Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 2
2 Mi&vikudagur 15. maí 1996 Tíminn spyr... Hvaöa sæti spáiröu íslenska laginu Sjúbídú í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöbva? Egill Ólafsson tónlistarmaöur: Ég spái þessu lagi einu af efstu þremur sætunum. Það er ekki um neitt annað að ræða. Lagið er ágætt, það smýgur vel þótt það sé ekki neinn eyrnaormur. Sjarmi þessarar stúlku á eftir að fleyta okk- ur býsna langt, vænti ég. Eigum við ekki að segja að það sé svona helm- ingur af þessu. Gunnar Þórðarson tónlistarmað- ur: Ja, ég hef nú ekki heyrt hin lögin þannig að þetta verður hrein ágisk- un. En ég spái því fimmta sæti. Þetta er ágætt lag, það er alveg á hreinu ab þetta er ekki versta lagið sem við höfum sent í þessa keppni. Ég veit þó ekki hvort það veröur okkur til framdráttar að textinn og viblagið er með alþjóölegri blæ en hingað til. Það er tvíbent. Flytjand- inn er hins vegar ágætur, það hefur mikið að segja. Geirmundur Valtýsson tónlistar- maður: Ég er viss um að lagið á eftir að koma á óvart. Landinn er ekki ánægður meb það almennt en hingaö til höfum við verið mjög ánægð með okkar framlög og nán- ast verið búin að vinna keppnina áður en hún hefur farið fram. Svo hefur skellurinn orðið, enda eru það ekki við sem greiðum okkar lagi atkvæði í keppninni. Það kæmi mér ekkert á óvart þótt þetta lag yrði í 10 efstu sætunum. Oli Gauk- ur veit alveg hvað hann er ab fara. íslenskan er vandræðamál og virkar yfirleitt ekki nógu vel í hægu lagi en orðið „sjúbídú" grípa allir strax. Þá er flytjandinn góöur, þaö er fínt að hafa ljósku. Ég vona ab þeim vegni sem best en af praktískum ástæðum mega þau helst ekki vinna keppnina. -BÞ Loöskinn hf. flytur inn ástralskar gœrur: Urðu undir í samkeppni um íslensku gærurnar Rekstur Lobskinns hf. á Saub- árkróki gekk vel á síbasta ári þó ab velta félagsins hafi dreg- ist nokkub saman frá því árib ábur. Gert er ráb fyrir ab sölu- aukning verbi um 20% á þessu ári mibab vib síbasta ár en hagnabur síbasta árs var um 13 milljónir. Samdráttur í veltu félagsins kom til af skorti á innlendum gærum til sútunar en frambob á gærum hefur minnkab um 50% á síb- ustu 10-12 árum. „Rúmlega milljón til 1,2 milljón dýra var slátrab hér ábur en nú er slátrab um 550 þúsund. Af- kastageta þessara tveggja sút- unarverksmibja sem eru á landinu er um 700 þúsund gærur. Þannig ab þab vantar 150-200 þúsund gærur til ab Fribrik Sophusson, fjármála- rábherra, segir ab eflaust megi finna leibir tæknilega séb, til þess ab taka tóbak út úr vísi- tölu framfærslukostnabar, en verbi vísitölunni breytt þá leibi þab einnig til breytinga á fleiri þáttum og þar á mebal skuldabréfum sem bundin séu vísitölu. þessar verksmibjur séu nýtt- ar," sagbi Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Lobskinns hf. Forrábamenn Lobskinns brugðust við minna framboði á íslenskum gærum með því að flytja inn gærur frá Ástralíu og hefur ab sögn Birgis gengiö vel ab markaðssetja þær áströlsku á markaðssvæði fyrirtækisins. Umboðsmenn Loðskinns hafa þó þurft ab leita nýrra viðskipta- vina þar sem áströlsku og ís- lensku gærurnar eru nokkuð ólíkar, en