Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. maí 1996 5 Halldór Ásgrímsson: Stuðningur vib útflutnings- fyrirtæki forgangsverkefni Grein þessi er að mesta samhljóða ávarpi, sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti á hádegis- verðarfundi utanríkisráðuneytis- ins um atvinnustarfsemi og fjár- festingar íslendinga erlendis þann 13. maís.l. Sókn íslenskra fyrirtækja er- lendis hefur veriö með öðr- um áherslum undanfarin ár en áður. Fyrirtæki, sérstaklega í sjávarútvegi, hafa ráðist í rekst- ur og fjárfestingar víða um lönd þar sem samvinna hefur tekist vib útlendinga um veiðar, vinnslu og -íölu sjávarafurða. Fyrirtæki hafa unnið þar braut- ryðjendastarf sem stjórnvöld verða að styðja við bakið á. Sá stuðningur verður fyrst og fremst að vera í því fólginn að búa fyrirtækjum þannig rekstr- arumhverfi að þau búi við sam- bærilegar aðstæður og erlendir keppinautar þeirra. Hið opin- bera verður einnig eftir því sem aðstæður leyfa hér á landi, að auðvelda fjármögnun verkefna meðal annars í samstarfi við al- þjóðabanka og sérhæfða fjár- festingasjóði. Ríkisstjórnin hefur frá upp- hafi lagt á það áherslu að stuðn- ingur við fyrirtæki í útflutningi væri forgangsverkefni og að þessu hefur verið unnið mark- visst meðal annars í samstarfi við aðila sem koma ab útflutn- ingsmálum. Vegna hinna sér- stöku aðstæðna hér á landi ger- ist þetta ekki á einni nóttu. Einkafyrirtæki verða að feta þessa nýju stigu af varfærni. ís- lensk fyrirtæki eru ekki það stór eða fjárhagslega sterk að þau þoli stór skakkaföll á erlendri grundu. Á síðasta ári var skipuð nefnd á vegum utanríkisráðuneytisins, meb þátttöku iðnaðar- og vib- skiptaráðuneytisins, sjávarút- vegsráðuneytis, Útflutningsráðs íslands, Þróunarsjóðs sjávarút- vegsins og Iðnþróunarsjóðs. Þessari nefnd er ætlað það hlut- verk að gera tillögur um hvernig ríkisstjórnin geti stutt við bakið á íslenskum fyrirtækjum sem stunda atvinnurekstur erlendis eða hafa hug á að fjárfesta er- lendis. í þessu starfi hefur verið reynt að fá sem heildstæðasta mynd af því sem betur mætti fara og gera tillögur til úrbóta. Einnig hefur verið kannað hvernig grannríkin búa að fyrir- tækjum sem eru í varanlegri at- vinnustarfsemi. íslendingar hafa reynt að laða erlendar fjárfestingar hingað til lands rriéðal annars með því að afnema flestar hindranir á fjár- festingu hér á landi nema í sjáv- arútvegi. Á vegum stjórnvalda er unnið markvisst kynningar- starf og fyrirgreiðsla við hugsan- lega erlenda fjárfesta hefur verið stórefld. Fjárfestingum íslend- inga erlendis hefur minni gaumur verið gefinn af hálfu stjórnvalda. Þjóðhagslegt gildi fjár- festinga Reynt hefur verið að meta hvaða þjóðhagslegt gildi er af fjárfestingum íslendinga er- Þ--------------- VETTVANGUR „Það er álit forsvars- manna fjölda ríkisfyrir- tœkja og stofnana að starfsemi þeirra hafi yfir að ráða sérhœfðum tœkj- um sem með einkaaðil- um mœtti selja beint eða í samstarfi við útlend- inga með stofhun fyrir- tœkja erlendis. Jafhframt hafa einkafyrirtœki, ekki síst á sviði hugbúnaðar, sýnt áhuga á samstarfi við stofnanir ríkisins um að koma þeim á markað erlendis. Opinber fyrír- tœki hafa þegar tekið þátt í íslenskrí útrás með einkafyrírtœkjum." lendis. Þar er um bein áhrif á út- flutningstekjur að ræða, því ná- in tengsl eru á milli fjárfestinga íslenskra fyrirtækja og markaðs- setningar íslensláa afurða er- lendis. Það leiðir síðan til auk- inna þjóðartekna og bættra lífs- kjara. Einnig styrkir fjárfesting markaðsstöðu íslenskra fyrir- tækja erlendis og dregur úr við- skiptakostnaði og óvissu. Skýr dæmi eru um að erlend fjárfest- ing íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja hafi skapað tækifæri fyrir útflutning á vöru, þjónustu og þekkingu sem tengjast sjávarút- vegi. Jafnframt getur erlend fjár- festing