögum þess- um. -Þí Laugagerbisskóli á Snaefellsnesi: Fjöldi fólks á afmælishátíð Fyrir rúmri viku var þess minnst að 30 ár voru liðin frá vígslu Laugargerðisskóla. Fjöldi fólks mætti af þessu til- efni í skólann til að rifja upp gamla tíð og gleðjast saman. Höskuldur Goði Karlsson, skólastjóri, stjómabi samkom- unni. Sr. Gísli Kolbeins þjón- andi prestur á Staðastað flutti hugleiðingu, kór Laugargerðis- skóla söng og var fjöldi ávarpa fluttur. Tveir nemendur fluttu annálabrot úr 30 ára sögu skól- ans og nemendur spiluðu á gít- ar og harmonikku. Kvenfélagskonur sáu um kaffidrykkju í matsal skólans sem Byggðasamlag skólans bauð til. ■ Ein með ðllu FYRIR FYRIRTÆKIÐ OG HEIMILIÐ HUSIÐ & GARÐINN Mjög auðveld og þægileg í notkun Ekkert rispar lakkið meira á bílnum en drullugir og tjaraðir þvottakústar. | <l| I KEW KEW X-tra er mjög öflug og einstaklega þægilega útbúin háþrústidæla með öllum búnaði og fylgihlutum til þrifa utanhúss. REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Sími 587 5554, Fax 587 7116 Iw V Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Frá og með 15. maí 1996 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 22. útdráttur 19. útdráttur 18. útdráttur 16. útdráttur 11. útdráttur 7. útdráttur 4. útdráttur 3. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu miðvikudaginn 15. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. rxh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS f 1 HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 2-1 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.