ullin á þeim áströlsku er mun þéttari. Ástæðu þess seg- ir Birgir vera að íslenska kindin er nokkurs konar „kjötkyn" á meðan sú ástralska er aðallega „ullarkyn", framleidd til að ná fram sem þéttastri ull. „íslensku Þessi ummæli fjármálaráð- herra eru úr svari við fyrirspurn frá Siv Friðleifsdóttur um hvort ekki sé mögulegt að taka tóbak út úr vísitölunni til þess aö unnt sé að hækka verð þess í forvarn- arskyni án þess að til komi hækkun á vísitölu framfærslu- kostnaðar. -ÞI gærurnar seljast mjög vel en það er geysilega ánægjulegt að okk- ur skuli takast að markaðssetja þetta hráefni því annars yrðum við að loka. Það eru bara ekki tvær gærur á hverri kind. Að sjálfsögðu vildi ég fá allt mitt hráefni innanlands en ég á ekki von á að landbúnaðarfram- leiðsla á íslandi aukist heldur dragist frekar saman." Birgir býst við að hægt verði að flytja inn meira af áströlsk- um gærum ef frekari samdráttur verður í sauðfjárrækt. Á síðasta ári voru 75.000 ástralskar gærur fluttar inn á móti 120.000 inn- lendum gærum sem fóru í sútun í verksmiðjunni. „Samkeppnin hefur aukist á milli verksmiðj- anna í samdrættinum og við höfum raunverulega orðið und- ir þar því Akureyrarverksmiðjan er að vinna úr 450 þúsund gær- um. Við munum þó reyna að auka hlutdeild okkar á íslensku gærunum, sem er mjög gott fyr- ir bændur því þá helst veröið þar sem þab á aö vera." Ab- spurður um ósigur Loöskinns hf. í samkeppninni sagði Birgir að verksmiðjan á Akureyri hefði farið í gjaldþrot og þar sé því mun sterkari fjárhagsstaða en hjá Lobskinni. „Þeir hafa not- fært sér það virkilega." Einungis um 1-2% af gærum Loðskinns eru seldar í fram- leiðslu innanlands en afgangur er seldur til Evrópu, Asíu og Am- eríku. -LÓA Tóbak getur breytt stöbu skuldabréfa Félagsmálanefnd lækkar þröskulda Stjómarandstaban á Alþingi er mjög ósátt vib afgreibslu meiri- hluta félagsmálanefndar á fmmvarpinu um stéttarfélög og vinnudeilur en nefndin sendi þab frá sér á mánudagskvöld. Meb breytingunum telur meiri- hluti nefndarinnar sig þó vera ab koma til móts vib óskir frá verkalýbshreyfingunni mebal annars meb því ab lækka þrösk- ulda vib atkvæbagreibslur vegna kjarasamninga. í áliti meirihluta félagsmála- nefndar er gert ráð fyrir að fimmtungur félagsmanna verði ab taka þátt í atkvæðagreiöslu um kjarasamninga til þess að þeir teljist löglegir. Eftir fyrri breytingar félagsmálanefndar á frumvarpinu var gert ráö fyrir að fjórðung félagsmanna þyrfti til þess aö samþykkja eða hafna kjarasamningi. Þó er gert ráð fyrir að fjórbungur félagsmanna þurfi að taka þátt í atkvæða- greiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara komi hún fram. Félagsmálanefnd hefur einnig fellt úr frumvarpinu sér- staka tilvísun um fjöldaupp- sagnir þar sem þær eru skil- greindar sem vinnustöðvanir. Þótt það ákvæði falli brott telur meirihluti félagsmálanefndar þó, aö ekki verði með öllu úti- lokab að jafna fjöldauppsögn- um við vinnustöðvun. -thi \ Sagt var... Ekki þau einu sem eru græn „Við erum algjörlega græn í sveitar- stjórnarmálum en einhvers sta&ar verba menn a& byrja. Ég vil bara benda á þab a& núverandi oddviti sjálfstæ&ismanna