verið leið til að öðlast reynslu og þekkingu sem erlend fyrirtæki búa yfir. Á íslandi er vaxandi iðnaður sem tengist sjávarútvegi og margt bendir til að hraðan vöxt hans undanfarin misseri megi að hluta rekja til varanlegrar at- vinnustarfsemi sjávarútvegsfyr- irtækja erlendis. Útflutningur iðnaöarvara til landa þar sem ís- lensk umsvif eru hvað mest, eins og Chile, Mexíkó og Nami- bíu, sem varla var getið í út- flutningsskýrslum fyrir örfáum árum, nemur nú hundruðum milljóna króna og fer vaxandi. Vöruútflutningur til Namibíu nam í fyrra um 145 milljónum króna og við það má bæta sölu á þjónustu vegna endurbóta á togara. Ef allt gengur að óskum, má gera ráð fyrir að í tengslum við starfsemi íslenskra fyrir- tækja á Kamtsjatka í Rússlandi verði fluttar út vörur og þjón- usta fyrir verulegar upphæbir á næstu misserum. Samkeppnisstaða ís- lenskra fyrirtækja Forsvarsmenn margra fyrir- tækja sem starfa erlendis telja smæð íslands frekar styrk en veikleika, ekki síst meðal smá- þjóða sem stendur stuggur af samstarfsaðilum frá stærri ríkj- um. Þab styður þessa kenningu að íslenskum fyrirtækjum hefur orðið vel ágengt í nokkrum smáríkjum, til dæmis í Namibíu og Litháen. í Eistlandi, Lettlandi og á Falklandseyjum eru verk- efni að komast á rekspöl og þannig mætti áfram telja. Smæðin og sérhæfingin eru líka talin styrkur í ýmsum stærri ríkjum, svo sem Kína og Víet- nam. íslensk fyrirtæki búa ekki við nægilega góða samkeppnis- stöðu á mörgum sviðum. í fyrsta lagi má nefna ýmis réttindamál íslenskra fyrirtækja með starfsstöðvar erlendis og starfsmanna þeirra. Fyrirtækj- unum þykir bagalegt að starfs- fólkið, sem þarf að dvelja lang- dvölum í fjarlægum löndum, skuli missa ýmis réttindi sem tengjast almannatryggingum, til dæmis hvað varðar greiðslu sjúkrakostnaðar. Annað mál, sem oft er nefnt, en er sennilega erfiöara viðfangs, tengist skóla- göngu barna og unglinga. í öbru lagi ríkir óvissa um skattlagningu starfsmanna ís- lenskra fyrirtækja erlendis, meðal annars varðandi kostnað sem dreginn er frá dagpening- um sem greiddir eru vegna lang- dvalar erlendis. í mörgum til- fellum er um að ræða einstak- linga sem halda heimili hér á landi. Oft er heimilishaldið tvö- falt. Mál af þessu tagi hafa verið til meðferðar hjá skattayfirvöld- um og kjör þessa fólks eru óvissu háð. Slíkt gengur ekki til lengdar, hvorki fyrir starfsfólkið né fyrirtækin, sem mörg eru í al- þjóðlegri samkeppni. í mörgum grannríkjum eru reglur skýrari og oft rýmri. í þriðja lagi má nefna að ís- land hefur gert tiltölulega fáa tvísköttunarsamninga. Tví- sköttunarsamningar geta haft veruleg áhrif á samningsstöðu fyrirtækja. Sé slíkur samningur ekki fyrir hendi, skapast marg- vísleg vandamál. Nýlegt dæmi er um að skattayfirvöld viðkom- andi lands hafi haldið eftir hluta af samningsfjárhæð sem tryggingu fyrir skattgreiðslum íslenskra starfsmanna, sem aug- ljóslega er bagalegt fyrir viö- komandi fyrirtæki. íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum misserum reynt að hraða gerð slíkra samninga. í fjórða lagi má nefna að gerð marghliða og tvíhliða fjárfest- ingasamninga getur greitt fyrir viðskiptum. Iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið er þátttakandi í gerð marghliða fjárfestinga- samnings á vegum OECD. Sú vinna er komin á góðan rekspöl og ef að líkum lætur veröur gengiö frá samningi sem felur í sér gagnkvæmar fjárfestingar- tryggingar innan OECD snemma á næsta ári. í framhald- inu er ætlunin að fjölga aðildar- ríkjum að fjárfestingasamningi þessum. Almennar stubningsab- gerbir stjórnvalda En hvað geta stjórnvöld gert til að greiða fyrir áformum fjár- festingaaðila? Forsvarsmenn fyrirtækja sem starfa erlendis hafa bent á gagnsemi opinberra heimsókna æðstu ráðamanna. Einstakar fjárfestingar íslend- inga má rekja til heimsókna