Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur 15. maí 1996 ' r i UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Býr til spennur úr pappa íris Eggertsdóttir er ung hæfi- leikakona sem hefur m.a. verið að búa til spennur úr pappa. Þær eru margvíslegar og er hug- myndaflugið nýtt til hins ýtr- asta. Iris hefur selt mikið af þessum spennum, þar sem fólki finnst gaman að eiga eitthvað Spennur írisar eru hverjar meb sínu snibi og ótrúlega sterkar þó ab hráefnib sé pappi. handunnið auk þess sem engin spenna er eins. Spennurnar eru í öllum stærðum og gerir hún einnig barnaspennur. „Ég fékk nú hugmyndina frá Sólveigu Þorbergsdóttur myndlistarkonu, þó svo að útfærslan sé eilítið öðruvísi. Ég byrja á því aö skera út pappann í hæfilega stærð og mála síðan á hann þaö sem mér dettur í hug hverju sinni. Stakar spennur eru síðan límdar aftan á pappann og lakkað yfir með sterku lakki, þannig að spennan verður hörð og glansandi. Ef mig langar til þess aö fá mjúka áferð, nota ég sandpappír á spennuna. Þetta er rosalega tímafrekt, sérstaklega þar sem engin spenna er eins. Þær virð- ast þó vera sterkar, því ég frétti af einum viðskiptavini sem setti þær óvart í þvottavél, en þær komu heilar út, svo það eru góð meðmæli." Fullbókab í fjórar hestaferbir íshestar verða með fjórar hestaferðir um Vesturöræfi í sumar og er það fimmta sumar- ið sem boðið er upp á slíkar ferðir. Að sögn Einars Bollason- ar hjá íshestum er eftirspurn eftir hestaferðum sífellt að auk- ast, en þær njóta mestra vin- sælda hjá Þjóðverjum, aðallega konum, en dæmi eru um aö eingöngu hafi verið konur í hópunum. Einar sagði að vissu- lega væri inni í myndinni að fjölga hestaferðunum á Austur- landi, en þá yrði að öllum lík- indum að skipuleggja aukaferð- ir um önnur svæði, þar sem að- stæður á Vesturöræfum væru þannig að erfitt væri að koma þar við miklu fleiri ferðum yfir sumarið. Hestaferðirnar taka sjö daga. Hver hópur telur sextán til átján manns og fylgja hon- um leiðsögumaður og tveir til þrír hestasveinar, en sextíu til sjötíu hestar eru að jafnaði not- aðir í hverri ferð. Kokkur á eld- húsbíl ekur síðan á milli gisti- staða og sér hópnum fyrir kosti. Einnig þarf að flytja hey handa hestunum á áningarstaði. Ferð- in hefst á Hallormsstað og er fyrsta dagleiðin í Skriðuklaustur þar sem gist er fyrstu nóttina. Aðrir gististaðir eru: Fjallaskarð, Aðalból, Auðárkofi, Snæfell, Laugafell og Skriðuklaustur þar sem gist er síðustu nóttina. Leiðsögumenn í hestaferðum frá upphafi hafa verið Skarp- héðinn Þórisson og Jón Þór Þor- varðarson. Austurland NESKAUPSTAÐ Trévangur fær sorphiröuna Stjóm Sorpsamlags Mið-Aust- urlands hefur ákveðið að ganga til samninga við Trévang hf. á Reyöarfirði um sorphirðu á samlagssvæðinu. Trévangur sendi inn þrjú tilboð í verkið, en dró síðan tvö frávikstilboð sín til baka. Alls bárust í verkið átta tilboð frá fimm aðilum bæði innan og utan fjórðungs- ins. Áætlað er að sorphirðan á samlagssvæðinu kosti um 5.300 kr. á íbúa á svæöinu og er þá tekið tillit til tekna Sorpsam- lagsins. Enn er ekki ákveðið hvenær Trévangur tekur til við sorphirðuna, en hugur stjórnar- manna stendur til að ganga frá öllum lausum endum áður en Trévangur tekur við verkinu. Ákvörðun ýmissa sveitarfélaga um staðsetningu gámavalla hef- ur tafið nokkuð fyrir fram- kvæmd, en þau mál eru nú á lokastigi. Nokkuð víða er erfitt að finna gámavöllunum stað, þar sem ákveðnar kröfur eru gerðar um staðsetningu þeirra, s.s. um fjarlægð frá íbúðabyggð, matvælaframleiðslu o.fl. Myndin er tekin í Kleifarskógi og sér inn Norburdal. Ostakofinn opnabur I Gesthúsum var á dögun- um opnaður nýr veitingastað- ur, sem sérhæfir sig í hinum ýmsu ostaréttum. Að sögn aö- standenda hafa miklar skipu- lagsbreytingar átt sér stað inn- an fyrirtækisins og er Ostakof- inn einn þáttur í þessum breytingum. Ostakofinn er með léttvíns- leyfi og þangað er hægt að skreppa og njóta góðra veit- inga í fallegu umhverfi. Að sögn Björns Lárussonar eru bókanir mjög góðar fyrir sum- arið. „Það er nauðsynlegt að geta boðið ferðamönnum upp á þessa þjónustu, það eru í kringum 7000 manns sem heimsækja Gesthús á sumrin og það segir sína sögu um nauðsyn veitingastaðarins. Hugmyndin er sú að vera með mjólkurafurðir í hávegum, af því að við erum staðsett í mjólkurbænum." mm KEFLAVIK Vamarliðiö: Allir sígarettu- sjálfsalar fjarlægbir Bandaríkjaher hefur ákveðið að allir sígarettusjálfsalar verði teknir úr umferð á öllum her- stöðvum Bandaríkjanna fyrir lok