Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 4
4 Mibvikudagur 15. maí 1996 fMwif STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Kosningaúrslitin fyrir vestan Um síðustu helgi voru haldjjarsveitarstjórnarkosn- ingar í sameiginlegu sveitarfélagi á Vestfjörðum. Þessar kosningar og úrslit þeirra voru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Sigur framboðs framhalds- skólanema í kosningunum hefur í fjölmiðlaum- fjöllun um kosningarnar skyggt á önnur atriði, sem ekki eru síður umræðuverð. Kosningarnar eru afleiðing af mjög stóru skrefi í sameiningu sveitarfélaga, en þróun er nú hraðfara á því sviði og umræður um málið eru víða um land. Nýja sveitarfélagið samanstendur af einum stórum þéttbýliskjarna og þremur smærri og strjálbýlinu í kringum þá. Það verður mjög athyglisvert að fylgj- ast með því hver þróunin verður í þessu breytta samfélagi. Nýrrar sveitarstjórnar bíða mjög erfið verkefni að þróa upp nýtt samfélag stjórnunarlega í sameinuðu byggðarlagi. Sameiningin vestra er skólabókardæmi um það þegar bættar samgöngur leiða til nýrrar þróunar. Jarðgöng undir Botnsheiði og Breiðadalsheiði hafa breytt landslaginu gjörsamlega í óeiginlegri merk- ingu og skapað öruggar heilsárssamgöngur milli byggðarlaganna. Þetfa er algjör forsenda fyrir sam- einingunni, sem annars hefði tæplega getað orðið nema nafnið eitt. Það er deginum ljósara að sameiningin mun leiða til þess að atvinnufyrirtæki eiga auðveldara með að starfa á öllu svæðinu og hin mikla tog- streita um hvar skattar og skyldur eru greiddar er ekki fyrir hendi. Hins vegar er nóg af álitaefnum í hinu nýja samstarfi og forustumenn byggðarlags- ins verða að ganga að verki með þá sýn að hags- munir eins séu hagsmunir allra. Eins og áður segir, mun verða litið mjög til þró- unarinnar í hinu nýja sveitarfélagi fyrir vestan, þar sem víða eru bollaleggingar um sameiningu sveit- arfélaga. Það er alveg ljóst að hin örsmáu sveitarfé- lög eru vanmegnug að veita fólkinu þá þjónustu fé- lagslega og atvinnulega, sem gerð er krafa til, og landsbyggðarfólkið verður að skipa sér í stærri heildir. Sigur Funklistans í byggðarlaginu hefur vakið mikla athygli og umtal, og margir hafa talið hann merki um að „gömlu flokkarnir" séu búnir að vera. Þarna eru pólitískir fréttaskýrendur komnir á und- an sjálfum sér í umræðunni, eins og svo oft áður þegar þessi mál ber á góma. Á ísafirði hefur ávallt verið heitt í kolunum í stjórnmálum og fólk lætur sig þau varða, fyrir því er löng hefð. Það hefur einn- ig ávallt verið verulegur fjöldi af óháðu fólki á Vest- fjörðum. Við þá staðreynd bætist að unga fólkið rak kosningabaráttu sem var sambland af gamni og alvöru. Víst má það vel vera að hluti þess fylgis, sem list- inn fékk, hafi verið einhvers konar uppreisn gegn þeim sem stjórnuðu í viðkomandi byggðarlögum. Hins vegar er það mikil einföldun að ætla að þessi tíðindi boði endalok núverandi flokkakerfis. Þeirra ungu manna sem náðu kosningu, bíða ögrandi verkefni. Þeir koma að málinu ólitaðir af fortíðinni til þess að móta nýja framtíð á norðan- verðum Vestfjörðum. Þessi staðreynd kann að hafa haft áhrif á fylgið. Fólk hafi einfaldlega viljað fá ný sjónarmið ungra og efnilegra manna inn í þessa nýju uppbyggingu samfélagsins. Þetta boöar ekki gott Garri er farinn ab hafa þungar áhyggjur af stöbu mála í hinu daglega lífi og þykist sjá ýmsa illa fyrirboba um komandi óáran. Þab eitt ab einmuna blíba hefur