ráðherra og viðskiptasendi- nefnda til viðkomandi landa. Bent hefur verið á að rétt sé aö skoða: - hvort ráðuneytin eigi að gera sameiginlega áætlun um ráð- herraheimsóknir á helstu mark- aði íslenskra fyrirtækja; - erlendum opinberum heim- sóknum veröi beitt í þágu at- vinnulífsins, ekki síst varanlegr- ar atvinnustarfsemi íslendinga erlendis, og - opinberar heimsóknir ýerði farnar með þarfir fyrirtæl^janna að leiöarljósi og skipulag þeirra verði í nánu samstarfi við stjórnendur fyrirtækjanna. Með þessu átaki verði þess freistað að styrkja stöðu ís- lenskra fyrirtækja á erlendri grund og koma á beinum tengslum þeirra við viðkomandi stjórnvöld. Þáttur opinberra fyrir- tækja Þaö er álit forsvarsmanna fjölda ríkisfyrirtækja og stofn- ana að starfsemi þeirra hafi yfir að ráða sérhæfðum tækjum sem með einkaaðilum mætti selja beint eba í samstarfi við útlend- inga meb stofnun fyrirtækja er- lendis. Jafnframt hafa einkafyr- irtæki, ekki síst á sviði hugbún- aðar, sýnt áhuga á samstarfi við stofnanir ríkisins um ab koma þeim á markað erlendis. Opin- ber fyrirtæki hafa þegar tekið þátt í íslenskri útrás með einka- fyrirtækjum. Nægir í því sam- bandi að nefna SKÝRR, Póst og síma, Vegagerð ríkisins, Hita- veitu Reykjavíkur, Flugmála- stjórn og Vita- og hafnamála- stofnun. Forráðamenn sumra þessara stofnana hefur þótt skorta skýrar lagaheimildir til þátttöku í áhætturekstri og hafa þeir ýmist stofnað til rekstrarins á grundvelli sérstakra laga þar að lútandi eða með heimild frá viðkomandj ráðherra. Reynslan hefur leitt í ljós að íslensk fyrir- tæki í verkefnaútflutningi eiga oft í vök að verjast sökum smæðar sinnar. Eignaraðild stórra fyrirtækja getur verið þeim mikill styrkur. Einnig þyk- ir opinber þátttaka í fyrirtæki gæðastimpill á tilteknum ört vaxandi mörkuðum þar sem enn er mikil ríkisforsjá í efna- hagslífinu. Með hliðsjón af þessu þarf að skoða eftirfarandi atriði: - að ríkisfyrirtæki fái heimild til að taka beinan þátt í vel skil- greindum nýsköpunar- og þró- unarverkefnum með einkaaöil- um á sínu sviði, og - að ríkisfyrirtæki og stofnanir ríkisins afli sér heimilda til að ráðuneyti sem þau heyra undir leggi visst hlutfall af veltu eða hagnaði í sjóð sem nýta má til þátttöku í áhætturekstri. Fjármögnun verkefna Varanlegri þátttöku í atvinnu-. rekstri á erlendri grund er æ meiri gaumur gefinn í mörgum atvinnugreinum á íslandi. Sam- keppnin er þar alþjóðleg og beinn og óbeinn stuðningur op- inberra aðila í einstökum lönd- um ræður miklu um stöðu fyrir- tækja í samkeppninni. Varð- andi samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja þegar kemur aö fjár- festingum erlendis má draga tvær meginályktanir: - íslensk fyrirtæki eiga erfitt með að afla áhættufjár hjá fjöl- og alþjóðlegum fjármálastofn- unum vegna skorts á áhættufé hér heima, og - til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, sem hyggj- ast taka þátt í varanlegum at- vinnurekstri erlendis, þarf að gera þeim kleift að afla hluta áhættufjár á íslandi. Slík fjár- mögnun er lykillinn að áhættu- fjármögnun frá mörgum fjöl- og alþjóðlegum fjármálastofnun- um. Með hliðsjón af þessu þarf að huga að eftirfarandi: - að við yfirstandandi upp- stokkun sjóðakerfisins verði gert ráð fyrir að sjóðirnir hafi það hlutverk að örva þátttöku íslenskra fyrirtækja í atvinnu- starfsemi á erlendri gmnd, og - að viðkomandi verði heimil- að að leggja fram áhættufé í formi hlutafjár í varanlega at- vinnustarfsemi erlendis á móti hlut traustra íslenskra fyrirtækja í starfseminni. Góbir fundargestir. Ég vona að þau atriði, sem hér hafa verið tíunduð, sýni aö rík- isstjórnin hefur fullan hug á að styöja við bakið á fyrirtækjum, en það eru einmitt þau sem rutt hafa brautina í útrás íslensks viðskiptalífs. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.