byrja&i sinn feril í pólitík fyrir tveimur árum." Hilmar Magnússon Funklistama&ur í DV. Ekki góbur vinskapur „Hvab þarf til a& fyrrum íþróttagarp- ur, ætla&ur hrekklaus og hei&arlegur, rá&ist meb svívir&ilegu persónuní&i á opinberum vettvangi á vin og kunn- ingja og segir hann „hagræba sann- leikanum svo ja&ri vib lygi"?" Ingólfur Hannesson hjá RÚV sendir (fyrrverandi?) vini sínum Heimi Karls- syni heldur vonda pillu í DV í gær. Eg er ekki tapsár „Þa& er athyglisvert a& Heimir hefur sérstaka ástæ&u til þess a& nefna mig á nafn 1 3 sinnum í grein sinni sem tapsáran náunga sem hagræ&i sann- leikanum." Sami um sama vin. Stjórnmál eru ógebsleg „Þetta er vísbending um þa& a& stjórnmál eru ógeðslegri í augum fólks og fólkib var frekar til í funk en spillta stjórnmálamenn." Hreinn Hreinsson í Alþý&ubla&inu. Sérkennileg staba í júró... „Núna er uppi sú sérkennilega staða a& íslenska ríkissjónvarpib er a& borga undir bandaríska ríkisborgara sem eiga ab keppa fyrir hönd íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stö&va." Arnór Benónýsson í Alþýbublaöinu. Menn bí&a spenntir eftir næstu skob- anakönnun í forsetakosningunum, en nú mun Félagsvísindastofnun vera me& spurningavagn í gangi þar sem spurt er um forsetaefnin. Talib er a& niður- sta&a þeirrar könnunar muni miklu rá&a um hvernig frambjó&endur hagi baráttu sinni og hvort jafnvel einhver dragi sig til baka. í pottinum fréttist t.d. af því a& í herbú&um Cu&rúnar Agnarsdóttur væru menn að vonast til a& Jón Baldvin færi fram enda myndi slíkt stórauka á hennar mögu- leika og passa ágætlega inn í þá sókn sem nú á a& blása til, m.a. með miklu bla&i sem nú er í þann veginn a& koma út... • ...í pottinum eru menn þó ekki allir sannfær&ir um a& stu&ningsmönnum Cu&rúnar ver&i a& ósk sinni. Fréttir herma a& ef eitthvab er séu framboðs- mál Jóns Baldvins komin í bakk-gírinn því margir flokksmenn sjái fyrir sér skelfingu lostnir a& flokkurinn ver&i skilinn eftir hálf muna&arlaus. Þeir sem vel teljast þekkja til eru farnir a& tala um 50% líkur á frambo&i en ekki 75- 80% líkur eins og í upphafi vikunn- ar... • ...og enn um frambo&smál Jóns Bald- vins. Þa& vakti athygli a& í spurninga- vagni Félagsvísindastofnunar er spurt sérstaklega um hvort menn vildu held- ur kjósa, ef valib stæbi milli þeirra hjóna Ólafs Ragnars og Gu&rúnar e&a Jóns Baldvins og Bryndísar. Margir telja a& þessari spurningu vilji Jón Baldvin fá svar vi& ábur en hann fer fram... • ....Einn stu&ningsmanna Ólafs Ragn- ars Grímssonar var óhress me& frétta- flutning af stofnun félags um frambob Ólafs. Æ ofan í æ er fullyrt að um hf. sé a& ræða þ.e. að hlutafélag hafi verib stofnab. Ástæ&an er sú að í hlutafélagi hafa menn takmarka&a ábyrgb og því líti út eins og stubningmenn vilji ekki bera fjárhagslega ábyrgð á frambob- inu. Hi& rétta sé a& félagib sé stofna til ab hafa rei&u á bókhaldi og au&velda uppgjör me& því a& þa& hafi eigin kennitölu o.s.frv., enda hafa aðrirfram- bjó&endur gert þetta líka. Stjórnar- menn séu persónulega ábyrgir fyrir skuldum en ver&i tekjuafgangur fari hann til líknarmála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.