verib upp á hvurn dag nú í langan tíma bobar ekkert gott, þaö er alveg ljóst. Hver sá sem er eldri en tvæ- vetur veit þab af fenginni reynslu kynslóbanna aö hér á íslandi hefnist mönnum rækilega fyrir ab hafa þaö gott. Garra liöi betur ab hafa noröan slagvebur meb hita- stig viö frostmark hálfu og heilu sumrin, því þaö er þó eölilegt ástand. En þegar veburgubirnir taka upp á svona ósköpum eins og núna undanfariö ab láta sólina skína látlaust í meira en tvo klukkutíma í senn, ab ekki sé nú talaö um meira en tvær vikur í senn, þá er aldrei aö vita á hverju má eiga von og full ástæba til ab búast vib hinu versta. aögeröirnar — hingab til nægbi ab siga þeim í abgerbir og verkföll eins og forystumönnunum hentabi. En svona er þetta nú meö blessaö lýö- ræbib, þaö er meira ab segja fariö ab þrengja sér leiö inn í rabir launþegahreyfingarinnar og sú staö- reynd vekur sannarlega upp áhyggjur af framtíö forkólfanna. GARRI Svartnættisblikur á lofti Enda eru ýmsar svartnættisblikur á lofti. Fyrsta og stærsta áfall Garra á árinu var ab sjálfsögbu þeg- arDavíö hætti vib ab fara í forsetann ogþarf mikib til ab slá þab út. Garri tók prestadeilúrnar ekkert sérlega nærri sér, enda kannast hann vib nokkra presta og hefur komist ab því aö þeir eru ekki nærri því eins heilagir og þeir vilja vera láta. Garri hefur einnig alvarlegar áhyggjur af framtíö verkalýösfor- kólfanna. Verkalýbsleiötogar eru þessa dagana aö berjast vib ab snúa gömlu baráttukvörn verkalýös- ins í gang til ab berjast gegn nýjum lögum sem rýra völd leiötoganna yfir sauösvörtum almúgamannin- um. Þeir sjá nefnilega fram á aö eiga erfitt meb ab stofna til verkfalla í framtíöinni þar sem a.m.k. einn af hverjum fimm í viökomandi launþegahópi ■þarf ab samþykkja aö fara í verkfall til ab hægt sé ab fara í verkfall. Þab spillir ab sjálfsögbu starfi laun- þegahreyfingarinnar í landinu ab hún skuli í fram- tíöinni þurfa aö láta félagsmenn sína samþykkja Fleiri áhyggjuefni En Garri hefur líka áhyggjur af framtíbarhlut- verki náttúruverndarsamtaka eins og Greenpeace. Um langan aldur böröust samtökin fyrir friöun sela og hvala og tókst vel upp. Nú eru selirnir og hval- imir aö veröa svo margir aö fæöuskortur er í höfun- um. Þar af leibandi hafa samtökin nú rábist í aö verja danska smáfiska gegn dönskum fiskimönnum svo aö hvalirnir geti gætt sér á dönsku smáfiskun- um. Næst veröur þaö norsk-íslenski síldarstofninn og því næst loönan. Þar á eftir kemur þorskurinn og þess er ekki langt ab bíöa ab laxveiöimenn megi gera svo vel ab pakka saman veiöigræjunum og leggja sínar ómannúölegu veiöiaöferöir á hilluna. Þegar svo veröur komib munu Greenpeace sam- tökin þurfa ab breyta nokkub um áherslur, því þá verbur mannkyniö komiö í alvarlega útrýmingar- hættu. Þaö kannski gerir samtökunum ekkert til, því þau stórgræba á öllu saman. Garri Matthías og fjórflokkurinn Menn eru ósparir á stóryröin um flokkakerfiö á ís- landi, andlát þess og ómöguleika, eftir kosninga- sigur Funklistans í hinum veröandi ísafjaröarbæ um helgina. Matthías Bjarnason er aö sjálfsögöu fremstur í flokki þeirra sem hvað geðvonskulegast láta gagnvart flokkakerfinu. Matt- hías er að verða í stjórnmálum það sem Jón Viðar Jónsson er í leikhúsheiminum, hinn geð- stirði en upplýsti gagnrýnandi sem léttir samborgurum lífið með mergjuðum tilsvörum og svörtum og sykurlausum sann- leikskornum. í Tímanum gær kveður Matt- hías einmitt upp einn af sínum dauðadómum