maí. Gildir þetta því einn- ig um Keflavíkurflugvöll. Er þetta gert í viðleitni til að hefta aögang unglinga að síg- arettum, að sögn Friðþórs Ey- dals, upplýsingafulltrúa Varn- arliðsins. Frá því í febrúarmánuði 1994 hefur gilt hjá Varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli bann við reykingum í húsakynnum og farartækjum í samræmi við reglur bandaríska flotans, sem miða að því að hefta skaðsemi reykinga meðal starfsmanna. Þá voru þessar reglur Banda- ríkjaflota í fullu samræmi við íslensk lög um tóbaksvarnir frá 1984. Með þessum reglum steig Varnarliðið skrefið til fulls og nýtti sér heimild til ab banna reykingar í öllu sínu atvinnu- húsnæði og farartækjum. Hef- ur því gilt frá þessum tíma al- gjört bann á öllum vinnustöð- um og almenningsstöðum Varnarliðsins utanhúss sem innan. Reykingar voru þó áfram leyfðar á ákveðnum afmörk- uðum svæðum við vinnustaði og á samkomustöðum, svo og í íbúðum fjölskyldna og ein- staklinga. Þó var stefnt að því að ákveönar íbúðarblokkir yrðu með öllu reyklausar þeg- ar fram liðu stundir og nú, tveimur árum síðar, eru ákveðnar íbúðarblokkir þegar orðnar reyklausar meb öllu. Ekki er þó gert ráð fyrir að herinn verði algjörlega reyk- laus fyrir einhvern ákveðinn tíma, eins og margir starfs- manna hans hafa óttast. Hjörleifur Guttormsson á Alþingi: „Stóri bróbir er býsna nærri" „Stóri bróðir er býsna nærri," sagbi Hjörleif- ur Guttormsson, Al- þýðubandalagi á Al- þingi í gær er hann varpabi spurningum til Þorsteins Pálssonar, dómsmálarábherra, í tilefni ákvörbunar ... tölvunefndar um ab HJorleifur heimila Pósti og síma ab skrá öll símtöl, hvenær þau fara fram, á milli hverra er talab og hversu lengi hvert símtal varir. Þorsteinn Pálsson sagði að tölvunefnd hafi talið að um eðlilegan þátt hafi verið að ræða og hún væri sá aðili sem taka ætti ákvarðanir um slík mál. Sam- kvæmt ákvörðun nefndarinnar ættu ekki aðrir ab hafa aögang að skráningu Pósts og síma á símtölum, en nokkrir starfsmenn stofnunarinnar er und- irritað hafi skilyrði um þagnareið. Hjörleifur sagði að heimilt væri í undntekningartilfellum að veita upplýsingar um þessa skráningu og að Alþingi þyrfti að segja til um hvort verið væri að breyta reglum um friðhelgi einstaklings- ins. Hann sagbi að „stóri bróðir". væri bísna nærri. -ÞI Reglugerö um atvinnuleysis- bætur breytt Páll Pétursson, félags- málarábherra, segir ljóst ab frumvarp um breytingar á lögum um atvinnuleysisbæt- ur verbi ekki lagt fram á þessu þingi. Því verbi ab taka á vanda sjálfstætt starfandi at- vinnurekenda - ein- Páll yrkja í atvinnulífinu meb reglugerbarbreytingu innan ramma þeirra laga sem í gildi eru. Þetta kom fram í svari ráð- herrans við fyrirspurn frá Steingrími J. Sigfús- syni, Alþýðubandalagi, um hvað liði áformum félagsmálaráðherra, um að koma til móts við sjálfstætt starfandi at- vinnurekenda sem ekki ættu rétt til atvinnu- leysisbóta. Hann sagbi að margir þeirra greiddu trygg- ingargjald í Atvinnuleysistrygg- ingasjóð án þess ab eiga kost á bótum úr sjóðnum ef til at- vinnumissis komi. -Þ/ Fribrik Sophusson, fjármáiarábherra: Alþingis að ákveða hvort hlutir í Pósti og síma verði seldir „Ég ræb því ab sjálf- sögbu ekki einn hvort Alþingi muni taka ákvörbun um ab selja hlutabréf í Pósti og síma. Þab verbur þings- ins ab taka ákvörbun um slíkt, komi þab til greina, eftir ab lög hafa verib samþykkt um ab Fn°nk breyta Póst- og símamálastofn- uninni í hlutafélag," sagbi Frib- rik Sophusson, fjármálaráb- herra í svari vib fyrirspurn frá Ögmundi Jónassyni, Alþýbu- bandalagi, sem var á þá leib, hvort rábherra myndi beita sér fyrir sölu hlutabréfa í Pósti og síma hf. eftir ab naubsynleg lagabreyting hefbi átt sér stab. Friðrik sagði að flestum væri kunnugt um skoðanir sínar á einkavæðingu, að hann teldi hana í mörgum tilfellum vera rétta leið í rekstri stofn- ana. Hann sagði að sam- gönguráðherra vildi ekki ganga eins langt í þá átt ab einkavæða ríkisfyrir- tæki þótt þeim væri breytt í hlutafélög. Frið- rik sagði að nauðsynlegt væri að breyta Pósti og síma í hlutafélag, burt- séð frá því hvort hlutabréf í því félagi yrðu nokkru sinni seld á einkamarkaði. Með hlutafélagsforminu gæfist stofnuninni mebal annars tæki- færi til þess að eignast hluti í öðr- um fyrirtækjum. Ögmundur sagði fjármálaráð- herra margoft hafa lýst skoðun- um sínum varðandi einkavæð- ingu og því væri full ástæða til að kalla eftir sjónarmiðum hans í þessum efnum. -ÞI r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.