yfir fjórflokkna- kerfinu og segir gömlu flokk- ana allt eins geta sameinast í einn flokk, enda sé uppreisn skólapilta á ísafirði aðeins byrj- un þess að vofa uppreisnarinn- ar muni breiðast út um landið. Já það var nú eitthvað annað þegar Matthías var og hét í pól- itíkinni, þá var nú ekki sama rassgatið undir öllum þessum stjórnmálamönn- um eða hvað? Matthías sjálfur virðist í það minnsta trúa því og segir í Tímanum: „Ég er sann- færður um að þróunin hefur stórversnað. Ég tamdi mér það ekki á sínum tíma að láta fólk elta mig vikum saman til að fá símtal." Flokkakerfib lengi að deyja Þetta er eflaust rétt hjá Matthíasi og fyrir- greiðslupólitík er vissulega á undanhaldi og það hefur ekkert almennilega leyst hana af hólmi, þannig að eflaust finnst fleirum eins og Matthíasi, að eitthvert pólitískt tómarúm einkenni þjóð- málaumræðuna. Hins vegar hljóta hrakspár Matt- híasar og hinna fjölmörgu fylgismanna hans varðandi framtíð flokkakerfisins að vera dregnar nokkuð í efa í ljósi þess að menn hafa árum og áratugum saman verið að reyna að brjóta upp þetta kerfi sem gagnrýnendur hafa kallaö hand- ónýtt og úr sér gengið. Sannast sagna er flokka- kerfið búið að vera á síðasta snúningi síðan á sjö- undaáratugnum ef ekki alveg frá 1956 þegar menn voru fyrst að freista þess að mynda kosn- ingabandalög til að breyta mynstri flokkakerfisins í kosningum. En strax í lok sjöunda áratugarins koma fram stjórnmálaöfl sem gagngert eru stofn- uð til að umbylta úreltu flokkakerfi og náði sú til- raun nokkru risi í þingkosingunum 1971. í Tím- anum í gær er einmitt viðtal við einn forsprakka O-flokksins úr þeim kosningum, Gunnlaug Ást- geirsson, en O-flokkurinn ástamt Samtökum frjálslyndra og vinstri- manna voru einmitt talin fram- boð sem sýndu að gamla fjór- flokkákerfið væri hrunið. „Ég get ekki neitað því að gamla O-listahjartað sló hraðar við þessi óvæntu úrslit. Það er ljóst að það eru breytingar í nánd." Þetta er haft eftir Gunnlaugi um niðustöö- una á ísafirði 1996, en er efnislega sams konar svar og hann gaf í við- tölum við Ríkisútvarpið sumarið 1971 þegar hann var spurður um umtalsvert fylgi O-listans í þing- kosningum, sem þó ekki dugði til að koma inn manni. Gömul klisja Síðan hafa raunar komið fram nokkur grínfram- boð s.s. Sólskinsflokkurinn o.fl. á landsvísu, án þess að hafa náð verulegum árangri og alltaf er tal- að um að flokkakerfið sé dautt. Árangur Funklistans er vissulega mikill og at- hyglisverður, en að hann sýni ab flokkakerfið sé dautt er hins vegar að verða dálítið slitin klisja. Hún verður jafnvel enn slitnari í ljósi þess að hér er um sveitarsjórnarkosningar að ræba en í slíkum kosningum hefur rammi fjórflokksins sjaldnast verið mjög stífur, eins og kannski sést best á R-list- anum í Reykjavík sjálfri höfuðborginni! Þab breytir ekki því aö full ástæba er til að leggja við hlustir þegar Matthías Bjarnason kveður upp sína miklu dóma yfir mönnum og málefnum. Menn þurfa bara að „afrugla" þessa dóma og hafa í huga að Matthíasi finnst allt betra eins og það var í gamla daga. En auk skemmtigildisins, sem ummæli hans hafa, er oftar en ekki, fólgin í þeim ákveðinn óþægilegur sannleiksvottur um stjórn- málin og stjórnmálamennina. Að þessu sinni lýt- ur þetta sannleikskorn að yfirlæti og einangrun pólitíkusanna, en þessu með dauða fjórflokksins er trúlega skynsamlegra að gleyma. -BG Á víöavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.